Þjóðviljinn - 01.11.1986, Qupperneq 16
Aðalsími
681333 IfwSi H.í-'rrií rv»u:vjoiini 681348
Helgarsími 681663 Wm
Pingeyri
Neitað um fastráðningu
Hraðfrystihús kaupfélagsins sendirfólk heim vegna hráefnisskorts. Neitarþvíáður
umfastráðningu. Þórir Daníelsson: Fyrirtœkinu ekki stœtt áþví
Þjóðviljinn
Dregið
ígær
í gær á 50 ára afmælisdegi
Þjóðviljans var dregið í afmælis-
happdrætti blaðsins. Þar sem
fullnaðarskil hafa enn ekki borist
utan af landi voru vinningsnúmer
innsigluð hjá borgarfógeta.
Stuðningsmenn og velunnarar
blaðsins eru hvattir til að ganga
frá skilum hið fyrsta svo hægt sé
að birta vinningsnúmerin.
Stöðumœlar
100%
hækkun
Stöðumælar eru mörgum þyrn-
ir í augum, einkum þeim sem
gleyma alltaf að borga stöðumæl-
agjöldin. Nú stendur til að hækka
gjaldið um 100% Tillaga þessa
efnis var tekin fyrir í borgarráði í
vikunni, en ekki afgreidd. Pró-
sentutalan þykir e.t.v. há, en hún
varð til af því að gert er ráð fyrir
10 króna mynt í mælana og því
erfitt að hækka um minna en
100% ' -gg
Það er alveg Ijóst að við vorum
ekki tilbúnir að fastráða fólk dag-
inn sem við ætluðum að senda
það heim. Hvort okkur er stætt á
því að neita þessu fólki um fast-
ráðningu verða aðrir að dæma,
sagði Bjarni Grímsson fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Kaupfélags Dýrfirðinga á Þing-
eyri í samtali við Þjóðviljann í
gær, en nú undanfarið hefur
vinna verið af skornum skammti í
húsinu og raunar aðeins fyrir fast-
ráðna.
Samkvæmt samningum sem
tóku gildi 1. september sl. eiga
allir þeir sem hafa unnið 3 mán-
uði eða lengur hjá frystihúsinu
rétt á fastráðningarsamningi.
Hluti starfsfólks hraðfrystihúss-
ins hefur þegar nýtt sér þann rétt
og er nú í vinnu, en aðrir hafa
verið sendir heim. Hins vegar
vildu nokkrir starfsmenn fá fast-
ráðningu þegar Ijóst varð að þeir
yrðu sendir heim vegna hráeftiis-
skorts og var þá neitað. Þar af
leiðandi hefur það líklega ekki
rétt til atvinnuleysisbóta.
Þess má geta að hráefnisskort-
urinn stafar af því að siglt var með
80 tonna afla í síðustu viku, en 20
tonnum landað til vinnslu.
Þórir Daníelsson hjá Verka-
mannasambandinu sagði í sam-
tali við Þjóðviljann í gær að fyrir-
Tungnárjökull hjá Jökulheimum
heldur áfram að skreppa saman
og í ár hefur hann hopað um 59
metra. Þá hafa jöklar á Vestfjörð-
um og á Norðurlandi einnig látið
á sjá á þessu ári, Kaldalónsjökull
hefur hopað um 100 metra og
Reykjafjarðarjökull um 28
metra.
tækinu væri ekki stætt á að neita
fólki um fastráðningu hafi það
unnið sér inn þann rétt sam-
kvæmt samningi. „Þeir sem hins
vegar hafa ekki skrifað undir fast-
ráðningarsamning eiga ekki rétt á
atvinnuleysisbótum samkvæmt
ákvörðun atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs. Því er það í raun
skylda fyrirtækisins að greiða því
Þetta eru niðurstöður
haustmælinga Jöklarannsóknafé-
lagsins sem sagt er frá í nýút-
komnu fréttabréfi félagsins. En
það eru ekki allir jöklar landsins
sem hopa í ár, nokkrir skríða
fram af fullum þunga. Þannig
hefur Suðurjaðar Múlajökuls í
Hofsjökli hlaupið fram um 318
fólki laun, sem neitað var um
fastráðningu,“ sagði Þórir í gær.
Á skrifstofu Þingeyrarhrepps
fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar
í gær að um 20 manns væru á
atvinnuleysisskrá þessa dagana
og er þar einkum um að ræða fólk
sem að staðaldri vinnur í frysti-
húsinu.
metra og enn er gangur í honum.
Sólheimajökull skríður einnig
stöðugt fram, vesturtungan um
51 metra fram á Jökulhaus um 15
metra og jaðar Austurbungu um
16 metra. Á síðasta mæliári gekk
Skeiðarárjökull allrösklega fram
en mælingar sýna að nú er þar allt
með rólegra móti. -lg.
Njóttu þess sem náttúralegt er.
-gg
Jöklarannsóknir
Tungnárjökull hopar enn