Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 16
NöemuiNN 1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA Fimmtudaour 30. október 1986 247. tölublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsínrii: 681348. Helgarsími: 681663. Bankarnir Vaxtaokur í uppsiglingu Lög um „vaxtafrelsi“ taka gildi á morgun. Svavar Gestsson: Ráðherra skortir pólitískt þrek til að hindra vaxtaokur í kjölfar laganna. Þó aðeins sé 1 sólarhringur þar til ný lög um Seðlabanka Islands og svokallað „vaxtafrelsi“ taka gildi, gat viðskiptaráðherra i engu svarað fyrirspurnum Svav- ars Gestssonar í gær um það hvort ákvörðun yrði um leið tekin um hámarksvexti. Svavar vakti athygli á því í neðri deild alþingis í gær að ef ríkisstjórnin tæki ekki nú ákvörð- un um hámarksvaxtastig eins og henni væri heimilt samkvæmt lögum, væri mikil hætta á að vaxtakapphlaup hefðist með ó- fyrirsjáanlegum afleiðingum. Hann spurði ráðherra hvaða þró- un hann teldi líklega í vaxta- málum allra næstu daga og hvort ákvörðunar væri að vænta um takmörkun vaxta um leið og lögin um Seðlabankann taka gildi 1. nóvember. Matthías Bjarnason sagðist vera að leggja síðustu hönd á reglugerð m.a. um stjórnun Seðl- abankans og bankaeftirlit. Hins vegar gæti hann ekkert fullyrt um hver þróunin yrði í vaxtamálum í kjölfar laganna. „Þó nú ríki frelsi í viðskiptabönkunum,“ sagði ráðherra, „þá held ég að ríkis- bankamir verði að vísa veginn.“ Taldi hann eðlilegt að fulltrúar alþingis í bankaráðum þeirra veittu aðhald í vaxtamálum og sjálfur væri hann reiðubúinn til að styðja bankaráðin í því. Svav- ar sagði útilokað að bankaráð ríkisbankanna færu að greiða at- kvæði um vaxtastig og að þau leystu þennan vanda fyrir ráð- herra. Sjálfur hefði ráðherra lagalegt vald til að koma í veg fyrir vaxtaokur en hins vegar kynni hann að skorta pólitískt þrek til þeirra verka. -ÁI Fjárlög Umræða í dag í dag verður á alþingi fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár og fer hún fram í sameinuðu þingi. Sem kunnugt er gerir fmm- varpið ráð fyrir 1600 miljón króna halla á ríkissjóði og hefur það ásamt mörgum öðrum at- riðum orðið stjórnarandstæðing- um tilefni mikillar gagnrýni. Því má búast við að hitni í kolunum eftir ræðu Þorsteins Pálssonar síðdegis. -ÁI Fyrirmyndarfaðir Fer en kemur aftur Sjónvarpsþátturinn Fyrir- myndarfaðir hverfur af skjánum í Sjónvarpinu eftir næsta laugar- dag, eins og tilkynnt hefur verið í Sjónvarpinu en það verður ekki lengi, þann 20. desember kemur hann aftur með fjölskyldu sína og verða þá sýndir 24 þættir í þess- um vinsæla sjónvarpsflokki. Ellert Sigurbjörnsson, dag- skrárritari Sjónvarpsins, sagði í samtali við Þjóðviljann í fyrradag að Cosby fjölskyldan væri ekki horfin að eilífu af skjánum. „Hún kemur aftur á skjáinn í síðustu viku fyrir jól,“ sagði Ellert. Því hefur verið hvíslað að Sjónvarpið sé að hætta með sýningu Fyrir- myndarföður og Stöð 2 hafi náð í réttinn á sýningu myndaflokks- ins. Þær hvíslingar em hins vegar ekki á rökum reistar. -IH L Árbœjarsafn Ragnheiður vill Aðalbjöigu Líkur á að Aðalbjörg RE5 verðigeymd á Árbœjarsafni. Byggð á kreppuárunum til að bœta atvinnuástandið Ragnheiður um borð í Aðalbjörgu: Merkur bátur og yrði góður fengur fyrir safnið. Mynd Sig. Þetta er merkilegur bátur og yrði mjög góður fengur fyrir safnið og borgina. Ef verið er að halda þessari sögu til haga þá er þetta gott tillegg í það