Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 8
HLUTFflLLSLEG SKIPTING TEKMfl flF VIÐSKIPTUH VIÐ HERINN 1980 - 1985 HLUTTHLt.SLF.G SKIP1ING G JHLDEYR I STEKNfl ÍSLENDINGfl EFTIR UPPRUNfl 1970 - 198G HERSTODIN 907. 307. 107. Mynd 3 HREINAR CJALDEYRISTEKJUR AF VIOSKIPTUH VIÐ 8ANDARIKJAHER 1970 - 19861 ( A VERÐLAGI ARSINS 1986 > MILLJflRÐAR KRONA Efnahagsumsvif Bandaríkjahers Á ÍSLANDI eftir BirgiÁrnason, hagfrœðing á Þjóðhagsstofnun Eftirfarandi grein er byggð á erindi sem höfundur flutti á Landsráðsfundi Samtaka herstöðvaandstæðinga, laugardaginn25.ioktóbersl. Þótt íslendingar hafi aldreí þegið gjald af Bandaríkjaher fyrir þá aðstöðu, sem hann hefur haft hér á landi, fer ekki hjá því að jafnstór herstöð og sú sem er á Miðnesheiði, hafi umtalsverð áhrif á svo lítið hagkerfi sem hið íslenska. Af nógu er að taka varðandi her- stöðina og þjóðarbúskapinn og veldur því einkum tvennt: í fyrsta lagi er ekki um auðugan garð að gresja hvað varðar hagrænar athuganir á við- skiptum íslendinga við her- stöðina, þótt kynstrin öll hafi reyndar verið skrifuð um þetta efni. Þetta stafar ekki af því að einhver leynd hvíli yfir þessum viðskiptum, þar sem opinberar hagskýrslur geyma ítarlegar tölur um það hvernig þeim er háttað. Einkum hefur því skort að úr tölunum væri unnið. í öðru lagi nær sú könnun, sem ítarlegust er, ekki nema fram á miðjan áttunda áratuginn, en að óathuguðu máli er ástæða til að ætla að markverð tíðindi sé að finna í tölum síðustu ára meðal annars vegna hinna miklu framkvæmda sem ráðist hefur verið í á vegum Banda- ríkjahers hér á landi á því tíma- bili. Hér á eftir verður því fyrst og fremst fjallað um efnahags- leg umsvif hersins síðustu fimmtán árin. Þau gögn, sem notuð hafa ver- ið við samningu þessarar greinar, hafa öll ýmist þegar komið út í opinberum skýrslum eða eru auðfáanleg hjá viðkomandi stofnunum. Greiðslujafnaðar- skýrslur Seðlabankans hafa reynst notadrýgstar en auk þeirra hafa þjóðhags- og atvinnuvega- skýrslur Þjóðhagsstofnunar og ýmsar skýrslur utanríkisráðherra til Alþingis komið að góðu gagni. Þá þarf að geta könnunar sem Ingimundur Sigurpálsson gerði árið 1975 og birtist sama ár í tíma- riti Seðlabankans, Fjármála- tíðindum. Hún nær yfir tímabilið 1951-1974 eða allt frá því að samningurinn um herstöðina var gerður milli rikisstjóma íslands og Bandaríkjanna til þess tíma að hún var gerð. Þótí um nokkra einföldun sé að ræða má halda því fram að megin niðurstaða þessarar könnunar hafi verið sú að á sjötta áratugnum hafi efnahagsleg um- svif Bandaríkjahers á íslandi ver- ið umtalsverð en síðan hafi úr þeim dregið. Sum árin á sjötta áratugnum störfuðu hátt á þriðja þúsund íslendingar hjá hemum eða við framkvæmdir á hans veg- um og allt að 20% gjaldeyris- tekna þjóðarinnar fengust í gegn- um viðskipti við herstöðina. Eftir 1960 og fram á áttunda áratuginn voru íslendingar í þjónustu hers- ins og verktaka hans hins vegar um eða innan við eitt þúsund. Á sama tíma námu hreinar gjald- eyristekjur af viðskiptum við her- stöðina um 5% af heildargjald- eyristekjum íslendinga. Hér á eftir verður hnýtt við þessa sögu þeim ámm sem síðan em liðin. Viðskipti íslendinga við herinn og herstöðina em af margvís- legum toga. Þótt ætla mætti ann- að af umfjöílun fjölmiðla undan- farin tvö ár skipta flutningar með skipum til og frá Bandaríkjunum tiltölulega litlu máli í því sam- bandi. Þeir þættir, sem þyngst