Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARE Gladíatorinn og netið Hinir fornu gladíatorar Rómaveldis notuöu gjarnan haglega riöin net til að fanga í menn, sem þeir ýmist köstuðu fyrir Ijónin aö geðþótta sínum eöa gerðu úr þræla. í Alþýöuflokknum hefur ekki skort Ijónagryfjur gegnum tíöina. Ef til vill er þaö þess vegna sem formaður Alþýðuflokksins heldur stundum að hann sé gladíator og sveiflar þá sem óðast neti sínu til að veiða í menn. En ólíkt hinum fornu rómverjum kann vest- firðingurinn illa að stilla kapp sitt og þær lyktir verða einatt að hann veiðir loftið tómt eða festir í þeim skepnum sem ef til vill skyldi síst. Mönnum er ennþá ferskt í minni er hinn krat- íski gladíator lýsti grunnreifur yfir í fjölmiðlum að einhverjir forystumenn Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni væru rammlega flæktir í netjum hans og hyggðust senn taka sér fasta búsetu innan Alþýðuflokksins. En þetta reyndust ómerk orð, tóm orð. Ekki einn einasti maður úr þeim hópi sem Jón Baldvin gat um hafði dreymt um að ganga til liðs við krata, ekki einu sinni í hinum villtustu martröðum. En kann- ski Jón hafi dreymt... Veruleikafirring formannsins er raunar slík, að hann kvaðst samt hafa átt í viðræðum við slíka menn um að gerast liðsspjótar krata. En enginn hefur þó fundist sem tók þátt í þeim viðræðum. Yfirlýsingar hans voru því einfald- lega rangar, ómerkir órar. Það hlýtur að vera lærdómsríkt fyrir íslensku þjóðina að kynnast þannig af eigin raun hversu mikið er að marka þann mann, sem opinberlega hefur talið sig þvílíka himnasendingu fyrir hnípna þjóð í vanda að henni sé fyrir bestu að skjóta undir hann forsætisráðherrastóli. Jón Baldvin hefur kannski ekki gert sér grein fyrir að það þarf helst að vera hægt að taka mark á þeim sem vilja verða forsætisráðherra. Þeir mega ekki bara gaspra og gaspra. Nýjasti drátturinn úr neti Jóns gladíators er svo nafni hans Sigurðsson hjá Þjóðhagsstofn- un. Og það er sjálfsagt að óska formanni Alþýð- ufloksins til hamingju með fenginn. Þar hittast sannkallaðir svarabræður, þó samstarf þeirra kunni að boða litla gæfu fyrir launafólk í landinu. Formaður Alþýðuflokksins var á sínum tíma hlynntur þeim hörmulegu lögum sem núverandi ríkisstjórn setti 1983 og leiddu til kjaraskerðing- arinnar sem íslensk þjóð hefur búið við síðan. Og faðmlag þeirra nafnanna hlýtur að verða heitt, því Jón Sigurðsson átti einmitt ríkan þátt í að setja upp kaupránslögin 1983. Sannleikurinn er sá, að forstjóri Þjóðhags- stofnunar, kerfismaðurinn Jón Sigurðsson, hef- ur hvað eftir annað átt þátt í að móta lög sem hafa illa skert hlut launamannsins á götunni. Jón Sigurðsson var þannig aðalhöfundur kauplækkunarlaga Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks veturinn 1978, sem urðu síðan ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar að falli, eftir harðskeytta baráttu stjórnarandstöðunnar undir vígorðun- um „Samningana í gildi“ og „Kjósum ekki kaupránsflokkana". Jón Sigurðsson var andvígur myndum vinstri stjórnarinnar haustið 1979 og tók þátt í að kippa fótunum undan henni. Hann studdi allar kauplækkunarlotur Alþýðuflokksins þá, og var raunar höfundur frumvarpsins að Ólafslögun- um, sem í raun brutu stallinn undan stjórnar- samstarfinu. Hann var að vísu sendur í útlegð í tíð stjórnar Gunnars Thoroddsens, þegar kaupmáttur kauptaxta var einna hæstur. En heimkominn tók hann upp fyrri háttu og átti sinn drjúga þátt í að móta kaupránslögin 1983, sem nafni hans Baldvin fagnaði svo af hrærðu hjarta. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sem reykvískir kratar hyggjast nú tefla fram í kosningum hefur því sannarlega fylgt kauplækkunarstefnu í starfi sínu um langt skeið. Sé hann ekki því meiri skopparakringla á hinu pólitíska sviði er viðbúið að hann haldi því áfram. Verði krötum að góðu. Hinn kratíski gladíator að vestan hefur enn einn ganginn flækt flokk sinn í netinu. -ÖS KLIPPT OG SKORIÐ Grímur fær kirkju Sem betur fer gerist fleira markvert á landinu ennþá en jarðnesk pólitík. Til dæmis var á sunnudaginn vígð kirkja á Skóla- vörðuholti í Reykjavík að við- stöddu svo miklu fjölmenni að margir stóðu og einn sat á klapp- stól, og var sú athöfn „hátíðleg og virðuleg en þó látlaus“ samkvæmt frásögn Ieiðarahöfundar Tímans. Að vísu vantar enn ýmislegt inní kirkjuna, en guðshúsið er þó komið í gagnið og er mikð gleði- efni þeim sem að hafa staðið; er hérmeð óskað til hamingju. Það hefur að vísu velkst lengi fyrir þeim sem hér klippir til hvers Hallgrími presti Péturssyni er kennd kirkja í Reykjavík, - sá strákur ólst upp fyrir norðan og Iifði í Jesú nafni sín bestu ár uppí Hvalfirði (nema þau hafi verið enn kátari í Kaupinhafn) og komst næst Reykjavík þegar hann var settur í að þjónusta fant- alýð á Suðurnesjum. En þeim sem þykja Hallgrímsrímur góðar á líka að þykja vænt um þá upp- hefð skáldsins að kennd er við það hæsta og voldugasta bygging í höfuðborginni (fyrir utan Hag- kaupshúsið ef til vill) og sú sem hvað lengst hefur verið í smíðum. Eða eins og Grímur sagði sjálfur í hymnum sömdum handa þeim sem þykir yndi að sitja öls við pel: Gott er að hafa góðan sið sem betur fer Aldrei skartar óhófið og er sá sæll sem gáir að sér Með sætum són Athuga, sál mín: ættum hér fæst einnig sá heiður Hallgrími og sú ánægja okkur lifendum að inní kirkjunni hefur vel tekist til um hljómburð og gæti byggingin lagt gott lið þeim sem guð gaf eyra: „Ég hygg að þýðing Hallgríms- kirkju geti orðið umtalsverð fyrir tónlistarmenningu íþessu landi ef stjórnendur bera gæfu til að laða til sín vaxtarbroddinn á þeim svið- um sem njóta sín í kirkjunni," segir Geirharður Þorsteinsson arkitekt í kirkjusyrpu í Þjóðvilj- anum í gær. Og undir þau orð Geirharðs er vert að taka að hvaða meiningar sem menn kunna að hafa um ytrabyrðið á Hallgrímskirkju skiptir mestu máli núna hvernig nýtt verður það rými sem skapast hefur innanveggja. Reyndar hafa við vígsluna vaknað gamlar umræður um sköpulag Hallgrímskirkju. Tím- inn segir til dæmis að kirkjan setji „mikinn og glæsilegan borgarsvip á Reykjavík, “ sem væri öll „tölu- vert kollhúfulegri að sjá“ ef turn- inn stæði ekki þarna uppí loft, og félagi Ólafur Gíslason segir í Þjóðviljanum um æsku sína að turninn ,fékk okkur til að horfa til himins. Að vísu ekki beint, heldur var eins og sum sjónarhorn drægju í efa stefnulínur turnsins og reyndu að beina honum í aðra átt, þannig að í raun bar turninn í sjálfum sér spurninguna um það hvert hann stcfndi. “ Tímaskekkja? Turninn hefur reyndar frá því hann varð til á teikniborði Guð- jóns hrært nokkuð við hugum manna. Svo mikilfenglegur er hann að skáld hafa ort um, til dæmis ber það við í smásögu eftir Megas að turninn öðlist eigið líf og vilja og skálmar niður Skóla- vörðustíginn til alls búinn, - aðrir hafa svo dregið glannalegar ályktanir uppá Freud af turn- laginu. Einar Þorsteinn segir í Þjóð- viljanum í gær frá því að útlend- ingur hafi bent honum á að í raun væri turninn táknmerki sægarpa af víkingakyni og því dáindisvel settur aftanvið þann sem fann Ameríku: efsti hluti tumsins væri í rauninni ,yá sæfarahjálmur sem er til í menningu allra siglinga- þjóða jarðarinnar". í sama Þjóð- viljabíaði er að því komist