Þjóðviljinn - 07.11.1986, Blaðsíða 3
Mjólkurbú Flóamanna
Nýjungar
í bígerð
Undirbúaframleiðslu
nýrra tegunda smjörs og
súrmjólkur
Mjólkurbú Flóamanna á Scl-
fossi er nú með í undirbúningi
framleiðslu á nýrri tegund smjörs
sem er helmingi fitusnauðara en
venjulegt smjör og er ráðgert að
það beri heitið Létt og laggott.
Óvíst er hvenær þessi nýja vara
kemur á markað, en nú er unnið
að því að koma upp tækjabúnaði
fyrir framleiðsluna.
Mjólkurbúið er einnig með í
bígerð framleiðslu á nýrri tegund
súrmjólkur, sem sýrð er með
sérstakri gerlaflóru og er talin
vera einkar góð fyrir þá sem eiga
við meltingartruflanir að stríða.
Báðar þessar vörur þekkjast á
hinum Norðurlöndunum, en eru
nýjung hér á landi. Ekki er ráð-
gert að þessar nýju tegundir ryðji'
öðrum út af markaðnum, heldur
verði þetta viðbót við það sem
þegar er til staðar.
se
Hafnarfjörður
Stungu á 36
bíldekkjum
Rannsóknarlögreglan í Hafn-
arfirði hefur upplýst hverjir voru
valdir að skemmdum á 15 bifreið-
um í miðbæ Hafnarfjarðar fyrir
nokkrum dögum. Stungið var á
dekk bifreiðanna og þannig eyði-
lögð 36 bfldekk.
Tveir 15 ára drengir hafa viður-
kennt að hafa stungið á dekkjun-
um með bitmiklum hníf í fífla-
skap einum og af skemmdarfísn,
að sögn Sveins Björnssonar
rannsóknarlögreglumanns.
Sveinn sagði að slík skemm-
darverk hefðu verið unnin víðar á
höfuðborgarsvæðinu að undan-
förnu en margir unglingar gengju
með stóra hættulega stunguhnífa.
-•g-
FRETT1R
Ríkisstarfsmenn
Konumar á botninum
Konur hjá ríkinu ennþá lœgra launaðar en karlar. Munar allt að 12þúsund
krónumfyrir dagvinnu. Karlar njóta yfirvinnunnar að auki
Litlar breytingar hafa orðið á
þessu ári á stöðu kvenna sem
vinna hjá rflrinu. Þær eru enn upp
til hópa í lægstu launaflokkunum,
þær njóta minni yfirvinnu-
greiðslna og greiðslna fyrir önnur
störf en karlar, en eru jafnframt
meirihluti starfsmanna ríkisins.
í gær dreifði fjármálaráðherra
á alþingi svari við fyrirspum
Guðrúnar Agnarsdóttur og kem-
urþar m.a. fram dreifíng karla og
kvenna í launaflokka, meðal-
dagvinnulaun og yfirvinnu- og
aukagreiðslur. Samkvæmt
launagreiningu frá mars til maí á
þessu ári fengu konur í BSRB
tæplega 2.700 krónum lægri dag-
vinnulaun en karlkyns starfsfé-
Jagar þeirra. Engin kona var í
hæsta launaflokknum og enginn
karl í þeim tveimur lægstu.
Yfirvinnu- og aukagreiðslur
námu 75,5% af tekjum karlanna
en aðeins 40,5% af tekjum
kvennanna. Konurnar fengu að
meðaltali 29.916 krónur í dag-
vinnulaun en karlarnir 32.591
krónu.
Þéssar sömu niðurstöður eru
gegnum gangandi hjá öllum hóp-
um ríkisstarfsmanna með einu til-
brigði þó: Konur í Læknafélagi
íslands sem að sönnu fá að með-
altali 12 þúsund krónur lægri dag-
vinnulaun en karlarnir, fá 76%
heildartekna fyrir annað en dag-
vinnuna. Hjá körlunum er hlut-
fallið lægra eða 67% og ku skýr-
ingin vera sú að þeir sæki sín
„aukalaun“, út fyrir veggi sjúkra-
húsanna inn á einkastofurnar í
meira mæli en konur. Dagvinnu-
laun karlkyns lækna voru að
meðaltali 66.319 krónur en
kvennanna 54.196 krónur.
