Þjóðviljinn - 10.10.1986, Page 4
LEIÐARI
ÍHöfða
Veri velkomnir til landsins leiðtogar risaveld-
anna, Reagan og Gorbatsjoff.
Þeir eru komnir til Reykjavíkur til að ræða
saman um skref til friðar, og einsog ástandið er
nú í heimsmálum er rétt að fagna jafnvel því að
forystumenn Sovétríkjanna og Bandaríkjanna
skuli geta tekist í hendur. Á það hefur hinsvegar
verið bent í grein í Þjóðviljanum að ekki sé
ástæða til að vera of bjartsýnn á árangur, - til að
stemma stigu við vígbúnaðarkapphlaupinu
þurfi hvorki meira né minna en að gjörbreyta
efnahagskerfinu í Bandaríkjunum og
stjórnkerfinu í Sovétríkjunum, sem hvort á sín-
um póli myndi aflvélar hernaðarhyggjunnar.
Það er aftur á móti engin ástæða heldur til að
láta hugfallast í baráttu fyrir friði og afvopnun
með því að mikla fyrir sér þær forsendur stór-
veldahagsmuna og gróðasjónarmiða sem
liggja að baki staðreyndum kjarnorkubrjálæðis-
ins. Gleymum því ekki að þeir Reagan og Gor-
batsjoff takast ekki í hendur í Höfða vegna þess
að þá langi til, - ein höfuðorsök slíks leiðtoga-
fundar nú er öflugt almenningsálit í öllum
heimshlutum. Almenningsálit sem meðal ann-
ars hefur knúið þessa leiðtoga til að lýsa því yfir,
hvorn með sínum hætti, að takmark þeirra sé
útrýming kjarnorkuvopna og friður heims um
ból.
Þessi afstaða almennings austan og vestan,
og á Lækjartorgi
norðan og sunnan, hefur ekki orðið til úr engu;
þar á mikinn þátt frumkvæði ýmissa hópa og
hreyfinga sem hafa tengst þvert á gömlu kalda-
stríðslínurnar. Skynsamir stjórnmálamenn,
djarfhuga þjóðarleiðtogar, hugsandi listamenn,
raunsæirvísindamenn, og ekki síst við, almenn-
ingur, sem með baráttu fyrir afvopnun og
heimsfriði erum að verja þau réttindi sem í senn
eru hin víðtækustu og hin dýrmætustu: lífið
sjálft.
Víst ætla íslendingar að haga svo til að þeir
Reagan og Gorbatsjoff geti ræðst við í Reykja-
vík í ró og næði, og borgarbúar eru reiðubúnir
að breyta lífsháttum sínum yfir helgina í þágu
fullkomins öryggis kringum leiðtogana. íslensk-
ir ráðamenn verða hinsvegar að hafa hugfast
að öryggisgæsla er ekki það sama og afnám
almennra mannréttinda. Hinn svokallaði mis-
skilningur um komu gyðinga til landsins í tilefni
fundarins er nokkurnveginn versta landkynning
sem komið gat uppá, - og óskandi er að nesja-
mennska hérlendra stjórnenda og embættis-
manna ali ekki af sér fleira af því tæi.
Að svo mæltu hvetur Þjóðviljinn reykvíkinga
til að fjölmenna á friðarfundinn á Lækjartorgi í
kvöld klukkan níu.
Ef leikurinn sést
Þriðja heimsmeistaraeinvíginu í skák milli
þeirra Kasparoffs og Karpoffs er lokið með sigri
hins fyrrnefnda. Óvíða hefur verið fylgst með
þessari viðureign jafnvel og á (slandi, og þótt
skákmeistararnir tveir hafi aldrei hingað komið
eru þeir orðnir fjölskylduvinir á fjölmörgum ís-
lenskum heimilum. Enda iðka þeir íþrótt sína við
skákborðið af stakri snilld og gangur viður-
eignarinnar hefur verið slíkur að áhugamenn
um skák og skákmeistara hafa staðið á öndinni
af spenningi eftir fréttum frá London og Lenín-
grad.
Einar Benediktsson sem eittsinn bjó í Höfða
sagði í kvæðinu Væringjum:
Vort heimslíf er tafl fyrir glöggan gest,
þar sem gæfan er ráðin, ef leikurinn sést, -
og þá haukskyggnu sjón ala fjöll vor og firðir.
Heimstaflsmönnunum sem nú gista Höfða
gefst nú þessi haukskyggna sjón, - og vonandi
sjá þeir hér eina leikinn í stöðunni: að Ijúka tafli
sínu á jafn virðulegan og friðsamlegan hátt og
þeir félagar Anatólí Evgénevits og Garí Klöru-
son austur við Finnskaflóa. -m
KUPPT OG SKORHE)
Kosninga-
töfrar
Einhver athyglisverðasta frétt
innlend þessa síðustu alþjóðlegu
æsingadaga var sú, að svo fáir
gæfu kost á sér í prófkjör til lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi við næstu kosningar,
að flokkurinn væri alveg miður
sín. Manni skilst að helst verði að
hætta við prófkjör - að minnsta
kosti í því formi sem þau hafa
verið iðkuð.
Að sumu leyti má segja að
þetta séu gleðileg tíðindi. Próf-
kjörshasarinn, einkum eins og
hann hefur verið iðkaður í Sjálf-
stæðisflokknum, hefur nefnilega
verið eitt af því sem hefur verið
að færa íslenskt stjórnmálalíf yfir
í það far sem bandarísk pólitík
rennur eftir. Með öðrum orðum:
þessi slagur stigmagnast upp í
það, að enginn frambjóðandi á
sér von nema sá sem hefur yfir
verulegu fjármagni að ráða.
