Þjóðviljinn - 10.10.1986, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 10.10.1986, Qupperneq 13
HEIMURINN Leiðtogafundurinn Gorbatsjof ræðir hvað sem er Sovéskir embœttismenn sögðu á blaðamannafundi ígœr hér í Reykjavík að Gorbatsjoff Sovétleiðtogi, væri tilbúinn að ræða nánast hvað sem vœri, þar á meðal þátt Sovétríkjanna ímálefnum Afganistan Reykjavík - Sovéskir embætt- ismenn sögðu á fréttamanna- fundi í Reykjavík í gær að Gor- batsjoff Sovétleiðtogi væri til- búinn að ræða hvaða mál sem Reagan bæri fram, þar á meðal afskipti Sovétmanna af Afgan- istan og mannréttindamál í So- vétríkjunum. Þegar Reagan Bandaríkjafor- seti, yfirgaf Hvíta Húsið í gær á leið til íslands, dró hann úr líkum á miklum árangri fundarins með Gorbatsjof Sovétleiðtoga. Hann dró einnig úr fyrri fullyrðingum sínum þess efnis að alvöru Benito Craxi, forsætisráðherra Italíu, hefur sent Reagan Bandaríkja- forseta og Gorbatsjof Sovétleið- toga, orðsendingar þar sem segir m.a. að ítalir vonist til að fundur þeirra hér í Reykjavík verði til þess að koma á meira jafnvægi og skilningi milli austurs og vest- urs. Þessi skilaboð voru birt á ít- alíu í gær og sagöi þar að fundur- inn í Reykjavík væri táknrænn fyrir „sameiginlegan vilja um að leggja aukna áherslu á flóknar samningaviðræður austurs og vesturs." Craxi sagði í orðsend- ingu sinni til Gorbatsjofs að það sem væri mest áríðandi, væri ekki aðeins að vinna að betri heimi með afvopnun, heldur einnig „að koma á áreiðanlegra valdajafnvægi". í skilaboðunum til Reagans sagði m.a. að við- ræðurnar hér í Reykjavík gætu orðið til að „auka líkur á skilningi og jákvæðu hugarfari sem kom svo skýrt fram í viðræðunum í Genf og jók á vonir fólks um þró- un til meira jafnvægis og meiri skilnings á alþjóðavettvangi." Þetta er mjög almennt orðalag en það má m.a. túlka sem áminn- ingu um að Bandaríkin og So- vétríkin eru ekki ein í þessu máli. Bandaríska stórblaðið New York Times sagði í gær í grein að Reag- anstjórnin væri að brjóta gegn anda þeirra bandarísku laga sem segðu að Bandaríkin mættu ekki blanda sér í stríðið sem nú geisar í Nicaragua. Um er að ræða nýlega handtöku Nicaraguahers á Bandaríkja- manni sem var í flugvél sem skotin var niður yfir landinu. Tímes segír eínnig að Banda- ríkjaþing sé hins vegar ekki í neinni aðstöðu til að mót- mæla. Áður en Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað í júní að veita Contra hreyfingunni í Nicaragua 100 milljónir doll- ara, „vissi hún (deildin) að til þess að komast hjá reglum um bann við þáttöku, var verið að færa stríðsreksturinn í einka- rekstur - undir forystu herfor- ingja á eftirlaunum, John Sing- laub, sem er yfirmaður Heimssamtakanna gegn kom- múnisma“, sagði í grein New York Times. Ennfremur, „Með aðstoð manna eins og Sing- laub geta stjórnvöld með full- um rétti - þ.e. tæknilega - sagt að hinn handtekni Bandarikja- maður sé ekki á vegum CIA né annara bandarískra yfirvalda. Þannig eru lög þingsins um bann við þátttöku virt, en ekki andi þessara laga. leiðtogafundur gæti jafnvel orðið í Bandaríkjunum fyrir lok þessa árs. Meiri völlur virðist hins vegar á Sovétmönnum sem notuðu tæki- færið í fyrrakvöld og tilkynntu að sex sovéskar hersveitir yrðu flutt- ar á brott frá Afganistan og lyki þeim brottflutningi í þessum mánuði. Þá tilkynntu Sovétmenn að sovéskum andófsmanni, gyð- ingi, Inessu Fleurovu, yrði leyft að flytjast til ísraels. Reagan kemur hingað til lands með ýmis vandamál heima fyrir í huga. Eitt þeirra er afsögn Bern- ards Kalbs, talsmanns innanríkis- ráðuneytisins. Hann sagði af sér eftir að fréttir bárust af því að bandarísk yfirvöld hefðu með vilja dreift fölskum upplýsingum um Líbýu. Kalb sagðist ekki eiga þátt í þessu máli en vildi hreinsa nafn sitt. Þá hefur Reagan deilt hart við Bandaríkjaþing að und- anförnu um afvopnunarmál og fjármál ríkisins og sér ekki fyrir endann á þeim deilum. S-Afríka/UDF Stuðningur eriendis fiá bannaður Stjórnvöld íS-Afríku hafa bannað allanfjárhagsstuðning erlendisfrá til handa Sameinuðu Lýðrœðisfylkingunni (UDF) sem eru stœrstu samtökin sem berjast gegn kynþáttamisrétti í landinu Jóhannesarborg - Gagnrýn- endur stjórnvalda í S-Afríku voru í gær harðorðir um þá ákvörðun stjórnvalda að banna erlendum aðilum að styrkja eina stærstu hreyfing- una í landinu sem berst gegn kynþáttamisrétti, Sameinuðu Lýðræöisfylkinguna (UDF). Með þessari aðgerð hafa stjórnvöld