Þjóðviljinn - 30.10.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 30.10.1986, Síða 5
Háttsettur foringi í afganska stjórnarhernum gerðist liðhlaupi fyrir tveimur vik- um og gekk í raðir afganskra upp- reisnarmanna. Hann lýsti á- standinu í herbúðum afganska hersins og gaf heldur dökka mynd af því. Mir Hashmatullah heitir maðurinn og var ofursti í herdeild sem staðsett var á milli höfuðborgarinnar Kabúl og landamæranna að Pakistan. Hann sagði á blaðamannafundi í gær í Islamabad að hann hefði orðið fráhverfur kommúnisman- um eftir að Sovétmenn réðust inn íAfganistan árið 1979. Hashmat- ullah kom til Islamabad í Pakistan fyrir tveimur dögum ásamt konu sinni og tveimur börnum sínum. Hann sagði að hann hefði gengið til liðs við eina stærstu fylkingu múslimskra skæruliða, Hezg-E- Islami. Um ástandið í afganska hernum sagði hann að hermenn- irnir vildu ekki lengur berjast við skæruliða, tengslin við sovéska herliðið í Afganistan væru slæm og hernaðarleg staða afganska hersins færi stöðugt versnandi. Stuttu eftir að Hashmatullah yfir- gaf afganska herinn fyrir 14 dögum síðan, flaug einn flug- maður í afganska hernum á MIG herþotu sinni til Pakistan og gaf sig fram við yfirvöld. Stjórnin í Ka- búl hefur ekki farið fram á framsal flugmannsins né herþotunnar. Lögreglan í Seoul í S-Kóreu sat í gær um lóð Konkuk háskólans í Seoul og var búist við að hún ætlaði að hefja innrás í háskólann með óeirða- sveitum til að handtaka 1000 námsmenn sem þar eru innan dyra. Námsmennirnir tóku yfir bókasafn háskólans og fjórar aðrar byggingar á lóðinni eftir að lögregla hafði leyst upp fjöl- mennan fund stjórnarandstæð- inga í Seoul í fyrradag. Náms- mennirnir hafa hellt olíu um bygg- ingarnar og hóta að kveikja í þeim ef lögreglan ræðst til inngöngu. Dönsk bensínstöð í Skovshoved hefur nú verið friðuð vegna sérstaks út- lits. Arkitektinn Arne Jakobsen hannaði þessa stöð árið 1937 í stíl fúnksjónalisma. Yfir dælun- um eru sérstakar steyptar regn- hlífar, stöðin hefur margsinnis verið í hættu, átt yfir sér að vera rifin. Nú hefurhún hinsvegarver- ið friðuð. Þetta mun vera í fyrsta sinn í Danmörku sem bensínstöð er friðuð. Geislavirkni er ekki meiri en vera ber í Eystrasalti eftir Tsjernóbíl slysið, segir í nýrri skýrslu vísinda- manna frá sjö þjóðum sem land eiga að Eystrasaltinu. Ástæðan mun vera sú að joð vann á geisla- virkni sem barst eftir slysið í haf- ið. Geislavirkt sesíum hefði hins vegar fundist í auknum mæli í úrgangsvatni sem barst út í Eystrasalt frá Svíþjóð, Danmörku og V-Þýskalandi. Nýjustu fregnir af Marcos hjónum sem nú búa í útlegð á Hawai eyjum eru þær að imelda eyðir nú geysi- legum fjármunum í blómakaup og Ferdinand situr við skriftir allar nætur vegna svefnleysis. Imelda mun hafa það fyrir vana að kaupa orkídeur fyrir þúsundir dollara þegar hún fer í verslunarleiðang- ur. Og ástæðan fyrir því að Marc- os getur ekki sofið mun vera vegna „ákafrar löngunar" til að hverfa aftur til Filippseyja. ERLENDAR FRÉTTIR hjörleífsson/R ELIIER HEIMURINN Kuwait flugvél Hrakin til Sovétríkjanna Teheran - írakskar herþotur flugu í gær í veg fyrir flugvél frá Kuwait í íranskri landhelgi og þvinguðu hana til lendingar í Sovétríkjunum. Flugvélin frá Kuwait var með fyrrum olíu- málaráðherra Kuwait innan- borðs, Abdul Rahman Salem Al-Atiqui. Það var íranska fréttastofan Ima sem skýrði frá þessu í gær. „írakskar flugvélar eltu flugvél- ina yfir norðvestur hluta írans og þvinguðu hana