Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ IÞROTTIR Karl-Marx-Stadt Vestfirðir Forval 2. nóvember Fyrri umferð forvals AB á Vestfjörðum vegna alþingiskosninganna, fer fram sunnu- daginn 2. nóvember n.k, Kosið verður hjá eftirtöldum trúnaðarmönnum: Anna B. Valgeirsdóttir Hjallastræti 39, Bolungarvík. Tryggvi Guðmundsson, AB- húsinu fsafirði. Snorri Sturluson Hjallavegi 29, Suðureyri. Jón Guðjónsson Brim- nesvegi 8, Flateyri. Davfð H. Kristjánsson, Aðalstræti 39, Þingeyri. Halldór Jóns- son, Lönguhlfð 22, Bfldudal. Birna Benediktsdóttir, Móatúni 3, Tálknafiröi. Helgi Haraldsson, Urðargctu 2 , Patreksfirði. Torfi Steinsson, Birkimel, Barðaströnd. Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu, Reykhólasveit. Heiðar Skúiason, Ljótunnarstöð- um, Hrútafirði. Jón Ólafsson, Brunnagötu 7, Hólmavfk. Jóhanna Thorarensen, Gjögri. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur frá 26. október hjá trúnaðarmönnum og auk 6ess hjá flokksskrifstofu AB að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Þar eru trúnaðar- menn Ottar Proppé, Margrét Tómasdóttir og Kristján Valdimarsson. Flokksmönnum er bent á að kynna sér forvalsreglur hjá stjórn og trúnaðarmönnum á sfnu svæði, og láta það berast að nú er stuðningsmönnum AB á Vestfjörðum gefinn kostur á þátttöku undirriti þeir stuðningsyfirlýsingu. Fyrir hönd uppstillingarnefndar Tryggvi Guðmundsson Isafirði sími heima 3702 og vinnusími 3940 Alþýðubandalagið í Kjósasýsiu Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmfudaginn 6. nóvember kl. 20.30 í kaffisal Hlégarðs. Fundarstjóri Jón Gunnar Ottósson. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Kosning starfsnefndar 3) Kosning ritnefndar Sveitunga ásamt útgáfustjórn 4) Kosning 8 fulltrúa félagsins í kjördæmisráð5) Ávarp Geirs Gunnarssonar alþingismanns 6) Önnur mál. Mætum öll vel og stundvíslega, takið þátt í opinskárri umræðu um stjórnmálin og framboðsmálin. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir vel- komnir. Stjórnln AB Borgarnesi og nærsveitum Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Röðli n.k. fimmtudag 30. okt kl. 20.30. Fundarefni 1) Tilnefning fulltrúa í forval vegna komandi kosninga. 2) Félagsstarf á komandi vetri. 3) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnln AB Reykjavík Viðtalstími borgarfulltrúa Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins verður til viðtals á Hverfisgötu 105, laugar- daginn I. nóvember frá kl. 13.00 - 14.00. Borgarmálaráð ABR Sigurjón. Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur ATH! Breyttur fundartími. Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20.oo að Kirkjuvegi 7. Fluttar verða fréttir af aðalfundi kjördæmisráðs og Svavar Gestsson formaður AB kemur og ræðir um helstu áherslur í kosn- ingastarfinu framundan. Nýir félgar sérstaklega boðnir velkomnir. Fjölmennið. Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Aðalfundur Aðalfundinum sem var frestað þann 12. sl. verður haldinn laugardaginn 1. nóvember n.k. í Rein kl. I4.00. Dagskrá. 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Tilnefningar í forval. 