Þjóðviljinn - 07.11.1986, Blaðsíða 1
Föstudagur 7. nóvember 254. tölublað 51. órgangur
Vaxtahœkkunin
Kjafftshögg á húsbyggjendur
Hœkkun raunvaxta um 1 % jafngilda því að kaupgeta húsbyggjanda minnkar um sem
svarar 10 fermetrum. Stefán Ingólfsson: Dauðadómur yfir sjálfseignastefnunni
Um bvert eitt prósent sem raun-
vextir á lánum til fasteigna-
kaupa hækkar, þá minnkar
kaupgeta hins almenna kaupanda
sem er að kaupa sina fyrstu eign
um 10 fermetra, eða u.þ.b. eitt
herbergi. Þetta eru áhrif vaxta-
hækkana á langtímalánum til
fasteignakaupa sé gert ráð fyrir
ákveðnu hámarkshiutfalli sem
kaupandi getur ráðstafað af
launum sínum til kaupanna.
Þessar upplýsingar fengust hjá
Stefáni Ingólfssyni hjá Fasteigna-
mati rfkisins sem byggir dæmið á
könnunum sem gerðar hafa verið
á fasteignamarkaðnum. Sam-
kvæmt þessum könnunum er
tæpur þriðjungur þess lánsfjár-
magns sem er í gangi á fast-
eignamarkaðnum í dag háður
frjálsum vöxtum, en það eru
u.þ.b. 2 1/2 miljarður. Annars
vegar munu þetta vera eftir-
stöðvalán greidd til selj'enda fast-
eigna og hins vegar bankalán.
Telur Stefán að það sé ekkert
sýnilegt, sem neinu nemur, sem
bendi til þess að þetta hlutfall fari
lækkandi, þrátt fyrir nýju hús-
næðismálalögin. Þar komi tvennt
til. Tiltölulega lítið aukning verði
á nettófjármagni á fasteignalána-
markaðnum, eða í inesta lagi 3-
400 ntiljónir og í öðru lagi að ólík-
legt sé að breyting verði á næst-
Alþýðubandalagið
ÓSafiir á
Reykjanes
Þrettán gefa kost á sér í
forvalið í Reykjavík
Þegar frestur rann út um þátt-
töku í forvali Alþýðubandalags-
ins um fimmleytið í gær höfðu
þrettán tilkynnt að þeir gæfu kost
á sér. Ólafur Ragnar Grímsson,
sem síðast skipaði fjórða sætið,
tilkynnti í gær að hann gæfi kost á
sér í annað sætið á Reykjanesi.
Þeir sem taka þátt í forvalinu
eru Álfheiður Ingadóttir blaða-
maður, Arnór Pétursson fulltrúi,
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ, Guðrún Helgadóttir þing-
maður, Haraldur Jóhannsson
hagfræðingur, Hörður J. Odd-
fríðarson afgreiðslustjóri, Jó-
hannes Gunnarsson formaður
Neytendasamtakanna, Olga
Guðrún Árnadóttir rithöfundur,
Pálmar Halldórsson fram-
kvæmdastjóri INSÍ, Skúli Thor-
oddsen framkvæmdastjóri Von-
ar, Steinar Harðarson tæknifræð-
ingur, Svavar Gestsson þingmað-
ur, Þröstur Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar.
Forvalið fer fram helgina 29.-
30. nóvember. Kjörnefnd hefur
samkvæmt forvalsreglum rétt til
að bæta við þátttakendum, -
Hrafn Magnússon formaður
hennar sagði í gær að ekki hefði
verið tekin afstaða til þess hvort
leitað yrði til fleiri. Endanlegur
þátttakendaiisti yrði tilbúinn
fyrir 15. nóvember. -m
unni á þeim lánum sem seljendur
veita kaupendum.
Stefán sagði jafnframt að lang-
tímaáhrif vaxtahækkana væru
borðleggjandi, en einna alvar-
legust væru þau fyrir sjálfseigna-
stefnuna í húsnæðismálum. „Ef
jafn hátt vaxtastig og nú er helst
til frambúðar jafngildir það
dauðadómi yfir sjálfseignastefn-
unni“, sagði Stefán að lokum.
-K.Ól.
