Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 15
IÞROTTIR s Asgeir Meiri hugsun en hinir til samans! Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Asgeir Sigurvinsson fékk mikið hrós í blöðum fyrir leik sinn með Stuttgart gegn Spartak Trnava i Evrópukeppni bikarhafa í knatt- spyrnu sem fram fór í Tékkosló- vakíu í síðustu viku. í einu blaðinu var sagt að meiri hugsun hefði verið á bak við leik Ásgeirs en hjá öllum hinum leik- mönnunum á vellinum saman- lagt! Leiknum lauk með marka- lausu jafntefli og Stuttgart komst með því í 2. umferð. Evrópukeppnin Víkingur og Stjaman fa erfiða mótherja Stjarnan getur staðið íJúgóslövunum, segir Jón Ásgeir. Víkingur á möguleika gegn St. Othmar, segir Hallur „Við erum alls ekki óhressir með þessa útkomu, þetta gat orð- ið mikið verra. Júgóslavía er mikil handknattieiksþjóð og er England Wimbledon úr leik Fjórðu deildarliðið Cambridge sló fyrrum topplið fyrstudeildar úr keppni í enska deildarbikarn- um í 2. umferð í gær. Leiknum í gær, sem var á heimavelli Wim- bledon, lauk með jafntefli 2-2 og kemst Cambridge því áfram á reglunni um fleiri mörk skoruð á útivelli. Tony Cottee skoraði þrennu í 4-1 sigri West Ham á Preston og sýndi að hann á fullt erindi í en- ska landsliðið, en hann var á mánudaginn valinn í landsliðið fyrir leikinn gegn Norður- írlandi. Manchester United vann auðveldan sigur á Port Vale sem er í þriðju deild. Remi Moses skoraði 2 mörk fyrir United og Peter Barnes, Peter Davenport og Frank Stapleton eitt hver. Úrslit leikja i gær (samanlagt i svigum): Birmingham-Middl.br....3-2 (5-4) Blackburn-Q.P.R........2-2 (3-4) Bury-Crystal P.........0-1 (0-1) Fulham-Liverpool...........2-3 (2-13) Gillingh.-Oxford.......1-1 (1-7) Grimsby-Hull...........1-1 (1-2) Huddersf.-Arsenal......1-1 (1-3) Ipswich-Scunthorpe.....2-0 (4-1) Newport-Everton........1-5 (1-9) Portsm.-Wrexham........2-0 (4-1) Port Vale-Man. Utd.....2-5 (2-7) Rochdale-Watford.......1-2 (2-3) Rotherh.-Coventry......0-1 (2-4) Sheff.Utd.-Bristol C...3-0 (5-2) West Ham-Preston.......4-1 (5-2) WestBrom.-Derby........0-1 (1-5) Wimbledon-Cambridge....2-2 (3-3) Stockport-Sheff.Wed........0-7 (0-10) Walshall-Millwall......o-1 (Fyrri leikur)______-Ibe/Reuter. N-írland Nýliðar Gary Fleming, 19 ára bakvörð- ur hjá Nottingham Forest, hefur verið valinn í landsliðshóp Norður-íra fyrir Fvrópuleikinn gegn Fnglendingum á Wembley í næstu viku. Fyrir í hópnum er annar ungur leikmaður frá Forest, David Campell. Neil Webb, félagi þeirra, hefur verið valinn í enska hópinn í fyrsta sinn og það er því greinilegt að gott gengi Notting- ham Forest í haust vekur athygli á réttum stöðum. -VS/Reuter Sund Fræðslu- fundur Sundsamband íslands gengst fyrir fræðslustefnu að Varma- landi í Borgarfirði um næstu helgi. Par verður rædd stefnu- mörkun nefnda sambandsins og fram fara umræður um framtíð sundíþróttarinnar hér á landi. Fræðslustefnan hefst kl. 21.30 á föstudagskvöldið og lýkur á há- degi á sunnudaginn. Hermundur Sigmundsson og félagar í Stjörnunni glíma við Júgóslava í Evrópukeppninni og við Ármenninga í kvöld. Árni Indriðason, sem hér reynir að stöðva hann, stýrir Víkingum gegn KR í kvöld og gegn St. Othmar frá Sviss í Evrópukeppninni. Handbolti