-ÁI
Kópavogur
Ódýrar íbúðir
hjá Verkó
27 nýjar íbúðir afhentar á svipuðu verði og
íbúðir tilbúnar undir tréverk kosta á al-
mennum markaði. Hafin bygging 40-50 íbúða
á nœsta ári
Stjóm verkamannabústaða í
Kópavogi afhenti fyrir
skömmu 27 nýjar íbúðir í þremur
húsum við Sæbólsbraut og er
kostnaðarverð þeirra mun lægra
en gerist á almennum markaði.
Lætur nærri að verð þeirra full-
búinna samsvari verði íbúða til-
búnum undir tréverk hjá öðrum
byggingaraðilum.
Björn Ólafsson varaformaður
stjórnar verkamannabústaða í
Kópavogi sagði ástæðurnar fyrir
þessu hagstæða verði vera þær að
húsin væru vel hönnuð og að til-
boð hefðu verið mjög aðgengi-
leg. Verð 4. herbergja íbúðar í
þessum húsum er rúmlega 3 milj-
ónir króna.
Að sögn Björns verður næsti
áfangi bygginga á vegum verka-
mannabústaða boðinn út í upp-
hafi næsta árs. „Við ætlum að
hefja byggingu rúmlega 40 íbúða
í tveimur húsum í suðurhlíðum
Kópavogs og reiknum með að af-
henda þær fyrir upphaf skólaárs
1988. Jafnframt verður haldið
áfram með næstu áfanga jafnóð-
um og stefnt að því að afhenda 40
íbúðir á hverju ári. Það markmið
hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi
sett sér og við ætlum okkur að
standa við það“, sagði Björn Ól-
afsson að síðustu.
íbúðirnar f verkamannabústöðum í Kópavogi eru afar glæsilegar enda nýju
íbúarnir ánægðir. Sóley Gyða Jörundardóttir nýflutt inn ásamt syni sínum Rafni
Ara Grétarssyni. Ljósm. E.ÓI.
Alþýðubandalagið
Sætið vinnst með sókn
Ólafur Ragnar: Spennandi að glíma við Steingrím og Matthías
Olafur Ragnar Grímsson hefur
ákveðið að gefa kost á sér til
framboðs í Reykjaneskjördæmi
við alþingiskosningarnar á næsta
ári.
Ólafur Ragnar sagði í samtali
við Þjóðviljann að kjömefnd AB
á Reykjanesi hefði einróma ósk-
að eftir því að hann skipaði bar-
áttusæti listans þar við næstu
kosningar og að þessi ósk hefði
verið studd af félögum úr öllum
flokksdeildum kjördæmisins.
„Mér þykir mjög vænt um þessa
traustsyfirlýsingu Reyknesing-
anna og sá einhugur sem þar kom
fram er afar dýrmætur á tímum
átaka og upplausnar sem nú
ganga yfir flesta
stjórnmálaflokicana í landinu.
Mér finnst þessi ósk líka fela í sér
stuðning við þær stefnuáherslur
og starfshætti sem ég hef lagt
áherslu á að Alþýðubandalagið
tileinkaði sér og þegar slík sam-
staða kemur fram í næst stærsta
kjördæmi landsins, þá felur hún í
sér fyrirheit um að veita þessum
nýju. viðhorfum afdráttarlaust
brautargengi“.
