Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN— Hefurðu trú á nýja hús- næðiskerfinu? Jóhannes Bachmann, bílstjóri: Já, ég held það. Þetta er framfara- spor að mínu mati og ég held að þetta eigi eftir að ganga upp þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Guörún Benjamínsdóttir, bílstjóri: Ég hef nú ekki kynnt mér þetta neitt sórstaklega, en allt sem gert er hlýtur að verða til bóta, því fyrra kerfi var alveg ómögulegt. Ástríöur Jónsdóttir, sendill hjá HP: Nei, ég hef enga trú á því. Ég held að þetta muni ekki nýtast öllum eins og skyldi. Ég veit ekki einu sinni hvort það er bót að þessu, því kerfið er komið í svo mikið rugl að þeir eru hættir að vita hvað þeir eiga að gera í þessum málum. Jóhanna Guðjónsdóttir, verslunarmaður: Ég hugsa að þetta verði breyting til batnaðar, enda ekki vanþörf á því. Ég hef trú á að þetta gangi upp. Það verður að gera það. Ingi Rúnar Jónsson, nemi: Já, ég hef það. Það virðist ætla að verða breyting til batnaðar frá því sem áður var. Ég hef annars ekki kynnt mér þetta sérstakiega vel, hef þó fylgst með umræðunni. FRÉTTIR Byggðastofnun Báknið út) land Stjórn Byggðastofnunar kannar grundvöllfyrir stofnun stjórnsýslumiðstöðva á landsbyggðinni r Eg vona að þetta verði að veru- leika í vor og verði þá til þess að efla þjónustu ýmissa stofnana við landsbyggðina, en ekki aðeins til þess að stækka báknið lands- byggðarbúum að gagnslausu, sagði Guðmundur Malmquist framkvæmdastjóri Byggðastofn- unar í samtali við Þjóðviljann i gær, en stjórn stofnunarinnar hefur ákveðið að láta kanna grundvöllinn fyrir því að koma upp svo kölluðum stjórnsýslumiðstöðvum á Akur- eyri og víðar á landsbyggðinni. Guðmundur sagði í gær að kannað yrði hjá ráðuneytunum hvort stofnanir á þeirra vegum myndu hugsanlega taka þátt í þvf ásamt Byggðastofnun að opna skrifstofur á Akureyri, ísafirði, Egilsstöðum og jafnvel víðar. Ráðuneytin hafa ekki svarað bréfum þar að lútandi, en ýmsar stofnanir hafa verið nefndar sem mögulegir samstarfsaðilar Byggðastofnunar. Þar á meðal má nefna Húsnæð- isstofnun, Iðntæknistofnun, skipulagsstjórn og fleiri. Þessi hugmynd stjórnar Byggðastofn- unar spratt upp úr umræðunni um að flytja stofnunina til Akur- eyrar, en þeirri tillögu var hafnað í stjórninni eins og kunnugt er. Hugsunin er sú eins og Guð- mundur sagði að færa báknið nær fólkinu á landsbyggðinni, en margt er enn óljóst í þessu sam- bandi og alls óvíst hvort af þessu verður eða ekki. -gg Kópavogur íhaldið sýndi hug sinn Fulltrúar Sjálfstœðisflokksins í Kópavogi samþykkir helmings niðurskurði áframlögum ríkisins til byggingar dagvistarheimila. Mótmæliþó samþykkt í bœjarstjórn með 7 atkvœðum gegn 4. Ungtemplarar Gegn kúgun í S-Afríku r A28. ársþingi Islenskra ung- templara sem haldið var ný- lega var ma. gerð ályktun þar sem hvatt er til þess að tekið verði fyrir öll viðskipti við Suður Afr- íku vegna kúgunarstefnu minni- hlutastjórnar hvítra þar í landi. Jafnframt ályktuðu ungtempl- arar gegn útsölum á áfengi og auglýsingum ríkisfjölmiðlanna á þeim. Segir í ályktuninni að á sama tíma og rætt sé um að draga úr áfengisneyslu sé efnt til útsölu á áfengi, og því sé tímabært að hið opinbera geri upp við sig í Þessir kátu unglingar voru þingfulltrúar á ársþingi ungtemplara sem haldið var nýlega. Þar var ma. samþykkt nýtt hvorn fótinn það ætlar að stíga í félagsmerki sem sést á myndinni. þessu máli. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi greiddu atkvæði gegn ályktun bæjar- stjórnar þar sem mótmælt var niðurskurði ríkisins til bygginga dagvistarheimila. Alyktunin var samþykkt með 6 atkvæðum Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks og atkvæði bæjarfulltrúa Fram- sóknar að auki. Samþykkt bæjarstjórnar Kóp- avogs á þriðjudag var staðfesting á tillögu sem fram hafði komið í bæjarráði og skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum. Þar er skorað á alþingismenn að breyta þeirri stefnu niðurskurðar á framlögum til sameiginlegra verkefna ríkis og sveitarfélaga, sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir alþingi. Sveitastjórnar- menn, hvar í flokki sem þeir standa, hafa ávallt mótmælt slík- um samdrætti og er skemmst að minnast ályktunar Sambands ísl. sveitarfélaga í því efni. Miklar umræður urðu á bæjar- stjórnarfundinum í Kópavogi. Rök sjálfstæðismanna voru þau að óeðlilegt væri að taka einn niðurskurðarþátt út úr fjárlaga- frumvarpi og að bæjarfulltrúar yrðu að gera sér grein fyrir bágri fjárhagsstöðu ríkisins og að eitthvað yrði að skera niður. Meirihlutafulltrúarnir og fulltrúi Framsóknarflokksins töldu á hinn bóginn að í þessum niður- skurði kæmi fram stefna núver- andi ríkisstjórnar að skera niður félagslega þjónustu. Svo virtist sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins væru henni sammála. -v. Grikklandsvinir Heimsmynd Fom-Grikkja Grlkklandsvinafélagið Hellas söguslóðir Grikklands í júnímán- heldur fund í kvöld kl. 20.3« á uði sl. en fararstjóri ferðarinnar Hótel Esju, þar sem Þorsteinn skýrir myndirnar. Vilhjálmsson eðiisfræðingur flytur fyrirlestur um heimsmynd- Ráðgert er að fara í aðra slíka ir Forn - Grikkja, en Þorsteinn ferð næsta sumar og af því tilefni hefur nýlokið við að semja merka heimsækir gríski ferðamálafröm- bók sem hann nefnir „Heims- uðurinn Basil Nakos félagið og mynd á hverfanda hveli - Heims- leggur fram tillögur um ferðaá- sýn vísinda frá öndverðu til Kóp- ætlanir sem ræddar verða á fund- erníkusar" og kemur út hjá Máli inum. Þá verður greint frá heim- og menningu á næstunni. sókn grísks þingmanns og tveggja Þá mun Helga Þórarinsdóttir blaðamanna hingað til lands í ti- sýna litskyggnur úr menningar- lefni leiðtogafundarins á dögun- ferð 60 Grikklandsvina um helstu um. \2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 30. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.