að turninn sé minnismerki þeirra ís- lenskra kynslóða sem þurftu að fást við spurningar um þjóð eða ekki þjóð: „sterkur en ef til vill dulinn hvati" að baki sé „undir- strikun þess að hluti af forræði þjóðarinnar hafði verið tekið í eigin hendur". Og ólg minnir á að turn sé að fornu fari táknleg brú milli himins og jarðar, tilraun til að binda aftur þau bönd sem rofin voru með erfðasyndinni. Við nútímamenn eigum hinsveg- ar erfitt með að hugsa okkur heiminn í lóðréttu formi á tímum gervihnatta og stjörnustríðs, segir Ólafur, - „sú trúarlega tákn- fræði miðaldanna sem birtist í turnforminu er líklega tíma- skekkja í dag. “ Þarsem trúarleg táknfræði samtímans gæti talist vera leit innávið og sókn að kjarnanum er hér með hægt að skjóta heimspekilegum rökum undir gamla galgopatillögu sem á sín- um tíma var sett fram af fagur- fræðilegum ástæðum: Að snúa Hallgrímskirkju við og grafa tuminn og kirkjuskipið ofaní Skólavörðuholtið. Hörður skorinorður Hversu mjög sem menn lystir að í Hallgrímskirkju verði farið fram að guðrækni, góðum siðum og virðingu fyrir menntagyðjun- um sýnist staðreyndin um ytra- byrðið að menn sætta sig við, en láta standa á húrrahrópunum. Einhver sagði til dæmis að þetta væri í lagi, - í hinni fögru Róma- borg gnæfði líka yfir húsþökin önnur stórbygging af sama smek- ktæi: Minnishöllin um Viktor Emanúel. Þeir eru þó enn til sem ekki liggja á meiningu sinni. Hörður Ágústsson Iistmálari og húsrann- sóknamaður svarar spurningum Þjóðviljans í gær þannig: „Spurt er hver sé menningar- söguleg þýðing þess að Hall- grímskirkja hefur nú verið vígð. Svar mitt við þeirri spurningu er sú að menningarsöguleg þýðing hennar sé engin. Spurt er hvort einhverja táknrœna merkingu megifinna út úr formum hennar. Svar mitt við þeirri spurningu er að táknræn merking íformum hennar sé eng- in. “ Hinsvegar er svo til hópur manna sem finnst kirkjan beinlínis til prýði. Klippari hefur til dæmis haft þá ánægju að kynn- ast þremur Thoroddsenbræðrum úr austurbænum sem finnst Hallgrímskirkja eitt allra feg- ursta hús norðan Alpa. En þeir Einar, Jón og Guðmundur þykja hafa framandlegar skoðanir um margt annað líka. Veðurfar Þegar mönnum finnst þeir skrensa á hinum gullna meðal- vegi er alltaf gott að líta í Tímann. í leiðara hans segir að sennilega hafi á sínum tíma verið rétt að hefjast handa við bygginguna „þegar öllu er á botninn hvolft". Kristin trú eigi í okkur sterk ítök þótt oft sé „sagt um okkur íslend- inga að veðurfarið hér geri okkur svo dul og lítið fyrir að flíka til- finningum okkar.“ Einsog Hallgrímur sagði sjálf- ur: Bœn þína aldrei byggðu fast/á brjóstvit náttúru þinnar. “ Eða einsog skáldbróðir hans Steinn Steinarr sagði við annað tækifæri en þó skylt: „Húsameistari ríkis- ins! Ekki meir, ekki meir!“ - m UOÐlflUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðina son. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Ðlaðamonn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Knstín Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Úlafur Gíslason. Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttii, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljó8myndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit8teiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrífstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga CÍausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. AfgreiÖ8lustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn: Siðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJINN' Flmmtudagur 30. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.