Þjóðviljinn - 01.11.1986, Síða 12

Þjóðviljinn - 01.11.1986, Síða 12
DÆGURMÁL ÞJÓÐMÁL Fjarlogin Svefngalsar Með svefngalsa Eiginlega má segja aö Svefngalsarfari í hring á Spilduljóni sínu (með stuðn- ingi SlS sjálfs); þeir virkasvo- lítið hallærislega á mann í fyrstu, en við nánari athugun kemur í Ijós að þeir nota hall- ærið sem vopn. Aðal- svefngalsinn, Júlíus Hjörleifs- son, höfundurflestralagaog texta og leiksöngvari, heyjar í sveitinni og kveður um sveita- varga af báðum kynjum, smalamennsku, réttir, mjalta- vélar... en kryddar meðfrjálsu kynlífi. Eins og áður sagði heyrist manni þetta í fyrstu vera svona frekar venjulega hall- ærisleg íslensk hljómplata. En svo fer maður að pæla í að þetta sé nú bara skratti vel spilað, bara töff á köflum. Reyndar er kíkt í hlöður hjá ým«um íslenskum hljómsveit- um-Stuðmönnum, Grýlum, Bubba, Einari ErnL.jafnvel Balapoppurunum í Melchior, en hvað um það, er það ekki eina ráð bænda á þessum síðustu og verstu tímum að standa saman og miðla hver öðrum af reynsiu?... og Spild- uljónin gætu svo sannarlega hafa lent í moði í stað þeirrar sífersku töðu sem áðurnefnd- ar sveitir hafa nært íbúa þessa lands á. Af hljóðfæraleikurum skal fyrst nefna þann ágæta gítar- leikara Sigurgeir Sigmundsson (t.d. Start), þá bassaleikarann Björn Vilhjálmsson, trommar- ann Birgi Baldursson og Níels Ragnarsson og hljómborðs- leikara. Auk Júlíusar leggur Guðrún Gunnarsdóttir til söng- rödd góða. Þrælgóð og nokkuð fjölhæf sveit Svefngalsar, hvort sem hún á nú eftir að vera iengi setin. Þá kemur þarna nokkurt leikaragengi við sögu, til liðs við kollega sinn Júlíus: Eggert Þor- leifsson bregður fyrir sig klarin- Andfélags- leg stefna Félagsleg viðfangsefni hér heima og ísamfélagi þjóðanna ísvelti „Áfram verður mikil óstjórn á fjármálum ríkisins,“ sagði Ragn- ar Arnalds í gær um boðskap fjárlaga frumvarpsins. „Enn ætl- ar ríkisstjórnin að taka risastóran óreiðuvíxil til að fleyta sér fram yfir kosningar þrátt fyrir gífur- legan halla á fjárlögum þriðja árið í röð. Ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir sig uppsafnaðan halla þessara þriggja ára sem nemur a.m.k. 6 miljörðum króna - vanda sem komandi ríkisstjórn er ætlað að leysa með aðstoð skatt- greiðenda. Varla þarf að segja neinum að þetta verður Ijótasti viðskilnaður íslenskrar ríkis- stjórnar frá upphafl“. Vond tíðindi Ragnar sagði fjárlagafrum- varpið færa skattgreiðendum vondar fréttir. Tekjuskattur sem hækkaði um 600 miljónir á þessu ári lækkar aðeins sem nemur helmingnum, eða 300 miljónum á því næsta. „En áfram munu stór- fyrirtæki og eignamenn njóta góðs af hriplekum skattalögum með margvíslegum smugum og ástæðulausum undanþágum," sagði hann. Hins vegar vantaði ekki örlætið þegar gæluverkefni ríkisstjórnarinnar ættu í hlut. „Verslunareigendur í nýja Hag- kaupshúsinu fá þær góðu fréttir að varið verði 40 miljónum króna í nýtt útibú ÁTVR þar á staðnum að sjálfsögðu til að auka aðsókn- ina í húsið. Og flugstöðin á Kefla- víkurflugvelli fær 500 miljónir. Efni frumvarpsins er