aukið að mun þrýsting sinn á stjórnmálalega andstæð- inga sína og er jafnvel talað um að þetta geti orðið forveri algjörs banns á samtökunum innan tíðar. Fréttaskýrendur telja að þessi að- gerð stjórnvalda muni mjög veikja aðstöðu þeirra 600 sam- taka sem tengjast UDF. Gjald- keri UDF, Azar Cachalia, sagði við fréttamann Reuter fréttastof- unnar að framlög erlendis frá hefðu haft mikið að segja í sjóð- um samtakanna. Hann sagði að Pretoríustjórn væri staráðin í að eyðileggja samtökin án þess að banna þau opinberlega. Vestræn- ir diplómatar sögðu í gær að nýju lögin gerðu Louis Le Grange, ör- yggismálaráðherra S-Afríku, kleyft að fara í alla reikninga og skýrslur UDF og gætu lögin rutt veginn fyrir algjört bann á sam- tökunum. Lögfræðingar sögðu í gær að þeir væru að athuga hvort nýju lögin næðu til mannréttindasamtaka og annara líkra hópa sem tengdust UDF. Helen Suzmann, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðu hvítra í S-Afríku var ein þeirra sem gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir ákvörðun sína og kallaði hana „geðþóttaákvörðun". Full- trúi verkalýðssamtaka landsins sem telja um það bil hálfa milljón manna sagði að ákvörðun stjórnvalda sýndi ríkistjórn sem ætti við að stríða vaxandi ein- angrun, heima fyrir, jafnt sem á alþjóðavettvangi. Norsk yfirvöld Seldu þau ísrael þungt vatn? Norskur friðarrannsóknarmaður lýsti þvíyfir ífyrradag að Norð- menn hefðu með sölu á þungu vatni til ísraels, áttþátt íkjarnorku- vopnauppbyggingu ísraelsmanna Osló - Noregur samþykktj með leynd, árið 1959, að selja ísrael þungt vatn, svonefnt, sem hefði mátt nota við framleiðslu kjarnorkuvopna, var haft eftir norskum manni í gær sem vinnur að rannsóknum tengd- um friðarmálum. „Ef ásakanir um að ísrael hafi undir höndum kjarnorkuvopn, eru réttar, verðum við að taka því að Noregur hefur átt þátt í upp- ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR ■/_ _ . . _ r r, hjörleifsson/R E U I t K byggingu ísraelsmanna á slíkum vopnum“, sagði Norðmaðurinn, Sverre Lodgaard í viðtali við nor- ska dagblaðið Aftenposten. Lod- gaard vinnur við „Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnunina í Stokkhólmi“, sem er óháð. Hann sagði þetta í framhaldi fréttar í The Sunday Times í Lundúnum um síðustu helgi þess efnis að ís- rael hefði framleitt kjarnaodda í 20 ár. Sunday Times vitnaði í 31 árs gamlan mann og sagði að hann hefði unnið sem kjarnorkufræð- ingur við vopnaáætlun ísraels. Lodgaard sagði í viðtalinu við Aftenposten að Noregur hefði látið ísrael í té 21 tonn af þunga vatninu sem er þekkt tæknilega sem Deutrium Oxíð og er notað sem hægir við kjarnaklofnun. „Sendingar Norðmanna á þungu vatni (til ísraels) snemma á sjö- unda áratugnum og endurnýjun- arsending 1970, hafa átt stóran þátt í uppbyggingu ísraels á kjarnakljúfi. Lodgaard sagðist hafa frétt af þessu á sjötta ára- tugnum þegar hann vann hjá hinni ríkisreknu friðarrannsókn- arstofnun í Stokkhólmi, þegar hann var að undirbúa skýrslu um sölur Noregs á þungu vatni. Hann sagði ennfremur að Noreg- ur hefði selt þungt vatn til 50 landa á sjötta og sjöunda árat- ugnum með því skilyrði að það yrði notað til friðsamlegra nota. Föstudagur 10. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Finnskt kapalsjónvarp Finnskt eða engilsax- neskt efni? Helsinki - Finnskir áskrifendur að kapalsjónvarpi fá á næsta ári yfir sig flóðbylgju af bresku og bandarísku sjónvarpsefni og vinstri sinnaðir stjórnmála- menn í Finnlandi berjast nú fyrir því að halda uppi þjóð- legu efni í kapalsjónvarpinu. Þessir vinstrisinnar segja að nýrri löggjöf um kapalsjónvarp sem gengur í gildi á næsta ári, verði að breyta þannig að tryggt verði að a.m.k. 20 % útsendingar kapalsjónvarpsins verði finnskt efni. Þessi löggjöf var samin fyrir tilstilli núverandi samsteypu- stjórnar og þar er ákvæði um að finnskt efni verði að vera á dag- skránni en ekki er tekið fram hversu mikið það eigi að vera. Stofnsett hefur verið þingnefnd til að athuga þessi lög og vinstri- sinnar í þeirri nefnd hafa mót- mælt núverandi útgáfu laganna. Kapalsjónvarp nær nú til um það bil 500.000 áhorfenda í Hels- inki en það eru um það bil helm- ingur íbúa höfuðborgarinnar. Framleiðendur sem vinna við finnskt kapalsjónvarp hafa nú þegar lýst þeirri skoðun sinni, að það sé dýrt að kaupa og búa til innlent dagskrárefni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.