Fyrsta unrferð í 1. deild í kvöM Þrír leikir í Í. deild kvenna í kvöld verður leikin fyrsta um- ferðin í 1. deildarkeppni karla í handknattleik á þessum vetri. Nú leika í fyrsta skipti 10 lið í 1. deild og verða þau öll í eldlínunni í kvöld. íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörnina með leik við KR í Laugardalshöllinni kl. 20. Þar á eftir, eða kl. 20.15, mætast Fram og KA, miðjuliðin úr 1. deildinni í fyrra. í Digranesi mætir Stjarnan, sem flestir spá meistaratitlinum í ár, nýliðum Ármanns kl. 21.30. Á undan, eða kl. 20.15, leika ný- liðar Breiðabliks við FH-inga. Fimmti leikurinn fer fram í Hafnarfirði kl. 20. Þar taka nýlið- ar Hauka á móti Reykjavíkur- meisturum Vals. Einnig verður leikið í 1. deild kvenna í kvöld, þrír leikir. FH og Ármann leika í Hafnarfirði kl. 21.15, KR og Fram í Seljaskóla kl. 20 og Víkingur-Stjarnan í Seljaskóla kl. 21.15. -VS Kvennakarfa Sigrar hjá IR og IS Grindavíkurstúlkurnar veittu IR harða keppni í fyrsta leik sín- um í kvennaflokki í körfuknatt- leik á sunnudaginn. Þær töpuðu þá 33-31 fyrir ÍR í fyrsta leik mót- sins í Seýaskóla. Á mánudags- 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... Dagur og DV tóku óvænt forystu í ijölmiðlakeppni getrauna i 7. leikviku. Hvort blað er með 12 leiki samtals rétta úr tveimur fyrstu umferðunum. Morgunblaðið og Ríkisútvarpið eru með 11, Bylgjan 10 en Þjóðviljinn og Tíminn 8 hvort blað. Spáin fyrir 8. leikviku er þessi: m Arsenal-Watford................................x 111111 Aston Villa-Southampton........................1 x 1 1 1 1 1 Charlton-Everton...............................2 2 2 x 2 1 2 Leicester-Nottm.Forest.........................2 x 2 2 2 2 x Liverpool-Tottenham............................x 111111 Luton-Norwich..................................x 1 1 1 1 2 x Manch.Utd-Sheff.Wed............................1 1 1 x 1 x 1 Newcastle-Manch.City...........................1 1 1 1 x 1 1 Oxford-Coventry................................1 1 12x21 Q.P.R.-Wimbledon...............................x 111111 West Ham-Chelsea...............................1 11x111 Leeds-Crystal Palace...........................2 111x11 handhafí heimsmeistaratitilsins en ég er sannfærður um að Stjarnan getur staðið í þessu liði,“ sagði Jón Ásgeir Eyjólfsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Þjóð- viljann í gær. Stjarnan leikur við Dinov Slo- van frá Ljubljana í Júgóslavíu í 2. umferð Evrópukeppni bikar- hafa. Fyrri leikurinn á að fara fram ytra en að sögn Jóns Ásgeirs hafa Garðbæingar hug á að fá því breytt. „Við stefnum að því að leika okkar heimaleik í Laugar- dalshöllinni, við eigurp orðið það stóran hóp fyigismanna að Dig- ranesið er sennilega of lítið,“ sagði Jón Ásgeir. Leikirnir eiga að fara fram um miðjan næsta mánuð. Dinov Slovan tapaði bikarúr- slitaleiknum gegn Metáloplastica í fyrravetur en Metaloplastica varð einnig meistari. Dinov er því í sömu stöðu og Stjarnan að því leyti. Liðið er ekki þekkt úr Evr- ópukeppni en mun hafa átt einn eða tvo leikmenn í HM-liði Júg- óslava í Sviss. Víkingar drógust gegn St. Ot- hmar frá Sviss í Evrópukeppni meistaraliða. