Þjóðviljinn - 07.11.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.11.1986, Blaðsíða 6
MINNING ALÞÝÐ UBAN DALAGIÐ Alþýðubandalagið Reykjanesi Kjördæmisráðsfundur Boðað er til fundar í kjördæmisráði í Þinghóli Kópavogi, mánudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1) Undirbúningur kosninga. 2) Skipun 9 manna blaðnefndar. 3) Önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Rangárþingi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Rangárþingi, verður haldinn föstudaginn 7. nóvember kl. 21.00 á Snjallsteinshöfða í Landssveit. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga og forval. 2) Önnur mál. Margrét Frí- mannsdóttir mætir á fundinn. Fjölmennið. Stjórnin. Alþýðubandalagið í uppsveitum Árnessýslu Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn n.k. föstudag 7. nóvember kl. 14.00 í Reykholti, Biskupstungum. Fundarefni: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Afgreiðsla kjörskrár fyrir forval vegna alþingiskosninga. 3) Önnur mál. Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn mánudaginn 10. nóvember kl. 20.30 í Rein. Dag- skrá: 1) Fréttir af starfi nefnda. 2) Bæjarstjórnarfundur 11. nóvember. 3) Önnur mál. Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Framhaldsfélagsfundur Almennum félagsfundi sem hófst 5. nóvember sl. verður framhaldið föstu- dagskvöldið 7. nóvember kl. 20.00 aö Kirkjuvegi 7. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Staðfesting kjörskrár vegna forvals. Nýir félagar velkomnir. - Stjórnin. Ragnar og uppreisnin í tilefni af miðstjórnarfundinum um helgina verður opið hús í Miðgarði, Hverfisgötu 105, laugardagskvöldið 8. nóvember frá kl. 21. Að lokinni sýningu á Uppreisninni á Isafirði í Þjóðleikhúsinu mætir höfundur verksins, Ragnar Arnalds, á staðinn og situr fyrir svörum. Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsmenn eru hvattir til að koma og njóta samvista við félaga á landsbyggðinni. Stjórn ABR ÆSKULÝÐSFYLKINGEN Halló, halló! Um leið og við þökkum öllum þeim sem hafa keypt af okkur happdrættis- miða, minnum við þá sem eiga gíróseðla upp á ísskáp hjá sér að þeirra stuðningur verður vel þeginn. DREGIÐ 1. DESEMBER N.K. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagslns. Utanríkismálanefnd ÆFAB Fundur verður í utanríkismálanefnd ÆFAB sunnudaginn 15. nóvember að Hverfisgötu 105 kl. 17.00. Dagskrá: 1) Skýrslur frá landsfundi SHA og aðalfundi El Salvadornefndar- innar. 2) Starfið framundan (Nánar auglýst síðar.) - Utanrfklsmálanefnd ÆFAB. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Framkvæmdaráð ÆF Matarfundur verður hjá framkvæmdaráði á laugardaginn 8 nóvember að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Útgáfumál. 2) Fjármál. 3) Utanríkismál. 4) Starfið framundan. Bon apetit. Kennarar Vegna forfalla vantar nú þegar kennara við grunnskólann í Grindavík. Kennslugreinar: Stærðfræði og eðlisfræði í 7.-9. bekk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 92-8555 og 8504. Aðalfundur El-Salvadornefndarinnar verður haldinn á morgun laugardag kl. 14.00 í Lækjarbrekku (uppi). Venjuleg aðalfundarstörf og starfið framundan rætt. Stjórnin. Ragnhildur Sigurbjörnsdóttir Fædd 10. sept. 1923 - Dáin 31. okt. 1986 Nú eru liðin fjörutíu ár síðan fundum okkar Ragnhildar mág- konu minnar bar fyrst saman hér í Reykjavík. Þrátt fyrir fárra ára aldursmun höguðu atvikin því svo að hún var um tíma kennari minn í Húsmæðrakennaraskóla íslands. Okkur skólasystrunum féll strax ákaflega vel við unga kennarann og við dáðumst að þessari fallegu, háttvísu