3) önnur mál. Kaffi og kökur. Félagar fjölmennið. Alþýðubandalagið Keflavík og Njarðvík Almennur félagsfundur Alþýðubandalagsfélag Keflavíkur og Njarðvíkur boðar til fundar í Verslun- armannafólagshúsinu Hafnargötu 28, mánudaginn 3. nóvember. Húsið opnar kl. 20 til nefndarstarfa og rabbfunda en dagskrá hefst kl. 21.00 1) Vetrarstarfið. 2) Fréttir af uppstillingarmálum. Ásgeir Árnason. 3) Stjórnmálaviðhorfið og kosningarnar framundan: Geir Gunnarson. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. Stjórnln. Alþýðubandalagið Reykjavík Forval Ákveðið hefur verið að viðhafa forval um frambjóðendur ABR vegna komandi alþingiskosninga í samræmi við forvalsreglur félagsins. Forvalið verður haldið dagana 29. - 30. nóvember n.k. Hverju framboði skulu fylgja meðmæli 5 félagsmanna. Tilkynning um þátttöku berist fram- kvæmdastjóra AB á skrifstofu flokksins fyrir kl. I7.00, fimmtudaginn 6. nóvember. Kjörstjórn Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH er boðað til fundar í Skálanum, laugardaginn 1. nóv- ember kl. 10.00. Fundarefni: I) Frá störfum bæjarstjórnar og nefnda. 2) Skipting í starfshópa og starfsskipulag. 3) Útgáfumál. 4) Önnur mál. Stjórnln. Lítiðbití fyrsta tapleiknum Mjög sanngjarn sigur Austur-Þjóðverja. Fyrsti sigur ogfyrstu mörk þeirra í8 leikjum Það er lítið að segja við loka- tölunum í Karl-Marx-Stadt í gær - Austur-Þjóðverjar sigruðu sanngjarnt 2-0 og ísland mátti sætta sig við sitt fyrsta tap í Evrópukeppni landsliða. Austur- Þjóðverjar höfðu undirtökin nær allan leikinn og fyrir þá var sigur- inn sætur - sá fyrsti í 8 leikjum og mark Andreasar Thom á 4. mín- útu var jafnframt þeirra fyrsta í jafnlangan tíma. Thom var svo sannarlega hetja Austur-Þjóðverja. Mark hans var laglega gert, langt útspark frá Muller markverði kom íslensku vöminni í opna skjöldu, Thom slapp í gegn og skoraði af öryggi, 1- 0. Mrnútu fyrir leiksiok sneri hann aftur á vörn íslands með snerpu sinni og sendi á Ulf Kir- sten sem skoraði af stuttu færi, 2- 0. Austur-Þjóðverjar réðu nánast algerlega gangi fyrri hálfleiks og það var eins og markið í byrjun setti íslenska liðið úr jafnvægi. Bjarni Sigurðsson varði þrívegis vel langskot frá hinum skotharða Liebers og forysta heimamanna hefði getað verið meiri en eitt mark í hálfleik. Það var annað að sjá til ís- lenska liðsins í seinni hálf- leiknum, sem var mun jafnari. En þrátt fyrir ágæt tilþrif á miðj- unni var marki Austur- Þýskalands sjaldan ógnað veru- lega, helst þegar Ómar Torfason átti tvívegis hættuleg langskot og Bjarnl Sigurðsson varði þrívegis mjög vel í fyrri hálfleiknum. þegar Sævar Jónsson þrumaði rétt framhjá stönginni úr auka- spymu. ísland saknaði sárt Ás- geirs Sigurvinssonar til að keyra upp hraðann, sóknimar gengu of hægt fyrir sig og austur-þýska vömin átti auðvelt um vik að staðsetja sig vel og taka á móti íslensku leikmönnunum af festu og öryggi. Sigfried Held hefði að ósekju mátt setja Guðmund Torfason fyrr inná, 12 mínútur eru skammur tími til að ná sér á strik og breyta einhverju um gang leiks. Þeir Ómar Torfason, Sævar Jónsson og Ragnar Margeirsson vom bestu menn íslands í gær- kvöldi, ásamt Bjarna Sigurðssyni markverði. Ómar spilaði af ör- yggi og yfirvegun