Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA ÍÞRÓTTIR ÚTTEKT HEIMURINN Miðstjórn ASÍ Launamisréttið veiði leiðrétt Miðstjórnarfundur Alþýðusambandsins leggur línurnarfyrir komandisamninga: Launamisrétti milli kynja og landshluta verði leiðrétt. Asmundur Stefánsson: Verður að afnema lœgstu taxtana Afundi miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands í gær var gerð samhljóða samþykkt þess efnis að í komandi kjarasamning- um verði lögð megináhersla á að leiðrétta það mikla launamisrétti sem nú ríkir milli karla og kvenna og að í því sambandi verði lögð áhersla á að vægi bónuss í launum minnki og að tímakaup hækki. Þá leggur miðstjórnin í samþykkt sinni einnig mikla áherslu á að það mikla launamisrétti sem ríkir miili landshluta verði leiðrétt. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að uppstokkun launakerfis- ins væri sú grundvallarviðmiðun sem hafi verið h,öfð í aðdragand- anum að komandi kjarasamning- um, en um kröfugerðina, eða hvemig að henni verði staðið hafi ekki verið teknar neinar endan- legar ákvarðanir. „Um það hvernig að þessu verði staðið get ég því aðeins talað út frá mínum forsendum, en í mínum málflutn- ingi hef ég miðað við það að það verði settar fram þrenns konar kröfur. í fyrsta lagi að lægstu taxtarnir verði afnumdir, í öðru lagi að taxtarnir verði færðir að því kaupi sem greitt er í fyrirtækj- unum og að síðustu að það verði breyting í kaupaukakerfunum þannig að hlutur fastakaupsins hækki“. Ásmundur Stefánsson sagði að lokum að á fundinum í gær hefði verið rædd um að halda kjara- málaráðstefnu eða formanna - fund, þar sem kröfugerðin yrði fullmótuð, í síðari hluta nóvem- ber en dagsetning hefur ekki ver- ið endanlega ákveðin. -K.Ól. Albert Brölt í stfákunum Heimdellingar vilja Albert Guðmundsson úr fyrsta sœtinu. Albert: Skipti mér ekki aflitlu strákunum. Verstfyrirflokkinn ef beita á brögðum eftir á Eg hef engar áhyggjur af þessu. Það hefur aldrei skipt mig neinu máli hvað litlu drcngirnir í Heimdalli eru að brölta. Annars væri þeim nær að fara að vinna meira fyrir flokkinn og minna fyrir sjálfa sig, sagði Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra í gær þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á þeirri ákvörðun stuttbux- nadeildarinnar í Sjálfstæðis- flokknum að beita sér fyrir því að Albert verði færður neðar á lista flokksins í Reykjavík fyrir næstu kosningar. Haft hefur verið eftir Þór Sig- Rœkjuleit Hafrannsóknar Ein rækja í Öxarfirði Rækjuleit Hafrannsóknastofn- unnar á Húnaflóasvæðinu og við Vestfirði er nú lokið, og að sögn Jakobs Jakobssonar for- stjóra Hafrannsóknastofnunnar virðist útkoman vera svipað léleg og við fyrri leit i byrjun október. „Það fannst lítið af rækjuíbyrj- un október, aðallega á ták- mörkuðum svæðum inn á Mið- firði og í Ófeigsfirði en þetta lítur ekki vel út,“ sagði Jakob. Að sögn Unnar Skúladóttur hjá Hafrannsókn er talið að hvarf rækjunnar stafi af smáþorski sem nú finnst á sömu svæðum og rækja var á áður. 5 heimabátar á Húnaflóasvæð- inu tóku þátt í rækjuleitinni og fundu þeir mjög lítið. Eftir að búið var að fara um Húnaflóa- svæðið var leitað að rækju á Öxarfirði og að sögn Kristjáns Ámasonar oddvita á Kópaskeri fannst ein rækja þar! Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri á Skagaströnd sagði í í gær að þessar niðurstöður væru mikið kjaftshögg fyrir sjómenn og þá sem hafa atvinnu af rækj- unni í landi. _vd fússyni formanni Heimdallar að fulltrúaráð félagsins sé mjög óá- nægt með niðurstöðu próflcjörs flokksins, og muni beita sér fyrir því að Friðrik Sóphusson verði settur í fyrsta sætið í stað Alberts. Þessi yfirlýsing formannsins kom í kjölfar fréttar í Morgun- blaðinu, þar sem sérstök athygli var vakin á því að fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna ætti síðasta orðið í uppstillingu listans. Þór bendir sérstaklega á þessa stað- reynd og segir að viðhorf þeirra Heimdellinga verði kynnt innan fulltrúaráðsins. Albert var spurður hvort hann teldi að gerð yrði tilraun til að velta honum úr fyrsta sæti listans, en hann neitaði því. „Kjósendur hafa sagt sitt álit á þessu og ef það á að fara að beita einhverjum brögðum eftir á verður það bara verst fyrir flokkinn,“ sagði Al- bert í gær. Heimildamaður Þjóðviljans innan Sjálfstæðisflokksins tjáði blaðinu hins vegar í gær að ákveðnar valdaklíkur í flokknum hefðu mikinn áhuga á að losna við iðnaðarráðherrann og þessar klíkur myndu ganga eins og langt og þær gætu. „Ég veit nú ekki hvort þeir þora að hrófla við hon- um, en þá vantar ekki viljann.“ -gg Þessa mynd tók Sig. í gærmorgun þegar nemendur og starfslið Vesturbæjar skóla voru á brunaæfingu. Vesturbæjarskóli Bömin komin út eftir mínútu Brunaœfing gekk vel eftir mikla skipulagningu „Brunaæfingin gekk vel en það þurfti að skipuleggja hana vel áður,“ sagði Kristín Valsdóttir kennari f Vesturbæjarskóla í samtali við blaðið að lokinni brunaæfingu f gærmorgun. „Húsnæðið er mjög þröngt og í því eru mörg börn á litlu svæði. Við vorum búin að undirbúa þau vel og æfa þau í að fara í raðir við útgangana þannig að það tók að- eins tæplega eina og hálfa mínútu að koma öllum út. Það er mjög nauðsynlegt að slíkt gangi fljótt og vel því að hús einsog þetta fuðrar upp á mjög skömmum tíma ef eldur kemur upp.“ Hús- næði Vesturbæjarskólans er nærri 90 ára gamalt og friðað í 2.flokki, sem þýðir að ekki má breyta neinu í því. -vd. Stjórnarheimilið Halldór og Matttiías í hár saman HalldórÁsgrímsson: Bruðl í heilbrigðisþjónustunni. Lœknarhafaof hálaun Ráðherrar sjávarútvegs- og heilbrigðismála fóru f hár saman á alþingi í gær og sagði Halldór Ásgrfmsson m.a. að hið mesta bruðl ríkti í heilbrigðismál- um. Læknar hefðu ráðið þar allt of miklu og „ekki eru aum launin þeirra sem vinna á sjúkrahúsum f Reykjavfk,“ bætti hann við. Kveikjan að þessum ummæl- um var tillaga um breytingar á kvótakerfinu, sem Karvel Pálma- son mælti fyrir í gær. Þar er gert ráð fyrir að auka um 25% kvóta hjá sveitarfélögum þar sem 35% íbúanna vinna við fiskveiðar og fiskverkun. Vestfirðingurinn Matthías Bjarnason var fremur hlynntur tillögunni og gerði að umtalsefni fækkun skipa á ísa- firði sem m.a. stafaði af kvótan- um. Halldór Ásgrímsson sagði þetta tillögu um að bæta við kvóta hjá einum en skerða hann hjá öðrum, t.a.m. á ísafirði, þar sem stór hluti íbúanna ynni við þjónustu t.d. á sjúkrahúsinu og svo væn einnig um önnur sveitarfélög eins og Akureyri og Akranes. Matthías Bjarnason tók orð samráðherra síns óstinnt upp og sagði síst of marga starfs- menn vera á sjúkrahúsi Isafjarð- ar. Og þar með byrjaði ballið! -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.