„Ég hlakka mjög mikið til að
vinna með félögum mínum í
Reykjanesi að því að byggja þar
upp öflugra fylgi við flokkinn og
þótt ljóst sé að veruleg aukning
þarf til að koma ef okkur á að
takast að vinna nýtt þingsæti, er
það mögulegt með góðri vinnu og
mikilli sókn fólksins í kjö'rdæm-
inu. Einnig er það mjög spenn-
andi að glíman við Steingrím
Hermannsson forsætisráðherra
og Matthías Á. Mathiesen utan-
ríkisráðherra mun fara fram í
þessu kjördæmi. Þar munu því
birtast mjög skýrt þær andstæður
sem felast í okkar stefnu félags-
legs réttlætis og friðar annars veg-
ar en stefnu kjaraskerðingar og
aukins vígbúnaðar hins vegar
sem stjórnvöld hafa gert að sínu
merki“, sagði Ólafur Ragnar
ennfremur. _v.
ForvallA usturland
Fimmtán í seinni umferð
Fimmtán hafa geflð kost á sér í
síðari umferð forvals Alþýðu-
bandalagsins á Austfjörðum, sem
fram fer 22.-23. nóvember.
Sautján til viðbótar voru kjör-
gengir samkvæmt reglum um fyr-
ri umferðina en ákváðu að taka
ekki þátt í síðari umferðinni. At-
hygli vekur að Sveinn Jónsson á
Egilsstöðum gefur ekki kost á sér,
en hann skipaði þriðja sæti listans
síðast.
Forvalsnefnd ákvað að birta
ekki tilnefningartölur úr fyrri
umferðinni. Áður hafði þó verið
frá því sagt að þingmennirnir
Helgi Seljan og Hjörleifur Gutt-
ormsson hlutu báðir milli 80 og 90
prósent tilnefninga. Helgi hefur
tilkynnt forvalsnefndinni form-
lega að hann gefi ekki kost á sér.
Um 650 manns tóku þátt í fyrri
forvalsumferð, sem er tæpur
þriðjungur kjósenda G-listans
við síðustu kosningar.
Dregið var um stafrófsröð á at-
kvæðaseðli í síðari umferð og eru
þátttakendur þessi samkvæmt
þeirri röð: Oddný Vestmann
(Borgarfirði), Sigurður Ingvars-
son (Eskifirði), Sigurjón Bjarna-
son (Egilsstöðum), UnnurSólrún
Bragadóttir (Fáskrúðsfirði), Póra
Guðmundsdóttir (Seyðisfirði),
Þorgrímur Sigfússon (Breiðdals-
vík), Þórhallur Jónasson (Höfn),
Þuríður Bachman (Egilsstöð-
um), Aðalbjörn Björnsson
(Vopnafirði), Álfhildur Ólafs-
dóttir (Vopnafirði), Björn Grétar
Sveinsson (Höfn), EinarMárSig-
urðarson (Neskaupstað), Elma
Jónsdóttir (Egilsstöðum), Her-
mann Guðmundsson (Seyðis-
firði), Hjörleifur Guttormsson
(Neskaupstað).
- m
Föstudagur 7. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Lífeyrismálin
Samræming
í augsýn?
Allar líkur eru á að Lífeyris-
nefndin svokallaða slýli í næstu
viku tillögu að lagafrumvarpi um
samræmdar lífeyrisgreiðslur til
allra landsmanna. Nefndin hefur
verið að störfum sl. 10 ár!
fttta kom fram hjá Guðmundi
J. Guðmundssyni á alþingi í gær
þegar rætt var um tillögu krata
um þjóðaratkvæði um einn líf-
eyrissjóð. Guðmundur taldi
rangt að alþingi eða þjóðarat-
kvæði gripi inní þetta þýðingar-
mikla mál einmitt nú þegar menn
eygðu loks niðurstöðu.
Guðmundur J. sagði verka-
lýðsfélögin nú myndu fá álit
nefndarinnar til athugunar og
óskandi væri að því ófremdará-
standi sem ríkir í lífeyrismálum
margra launþega færi að linna.
-ÁI
Vestfirðir
Finnbogi fer
ekki fram
Finnbogi Hermannsson gefur
ekki kost á sér f forvali Alþýðu-
bandalagsins á Vestfjörðum.
Síðari umferð forvalsins fer
fram eftir hálfan mánuð, en úrslit
úr fyrri umferðinni verða ljós nú
um helgina.