hins veg- ar vond tíðindi fyrir sveitarfé- lögin, sem svipt eru 300 miljón króna tekjum og vond tíðindi fyrir landsbyggðina almennt. Fjárlagafrumvarpið boðar vond tíðindi fyrir bændur vegna enn rýrnandi niðurgreiðslna og hækk- unar á ábyrgðarverði næsta vor, vond tíðindi fyrir námsmenn, bæði hvað varðar Lánasjóðinn og dreifbýlisstyrki til framhalds- skólanema og vond tíðindi fyrir húsbyggjendur með 300 miljón króna lækkun framlaga til bygg- ingarsjóðanna. Fjárlagafrum- varpið boðar vond tíðindi fyrir alla þá sem leggja áherslu á jafnréttismál og félagsleg verk- efni eins og t.d. birtast í helmings niðurskurði á framlögum til leik- skóla og dagheimila. Ef nefna ætti eitt orð sem lýsir þessu frum- varpi þá er það að stefna þess er „andfélagsleg“, sagði Ragnar Arnalds. „Ekki aðeins eru félags- leg viðfangsefni hér heima í svelti, heldur einnig verkefni í samfélagi þjóðanna, þar sem þró- unaraðstoð á enn að lækka niður í aðeins 0,05% á næsta ári.“ Framsókn er hissa Guðmundur Bjarnason, Fram- sóknarflokki, gerði að umtalsefni ágreining stjórnarflokkanna um stóreignaskatt og sagði ólíklegt að sú leið yrði farin til að auka tekjur ríkissjóðs meðan stjórn- arsamstarfið varir. Guðmundur boðaði einnig að áætla yrði aftur fyrir 130 miljón króna fyrirhug- aðri skerðingu á tekjum Jöfnu- narsjóðs sveitarfélaga ef ekki næðist samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu þeirra. Guðmundur nefndi einn- ig nokkur atriði sem kæmu sér og öðrum Framsóknarmönnum á óvart í frumvarpinu, m.a. skerð- ingu á tekjum Framkvæmdasjóðs ríkisútvarpsins. Taldi hann ekki líklegt að flokkur sinn myndi samþykkja það, síðst nú þegar vaxandi samkeppni krefðist þess að ríkisútvarpið gæti gegnt hlut- verki sínu að þjóna öllum lands- mönnum. Þá gagnrýndi hann nýj- an rekstrarlið í frumvarpinu, í réttunum etti, Karl Agúst Úlfsson leggur fram texta tvo og rödd, Jóhann Sigurðarson lag og rödd, og í laginu Obbosí koma þau fram Guðmundur Ólafsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Eyþór Árna- son og Guðbjörg Thoroddsen. Textarnir eru frekar bros- aukandi, sérstaklega Alfa Laval Karls, sem lagður er í munn einn- ar af blessuðum kúnum í sveit- inni. Eftir allt er Spilduljónið óvit- laus hljóðgjafi, og gengur upp sé miðað við nafn sveitarinnar- allir kannast við þau áhrif sem svefngalsi hefur á fólk ... og svona til að kóróna galsann koma, eins og skrattinn úr sauðarleggnum, sitthvoru megin á Spilduljóninu, aftast, tvö nú- tímaljóð, í takt við tímann. Þar er á ferð myndlistarmaðurinn Krist- ján Frímann með eiginn fríkaðan skáldskap, sem hann flytur við hljóðeffekta hljómfagurri röddu... snjöll leið til að koma ljóðinu út á meðal fólksins, ekki satt? A Sessunautar á þingi: Skúli Alexandersson, þingmaður Alþýðubandalagsins og Salóme Þorkelsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, á hljóðskrafi undir ræðuhöldunum. Ljósm. E. Ól. „Ratsjárstöðvar", og sagði: „Megum við kannski búast við því að á næsta ári verði Málning- arverkstæði Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli, þar