Þjóðviljinn - 15.10.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 15.10.1986, Qupperneq 4
LEIÐARI Reagan Fastheldni Ronalds Reagans forseta á hina umdeildu Stjörnustríðsáætlun Bandaríkja- manna varð til þess að slitnaði sundur með þeim Míkhaíl Gorbatsjof aðalritara í afvopnun- arviðræðum þeirra á Reykjavíkurfundinum um helgina. Viðbrögð heimspressunnar og margra kunnra stjórnmálaleiðtoga, meðal annars í heimalandi Reagans sjálfs, hafa verið á svip- aða lund: djúp vonbrigði. Menn virðast skynja, að í Reykjavík fór sögulegt tækifæri forgörðum. James Schlesinger, fyrrum varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, lét þannig um mælt í sjón- varpsviðtali að í Reykjavík kunni menn að hafa glatað tækifæri sem ekki gefist aftur næstu 10- 15 árin, jafnvel lengur. öldungardeildaþingmaðurinn Edvard Kenn- edy, sem löngum hefur efast mjög um varnar- mátt geimvopnakerfis Stjörnustríðsáætlunar- innar kvað Reagan forseta hafa misst af sögu- legu tækifæri til að stöðva vopnakapphlaup stórveldanna. „Þetta mikla, sögulega tækifæri gafst í viðræðunum á íslandi," sagði Kennedy í yfirlýsingu, „en því var fórnað, að minnsta kosti um stundarsakir, á ótryggu altari Stjörnustríðs- áætlunarinnar.11 Gary Hart, áhrifamaður í flokki Demókrata lét jafnframt svo um mælt að mistök Reagans á íslandi hafi leitt í Ijós, að hann sé í rauninni ekki fyllilega heill í yfirlýsingum sínum um stöðvun vopnakapphlaupsins. Sérfræðingar á vegum rannsóknastofnana neikvæð viðbrögð víða um heim eru sömuleiðis á þeirri skoðun að Reagan forseta hafi orðið á mikil mistök í ein- strengingslegri afstöðu sinni. Sovétmenn hafi undir forystu Míkaíls Gorbatsjofs teygt sig mjög langt og í rauninni verið komnir lengra en menn hefði fyrir fundinn getað órað fyrir. Reagan hafi því orðið á afdrifarík mistök, og Gorbatsjof sé sá sem í ásýnd heimsins fljúgi af fundi í Reykjavík með pálma í höndum. Mat fréttaskýrenda í Bandaríkjunum er mjög í þessa veru. Það sést meðal annars á því hvern- ig þeirtelja að Reykjavíkurfundurinn hafi áhrif á stöðu Repúblikana, flokks Reagans, í kosning- um sem standa fyrir dyrum í Bandaríkjunum. En niðurstöður fundarins munu að þeirra skoðun minnka líkur á að Repúblikanar nái að verja meirihluta sinn í Öldungadeildinni. Þessi túlkun er raunar sömu ættar og al- menningsálitið hér á íslandi. íslenskur almenn- ingur var í mun nánari tengslum við leiðtoga- fundinn en fólk annars staðar í heiminum. Hér fylgdist fólk tæpast með nokkru öðru meðan á fundinum stóð, það skoðaði frammistöðu leiðtoganna tveggja mjög grannt. Og að fundin- um loknum er ekki vafi á, að menn telja Reagan hafa farið illa að ráði sínu, en Gorbatsjof hafa komið fram sem hin ábyrga leiðtoga. Andstæðurnar á milli framkomu þeirra tveggja að loknum fundahöldum skiptu þar miklu og sýndu ef til vill best muninn á mönnun- um tveimur. Gorbatsjof hélt rakleiðis á fjöl- mennan blaðamannafund í Háskólabíói og greindi frá því helsta sem þeim leiðtogunum hafði í millum farið. Og notaði tækifærið til að bera fram þakkir til íslensku þjóðarinnar við rit- stjóra íslensks blaðs sem á fundinum var. Reagan ók hinsvegar beina leið til hersvæð- isins í Keflavík. Þar hagaði hann sér eins og þriðja flokks skemmtikraftur. Lét sér sæma að segja ódýra brandara svo að segja í sama mund og einar þýðingarmestu afvopnunarvið- ræður