síðan til að breyta áætlaðri flugleið sinni og fljúga inn í sovéska flughelgi,“ sagði í tilkynnigu frá Irna. „Flugvélin frá Kuwait kom ekki aftur inn í lofthelgi írans og það er ekki Ijóst hvar hún lenti í Sovétríkjunum," sagði einnig í tilkynningunni. Atiqui var með boð til forseta írans um að koma á íslamska ráðstefnu í Kuwait í janúar. Atiqui hafði áður verið í Jórdaníu, írak og Sýrlandi með boð til þjóðaleiðtoganna um að koma til Kuwait f janúar. Árið 1981 létust egypski utanríkis- ráðherrann og aðstoðarmenn hans þegar flugvél þeirra var skotin niður skammt frá landa- mærum írans og Tyrklands og er ekki talið ólíklegt að þar hafi ír- akar verið að verki. Maputo - Kenneth Kaunda, forseti Zambíu sagði í gær að nú lægju fyrir óbeinar sannan- ir sem sýndu að rikisstjórn S- Afríku bæri ábyrgð á dauða forseta Mozambique, Samora Machel, í flugvélaslysi fyrir 11 dögum síðan. Kaunda sagði þetta að loknum Framvarðaríkillát Machel S-Afríka ber ábyrgð 6 tíma fundi leiðtoga Framvarð- aríkjanna svonefndu sem eru í framlínu baráttu svartra Afríku- ríkja gegn hvítri minnihlutastjórn S-Áfríku. Þeir funduðu í Maputo í gær, einum degi eftir útför Samora Machels, forseta og stuttu eftir að hægrisinnuð skær- uliðasamtök í Mozambique lýstu yfir stríði gegn stjórnvöldum þar í landi. í Moskvu var sagt í hinu opin- bera útvarpi að margt benti nú til þess að s-afrísk yfirvöld hefðu átt einhvern þátt í dauða Machels. Ríkisstjórn S-Afríku hefur ítrek- að neitað slíkum ásökunum. Noregur Allur vindur úr stjómarandstöðunni? Tilraunir stjórnarandstöðuflokkanna íNoregi til að sameinast gegn ríkisstjórn Verkamannaflokksins varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir nœsta ár, mistókust í fyrradag og ríkisstjórnin virðist nú munu lifa af afgreiðsluna um fjárlagafrumvarpið Osló - Ríkisstjórn Verkamann- aflokksins í Noregi mun líkast til „lifa af“ flutning sinn á fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1987 í Ijósi þess að stjórnar- andstöðuflokkarnir hafa ekki kynnt eiginn valkost við frum- varp ríkisstjórnarinnar. Tilraunir Kristilega Þjóðar- flokksins og norskra miðflokka til að setja saman sameiginlegan valkost á fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, mistókst í fyrra- dag. Þar með virðast fyrri tilraun- ir stjórnarandstöðunnar til að fella ríkisstjórnina úr sögunni í bili. Atkvæðagreiðsla um fjár- lagafrumvarpið verður á norska þinginu í næstu viku. Nú er opin leið fyrir Verkamannaflokkinn að semja við hluta stjórnarand- stöðunnar um málamiðlun til að koma frumvarpinu í gegn. „Ef á að framfylgja efnahags- stefnu Verkamannaflokksins, verður það best gert af Verka- mannaflokknum sjálfum," sagði Rolf Presthus, formaður norska Rolf Presthus (til hægri) brosti breitt þegar hann tók við formannsembætti hjá Ihaldsflokknum norska í apríl síðastliðnum af Erling Norvik (til vinstri). Hann brosir hins vegar ekki nú þegar Ijóst þykir að stjórnarandstöðunni mistakist að fella ríkisstjórnina vegna fjárlagafrumvarpsins. íhaldsflokksins í gær. Hann bætti við: „Kristilegi Þjóðarflokkurinn og miðflokkarnir eru ekki sósíal- demókratar en tillögur þessara flokka varðandi efnahagsfrum- varp næsta árs eru ekki ólíkar hugmyndum Verkamanna- flokksins.