Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Knattspyrna Danir daufir Danir lentu í miklum erfið- leikum með Finna í 6. riðli Evróp- ukeppninnar í knattspyrnu í gær- kvöldi. Þeir sigruðu þó 1-0 í Kaupmannahöfn og Jens Jörn Bertelsen skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Michael Laudrup og Preben Elkjær gátu ekki leikið með Dönum vegna meiðsla og sókn liðsins var bitlítil án þeirra. Petta var þriðji leikurinn í riðlinum en áður höfðu Finnar gert 1-1 jafn- tefli við Wales og tapað 0-3 í Tékkoslóvakíu. -VS/Reuter Sætur sigur Austurríkismenn unnu óvænt- an en sætan stórsigur á ,rstóra bróður“, Vestur-Þýskalandi, í vináttulandsleik í knattspyrnu í Vín í gærkvöldi. Lokatölur urðu 4-1 en Austurríkismenn skoruðu þrívegis eftir að Lothar Matthaus hjá Vestur-Þjóðverjum var rek- inn útaf á 64. minútu. Toni Pol- ster og Reinhard Kienast skoruðu 2 mörk hvor fyrir Austurríki en Rudi Völler gerði mark Austur- Þjóðverja. -VS/Reuter Jafnt í Bern Svisslendingar misstu dýrmætt stig úr höndum sér á síðustu stundu í gærkvöldi. Þeir fengu Portúgali í heimsókn til Bernar í 2. riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu og tóku forystu strax á 6. mínútu með marki frá Bregy. En aðeins fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Adao fyrir Port- úgali og úrslit urðu því 1-1. -VS/Reuter Kristján Sigmundsson ver vítakast frá Olaf Plaitz fimm mínútum fyrir leikslok. Kristján fékk boltann í höfuðið og lá óvígur eftir en reis fljótlega upp og hélt áfram við gífurlegan fögnuð áhorfenda. Mynd: E.ÓI. ísland - Austur-Þýskaland Allt í hundana! Hrikalegar lokamínútur, DDR skoraði 4 mörk á 107 sekúndum og vann21-20. EkkivístaðsvonamöguleikigefistnœstulOárin, sagði Bogdan England McMahon með þrjú Steve McMahon skoraði þrennu þegar Liverpool malaði Leicester, 4-1, í enska deildabik- arnum í knattspyrnu í gærkvöldi. Hann hafði skorað tvö eftir 7 mín- útna leik. Kenny Dalglish skoraði fjórða markið. David Hodgson hjá Norwich skoraði einnig þrennu í gærkvöldi í 4-1 sigri, gegn 2. deildarliði Millwall. Úrslit í 3. umferð urðu annars þessi í gærkvöldi: BradfordCity-Portsmouth...........3-1 Cr.Palace-Nottm.Forest............2-2 DerbyCounty-Aston Villa...........1-1 Liverpool-Leicester...............4-1 Manch.Utd-Southampton.............0-0 Norwich-Millwall..................4-1 Oxford-Sheff.United...............3-1 Tottenham-Birmingham..............5-0 Watford-West Ham..................2-3 Clive Allen skoraði 2 marka Tott- enham, Chris Waddle, Graham Ro- berts og Glenn Hoddle eitt hver. -VS/Reuter Blak Þróttur vann Þróttur vann auðveldan sigur á Víkingi, 3-0, í 1. deild karla í blaki í gærkvöldi. Hrinurnar end- uðu 15-10,15-8 og 15-4 og heillum horfnir Víkingar áttu aldrei möguleika gegn sterkum Þróttur- um. -VS Guðmundur Fingurinn úr liði Guðmundur Guðmundsson meiddist og varð að yfirgefa völl- inn seint í leiknum við Austur- Þjóðverja í gærkvöldi. Fingur fór úr liði en að sögn sjúkraþjálfara landsliðsins ætti það ekki að tefja Guðmund lengi frá æfingum. Það skýrist þó betur við nánari rann- sókn í dag. ,,Það var hræðilegt að tapa þessu - það er ekki víst að annar eins möguleiki á að sigra Austur- Þjóðverja gefist næstu 10 árin,“ sagði Bogdan Kowalczyck lands- liðsþjálfari íslands í handknatt- leik eftir leikinn í gærkvöldi þegar lið hans missti niður þriggja marka forystu á síðustu tveimur mlnútunum og tapaði 20-21. „Þetta er ótrúlegt en samt hef- ur íslenska liðið gert þetta þrisv- ar. Gegn Júgóslövum á Ólympíu- leikunum, gegn Tékkum á Fra- kklandsmótinu í fyrra og svo nú í kvöld. Liðið spilaði vel í 50 mín- útur, afgangurinn var endaleysa. Ég kallaði hvað eftir annað í Si- gurð Gunnarsson og sagði hon- um að róa leikinn niður. En hann ætlaði þá að vinna leikinn einn en tapaði honum í staðinn,“ sagði Bogdan. Já, síðustu 10 mínúturnar eru einhverjar þær ótrúlegustu í landsleik í Laugardalshöll frá upphafi. Eftir að Þorgils Óttar Mathiesen skoraði 11 mínúturh fyrir leikslok og breytti stöðunni í 19-17 íslandi í hag byrjaði fjörið. Sóknarleikur íslands fór allur í hundana en þá tók Kristján Sig- mundsson markvörður við. Austur-Þjóðverjar fengu sex stórkostleg færi til að skora á jafnmörgum mínútum eftir að ís- lenska liðið hafði misst boltann en nýttu ekkert. Fyrst skaut Borchardt í stöng í hraðaupp- hlaupi, síðan varði Kristján