Þjóðviljinn - 15.10.1986, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.10.1986, Síða 6
MENNING Tvær ólíkar Erla Þórarinsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir og ijoriegn a iist hennar. Það voru sjálfsprottin viðbrögð og gjörningakennd svör við um- hverfinu. Virtist það allt annað en bragðdauft. Getur það verið að Erla hafi breytt um aðferðir við að koma til íslands? Vonandi hefur landið ekki svo slæm áhrif á hana þegar fram líða stundir. HALLDOR B. RUNÓLFSSOt Erla hefur nefnilega til brunns að bera ákveðinn frumkraft sem kemur fram í bestu verkum henn- ar. Það væri synd ef þröngsýnt andrúmsloft hér heima og sjúkleg þörf ýmissa sýningagesta fyrir sleikjulega list, tækist að drepa niður þá orku sem ég veit að býr innra með listamanninum. En of snemmt er að örvænta. Ef til vill er þetta bragð Erlu til að koma aftan að fólki, en slíkt er auðvitað nauðsynlegt og sjálfsagt á stund- um. Því er vert að bíða og sjá hverju fram vindur, þegar okkar frumstæða jörð fer að verka á Erlu með meiri þunga. Guðrún Kristjánsdóttir fer allt aðrar leiðir á gangi Kjarvals- staða, þar sem hún sýnir pappírs- myndir og samlímd efni. Guðrún er ekki að reyna að sprengja kringum sig eins og Erla. Afstaða hennar til náttúrunnar er miklu átakaminni, eða réttara sagt heimspekilegri. Þá er auðvitað átt við austræna heimspeki, en þar hafa menn komist einna lengst í að skapa samræmi milli sín og umhverfisins. Þetta er afstaða þeirra sem búið hafa lengi í snertingu við náttúruna og fundið hringrás hennar umlykja sig. Expression- isminn er borgarfyrirbæri, enda uppgötvaði Munch hann þegar hann komst í snertingu við ys og þys Kristjaníu, amstrið í París og búllurnar í Berlín. Þeir sem nær eru sjálfum upprunanum taka yfirleitt rólyndislegri afstöðu og íhugulli til umhverfisins. Allt kemur þetta fram í verk- um Guðrúnar, enda kemst hún oft býsna nærri kjarna þeim sem finna má í taóískum fræðum. Samsetningar hennar fjalla um tóm það sem leitar á hugann þeg- ar menn renna saman við sköp- unarverkið. Guðrún býr sjálf til pappírinn sem hún notar í sam- setningar sínar. Þannig skapar hún ekki aðeins verk sín heldur einnig efnið sem hún vinnur með. Óhjákvæmilega hlýtur samband hennar við afurðirnar að verða sérstaklega náið fyrir vikið. Og Guðrún hefur um margar leiðir að velja. Hún getur leikið á fínu strengina; hið dæmigerða, austræna, þar sem blæbrigðin eru óendanlega gagnsæ. Hún getur einnig teflt fram hinu volduga og hráa, sem við getum kallað vest- rænt, eða bara íslenskt, af því að íslensk náttúra í umhverfi og mönnum er ekki beinlínis slípuð af árþúsundalangri þróun. Hún getur einnig blandað þessu hvoru tveggja saman og skapað tog- streitu milli ólíkra þátta, minnug þess að hið hrjóstruga umhverfi okkar hefur í sér fólgnar undur- samlegar vinjar þegar minnst var- ir. Ég get ekki neitað því að ég er alltaf veikur fyrir list sem er opin í alla enda og á sér alls staðar út- göngudyr. Slík list heyrir nefni- lega ekki bara til núinu heldur einnig framinu. Áhorfandinn fær það á tilfinninguna að hann standi frammi fyrir einhverju sem sé rétt að byrja og eigi langa líf- daga fyrir höndum. Út af fyrir sig þýðir það að í verkum Guðrúnar er að finna fleiri víddir en þær sem sjást við fyrstu sýn. Verk hennar bera með sér bjartsýni sem er ekki algeng á þessum síð- ustu og verstu tímum. Kjarval átti sér fáeina nemend- ur, sem hann kenndi með allsér- stæðum hætti. Þegar þeir höfðu lokið við mynd og væntu gagnrýni hans, sagði hann alltaf: „Haltu bara áfram góði minn.