“ Hingað til hafa flokkarnir þrír ásamt íhaldsflokknum (þessir flokkar mynduðu síðustu ríkis- stjórn) gagnrýnt efnahagsstefnu Verkamannaflokksins harðlega fyrir að leiða til útþenslu, vera verðbólguaukandi og fyrir að hafa lítil áhrif í þá átt að bæta hið versnandi efnahagsástand lands- ins almennt. En fyrrum sam- starfsflokkar í ríkisstjóm hafa ekki viljað samþykkja tillögur íhaldsflokksins um um að skera rækilega niður framlög til vel- ferðarmála og lækka skatta sem leið til að auka hagvöxt í Noregi. Norska Dagblaðið sagði í for- ystugrein eftir að ljóst varð um afdrif samvinnu stjórnarand- stöðuflokka: „Nú er orðið ljóst að þeir (stjórnarandstöðuflokkarn- ir) em ófærir um að fylkja sér um stefnu sem nýttist þeim til nýrrar ríkisstjórnar." Danmörk Kynlífsbylgjan aldrei risið hæira Nýjar rannsóknir sýna að danskar konur um tvítugt lifa meira kynlífi en kynsysturþeirra nokkru sinnifyrr. Æfleiri menntamenn á aldrinum 30-45 ára kjósa að lifa skírlífi Frá Gesti Guðmundssyni, frétta- ritara Þjóðviljans í Kaupmanna- höfn: Kynlífsbylgjan hefur alls ekki fjarað út eins og oft hefur verið haldið fram. Splunkuný rannsókn á kynlífi danskra kvenna og viðhorfum þeirra til þess sýnir að ungar konur lifa bæði meira kynlífi en kynsyst- ur þeirra nokkru sinni fyrr og njóta þess líka betur. Flestar ungu kvennanna sem spurðar vom byrjuðu að lifa kyn- lífi 15 ára. Af stómm hópi 22 ára stúlkna höfðu 81% þeirra ein- hvern tímann stundað sjálfsfró- un. 91% þeirra höfðu upplifað fullnægingu 16 ára gamlar. Þá kemur fram að 60% stúlknanna sofa hjá a.m.k. 1 sinni í viku, 20% a.m.k. 1 sinni í mánuði og 4% á hverjum degi. í þessum aldurshópi kom fram töluvert frjálslyndi í afstöðunni til kynlífs. Þannig finnst 63% þeirra lesbísk sambönd fullkomnlega eðlileg og 27% að auki gátu fellt sig við slík sam- bönd, en einungis 10% fannst eitthvað óeðlilegt við það að vera lesbískur. 1/3 þessara ungu kvenna eru á móti klámi, 1/3 stendur á sama en 1/5 þeirra finnst klám harla gott. í sömu könnun kom fram að fimmta hver sjötug kona lifir enn kynlífi. Hins vegar hefur dag- blaðið Information rekist á nýja tilhneigingu í kynlífi 30-45 ára gamalla menntamanna, en æ fleiri úr þessum hópi velja nú að lifa algjöru skírlífi, a.m.k. mörg ár í senn. Hér er kannski komin skýring á því af hverju menn eru að tala um að kynlífsbylgjan sé að fjara út. Sú bylgja reis einna hæst með þessari kynslóð en hún virð- ist vera farin að þreytast fyrr en aðrar kynslóðir. Þetta er sú kyn- slóð sem mest ber á í fjölmiðlum og þjóðlífi og er því sú skýring nærtæk að hún hafi yfirfært eigin kynlífsvanda á allt samfélagið í kringum sig. Aids Almenningur í blóðprafu? Washington - Aids sjúkdómur- inn vex nú hröðum skrefum meðal heterósexúal fólks í Bandaríkjunum og sérfræð- ingar segja að eina leiðin til að hefta framgang sjúkdómsins sé að taka blóðprufu af öllum almenningi í þeim iöndum þar sem sjúkdómsins hefur orðið vart. Bandarískir sérfræðingar spá því nú að hætta sé á að um það bil 50.000 manns muni látast á ári í Bandaríkjunum vegna Aids sjúk- dómsins og aukinn fjöldi heteró- sexúal fólks og barna sé í hættu. Nefnd sem Bandaríska lækna- stofnunin og Bandaríska vísinda- akademían (NAS) standa að, lýsti því yfir í gær að þar sem útlit fyrir varanlega lækningu gegn sjúkdómnum væri ekki bjart þessa dagana, þýddi það að eina leiðin til að draga úr sjúkdómn- um væri stóraukin fræðsluherferð um kynferðismál. „Kynferðis- fræðsla í skólum er nú ekki aðeins spurning um ráðgjöf heldur er þetta orðin spurning um ráðgjöf sem getur skipt lífi og dauða,“ c^crir í vfirlvcinan np.fndarinnar. Flmmtudagur 30. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.