MIÐILL- ókeypis afruglari í fjölmiðlafárinu. Fyrstu eintökin af hinu nýja fylgiriti
Þjóðviljans koma úr pressunni. Fyrstu lesendurnir eru Þráinn Bertelsson rit-
stjóri Þjóðviljans, Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem er umsjónarmaður MIÐILS,
Guðrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Þjóðviljans og Baldur Jónasson,
sem sór um auglýsingar í MIÐLI.
Þjóðviljinn
„Miðill“
ókeypis afmglari!
Vikurit í 25.000 eintaka upplagi. Fjölmiðladagskrá og dægrastytting
Okeypis afruglari á fjölmiðla-
fárið fylgir Þjóðviljanum í
dag. Þessi ókeypis afruglari heitir
MIÐILL og er nýtt fylgirit með
Þjóðviljanum og er ætlunin að
MIÐILL komi út á föstudögum.
Ókeypis afruglari er MIÐILL í
þeirri merkingu, að í ritinu birtist
dagskrá sjónvarps- og útvarps-
stöðvanna og ýmislegt annað efni
til upplýsingar og dægrastytting-
ar. MIÐILL kemur ókeypis til
áskrifenda Þjóðviljans, en verður
þar fyrir utan seldur í lausasölu.
Upplag MIÐILS er 25 þúsund
eintök.
Umsjónarmaður MIÐILS er
Hjörleifur Sveinbjörnsson en
auglýsingar annast Baldur Jónas-
son, útlitsteiknari er Björn
Brynjúlfur Björnsson.
Eins og lesendur munu komast
að raun um er uppsetning dag-
skrár sjónvarps og útvarps í blað-
inu með allnýstárlegum hætti, en
vonast er til að lesendur átti sig
fljótlega á kerfinu, sem felst í því,
að skýrt er frá dagskránni í tíma-
röð í stað þess að fjalla um hverja
stöð sérstaklega.
Eins og fyrr segir munu áskrif-
endur Þjóðviljans fá ritið ókeypis
og verður það vonandi einhverj-
um til ánægju eða gagns, enda er
upplagt að Ieyfa MIÐLINUM að
liggja ofan á sjónvarpi eða út-
varpi til uppsláttar frá föstudegi
til föstudags.
í lausasölu kostar MIÐILL tí-
kall og rennur sú upphæð óskert í
vasa blaðsölufólksins.
Hópuppsagnir
Davíð hafnar
Sjálfstœðisflokkurinn neitar að taka upp viðræður við hópa sem gripið hafa til
hópuppsagna. Davíð Oddsson sakar sjúkraliða um lögbrot
Davíð Oddsson borgarstjóri
sakaði sjúkraliða og fóstrur
sem sagt hafa upp störfum sínum
hjá borginni um lagabrot á borg-
arstjórnarfundi í gærkvöldi og
vísaði frá tillögu Alþýðubanda-
lagsins um að hefja nú þegar við-
ræður við þessa hópa og freista
þess að ná samkomulagi við þá.
Kristín Á. Ólafsdóttir borgar-
fulltrúi Abl. mælti fyrir tillögunni
og sagði þá m.a. að það væri
skylda borgaryfirvalda að reyna
að ná samkomulagi við sjúkraliða
og aðra sem gripið hafa til hóp-
uppsagna áður en til ófremdar-
ástands kæmi. Annað sagði hún
vera algjört ábyrgðarleysi af
hálfu borgarinnar.
Davíð Oddsson taldi tillögu
Alþýðubandalagsins byggða á
misskilningi og lagði til að henni
yrði vísað frá, sem varð síðan
raunin. Fulltrúar minnihlutans
studdu tillöguna, en borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokks
greiddu atkvæði gegn henni allir
sem einn.
Davíð var harðorður í garð
sjúkraliða í gær og sakaði þá eins
og áður sagði um lögbrot. Hann
sagði það af og frá að ástæða væri
til viðræðna við þessa hópa nú,
enda væru samningar ekki lausir
fyrr en um áramótin.
Bjarni P. Magnússon Alþýðu-
flokki tók undir nauðsyn þess að
hefja viðræður við sjúkraliða og
benti á að ástand í málefnum
starfsfólks Borgarspítalans hefði
aldrei verið jafti slæmt og nú.
Eins og kunnugt er hefur borg-
arráð ákveðið að framlengja upp-
sagnarfrest sjúkraliða á Borgar-
spítalanum um þrjá mánuði. -gg