Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Danmörkl Leiðtogafundurinn Friðsam- legasta samfélagið Viðbrögð danskra fjölmiðla af leiðtogafundi í Reykjavík eru m. a. annars á þann veg að stórveldin geti skipulagtfundinn eins og þeim hentar án samráðs við íslendinga Frá Gesti Guðmundssyn, fréttaritara Þjóð- viljans í Kaupmannahöfn: Danskir fjölmiðlar hafa sagt mikið frá fyrirhuguðum fundi Reagans og Gorbatsjofs í Reykja- vík og ekki minnst haft uppi margar vangaveltur um staðar- valið, ástæður þess og afleiðing- ar. Flestir hafa bent á landfræði- lega staðsetningu íslands, miðja veg milli stórveldanna og einang- rað frá óboðnum gestum. Þá hafa nokkrir haldið því fram að í Reykjavík geti stórveldin skipu- lagt fundinn eins og þeim hentar án þess að spyrja leyfis hjá við- komandi ríkisstjórn íslenska lýð- veldisins. Einn leiðarahöfundur beindi þeim frómu óskum til beggja valdamestu manna heims að þeir notuðu þetta tækifæri til að kynnast einu friðsamlegasta samfélagi heims. Allir fjölmiðlar hafa leitast við að segja frá íslensku samfélagi og í vanþekkingu sinni velta flestir sér upp úr gömlum klisjum um verðbólgu, þorsk og kómíska smæð þjóðarinnar. Þótt vonir manna séu auðvitað fyrst of fremst bundnar við árangur leiðtogafundarins, er kannski að vænta að innrás blaðamanna til íslands leiði til vandaðri fréttafl- utnings þaðan í framtíðinni. ERLENDAR FRÉTTIR hjörlbfsson/REUTER Flóttamenn Ríkar þjóðir verða að taka ábyrgð Genf - Háttsettur embættis- maður hjá Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna í Genf sagði í gær að hinar riku iðnað- arþjóðir yrðu að hætta að líta á flóttamenn frá Þriðja heims löndum sem ólöglega innflytj- endur og öryggishættu, heldur taka sína ábyrgð á vandamá- linu. Jean Pierre Hocke heitir mað- urinn, hann sagði að fjöldaflutn- ingar fólks frá vanþróuðum nkj- um til iðnríkjanna í leit að skjóli hefðu „riðlað gildandi lögum og reglum um flóttamenn“. Hocke sagðist gera sér grein fyrir að ríki þyrftu að gera greinarmun á raunverulegum flóttamönnum og því fólki sem yfirgæfu land sitt, sér til persónulegra hagsbóta eða vegna efnahagslegra eða félags- legra aðstæðna sinna. Hocke sagði hins vegar að yfirvöld í iðn- ríkjunum ættu ekki að grípa til aðgerða sem mismunaði báðum hópum. „Flóttamenn og þeir sem leita hælis í iðnríkjum eiga ekki að verða fórnarlömb aðgerða sem ríkisstjórnir taka gegn ólöglegum mannflutningum eða hótunum gegn innanlandsöryggi, hversu réttlætanlegar sem slíkar aðgerð- ir kunna að sýnast“, sagði Hocke. Leiðtogafundurinn Shultz dregur úr vonum George Shultz dró ígœr úrþvíað árangur íformi samkomulagsyrðiá fundi Reagans og Gorbatsjofs um næstu helgi, fundi sem nú eryfirleitt nefndur mini-leiðtogafundur (Mini-Summit). Shultz sagði einnig að mál eins og Afghanistan málið og mannréttindamál yrðu tekin upp af Reagan Reykjavík - George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hélt í gær fund með fréttamönnum í fjórum borg- um, þar á meðal Reykjavík, í gegnum gervitungl. Hann dró þar úr því að samkomulag yrði gert á fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs um næstu helgi. „Við erum ekki að reyna að ná samkomulagi um eitt né neitt,“, sagði Shultz, „við erum að reyna að móta tillögur sem gætu orðið að sem mestri aðstoð og til leiðbeiningar fyrir helstu samn- ingamenn okkar.