“ Og raunar er það hið eina sem vert er að segja við Guðrúnu Kristjánsdóttur. HBR. Erla Þórarinsdóttir heldur sýn- ingu í Galleríi Borg við Austur- völl og hefur uppi bæði málverk og teikningar. Erla hefur lengi dvalið í útlöndum; Svíþjóð, New York og París. Þar hefur hún málað, framið gjörninga og önnur uppátæki með tilheyrandi sprengikrafti. Þótt ég hafi ekki oft séð verk eftir Erlu, hef ég bæði heyrt af sýningum hennar, einkum þar sem hún hefur tekið þátt ásamt öðrum íslendingum. Það vakti því forvitni mína að sjá heila sýningu með verkum hennar, en eftir því sem ég best veit er þetta fyrsta einkasýning hennar hér. Það fer ekki á milli mála að ég bjóst við öðru en því sem ég sá. Vissulega er það góðs viti, því ef eitthvað er leiðinlegt, þá er það einmitt það að sjá listsýningu sem er nákvæmlega eins og maður bjóst við. Hins vegar hafði ég gert mér vonir um að sjá meira skap bak við málverkin. Vissulega var í teikningunum ýmislegt að finna af þeim frumkrafti sem Erla sæk- ist eftir. En málverk hennar voru heftari en ég átti von á. Nú er ekki svo að skilja að ég sé að heimta einhvern expressionisma af Erlu, með tilheyrandi juði og gluði á strigann. Hins vegar býður inni- hald verka hennar upp á hressi- legri og frumstæðari vinnubrögð. Það er ekkert eins leiðinlegt og tamin villidýr. Þar með er talin sú list sem sækir föng sín til frum- stæðra goðmagna og frumgerðra (Arkitýpa). Hafi hún ekki til að bera þann kyngikraft sem ein- kennir list frumstæðra þjóða, fellur hún flöt. Þarna eru komnar hætturnar sem steðja að list Erlu Þórarinsdóttur og hún verður að varast hið fyrsta. Nú sá ég í möppum sem fylgdu sýningu hennar, allt aðrar hliðar 8. leikvika - 11. október 1986 Vinningsröð: 111—12X — 111—111 1. Vinningur: 12 réttir kr.107.700. 1391+ 42343(4/11) 96029(6/11)+ 127414(6/11) Úr 7. viku: 6646(3/11) 48887(4/11) 126945(6/11)+ 553560 62481(4/11) 2. Vinningur: 11 réttir kr. 2.245. 352 13325 47970* 56470 95597+ 125292 201139 1683+ 13939 48507 56579+ 96030+ 125445* 202690+ 2425 14132 48715 56756 96357 126170 206590 3605 16935 49641 57617* 96749 127085* 206598 3787 16984 49642* 59130* 97317* 127309* 206640 4056 + 17752+ 51741 59240 97701 127310* 206952* + 4084 40251 51938 59773 97758 127826 206974+ 4324 41706+ 52030 59920+ 98317 127841 206980+ 5921 42690+ 52226+ 60503 98451 128007 207421 6426 43572 52428+ 62217* + 99186+ 128432 6465 43603 53017 62285 99223 128824* Úr 5. v.: 7157 45476 53401 62444 100556+ 129018 52500 7706 45755 54518 63062+ 101162 129765* + 11043 46116 54544 95003 101188 129944 Úr 7. v.: 11708 46789 54543 95009 101319 130515* 52730 12182+ 46850 54695 95101* 101584 130516* 54091* 12678 46935* 54972+ 95489 101841 184129 101765 + 12857 46988 55259 95571 102001 + 184350 12943+ 47086 55437+ 95588 125238 184493 13149 47969* 56001 95590 125247 184605 ★=2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 3. nóv. 1986 kl.12.00 á hádegi. tslenskur Cetraunir, Iþróttamidstödinni vlSigtún, Revkjuvik Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- ar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir loka kæru- frests. FRÆÐSLUMIÐSTOÐ IÐNAÐARINS Málmiðnaðarmenn - vélstjórar - iðnnemar Námskeið í hlífðargassuðu verður haldið á Iðn- tæknistofnun íslands, Keldnaholti, dagana 20.- 25. okt., ef þátttaka verður næg. Upplýsingar og innritun í símum 687000 og 687440. Sérkennarar Kennara vantar að skóla geðdeildar Barnaspít- ala Hringsins, Dalbraut 12. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 82528. Laus staða Staða skattendurskoðanda á Skattstofu Austurl- andsumdæmis á Egilsstöðum er laus til umsókn- ar. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir er greina frá aldri, menntun og fyrri störfum skulu sendar til skattstjóra Austurlands- umdæmis, Selási 8, 700 Egilsstöðum, fyrir 1. nóvember nk. Egilsstöðum 3. október 1986 Skattstjóri Austurlandsumdæmis. DJÓÐVILJINN 45 68 13 33 Tímiim V 68 18 66 45 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sigf LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR: Neshagi Melhagi Einimelur Hagi v/Hofsvalíagötu Garðastræti 33 - út, og 34 út Hólavallagata Hólatorg M Kirkjugarðsstígur Hávallagata DJÓÐVIIJINN i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.