stórveldanna höfðu farið út um þúfur. Og einu þakkirnar sem hann flutti íslensku þjóðinni fyrir framlag hennar voru færðar í amerísku flug- skýli yfir amerískum hermönnum. Sannkölluð smekkleysa. Eitt mesta tækifæri til raunverulegrar fækk- unar á langdrægum og meðaldrægum kjarna- vopnum fór forgörðum vegna þess að Reagan forseti vildi ekki takmarka tilraunir í geimnum á kjarnavopnum sem tengjast hinum fráleitu Stjörnustríðsáætlunum hans. Það voru afleit mistök af Reagans hálfu. Um það vitna ekki bara ummæli heimspressunnar heldur og leið- toga í hans eigin heimalandi. I Reykjavík fór vissulega sögulegt tækifæri forgörðum. En skapari allrar skepnu lofi, að þann ramma sem áður var búið að smíða utan um fækkun kjarnavopna megi nota sem grund- völl að öðrum og gagnlegri leiðtogafundi. Til einhvers yrði þá erfiði Reykjavíkurfundar- ins. -ÖS KUPPT Fjölmiðla- stríð Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sem gerir sér vel grein fyrir fjölmiðla- tafli samtímans, segir í Alþýðu- blaðinu í gær á þá leið að „hinir rússnesku stórmeistarar í liði Gorbatsjofs unnu áróðursstríðið með algjörum yfirburðum. “ Það eru svosem fleiri að taka undir þetta, sumir í blöðum, aðrir á gatnamótum og heitum pott- um. Gorbatsjof var, segja menn, mælskur vel á blaðamannafund- inum og þótt hann væri gramur yfir málalokum, þá gætti hann stillingar og var ekki skömmótt- ur. Nema þá helst út í það sem kallað hefúr verið „samsteypa herforingja og iðjuhölda“. Nokk- uð vel til fundið hjá Gorbatsjof reyndar að nefna þá blökk - svo skemmtilega vill til, að það voru ekki Sovétmenn né heldur vinstrisinnaðir félagsfræðingar sem gáfu vissum pólitískum öflum þetta nafn, heldur Eisen- hower Bandaríkjaforseti, sem vissi náttúrlega hvað hann söng í þessu máli. Það kemur líka fyrir - og sést aðeins á Morgunblaðinu, að mönnum þykir miður að Reagan skuli hafa tapað í margnefndu á- róðursstríði hér á íslandi. En þeir sem svo hugsa vita það líka, að ekki tjóir um að sakast: Reagan hefur til þessa kunnað manna best á fjölmiðlaspilið - svo hér má segja að komi vel á vondan, það er ekki eins og Bandaríkja- forseti geti talið sig upp yfir það hafinn að dansa með í þeim leik. En það er ekki síst eitt sem mjög háir Reagan hér á landi og er nokkuð svipað og það sem gerði 5 MU u 1912 a M. A fc H H I OpraH UeHTpanbHor°_J<oMHTeTa KflCCj C,lí.r» >1 » u«h.»««' SWWW* OTT>e3A M. C. ropöaneBa W E C T H bl X _ u « C0BET0B B reeKbiIBHK ~-r JpyýKecTBenHaa 6ece;ja | lltjmjMMil SfvxXHÍi** ‘'t’ rortsAir.ay u. c OG SKORIÐ Nixon ekki sérlega vinsælan hér þegar hann kom að tala við Pom- pidou. Bandarískir hafa afar tak- markaðan skilning á smáþjóðum og þeirra viðkvæma tilfinninga- lífi. Þeir nenna ekki einu sinni að láta sem þeir hafi áhuga á þessari þjóð og landinu sem Nixon kall- aði á sínum tíma „hundsrass" og „lýðveldið írland." Hrollvekja Sumir blaðamenn bregða á hina dramatísku tóna og skal þá bent á skemmtilegt framlag Björns Bjarnasonar í þeim efnum en hann segir: „Gorbatsjof var í samskonar Zil-bíl og hann ekur um í Moskvu og eru þeir þannig gerðir að gluggatjöld koma í veg fyrir að farþeginn sjáist. Á hinn bóginn voru öryggisverðir Gorbatsjofs ekki í felum: Þeir störðu svo fast út um opna gluggana á bílum sín- um, að augnaráðið eitt nægði til að frysta þann, sem mætti því.