“ Shultz sagði einnig að Reagan myndi taka upp ýmis mál önnur en afvopnunarmál, svo sem mannréttindamál, Afghanistan- málið og „Kúbu- Nicaraguamálið", eins og hann orðaði það. Hann sagði að lík- legast til samkomulags síðar meir væri takmörkun meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu. Varðandi tilraunabann Sovét- manna sagði Shultz að Bandarík- in vildu gjarnan sjá árangur í því máli en meðan þeir hefðu kjarn- orkuvopn undir höndum yrðu þeir að prófa þau. Sovétmenn leggja hins vegar einna mesta áherslu á að árangur náist í þessu máli og mun Gorbatsjof leggja það fram í viðræðum sínum við Reagan sem eitt af forgangsmál- um fundarins. Nicaragua Bandaríkin neita aöild Bandaríkjamenn neituðu ígœr aðflugvél sú sem skotin var niðuryfir Nicaragua, hefði verið á vegum bandarískra yfirvalda, Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í gœr að hún hefði verið á vegum einkaaðila Washington - George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna sagði í gær að flugvélin sem skotin var niður yfir Nicar- agua í fyrradag hefði verið á vegum einkaaðila sem væru ekki í neinum tengslum við bandarísk yfirvöld. Embættis- maður bandaríska varnamál- aráðuneytisins sagði í gær að flugvélin hefði ekki verið á vegum bandaríska hersins. Þessi embættismaður sagði einnig að sá sem komst af úr flugvélinni væri ekki banda- rískur hernaðarráðgjafi í þjón- ustu sveita sem berjast gegn ríkisstjórn Nicaragua, eins og yfirvöld í Nicaragua sögðu í gærmorgun. „Hann (sá sem komst lífs af) er ekki ráðgjafi frá bandaríska varn- armálaráðuneytinu vegna þess að að bandarísk lög leyfa ekki að bandarískar ríkisstofnanir veiti Contra hreyfingunni stuðning." Embættismaðurinn vildi ekki láta nafns síns getið. Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt 100 milljóna að- stoð til Contra hreyfingarinnar sem berst gegn Nicaraguastjórn, þetta frumvarp hefur hins vegar ekki hlotið endanlega afgreiðslu og er því ekki orðið að lögum enn. í þessu frumvarpi er hins vegar að finna ákvæði sem myndi leyfa bandarísku leyniþjónust- unni, CIA að sjá um að koma hernaðarlegum hluta aðstoðar- innar til Contra hreyfingarinnar. Lögin munu hins vegar ekki leyfa bandaríska loft- eða skipaflutn- inga inn í Nicaragua. Yfirvöld í Nicaragua tilkynntu í fyrradag að hersveit þeirra hefði skotið niður flugvéi sem var mál- uð felulitum, líklega C-123 flutn- ingavél með fjórum Bandaríkja- mönnum innanborðs. Líklega hefði hún verið með skotfæri, handsprengjur og annan vopna- búnað til stuðnings Contra hreyfingunni. í tilkynningu Nic- araguastjórnar í gær sagði, að maðurinn sem komst af héti Eug- ene Hafenfuf, 35 ára, og segðist hann vera hernaðarráðgjafi. Embættismaður í Nicaragua, Alejandro Bendano, endurtók í sjónvarpsviðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær að maðurinn segðist vera hernaðaráðgjafi. Það þýddi hins vegar ekki endi- lega að hann væri í þjónustu bandaríska hersins. Hér hefði hins vegar greinilega verið um að ræða aðgerð bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, með mönnum í hennar þjónustu, sagði