og er greinilega með sjálfstraustið í lagi eftir gott gengi í Sviss undanfarið. Hann hefur virkilega fest sig í sessi í landsliðinu í haust og sama má segja um Ragnar sem kann vel við sig á miðjunni. Sævar var traustastur af varnarmönnunum og steig varla feilspor. Sigurður Jónsson komst líka vel frá leiknum og Arnór Guðjohnsen skilaði sínu ágætlega við erfiðar aðstæður, oft einn í fremstu víg- línu. Það var ekki auðvelt fyrir Pétur Ormslev að taka stöðu Ás- geirs - hann gerði ágæta hluti en hraðann vantaði. Guðni Bergs- son var drjúgan tíma að finna sig í framandi stöðu. Gunnar Gísla- son og Ágúst Már Jónsson skiluðu sínum varnarhlutverkum þokkalega, náðu þó ekki sama styrk og gegn Frökkum og Sovét- mönnum. Fátt í leik Austur-Þjóðverja kom á óvart, nema helst kraftur- inn í Thom og skotharka Liebers en þeir voru langbestir í liðinu, sem annars var jafnt og nokkuð heilsteypt. Það kæmi ekki á óvart þótt Austur-Þjóðverjar tækju annað eða bæði stigin af Frökkum þegar þeir fá þá í heim- sókn 19. nóvember en við Sovét- menn ráða þeir tæplega. U& íslands: Bjami Sigurösson, Gunnar Gíslason, Sævar Jónsson, Ágúst Már Jónsson, Sigurður Jónsson, Ómar Torfa- son, Ragnar Margeirsson, Pétur Ormslev, Atli Eðvaldsson, Guðni Bergsson (Guð-’ mundurTorfason 78.), Arnór Guðjohnsen.; Austur-Þjóðverjar fengu 11 homspyrnur í leiknum en Islend- ingar 3. Dæmdar voru 26 auka- spymur á ísland en 20 á Austur- Þjóðverja. Sóknarmenn íslands vom 5 sinnum rangstæðir, sókn- armenn Austur-Þýskalands aldrei. -VS Júgóslavía Látt gegn Tyrkjum Vujovic með þrennu í 4-0 sigri Hinn marksækni Zlatko Vujo- vic fór illa með Tyrki þegar Júg- óslavar tóku á móti þeim í Split í gær. Hann skoraði 3 mörk í leiknum sem Júgóslavar unnu 4- 0. Savicevic skoraði mark númer þrjú í röðinni. Lið Tyrkja var niðurbrotið þar sem einn besti leikmaður þess veiktist skyndilega og lést um síð- ustu helgi. Einum öðmm leik er lokið í 4. riðli Evrópukeppninnar í knattspyrnu, Englendingar sigr- :/uðu Norður-Ira 3-0, en þann 12. nóvember fá Englendingar Júg- óslava í heimsókn á Wembley- leikvanginn í London. -VS/Reuter 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 30. október 1986 Sovétríkin Þrjúá átta mín- útum! Noregur tapaði 4-0 Sovétmenn áttu ekki í miklum vandræðum með Norðmenn f 3. riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í gær. Þeir sigruðu 4-0 f Moskvu og hafa þar með tekið örugga forystu í riðlinum. Þrjú mörk á átta mínútum í fyrri hálfleik gerðu útum leikinn. Gennady Litovchenko skoraði fyrsta markið á 25. mínútu með hörkuskoti af 25 m færi. Igor Bel- anov bætti öðru við úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar og síðan skoraði hinn gamalreyndi Oleg Blokhin á 33. mínútu, 3-0. Fjórða markið kom eftir 9 mín- útur í síðari hálfleik og þar var Vagiz Khiddiatulin að verki, beint úr aukaspyrnu af 30 m færi. Staðan í 3. riðli er nú þannig: Sovétríkin...........3 2 1 0 7-1 5 A.Þýskaland..........2 1 10 2-0 3 Island...............3 0 2 1 1-3 2 Frakkland............2 0 1 1 0-2 1 Noregur..............2 0 110-41 Igor Belanov skoraði eitt mark- anna gegn Noregi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.