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu og tel að við eigum möguleika á að komast áfram. Það er öruggt að við leikum a.m.k. annan leikinn hér heima, annað kemur ekki til greina. Þetta verður góð reynsla fyrir okkar unga lið og gott að fá svona meðalsterka mótherja í stað þeirra allra bestu," sagði kvöldið vann síðan ÍS sigur á UMFN, 35-25, í íþróttahúsi Kennaraháskólans eftir að staðan hafði verið 20-10 í hálfleik, ÍS í hag. -VS England Turner til Wolves Graham Turner, sem rek- inn var úr starfí hjá Aston Villa fyrir stuttu, var í gær ráðinn framkvæmdastjóri hins fornfræga enska knatt- spyrnuliðs Wolverhampton Wanderers. Wolves er nú í 15. sæti 4. deildar eftir að hafa leikið í 1. deild fyrir þremur árum og félagið rak Brian Little úr embætti í fyrradag til að rýma til fyrir Turner. Hann er ellefti framkvæmd- astjórinn sem Wolves ræður til sín á aðeins sex árum. -VS/Reuter Hallur Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings. St. Othmar hefur verið í frem- stu röð í Sviss í mörg ár og hefur oft náð langt í Evrópukeppni. Liðið átti þó aðeins einn fasta- mann í HM-liði Svisslendinga í heimsmeistarakeppninni, Peter Jehle, sem er kallaður „draugur- inn“ fyrir óvænt mörk sem hann hefur skorað á þýðingarmiklum augnablikum í landsleikjum. Það er ljóst að róðurinn verður þung- ur fyrir ungt lið Víkinga, ekki síður en fyrir Stjörnuna. Stjarnan komst auðveldlega í 2. umferð, vann Birkenhead tví- vegis í Englandi, 46-9 og 36-3. Víkingar lentu hinsvegar í basli með Vestmanna í Færeyjum, sig- ruðu 16-12 eftir jafntefli, 25-25, í fyrri leiknum. -VS Kvennahandbolti Auðvelt hjá Val Valur átti ekki í miklum vand- ræðum með ÍBV í 1. deild kvenna í gær. Valsstúlkurnar sigruðu 15- 23. Staðan í hálfleik var 8-12 Val í hag. Vestmannaeyingar náðu að- eins að hanga í Valsmönnum í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik sýndu Valsstúlkurnar yfirburðina og juku forskotið jafnt og þétt. Guðrún Kristjánsdóttir og Katrín Friðriksdóttir skoruðu flest mörk Vals 7 hvor, en þær Ragna Birgisdóttir og Anna Þóra Jóhannsdóttir 4 hvor. JR/Eyjum Handbolti Friðarsund Landsliðskonurnar í hand- knattleik efna til „friðarsunds“ um næstu helgi. Þær ætla að þreyta maraþonsund í Laugar- dalslauginni á meðan Reagan og Gorbachov funda í Höfða, frá kl. 11 á laugardaginn til kl. 15 á sunnudaginn. Með þessu ætla þær að safna áheitum hjá fyrir- tækjum og einstaklingum og fjár- magna þannig umfangsmikla starfsemi sína í vetur. _VS Kvennahandbolti Unglingaliðiö til Danmerkur Unglingalandslið kvenna í handknattleik er á förum til Dan- merkur þar sem það tekur þátt í Norðurlandamótinu dagana 17.- 19. október. Lcikið verður við Danmörku, Noreg, Færeyjar og Svíþjóð. Hilmar Björnsson þjálfari hef- ur valið 14 stúlkur til fararinnar og eru þær eftirtaldar: Markveröir: Halla Geirsdóttir, FH Sigrún Ólafsdóttir, Víkingi Aðrir leikmenn: Anna M. Ólafsdóttir, Stjörnunni Guðný Gunnsteinsdóttir, Stjörnunni Hafdís Guðjónsdóttir, Fram Helga Sigurðardóttir, FH Hrafnhildur Pálsdóttir, Haukum Inga Lára Þórisdóttir, Víkingi Jóna Bjarnadóttir, Víkingi María Sigurðardóttir, FH Ósk Víðisdóttir, Fram Sigurbjörg Sigþórsdóttir, KR Steinunn Þorsteinsdóttir, Stjörnunni Valdis Birgisdóttir, Víkingi Mlðvikudagur 8. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.