Þjóðviljinn - 01.11.1986, Side 6
IÞROTTIR
Ómar Torfason
„Sagan um týnda soninn“
Lönggrein íSportumferil Ómars Torfasonarhjá
Luzern, ogskjótanframa hans síðustu vikurnar
Ómar Torfason, lengst til hægri, sækir að marki Grasshoppers í leik með Luzern.
„Ómar Torfason og Luzern,
eða sagan um týnda soninn. Hann
kom frá Reykjavík fyrir ári síðan,
nýkrýndur markakóngur en samt
fyrst og fremst varnartengiliður.
Akvörðun Friedels Rausch þjálf-
ara um að gera þennan 26 ára
kaupmann að atvinnumanni f
Sviss kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti.“ Með þessum orðum
hefst Iöng grein um knattspyrnu-
manninn Ómar Torfason í
svissneska blaðinu Sport í síðustu
viku.
Áfram með greinina: „Þegar
var fyrir einn íslendingur hjá
Luzern, Sigi Grétarsson, sem i
hafði þegar unnið hug og hjörtu !
aðdáenda félagsins með snilli
sinni og markheppni. En til hvers
að fá annan útlending til að leika
sem varnartengiliður?
Áhangendur óvinveittir
Fyrsti leikur Ómars var erfið-
ur. Tap gegn Xamax, 2-7, en
strax í næsta leik skoraði hann
mark er Luzem vann Zurich. En
þar með var það búið, nýliðinn
átti erfitt uppdráttar eftir það.
Áhangendur liðsins snerust gegn
honum. En þó þjálfarinn væri
greinilega ekki ánægður með
kaup sín lét hann íslendinginn
yfirleitt spila og hann þakkaði
fyrir sig með því að skora sigur-
markið gegn Sion í lok keppnist-
ímabilsins og tryggði með því
Luzem sæti í UMFA-keppninni.
Ekkert pláss
Hann hafði launað fyrir sig og
var kyrr hjá félaginu. En Luzern
keypti Vestur-Þjóðverjann Jurg-
en Mohr og þar með var ekkert
pláss lengur fyrir Ómar. Tveir út-
lendingar mega leika, og þeir
vom nú Mohr og Sigi Grétarsson.
En þó Sigi meiddist og Mohr
missti af mörgum leikjum sat
Ómar á varamannabekknum.
Hann æfði af krafti og lék með
íslenska landsliðinu undir stjórn
Sigi Held.
Tvisvar þrjú mörk
Sjúkralisti Luzern lengdist
óðum og loks í 7. umferð fékk
Ómar tækifæri, gegn Young
Boys, en varð að fara af leikvelli,
meiddur á höfði. En í næsta leik,
gegn Chaux-de-Fonds, skoraði
týndi sonurinn 3 mörk og á svip-
stundu vann hann sér hylli aðdá-
enda liðsins og samherjanna.
Síðasta sunnudag skoraði hann
svo 3 mörk í 4-0 sigri á Sursee í
bikarkeppninni. En þjálfarinn
lætur markheppni hans ekki
blekkja sig, hann veit hvar Ómar
kann best við sig. Leikur aftar-
lega á miðjunni en tekur virkan
þátt í sókninni þegar við á.“
Greinin er skrifuð fyrir leik
Luzem og Xamax um síðustu
helgi. Sagt er að sá leikur sé
mikilvægur fyrir Ómar og hann
hafi slæmar minningar frá 2-7
tapinu gegn Xamax í sínum fyrsta
leik með Luzern. En í þessum
leik ættu hæfileikar Ómars, sér-
staklega góð skallatækni, að
njóta sín - og hann sé nú kominn í
forystuhlutverk í liðinu. Og hvað
kom ekki á daginn? Luzem vann
leikinn 2-1 og það var enginn
annar en Ómar Torfason sem
skoraði sigurmarkið rétt fyrir
leikslok!
-VSfþýtt og endursagt)
Knattspyrna
Spánn
Evrópu-
meistari
Vann í vítakeppni
Spánn varð Evrópumeistari í
knattspyrnu, undir 21 árs, eftir
sigur á ítölum í siðari úrslitaleik
þjóðanna í Valladolid á miðviku-
dagskvöldið.
Italir höfðu unnið fyrri leikinn
2-1 en eftir venjulegan leiktíma í
Valladolid stóð 2-1 fyrir Spán.
Ekkert var skorað í framlengingu
en í vítaspyrnukeppni skomðu lt-
alir ekki eitt einasta mark, Spán-
verjar skomðu þrisvar á meðan
og höfðu þar með tryggt sér titil-
inn.
Eloy Oyala og Roberto Fem-
andez gerðu mörk Spánar í
leiknum en Giovanni Francini
svaraði fyrir ítali. ísland og
Spánn börðust á síðasta ári um
sigur í undanriðli keppninnar og
Spánverjar unnu báða leikina
naumlega, 1-0.
-VS/Reuter
Körfubolti
Dómara-
námskeið
Körfuknattleikssamband íslands
og dómaranefnd KKÍ gangast fyrir
dómaranámskeiði dagana 15.-16.
nóvember. Leiðbeinendur verða Jón
Otti Ólafsson og Sigurður Valur Hall-
dórsson. Þátttökutilkynningum skal
skllað til skrífstofu KKÍ í síma 83377
og 685949 fyrír 10. nóvember. Þátt-
tökugjaldi verður haldið í algeru lág-
marki.
Quðrfður Quðjónsdóttlr skoraði
10 gegn Portúgal í gær.
Körfubolti
Petrovic
til Real
Spænska félagið Real Madrid
hefur náð samningum við einn
besta körfuknattleiksmann
heims, Júgóslavann Drazen Petr-
ovic, um að hann leiki með fé-
laginu að loknum Ólympíuleik-
unum í Seoul 1988.