“ Einhvers staðar verður hrollvekjan að vera. Illt er það og bölvað Eins og margtekið hefur verið fram strandaði samkomulag á SDI, Stjörnustríðsáætluninni svonefndu. Reagan heldur því fram að áætlun þessi sé nauðsyn- leg trygging fyrir öryggi Banda- ríkjanna „ef Sovétmenn skyldu, eins og þeir hafa oft gert áður, ganga á bak skuldbindinga sem þeir hafa gengist undir. “ Manni sýnist að fáir séu til að taka undir þetta sjónarmið Reag- ans. Sannleikurinn er sá, að SDI hafði eina jákvæða hlið - það mátti nota áætlunina sem skipti- mynt í samkomulagi við Sovét- menn, m.a. um stórfelldan niður- skurð kjarnorkuvopna - og það kom í ljós í Reykjavík að þetta var fyllilega mögulegt. En ef að haldið er áfram með Stjörnustríðið þá er afar torvelt að sjá á því jákvæðar hliðar - hvernig sem á málið er litið. Það er talið mjög vafasamt að geimvarnavopnin geti veitt það öryggi sem forsetinn lofar - svo margir flóknir tæknilegir örðug- leikar hljóti að vera á því að slíkt vopnakerfi virki. SDI er nýr áfangi í vígbúnað- arkapphlaupi sem mundi ganga mjög á skjön við samninga um fækkun kjarnorkuvopna. (Það má og minna á það, að Sovét- menn hafa verið miklu fúsari en áður til að leyfa allskonar eftirlit með vopnabirgðum sínum en áður). í fjórða lagi er það mikill mis- skilningur ef einhverjum dettur það í hug, að með hernaðarlegum yfirburðum af því tagi sem falist gætu í SDI sé hægt að hræða So- vétmenn til að sitja auðum hönd- um - eða fá þá til að slaka á í ýmsum mannréttindamálum. Ef að haldið er áfram af fullum krafti með SDI munu Sovétmenn finna sitt „svar“ við því, eins þótt það verði í öðru sniði. Þetta „svar“ mun að líkindum bæði spilla sambúð risaveldanna, skerða lífskjör í Sovétríkjunum - og gera líf fólksins þar að öðru leyti verra, einnig að því er varð- ar málfrelsi,ferðafrelsi og fleira. í fimmta lagi er þrjóska forset- ans og hans manna í sambandi við SDI afar líkleg til að vekja upp mikinn ágreining í Nató, því Vestur-Evrópumenn eru vitan- lega gramir yfir því að gott tæki- færi var ekki nýtt hér í Reykjavík. Nú má að sönnu segja að Þjóð- viljamenn gráti það þurrum tár- um að heimilisböl komi upp í Nató - en af því við vorum að skoða málið „frá öllum hliðum,“ þá má þessi athugasemd hér fylgja með. Að skrifa nafn Menn hafa þessa daga verið að spyrja að því hvernig á því standi að Morgunblaðið skrifi Gorbac- hev en Þjóðviljinn Gorbatsjof - og ýmisleg tilbrigði eru önnur á nafninu. Svar: Þegar nöfn eru umrituð af rússnesku letri (kírillitsa), þá tekur t.d. Morgunblaðið þann kost að nota enska umritun, þar sem stafur kemur fyrir staf án þess að hugsað sé til enda hvernig nafnið er borið fram. Ch er ekki til á íslensku - við Þjóðviljamenn notum því tsj, sem að vísu er ekki fullgild hljóðritun heldur. En o höfum við í enda orðsins vegna þess að áhersla fellur á lokaat- kvæði nafnsins og þá breytist e í> o. - áb DJÓÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins- son. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason. Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga CÍausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Augiýsingar: Síðumúia 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Biaðaprent hf. Verð i lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverö á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. október 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.