starf, sagði Ragnheiður Þórarinsdóttir borg- arminjavörður í samtali við Þjóð- viljann i gær, en hún hefur mik- inn áhuga að fá Aðalbjörgu RE 5 í eigu Árbæjarsafns og varðveita hana þar í heilu lagi. Ragnheiður hefur farið þess á leit við borgarráð að borgin varð- veiti bátinn, en málið hefur ekki fengið afgreiðslu þar. Ragnheiður sagði í gær að Að- albjörg hafi verið byggð í Skip- asmíðastöð Reykjavíkurbæjar árið 1934 ásamt 3 öðmm af sömu tegund, gagngert til þess að bæta atvinnuástandið í Reykjavík. Þá stóð kreppan sem hæst og smíði þessara báta var liður í að bæta það hörmungarástand sem ríkti í atvinnumálum. Báturinn er því nátengdur atvinnusögu borgar- innar og útgerðarsögu. Aðalbjörg var 22 tonn þegar hún var byggð, en síðan hefur hún verið lengd og telst nú vera 30 lestir. Hún hefur verið gerð út á ýmis veiðarfæri síðan, en fór sína síðustu sjóferð fyrir skömmu. Eigendur em Stefán og Guðbjartur Einarssynir Sigurðs- sonar, sem er upphaflegur eigandi. Báturinn hefur þannig verið í eigu sömu fjölskyldunnar alla tíð. Enda þótt beiðni Ragnheiðar hafi ekki verið afgreidd í borgar- ráði enn sem komið er, hefur henni verið þar vel tekið og sagð- ist Ragnheiður bjartsýn á að mál- ið fengi jákvæða afgreiðslu. -gg Forval/Austurland Þingmennimir oftast tilnefndir Helgi Seljan: Ánægður með að menn muna eftir mér enfyrri ákvörðun um að hœtta er óbreytt Helgi Seljan og Hjörleifur Gutt- ormsson fengu milli 80 og 90 prósent tilnefningu í fyrri forvals- umferð hjá Alþýðubandalagsfé- lögunum á Austurlandi. Hjör- leifur hefur gefíð kost á sér til þingmennsku áfram en Helgi Seljan hinsvegar lýst því yfir að hann láti af þingmennsku í vor. Helgi sagði vlð Þjóðviljann í gær að hann væri ánægður með að menn myndu eftir sér, ákvörðun sfn stæði hinsvegar óbreytt. Talningu og útreikningi úrslita úr forvalsumferðinni um síðustu helgi varð ekki lokið á fundi for- valsnefndarinnar í gær, og verða fleiri nöfn ekki nefnd fyrren í fyrsta lagi eftir fund nefndarinnar á laugardag. í fyrri umferð tóku þátt um 600 manns, flokksfélagar og stuðningsmenn. Nefna átti mest fimm, þaraf einn úr heima- byggð. Steinunn Aðalsteinsdóttir for- maður forvalsnefndarinnar sagði Þjóðviljanum í gær að leitað yrði til þeirra sem oftast voru tilnefnd- ir og þeir beðnir að gefa kost á sér í seinni umferðina, sem stefnt er að helgina 22.-23. nóvember. Þá skal velja fimm og merkja við í töluröð. Úrslitin eru leiðbein- andi, endanlegur listi verður á- kveðinn af kjördæmisráði. Steinunn sagði forvalsnefnd hafa ákveðið að í tillögum nefndarinn- ar til ráðsins yrði farið að forvals- úrslitum með þeim breytingum einum sem reglur um kynja- skiptingu og byggðasjónarmið gæti hugsanlega valdið. „Ég er ánægður með að menn muna eftir mér, en ákvörðun mín stendur óbreytt,“ sagði Helgi Seljan í gær við Þjóðviljann. „Þetta er könnunarumferð, og ég lít á þetta sem ákveðna viljayfirl- ýsingu, sem kemur mér raunar ekki á óvart þrátt fyrir fyrri yfir- lýsingar mínar. Ég mun auðvitað svara forvalsnefnd formlega fyrir seinni umferðina, en hef ekki hugsað mér að breyta ákvörðun minni, sem er orðin rúmlega ársgömul. Það má segja að það sé út af fyrir sig ágætt að hætta með- an einhver sér eftir manni.“ -m AFMÆLIS- HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Dregið 31. október Munið gíróseðlana Gerum lokaátakið glæsilegt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.