og brosmildu stúlku sem var þá þeg- ar orðin mikill snillingur í matar- gerð og kunni ekkert verk að vinna öðruvísi en vel. Ragnhildur hafði flust á ung- lingsaldri austan af landi með for- eldrum sínum og systkinum. Föðurbróðir hennar, Jón Sig- urðsson, varð skólastjóri Laugarnesskóla þegar honum var komið á fót og foreldrar hennar, Sigbjöm Sigurðsson frá Hjartar- stöðum og Anna Sigurðardóttir frá Borgarfirði eystra, tókust á hendur húsvörslu og ræstingu skólans og áttu þar heimili sitt um áratuga skeið. Er mörgum enn í fersku minni trúmennska þeirra og dæmafá gestrisni. Ragnhildur gekk í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk stú- dentsprófi þaðan vorið 1943. Haustið 1944 hóf hún nám í Húsmæðrakennaraskóla íslands, sem stofnsettur hafði verið tveim árum áður, og útskrifaðist úr þeim skóla vorið 1946. Á þessum árum lagði Kjartan bróðir minn stund á læknisfræði- nám í Háskóla íslands og þau Ragnhildur kynntust og felldu hugi saman. Það var glaður hóp- ur sem hittist í gamla Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll eitt kvöld í sumarbyrjun 1948 til að kasta af sér prófaklafanum. Þar lyftu glösum með góðum vinum lækn- arnir Alma Thorarensen, Hulda Sveinsson, Kristjana Helgadótt- ir, Borgþór Gunnarsson, Hjalti Þórarinsson og Kjartan. Síðan lá leiðin austur í átthag- ana. Á heimili foreldra okkar á Vopnafirði gaf sr. Jakob Einars- son á Hofi þau Ragnhildi og Kjartan saman í hjónaband hinn 30. júní. Varð hin unga tengda- dóttir þegar hvers manns hugljúfi í okkar 'stóru fjölskyldu. Ungu hjónin áttu heima um skamman tíma á Akureyri og í Reykjavík en árið 1950 mátti segja að örlög þeirra réðust. Þá tók Kjartan við héraðslæknis- embætti á Höfn í Hornafirði og þar áttu þau heima óslitið upp frá því. Kjartans beið erfitt og anna- samt starf í víðlendu og ógreið- færu héraði og álagið var mikið á eiginkonu hans og heimili. Ekki mun Ragnhildi alltaf orðið svefn- samt um nætur þegar hún vissi eiginmann sinn vera að brjótast áfram yfir beljandi jökulár eða fönnum þakta fjallvegi. En Kjartan var ókvalráður og þolinn ferðamaður og ekki urðu jökul vötnin honum að aldurtila - nema ef til vill óbeinlínis. Heimili þeirra hjónanna var fagurt og rausnarlegt enda átti húsfreyjan fáa sína líka í heimilis- haldi. Gestagangur var mikill bæði af venslamönnum og vanda- lausum á ýmsum árstímum og öllum fagnað með vinsemd og veislukosti. Þeim Ragnhildi og Kjartani fæddust fjögur mannvænleg börn, Birna, Árni, Anna og Sig- björn, sem öll eru hin farsælustu í námi og starfi og þrjú hin eldri farin að ala upp nýja kynslóð. Þegar börnin fóru að dveljast langdvölum fjarri heimilinu gerð- ist Ragnhildur læknaritari við heilsugæslustöðina á Höfn. Undi hún því starfi ágætlega og ávann sér hylli samstarfsfólks síns. En „fögnuður vor skal fyrstur enda taka“, segir í undurfögru Broti sveitunga míns og vinar, Þorsteins Valdimarssonar skálds frá Teigi. Vorið 1978 varð Kjart- an bráðkvaddur úti í Skotlandi þar sem þau hjónin voru í leyfi ásamt nokkrum vinum sínum. Hann varð mörgum harmdauði og Ragnhildi varð fráfall hans óbærilega sárt. Árin liðu og vinir og ættmenn báðu og vonuðu að tíminn, sá mikli læknir, megnaði að stilla þessa kvöl. En gleði þess- arar góðu konu var slokknuð og varð ekki vakin á ný. Engin læknisráð komu að haldi og að lokum þurfti þeirra ekki lengur við því að eins og Edith Söder- gran segir: Smartan ger oss allt vad vi behöva - - hon ger oss nycklerna till dödens rike. Megi Ragnhildur hvíla þar í Sigrún Árnadóttir ____________ÆSKULYÐSFYLKINGIN_____________ Utanríkismál Fordæmum vígbúnaðarskriðuna Kaflar úr ályktun landsþings ÆFAB um utanríkismál Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins hefur það grund- vallarmarkmið að ísland endur- heimti hlutleysi sitt og skipi sér í sveit óháðra og fullvalda ríkja. Barátta okkar fyrir herlausu landi er einn af hornsteinum utanríkisstefnu íslenskra sósía- lista. Allir áfangar sem stuðlað geta að brottför setuliðsins njóta stuðnings Æskulýðsfylkingarinn- ar. Landsþing ÆFAB 1986 for- dæmir harðlega þá vígbúnaðar- skriðu sem nú flæðir yfir landið og lýsir andúð sinni á undirlægju- hætti ríkisstjórnarinnar gagnvart hernámsliðinu. Æskulýðsfylk- ingin telur að taka beri samskipti íslands og Bandaríkjana til ræki- legrar endurskoðunar með það að markmiði að herinn fari af landi brott, þótt í áföngum væri og stjórnbúnaður til árása verði fjarlægður með öllu. Eftirlitsstöðvar sem þegar eru staðsettar hér á landi verði mann- aðar íslenskum og jafnvel alþjóð- legum sérfræðingum þar til ís- land hefur sagt sig úr Atlantshafs- bandalaginu. Samfara lokun her- stöðvanna verði byggð upp ný at- vinnutækifæri fýrir núverandi starfsfólki hersins. Kjarnorkuvopnalaus svæði Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins styður kröfuna um kjarnorkulaus Norðurlönd og friðlýst Norður-Atlantshaf. Landsþingið bendir að gefnu til- efni á þá ógn sem okkur stafar af kjarnorkunni og mótmælir því eindregið siglingu kjarnorkuknú- inna kafbáta og skipa er hafa kjarnorkuvopn um borð í ís- lenskri landhelgi svo og flutning- um á kjarnorkusprengjum um ís- lenska lofthelgi. Upplýsingar um slys og óhöpp sem orðið hafa við meðferð kjarnorkuvopna á friðartímum sýna okkur svo ekki verði um villst að fiskistofnar okkar eru í stöðugri hættu og þar með lífsaf- koma þjóðarinnar allrar. Lands- þingið telur það vera ögrun við okkur sem fiskveiðiþjóð þegar erlend herveldi neita að upplýsa okkur um vopnabúnað þeirra skipa sem sigla um íslensk fiski- mið og eða leggjast að bryggju í íslenskri höfn. Þriðja leiðin Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins styður eindregið friðarfrumkvæði alþjóðasamtak- anna PGA og leiðtogahópsins sk. sem vakið hafa athygli á alþjóða vettvangi fyrir raunsæjan tillögu- flutning um afvopnun og árang- ursríka baráttu fyrir gagnkvæmu eftirliti með kjarnorkuvopnatil- raunum risaveldanna. Þjóðarleiðtogarnir sex og þing- mannasamtökin með Ólaf Ragn- ar Grímsson í broddi fylkingar hafa fært okkur heim sanninn um að kjarnorkuógnin er ekkert yfir- náttúrulegt afl sem enginn fær stöðvað og um leið hafa umrædd- ir þjóðarleiðtogar svipt risaveldin einkaréttinum á að fjalla um þennan málaflokk. ÆF - fyrir friði í dag er fjölda þjóða stjórnað af herforingjastjórnum og hand- bendum erlends hervalds. Mannréttindi eru fótum troðin í öllum heimsálfum. Bilið milli norðurs og suðurs breikkar stöðugt og tortryggni milli austurs og vesturs kyndir undir æðisgengnasta vígbúnaðarkapp- hlaupi allra tíma, jafnt á jörðu niðri sem á hafi úti og nú í himing- eimnum. Landsþing ÆFAB 1986 ítrekar þá grunnseiningu í stefnu ís- lenskra sósíalista að við fordæm- um einræði og kúgun, hvar sem er í heiminum og styðjum ein- dregið baráttu alþýðu manna hvarvetna fyrir friði, Iýðræði og réttlátu þjóðskipulagi. Æskulýðsfylkingin fagnar því að stórveldin völdu ísland sem vettvang leiðtogafundar og vonar að þjóðin beri gæfu til að gera ísland að griðastað fyrir stríðandi öfl í heiminum. FRIÐUR ER FRAMTÍÐ - FRIÐUR ER VÖRN 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.