vega, em annars vegar vinna Is- lendinga hjá hernum og hins veg- ar framkvæmdir íslenskra verk- taka fyrir hann. Önnur atriði, sem vert er að nefna - og koma fram í opinbemm skýrslum - em starfsemi olíufélaga í tengslum við hcrstöðina og sala orkufyrir- tækja þangað á raforku og jarð- hita. Mynd 1 sýnir hlutfallslegt vægi einstakra þátta í hreinum gjaldeyristekjum af viðskiptum við herstöðina í Keflavík. Mynd 1 Hlutfailsleg skipting tekna af viðskiptum við herinn 1980-1985 Hér er um að ræða meðaltöl fyrir árin 1980-1985. Kaup hers- ins í íslenskum krónum stafa einkum af launagreiðslum til ís- lendinga og hafa þau vegið um 36% að meðaltali síðustu sex árin, hreinar tekjur íslenskra að- alverktaka og Keflavíkurverk- taka hafa vegið um 38% að með- altali, tekjur olíufélaganna rúm- lega 5% og tekjur skipafélaganna um 6%. Aðrar tekjur, sem meðal annars stafa af lagningu hitaveitu um herstöðvarsvæðið og bygg- ingu nýju flugstöðvarinnar, hafa vegið um 15% að meðaltali. Ymsan hátt má hafa á því að meta mikilvægi viðskiptanna við herstöðina fyrir þjóðarbúskap ís- lendinga. Almennasti mæli- kvarðinn á efnahagsumsvif Bandaríkjahers hér á landi fæst Ukast til með því að bera tekjum- ar af viðskiptum við herstöðina saman við þjóðartekjurnar í heild. Mypd 2 sýnir annars vegar skiptingu þjóðarteknanna eftir atvinnugreinum fyrir árið 1980- 1985 og hins vegar hlutfall gjald- eyristekna af hemum og þjóðart- eknanna Mynd 2 Hlutfallsleg skipting þjóðartekna eftir atvinnugreinum 1980-1985 Þessi mælikvarði gefur til kynna að innan við 3% þjóðar: tekna íslendinga megi rekja til viðskiptanna við herstöðina. En þessi mælikvarði er engan veginn einhlítur fremur en flest annað í þessum efnum sem meðal annars sést af því að sjávarútvegurinn - þ.e. öll útgerðin og öll fisk- vinnslan - stendur ekki fyrir nema rúmum 15% af þjóðartekj- unum sem er svipað og starfsemi hins opinbera gerir en ekki nema helmingur af því sem iðnaður og byggingastarfsemi eða verslun og þjónusta gera. Flestir gera sér án efa aðrar hugmyndir um mikilvægi sjávar- útvegs fyrir þjóðarbúskap íslend- inga og það ekki að ósekju. ís- lendingar eiga mikið undir því að geta verslað við aðrar þjóðir sakir fábreytilegrar framleiðslu í landinu sem aftur stafar af fá- menni þjóðarinnar. Þeir atvinnu- vegir sem afla gjaldeyristekna - eða spara gjaldeyrisútgjöld - eru því að öllu jöfnu mikilvægari fyrir íslenskan þjóðarbúskap en aðrar atvinnugreinar. í þessu samhengi verður þýðing sjávarútvegsins - og jafnframt viðskiptanna við herinn - fyrir efnahag íslendinga ljósust. Mynd 3 sýnir hlutfalls- lega skiptingu gjaideyristekna þjóðarinnar eftir útflutnings- greinum á árunum 1970-1986. Mynd 3 Hlutfallsleg skipting gjaldeyristekna íslendinga eftir uppruna 1970-1986 Allt þetta tímabil aflaði sjávar- útvegurinn um helmings allra gjaldeyristekna íslendinga, út- flutningur vöru annarra en sjáv- arafurða - en þar er einkum um að ræða ál og annan iðnvarning - skilaði 10-20%, útflutningur þjónustu - en þá er átt við flutn- inga með fólk og fragt á milli landa, þjónustu við erlenda ferðamenn og ýmislegt fleira - stóð fyrir 20-35% og viðskiptin við herinn og herstöðina fyrir því sem þá vantar upp á eða 4-8% af heildinni eftir því við hvaða ár er miðað. Þessi mynd felur hins veg- ar að gjaldeyristekjur íslendinga jukust verulega á þessu tímabili og þá ekki síst af herstöðinni sem kemur fram í því að hlutur