Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA október 1986 miðviku- dagur 228. tölublað 51. örgangur MENNING ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Friðarhreyfingar FNBARHJNDUR Stöð tvö Páll stólar á fimm mínútur Þeir á Stöð tvö hafa ákveðið að hefja fréttatíma sinn fimm mínút- um áður en fréttir hcijast í RÚV- sjónvarpi, eða fimm mínútum fyrir hálf átta. Stöð tvö hefst klukkan 19.20 á morgun með ávarpi sjón- varpsstjórans, Jóns Óttars Ragn- arssonar. Síðan koma fréttir, bein útsending frá Keflavíkur- flugvelli þegar Reagan stígur útúr flugvélinni, framhaldsþáttur og kvikmynd. Fyrstu dagana sendir Stöð tvö dagskrá sína út ótrufl- aða. -m Vídeóleigurnar Erum skíthræddir „Við erum skíthræddir og get- um lítið annað gert en beðið átekta“, sagði Birgir Lárusson verslunarstjóri hjá Vídeóhöllinni þegar Þjóðviljinn leitaði álits á því hvernig vídeóleigurnar ætl- uðu að bregðast við samkeppn- inni frá Stöð 2. Birgir sagði að líklega myndu leigurnar lækka verð á spólum vegna þessa. Hjá Snævarsvídeói sagði verslunarstjórinn Pálmi fvarsson, að höggið yrði rosalegt til að byrja með en svo færi bólan að hjaðna. „Ég held að þessi sjónvarpsstöð lifi ekki út árið“. Samstarfshópur friðarhreyfinga með friðarstund á Lœkjartorgi. Stjórnmálaflokkarnir á Akranesi með samskonar athöfn á sama tíma. Kirkjunnar menn áberandi Samstarfshópur íslenskra friðarhreyfínga hefur ákveðið að standa fyrir friðarstund á Lækjartorgi til að minna á friðar- vilja almennings. I gær var áformað að halda fundinn á föstudagskvöldið, en einnig var mögulegt að það drægist fram á laugardagsmorgun. Hólmfríður Árnadóttir, sem unnið hefur að skipulagningu sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að lögð yrði áhersla á að hafa athöfnina einfalda og stutta. Verði hún á föstudagskvöldið mun fólk halda kyndlum á lofti. Pétur Sigurgeirsson biskup mun halda aðalávarp kvöldsins og Helga Bachmann flytur ávarp fyrir hönd friðarhreyfinga. Þá mun Bríet Héðinsdóttir flytja ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Módettukórinn syngur. Hólm- fríður sagðist í gær vilja hvetja alla til þess að taka þátr í þessari athöfn og þá sem ekki komast niður á torg til að setja kertaljós út í glugga hjá sér. Stjórnmálaflokkarnir á Akra- nesi munu standa fyrir samskon- ar athöfn á sama tíma og hreyfingarnar í Reykjavík. Að sögn Garðars Norðdahl for- manns Abl. á Akranesi flytur Björn Jónsson sóknarprestur ávarp þá um kvöldið, kirkjukór- inn syngur og eitthvað fleira verður þar á dagskrá. Samstaða náðist um það í gærkvöldi að friðarstund á Akranesi yrði aug- lýst í nafni allra stjórnmálaflokka sem þar starfa. Gera má ráð fyrir að athöfnin á Lækjartorgi muni vekja athygli um alla heimsbyggðina. Allur sá fréttamannaskari sem staddur er fyrir stafni þá um kvöldið en að að flytja fréttir af honum til síns hér á landi mun fátt annað hafa fylgjast með fundinum og hlýtur heima. Atg Álafi OSS Leiðtogarnir fá lopapeysur Álafoss lœtur handprjóna peysur ú Gorbatsjofog Reagan. Framleiðir að auki 500peysur vegnafundarins. Fer í verslanir í dag ú í dag fara í verslanir 500 lopapeysur frá Alafossi, sem hafa verið framleiddar gagngert vegna lciðtogafundarins um helg- ina. Framan á þessum pcysum eru myndir af þeim Gorbatsjof og Reagan. Auk þess er verið að handprjóna fyrir Álafoss peysur á leiðtogana sjálfa, sem verða af- hentar þeim við hentugt tækifæri, það er að segja ef það býðst. María Hjaltadóttir sölustjóri hjá Álafossi sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ákveðið hefði verið sl. föstudag að fara út í þessa framleiðslu vegna leiðtog- afundarins og peysurnar hannað- ar með það sama. Peysurnar verða sendar í verslanir víða um borgina. María sagði þær myndu kosta 900 krónur í heildsölu, þannig að verð þeirra út úr búð verður að öllum líkindum um 2000 krónur, ekki svo lítil álagn- ing það. En Álafoss er ekki eitt urn að tengja framleiðslu sína við leiðtogafundinn. Ýmsir aðilar hafa framleitt hvers kyns vöru sem minnir á þennan stórviðburð í Reykjavík. gjá SÍðu 3 "** Horfðu í austur/ horfðu í vestur/ horfðu á þann sem þér þykir bestur. María Hjaltadóttir hjá Álafossi sýnir leiðtogalopa- peysuna. (Mynd Sig.). Fundurinn Joan Baez kemur Bandaríska söngkonan Joan Baez kemur hingað til lands í til- efni af fundi þeirra Reagans for- seta og Gorbatsjofs aðalritara. Baez, sem þekkt er að baráttu sinni fyrir friði í heiminum heldur líklega tónleika í Reykjavík á föstudagskvöldið ef húsnæði fæst undir þá. Einnig er mögulegt að hún komi fram á skemmtun í Gamla bíói á laugardagskvöldið. -gg A F0STUDAGINN Krataþingið Jón of hægrisinnaður Fjöldi Alþýðuflokksmanna hef- ur kosið Alþýðubandalagið i síðustu kosningum vegna þess að þeim geðjast ekki að framkomu Jóns Baldvins, telja hann of hægri sinnaðan, og ég er viss um að þetta fólk vill miklu frekar vinna með Alþýðubandalaginu heldur en Jóni, segir Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins m.a. í viðtali við Þjóðviljann um niðurstöður flokksþings Alþýð- ufíokksins og mögulegt samstarf A-flokkanna sem birt er í blaðinu í dag. Svavar segir að margendur- teknar yfirlýsingar Jóns Baldvins um að verkalýðsleiðtogar úr Al- þýðubandalaginu séu á leið í Al- þýðuflokkinn séu ekki annað en venjuleg kokhreysti í Jóni sem hann sé þekktur fyrir. „Ég get í. þessum efnum sagt það nákvæm- legasamameðöfugum formerkj- um og Jón er að reyna að gera. Ég er hins vegar ekki sá ódrengur í garð þessa fólks að ég sé að hengja það í fjölmiðlum“, segir Svavar. -Jg- Sjá bls. 3 -K.Ol.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.