Eigið fé dugar skammt þegar
auglýsingar um ágæti frambjóð-
anda fara að breiða úr sér yfir
síður Morgunblaðsins (og kann-
ski fara þær líka inn í sjónvarps-
stöðina nýju). Þetta þýðir að í
kringum hvern væntanlegan
þingmann myndast
hagsmunahópur fólks í efnaðra
lagi, sem gerir út sinn mann - og
væntir þess náttúrlega að hann sé
þess hagsmunavörður og þjónn í
framtíðinni.
Slagur af þessu tagi er einnig
líklegri til að gera
stjórnmálabaráttuna lágkúru-
legri en efni standa til. Fólk úr
sama flokki er ekki líklegt til þess
í auglýsingaleiknum, að viðra
einhver sérstök viðhorf til þjóð-
mála eða takast á við skoðanaá-
greining í hreyfingunni. Allt fer í
æ ríkara mæli að snúast um alls-
konar smámuni, um það í hve
mörgum félagasamtökum af öllu
tagi frambjóðandinn hefur vasast
fyrr og síðar, hvernig hans fjöl-
miðlaframganga er, hvernig hann
eða hún líta út, og það er, eins og
reynslan sýnir, jafnan stutt í það
að makar og börn og húsakynni
séu dregin inn í slaginn um „vin-
sældir og áhrif“.
Sögðum
við ekki?
Pað er svo óneitanlega nokkuð
gaman að því fyrir gamlan hund í
Alþýðubandalaginu, að hug-
myndir manna t.d. í Sjálfstæðis-
flokknum um það, hvað eigi að
taka við prófkjörum, eru ekki ó-
líkar því sem tíðkast hefur í hans
eigin flokki.
Hér er átt við, að fyrst sé af stað
farið með tiltölulega opna skoð-
anakönnun meðal flokksmanna
um hugsanlegt fólk á lista og upp
úr henni komi svo sá hópur, sem
menn æskja að gefi kost á sér í
framboð.
Það er ekki langt síðan að þessi
tilhögun Allaballans þótti bera
vott um vonda varfærni og and-
lýðræðisleg viðhorf. Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn
höfðu mjög hátt um opin próf-
kjör, sem áttu að tryggja hin
beinu og sterku áhrif almennra
kjósenda á skipan framboðslista
flokkanna.
Síðan hefur mjög dregið úr
hrífningu manna af prófkjörun-
um opnu. Menn viðurkenndu
fljótlega að með þeim væri bæði
boðið upp á fjáraustur sem væri á
fárra færi, og svo væru raunveru-
legir möguleikar á því, að and-
stæðingar þess flokks, sem til op-
ins prófkjörs efnis, notuðu tæki-
færið til að vinna skemmdarverk
gegn honum. Jafnt og þétt hafa
flokkar (og einstaka kjördæma-
ráð) flúið frá þessum siðum og
inn í forval eða prófkjör sem
bundið er við flokksmenn sjálfa.
Og nú sýnist sú tilhögun einnig í
kreppu.
íslendingar hafa nú margsinnis
haft af því spurnir, að fréttamenn
erlendir, sem hér sitja og láta sér
leiðast meðan þeir bíða eftir sín-
um tvíhöfða Godot, hafa sent
pistla til fjölmiðla sinna sem gefa
„ranga mynd“ af íslandi. Þeir
geri alltof mikið úr draugatrú
landans eða þá græðgi þeirra sem
selja þjónustu á höfuðborgar-
svæðinu þessa daga.
Klippara var það því nokkur
huggun, þegar hann hitti að máli
traustvekjandi fréttamann en-
skan, sem hafði samúð með okk-
ur í þessu máli. Ég skil vel, sagði
hann, að menn eru mjög við-
kvæmir fyrir þessum skrifum. Ég
geri mér líka grein fyrir því, að
það eru ekki nema tiltölulega fáir
sem haga sér einsog óðir menn í
peningaleitinni. Og svo er það
líka eins og fyrri daginn, sagði
hann - einhverjir einstaklingar
spekúlera - en íslenska ríkið
leggur út ýmislegan kostnað.
Og ég skil, sagði hann, að vissu
leyti þá sem fá snert af gullæði
þegar svona stendur á. Amríkan-
ar vaða hér um og bjóða mönnum
stórfé fyrir hitt og þetta og einatt
miklu meira en íslenskum hafði
dottið í hug sjálfum. Af þessum
sökum fer öll skynsemi á tvist og
bast...
Svo mælti sá enski. Og hér
mætti bæta því við, að íslending-
ar sitja í báti með öllum öðrum
smærri samfélögum þegar að því
kemur að heimspressan tyllir nið-
ur tánum þeirra á meðal. Þetta er
fólk sem er að flýta sér, sem ekki
ígrundar nokkurn skapaðan hlut,
grípur það sem laust liggur á yfir-
borðinu og blæs upp - einkum ef
um er að ræða eitthvað skrýtið,
sérviskulegt og hneykslanlegt.
áb
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéöins'
son.
Fréttastjórl: Lúövík Geirsson.
Blaöamenn: Garöar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs-
dóttir, Magnús H. Gíslason, Möröur Ámason, ólafur Gíslason.
Siguröur A. Friöþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíösdóttir,
Víoir Sigurösson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri)
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
LJósmyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson.
Útlit8telknarar: Sævar Guöbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir.
Skrif8tofustjóri: Jóhannes Haröarson.
Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
CÍausen, Guömunda Kristinsdóttir.
Sfmvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðlr: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Höröur Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síöumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. október 1986