her- stöðvarinnar í heildinni hefur fremur stækkað en minnkað á síðari árum. í greiðslujafnaðartöflum Seðl- abankans er að finna ítarlega sundurliðaðar tölur um gjald- eyristekjur íslendinga af Banda- ríkjaher á verðlagi hvers árs. Vegna verðbólgu hér á landi og erlendis og stöðugra breytinga á gengi er ekki hægt að bera þessar tölur saman fyrir einstök ár til að finna vísbendingu um þá þróun sem átt hefur sér stað milli áranna. Áður verður að færa all- ar tölurnar til sama verðlags. Mynd 4 sýnir hreinar gjaldeyris- tekjur af viðskiptum Islendinga við herstöðina á árunum 1970- 1986 á verðlagi þessa árs. Mynd 4 Hreinar gjaldeyristekur af viðskiptum við Bandaríkjaher 1970-1986 Eins og myndin ber með sér hafa þessar tekjur aukist veru- lega á síðustu fimmtán árum. Ef þessu tímabili er skipt í þrennt kemur eftirfarandi í ljós: Á árun- um 1970-1975 voru hreinar gjald- eyristekjur íslendinga af herstöð- inni að meðaltali um 2 milljarðar króna á ári á núverandi verðlagi, þær voru að jafnaði 3 milljarðar króna á ári á árunum 1975-1980 og síðustu fimm árin hafa þær verið því sem næst 4 milljarðar króna á ári að meðaltali. Því má með töluverðum sanni segja að efnahagsleg umsvif Bandaríkja- hers hér á landi hafi tvöfaldast frá því á fyrri helmingi áttunda ára- tugarins. Þessir 4 milljarðar króna hafa á síðustu árum skipst nokkum veginn þannig að 1-1,5 milíjarðar króna hafa verið gjald- eyriskaup hersins, hreinar tekjur verktaka hafa verið frá 1 og upp í 2 milljarða króna, hreinar tekjur olíufélaganna hafa verið 2-300 milljónir króna og svipaða sögu er að segja um tekjur skipafélag- anna - að minnsta kosti þangað til Rainbow Navigation tók þann spón úr aski þeirra. Þá hefur lið- urinn aðrar tekjur numið hálfum og upp í heilan milljarð króna. Ástæðumar fyrir þessari aukningu gjaldeyristekna af hemum em margar þótt tvær vegi þyngst. í fyrsta lagi hefur íslensk- um starfsmönnum hersins fjölgað allvemlega frá því á fyrri helm- ingi síðasta áratugar. Árið 1970 unnu um 700 íslendingar beinlín- is hjá hemum en árið 1985 vom þeir orðnir um 1100, sem svarar til þess að þeim hafi fjölgað um liðlega 50% á þessum fimmtán ámm. Ef starfsmenn verktaka á vegum hersins em taldir með tel- ur mannafli sá, sem er beint eða óbeint í þjónustu Bandaríkjahers hér á landi, um 1800 manns. Þetta er minna en 2% af heildarmannaflanum í landinu, en nálægt 10% af mannaflanum í Reykjaneskjördæmi öllu og enn hærra hlutfall af vinnandi fólki á Suðumesjum. í öðru lagi hafa framkvæmdir á vegum hersins verið miklar síðasta áratuginn. Þessar framkvæmdir hafa í raun verið af tvennum toga. Annars vegar era framkvæmdir vegna búsetu bandarísku hermannanna og fjölskyldna þeirra innan marka herstöðvarinnar. Má í því sambandi nefna miklar íbúða- byggingar á ámnum upp úr miðj- um síðasta áratug og lagningu hitaveitu um herstöðvarsvæðið í kringum 1980. Hins vegar eru framkvæmdir sem lúta beint að hemaðarlegu gildi stöðvarinnar. Þar ber helst að telja byggingu styrktra flugskýla fyrir nýjar orr- ustuþotur og gerð olíuhafnar í iHelguvík á síðustu árum. Einnig verður að telja byggingu nýju flugstöðvarinnar hér, enda kosta Bandaríkjamenn hana að stómm hluta þar sem hún er ætluð til hernaðamota komi til styrjald- arátaka. Áður var að því vikið að hreinar gjaldeyristekjur af her- stöðinni hefðu verið 4-8% af heildargjaldeyrislekjunum síð- asta hálfan annan áratuginn. Þótt hér sé á ferðinni