sem starfa nokkrir íslenskir málarar, sérstakt viðfangsefni á fjárlögum íslenska ríkisins?" Kerfiskallar Eiður Guðnason sagði fjár- málaráðherra ekki skera sig frá fyrirrennurum úr eigin flokki. „Þetta frumvarp gæti verið frá hvaða kerfiskalli sem er',“ sagði hann. Margt í því væri með losar- abrag og lausgirt og ekki til þess fallið að skapa það traust og þá festu í stjórn efnahagsmála sem væri meginforsenda efnahagslegs jafnvægis. Hann dró í efa yfirlýs- ingar ráðherra um fyrirhugaðan 1600 miljón króna halla og krafð- ist þess að hann gerði þinginu grein fyrir útfærslu 600 miljóna olíugjaldsins og 300 miljón króna skattalækkunar á næsta ári. Menn væru eðlilega tortryggnir á yfirlýsingar um slíkt ekki síst eftir skattaævintýrið frá í sumar, þeg- ar tekjuskattur var hækkaður um 600 miljónir króna. Eiður gerði niðurskurð á tekjustofnum Ríkis- útvarpsins að umræðuefni og spurði hvað liði hugmyndum ráð- herrans um sölu á Rás II. Hann sagði frumvarpið þenslufrum- varp og allt öðru vísi og annars eðlis og innihalds en fjármálaráð- herra héldi fram. Illa rekið þjóðarbú Kristín Halldórsdóttir gerði aukafjárveitingar ríkissjóðs að umræðuefni, en 1600 miljónir króna höfðu verið greiddar úr ríkissjóði umfram fjárlög í lok september, eða svipuð fjárhæð og áætlaður halli á næsta ári. í ljósi þessa og vanáætlana í fjár- lagafrumvarpi væri ekki hægt að segja að þjóðarbúið væri vel rek- ið, eins og almennt launafólk gerði kröfu til. Hún sagði áform um sparnað og hagræðingu ekki hafa gengið eftir, þvert á móti hefði yfirvinna og aukafjár- veitingar sprengt allar áætlanir. Kristín benti á niðurskurð í fé- lagslegum verkefnum og sagði táknrænt að eftir helmings niður- skurð í dagvistarframkvæmdir, stæðu eftir 20 miljónir eða sama tala og til fjárfestinga hjá Bif- reiðaeftirlitinu. Hins vegar ætti |ÁTVR að fjárfesta fyrir 95 milj- ónir á næsta ári! Kristín, eins og ireyndar Eiður Guðnason, vakti athygli á fyrirvörum Guðmundar Bjamasonar stjómarliða og sagði hún þá vekja vonir um framgang félagslegra sjónarmiða. Þorsteinn Pálsson sagði ekki nóg að stjórnarandstæðingar gagnrýndu frumvarpið, - þeir yrðu að koma með tillögur um hvað skera ætti niður, hvaða skatta ætti að hækka. Einnig tóku til máls Stefán Benediktsson og Jón Baldvin Hannibalsson og lauk umræðunni um hálf átta leytið á fimmtudags- kvöld. *» Rekstrarafkoma ríkissjóds 'in hundradshluti af útgjöldum -tot -íi 4 -i«4 71 1073 1070 1077 1070 1081 1083 1080 1087 1072 1074 1070 1078 1080 108£ 1084 1080 Ar Á 17 árum hefur 11 sinnum orðið halli á ríkissjóði, 6 sinnum tekjuafgangur. Hallinn hefur verið mestur þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft fjármálaráð- herraembættið og á árunum 1985, 1986 og 1987 hefur núverandi ríkisstjórn safnað 6 miljarða króna skuldum sagði Ragnar Arnalds á fjárlagaumræðunni á f immtudag og benti á að ef ætti að jafna þessa skuldasúpu Sjálfstæðisflokksins á einu ári, þyrfti að þrefalda tekjuskattinn! 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.