Petrovic er aðeins 22 ára gam-
all og þurfti sérstakt leyfi frá júg-
óslavneskum yfirvöldum til að
fara til Spánar. Reglur þar í landi
segja að leikmenn verði að vera
orðnir 28 ára til að fá að leika með
erlendum félögum. Petrovic fær
fjögurra ára samning sem er tal-
inn vera tveggja miljón dollara
(80 miljón ísl. kr.) virði. Hann
leikur með Cibona Zabreb, einu
besta körfuknattleiksliði í Evr-
ópu, í heimalandi sínu.
-VS/Reuter
HM kvenna
Stórieikur Koibrúnar
ísland vann Portúgal 21 -16. Guðríður skoraði 10 mörk
ísland sigraði Portúgal 21-16 í
fyrsta leik sínum í C-
heimsmeistarakeppni kvenna í
handknattleik sem hófst á Spáni i
gær. Leikið var í bænum Burri-
ana, skammt frá Valencia, og að
sögn Helgu Magnúsdóttur farar-
stjóra voru áhorfendur mjög hlið-
hollir íslenska liðinu. „Við vorum
á heimavelli, þetta var í höllinni
þar sem við fengum skellinn gegn
Spánverjum f fyrri vináttu-
leiknum í þessari viku,“ sagði
Helga.
ísland skoraði fyrsta markið en
portúgölsku stúlkumar svöruðu
með fimm mörkum, staðan
skyndilega 1-5. En íslenska liðið
lét þetta ekki brjóta sig niður,
seig á hægt og bítandi og var kom-
ið með forystu, 9-8, þegar flautað
var til leikhlés.
Seinni hálfleikur var jafn fram-
anaf og staðan 14-14 um hann
miðjan. Þá kom besti kafli ís-
lenska liðsins - það skoraði fimm
Sund
Dómara-
námskeið
Dómaranámskeið f sundi verður
baldið laugardaginn 8. nóvember kl.
13-19 í Reykjavík. Þar er um bóklegt
nám að ræða. Verklegi þáttur nám-
skeiðsins er fyrirhugaður við bikar-
keppni 2. deildar í Sundhöll Hafnar-
fjarðar 15.-16. nóvember og bikar-
keppni 1. deUdar í SundhöU Reykja-
vfkur 29.-30. nóvember. Þátttaka tU-
kynnist á skrífstofu SSÍ, sími 83377,
fýrir kl. 16 þann 7. nóvember.
mörk í röð, 19-14, og gerði útum
leikinn. Liðin skoruðu síðan til
skiptis í lokin og lokatölur 21-16.
Áð sögn Helgu átti Kolbrún
Jóhannsdóttir stórleik í íslenska
markinu. Hún varði 16 skot
þannig að ísland fékk boltann,
auk annarra. Guðríður Guðjóns-
dóttir átti góðan leik, gerði 10
mörk, og Eiríka Ásgrímsdóttir
kom á óvart í nýrri stöðu, í hom-
inu.
Mörk íslands: Guðríður Guðj-
ónsdóttir 10(3v), Erla Rafnsdótt-
ir 4, Ema Lúðvíksdóttir 3, Eiríka
Blak
HK efst
HK tók forystu í karlaflokki f
blaki f fyrrakvöld með því að
sigra HSK 3-0 á Laugarvatni.
Hrinurnar enduðu 15-11, 15-11
og 15-13. HK hefur 4 stig eftir 2
leiki og Þróttur Reykjavík er
einnig með 4 stig.
HK tapaði 0-3 fyrir Víkingi í
kvennadeildinni á miðvikudags-
kvöldið. Yfirburðir Víkings vom
miklir og hrinurnar enduðu 15-2,
15-5 og 15-1.
f dag fara þrír leikir fram í
Hagaskóla. Kl. 14 leika ÍS og
Fram í karlaflokki og kl. 15.15
Víkingur og KA. Kl. 16.30 hefst
síðan kvennaleikur Víkings og
KA. Á sunnudag leika ÍS og KA,
bæði í karla- og kvennaflokki, í
íþróttahúsi Háskólans. Karla-
leikurinn hefst kl. 13.30 en
kvennaleikurinn að honum lokn-
um.
-VS
Ásgrímsdóttir 2, Arna Steinsen
1, Björg Gilsdóttir 1.
í hinum leik riðilsins í gær vann
Austurríki 15 marka sigur á Finn-
um. Dönsku stúlkurnar sátu hjá
en íslenska liðið mætir þeim ann-
að kvöld, sunnudagskvöld. Tvö
lið komast áfram úr riðlinum.
-VS
Úrvalsdeildin
UMFN vann
UMFN sigraði Fram 79-65 í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik f
gærkvöldi en leikurinn fór fram f
Njarðvík. Nánar verður sagt frá
honum í þriðjudagsblaðinu. Á
sunnudag eru tveir leikir í
deildinni, Haukar-ÍBK í HSfnar-
firði kl. 14 og Valur-KR f Selja-
skóla kl. 20.
-VS
Kópavogur
Aðalfundur
hjá UBK
Aðalfundur knattspyrnudeildar
Breiðabliks verður haldinn laugar-
daginn 8. nóvember kl. 14 í Þinghóls-
skóla f Kópavogi. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf. Um kvöldið
verður sfðan árshátfð Breiðabliks f
Skútunni í Hafnarfirði. Uppskeruhá-
tfð deildarinnar verður sfðan á sunn-
udaginn kl. 15 f Þinghólsskóla og
verða þar veittar viðurkenningar til
einstaklinga og flokka.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. nóvember 1986