algengur fram- setningarmáti er hér í raun blandað saman tveimur skyldum en ólíkum hugtökum sem gefur skekkta mynd af þjóðhagslegu mikilvægi viðskiptanna við her- stöðina. Fremur en bera saman hreinar gjaldeyristekjur af her- stöðinni annars vegar og vergar gjaldeyristekjur af útflutningi hins vegar fer betur á því að miða í báðum tilvikum við hreinar gjaldeyristekjur en hreinar gjald- eyristekjur em vergar gjald- eyristekjur að frádregnum kostn- aði vegna innfluttra aðfanga. Augljóslega em það hreinar gjaldeyristekjur sem skipta meira máli en vergar gjaldeyristekjur. Engar óyggjandi niðurstöður eru til um sambandið milli vergra gjaldeyristekna einstakra út- flutningsgreina. Athuganir á Þjóðhagsstofnun benda þó til að í grófum dráttum megi styðjast við eftirfarandireglur: Isjávarútvegi eru tveir þriðju hlutar vergra gjaldeyristekna hreinar gjald- eyristekjur, en einn þriðji í stór- iðju og ferðaútvegi, svokölluð- um, sem vegur þyngst í þjónustu- útflutningi. Því er frekar um ofá- ætlun en vanáætlun hreinna gjaldeyristekna að ræða ef reiknað er með því að þær séu tveir þriðju af vergum gjald- eyristekjum sjávarútvegs og helmingur af vergum tekjum annarra útflutningsgreina. Mynd 5 er byggð á þessum forsendum. Mynd 5 Hreinar gjaldeyristekjur af herstöð og sjávarútvegi 1975-1986 Hún sýnir hreinar gjaldeyris- tekjur af herstöðinni annars veg- ar og af sjávarútvegi hins vegar á árunum 1975-1986 og hvorar um sig í hlutfalli af hreinum gjald- eyristekjum í heild. Athyglisvert er að herstöðin stendur fyrir 10- 15% af hreinum gjaldeyristekj- um íslendinga á sama tíma og siávarútvegurinn skilar 50-60%. Á þennan mælikvarðann vegur herstöðin því á við fimmtunginn af öllum sjávarútvegi lands- manna. Sams konar samanburð- ur á herstöðinni og vömútflutningsgreinum öðmm en sjávarútvegi sýnir að sum árin undanfarinn hálfan annan áratug nálgast hún það að vera jafnoki þeirra hvað gjaldeyristekjur varðar. Ekki fer á milli mála að efna- hagsumsvif Bandaríkjahers hér á landi hafa aukist síðustu 10-15 árin jafnt í krónutölu sem í hlut- falli við íslenskan þjóðarbúskap. Sé hins vegar litið yfir lengra tímabil er ekki hægt að segja að stökkbreyting hafi orðið á hlut- fallslegu mikilvægi herstöðvar- innar fyrir íslenskt efnahagslíf. Enn er langt í land með að gjald- eyristekjur af hemum vegi jafn þungt í gjaldeyrisöflun þjóðar-i innar og hún gerði á sjötta ára- tugnum eins og mynd 6 ber með sér. Mynd 6 Hreinar gjaldeyristekjur af herstöðinni í hlutfalli af heildargjaldeyristekjum 1951-1985 En þegar þessi mynd er skoðuð verður að hafa í huga að íslenska hagkerfið er nú fjórfalt stærra en það var fyrir hálfum fjórða áratug og þrefalt stærra en fyrir aldar- fjórðungi. HREINflR CJflLOEYRISTEKJUR flF HERSTOÐ OG SJflVflRUTVECI 1873 - 1986 HERSTÖÐ Q SJÍIVflRÚTVEGUR 607 307 H07 307 207 107 1973 1976 1977 1978 1979 1980 1991 1982 1983 1984 1983 1986 Mynd 5 HREINHR CJflLOEYRISTEKJUR HF HERSTÖÐINN! í HLUTFHLL I HF HE ILDHRG JHLDEYRISTEK JUfl 1931 - 1983 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. október 1986 Fimmtudagur 30. október 1986 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9 AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.86-01.05.87 kr. 280,81 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextirog verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1986 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.