Bendano. Frá Gesti Guðmundssyni, fréttaritara Þjóð- viljans i Kaupmannahöfn: I gær, 7. október, var danska þingið sett og um leið voru lögð fram 11 stjórnarfrumvörp sem saman ganga undir nafninu kart- öflukúrinn. Undanfarna mánuði hefur greiðslujöfnuður Dana við um- heiminn gerst æ óhagstæðari. Betur setti hluti þjóðarinnar hef- ur eytt tekjuaukningu sinni í lúx- usneyslu en hinn verr setti hluti hefur ekki getað skorið neyslu sína niður til samræmis við kjar- askerðingar heldur tekið fleiri neyslulán. Kartöflukúrnum er ætlað að vinna gegn greiðsluhallanum við útlönd. Auknir skattar eru lagðir á tóbak, áfengi, olíu til húshitun- ar og fleiri vörur og jafnframt er mönnum gert að sgreiða sérstök gjöld af neyslulánum. Áhrif þess- ara aðgerða á greiðslujöfnuðinn verða ekki mikil en þetta er í þriðja sinn á einu ári sem Schluter og félagar hafa gripið til samræmdra aðgerða til að draga úr neyslunni og hefur það jafnan bitnað mest á láglaunafólki. í setningarræðu sinni lýsti Schluter því yfir að stjóm hans myndi ekki skipta sér af næstu samningum sem á að vera lokið fyrir vorið. Vill stjórnin koma í veg fyrir að laun opinberra starfs- manna hækki enda er ekki gert ráð fyrir slíkum hækkunum í fj árlagafrum varpinu. Stokkhólmi - Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar,. hvatti í gær til þess að deilumál á sænskum vinnumarkaöi yrðu til lykta leidd hið fyrsta. Þá sagði hann einnig að aukin áhersla yrði lögð á umhverf- ismál. Carlsson sagði þetta í ræðu á fyrsta fundi sænska þingsins á þessu hausti. Carlsson kynnti þingheimi og sænsku þjóðinni stefnuskrá stjórnar sinnar og er þar lögð mikil áhersla á umhverfismál. Carlsson boðaði einnig umtals- verða tekjuaukningu ríkisins en sagði að það gæti því aðeins gerst að launadeilur þær sem að und- anförnu hafa leitt til mikilla verk- falla og vinnubanna í Svíþjóð, verði leystar. Um er að ræða heilbrigðisþjónustuna, farþegafl- utninga og aðrar mikilvægar greinar. „Það er mikilvægt“, sagði Carlsson, „að þessi deila verði leyst eins fljótt og auðið er, bæði hvað varðar baráttuna gegn verðbólgu og þá baráttu að halda Ingvar Carlsson hélt I gærfyrstu stefnuræðu sína á þingi sem forsætisráðherra Svíþjóðar. Svíþjóð Ahersla á umhverfismál Sœnskiforsœtisráðherrann, Ingvar Carlsson, sagði ístefnurœðu stjórnar sinnar á sœnska þinginu ígær, að áhersla yrði lögð á umhverfismál á næstunni. Einnig hvatti hann tilþess að launadeilur yrðu leiddar til lykta, mikið vœri íhúfi uppi og þróa frekar hið opin- bera.“ Nú eru um það bil 20.000 manns í verkfalli og búist er við að fleiri bætist í þann hóp sem nú mætir ekki til vinnu, annað hvort vegna verkfalls eða vinnubanns atvinnurekenda. Ríkisstjórnin heldur því fram að frekari launa- hækkanir innan ríkisins séu ekki mögulegar að svo stöddu. f „Græna pakkanum", svo- nefnda, þ.e. umhverfismálum, er um að ræða sérstakt ráðuneyti umhverfis- og orkumála. Iðnað- arráðuneytið sænska hefur fram til þessa séð um þessi mál. Carls- son tilkynnti einnig áætlun sem beinist að súru regni og skóga- dauða sem er orðinn geysimikill vegna mengunar í andrúmslofti. Danmörk Pjóðin sett á kartöflukúr Miðvlkudagur 8. október 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.