af línu frá Wiegert, vítakast frá Plaitz, hraðaupphlaup frá Borc- hardt og síðan af línu frá Schnell - og loks úr horninu frá Schnell. Kristján virtist vera búinn að vinna leikinn fyrir ísland einn og óstuddur. Og þegar 2,11 mín. voru eftir skoraði Sigurður úr hraðaupp- hlaupi, 20-17. Sigurinn virtist endanlega tryggður. Wiegert svaraði þegar 1,47 voru eftir og síðan Wahl úr hraðaupphlaupi þegar 1,02 stóð á klukkunni. Austur-Þjóðverjar léku maður á mann og 30 sek. fyrir leikslok voru dæmd skref á Geir Sveins- son. Sex sekúndum síðar hafði Borchardt jafnað, 20-20. Jæja, jafntefli virtist tryggt. En ótímabært skot Sigurðar 10 sek. fyrir leikslok gerði útslagið. Hoffmann varði, Austur- Þjóðverjar geystust upp og sek- úndu áður en flautan gall skoraði Winselmann úr hægra horninu. Þungu fargi var létt af Austur- Þjóðverjum - allir aðrir í Höllinni voru steini lostnir. Frækinn sigur var að engu orðinn á svipstundu - fjögur mörk á 107 sekúndum er átakanlegri staðreynd en orð fá lýst. „Þegar 10 mínútur voru eftir og við gerðum okkur grein fyrir því hver staðan var held ég að liðið hafi einfaldlega farið á taugum. í lokin var jafnteflið allavega ör- uggt en við vildum vinna, því var tekinn séns sem mistókst og því fór sem fór,“ sagði Þorgils Öttar fyrirliði. „Fram að því var leikur- inn skemmtilegur og áhorfendur voru stórkostlegir- það var virki- lega gaman að spila fyrir þá.“ Ef síðustu 10 mínúturnar eru Flmmtudagur 30. október 1986 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 15 undanskildar lék íslenska liðið virkilega vel í vörn og sókn í gær- kvöldi. Það segir sína sögu um varnarleikinn að á 18 mínútna kafla sitt hvoru megin við hálfleik skoraði stjörnulið Austur- Þjóðverja aðeins eitt mark - og ísland breytti stöðunni úr 9-12 í 16-13. Sigurður Gunnarsson og Þorgils Öttar Mathiesen voru bestu menn liðsins lengst af. Sig- urður skoraði góð mörk, átti fal- legar sendingar og var öruggur í vítunum eins og kvöldið áður. En hann verður að taka á sig mikla ábyrgð af klúðrinu á lokakaflan- um. Þorgils Óttar átti glansleik, greip ótrúlegustu sendingar og brást varla skot, og hann fiskaði vítaköstin þrjú. Kristján Arason var drjúgur, mistækur í skotum en skoraði falleg mörk og átti góðar sendingar, svo ekki sé varnarleikurinn nefndur. Flestir aðrir stóðu fyrir sínu - í 50 mínút- ur. Þáttur Kristjáns Sigmunds- sonar var ótrúlegur, hann kom í markið fyrir Einar Þorvarðarson seint í fyrri hálfleik og varði 11 skot, 5 þeirra í röð einsog áður er lýst. Tapið hlýtur að vera sárast fýrir hann eftir svona frammi- stöðu. -VS -vs Laugardalshðll 29. október Ísland-DDR 20-21 (11-12) 0-2, 1-3, 3-3, 4-4, 5-5, 6-6 6-9 7- 10, 9-12,11-12-13-12,13-13, 16-13, 16-16, 18-16, 18-17, 20-17, 20-21. Mörk íslands: Þorgils Óttar Mathie- sen 6, Siguröur Gunnarsson 6(3v), Kristján Arason 4, Valdimar Grímsson 1, Páll Ólafsson 1, Geir Sveinsson 1, Jakob Sigurðsson 1. Mörk DDR: Rudiger Borchardt 6(2v), Frank Wahl 4, Dirk Schnell 3 Ingolf Wiegert 3, Holger Winselmann 2, Uwe Hahn 2, Olaf Plaitz 1. Dómarar: Broman og Blademo (Svíþjóð) - hliðhollir. Kvennahandbolti Sætur sigur gegn Spáni Hefndu 16 marka tapsins með 20-19 sigri íslenska kvennalandsliðið kom svo sannarlega á óvart í gær með sigri á Spánverjum 20-19 í síðari leik liðanna í Valencia. Þegar þessi 'sömu lið léku saman á þriðjudag lauk þeirri viðureign með sigri Spánverja 23-7! Staðan í hálfleik í gær var 13-9 íslending- um í vil. íslendingar náðu strax forystu í leiknum og voru 3-4 mörk yfir lengst af í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik var munurinn heldur minni og náðu Spánverjar þríveg- is að minnka muninn í eitt mark, en íslensku stelpurnar léku af skynsemi síðustu mínúturnar og uppskáru sigur. Það sem einkenndi þennan sigur var sterk liðsheild íslenska liðsins. Vörnin var mjög sterk og markvarslan góð. Þá var sókn- arnýtingin mun betri en í fyrri leiknum eða 45% í stað 15. Mörk Islands: Guðríður Guðjónsdóttir 9 (4v), Erla Rafnsdóttir 5, Eiríka Ásgríms- dóttir 2, Arna Steinsen 2, Erna Lúðvíks- dóttir 1 og Guðrún Kristjánsdóttir 1. Þessir leikir voru til undirbún- ings fyrir C-keppnina sem hefst á föstudag, en þá leika íslendingar gegn Portúgölum. Með íslend- ingum í riðli, auk Portúgal, eru Danmörk, Finnland og Austur- ríki. -Ibe

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.