Þjóðviljinn - 07.11.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.11.1986, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN- Telur þú þaö rétta ákvöröun hjá Stefáni Benediktssyni að hætta við framboð fyrir Alþýðu- flokkinn? Anna Guðmundsdóttir húsmóðir: Þetta er auðvitað samviskumál fyrir honum en ef honum líður betur eftir þessa ákvörðun þá er það ágætt. Mér finnst Stefán hafa staðið sig ágætlega og margt gott frá honum komið. Þetta er góður maður og mér finnst hann sýna karlmennsku með því að hætta við að gefa kost á sér. Sveinbjörn Hauksson verkamaður: Já mér finnst það rétt hjá honum. Hann gefur með þessu fordæmi fyrir aðra. Albert hefði átt að víkja á meðan hann lá undir grun. Stef- án ætti að draga sig í hlé en sitja út kjörtímabilið. Hann getur aldrei hreinsað sig alveg af þessu. Elías Valgeirsson fyrrverandi rafveitustjóri: Það virðist nú víða vera ruglingur á fjármálunum en mér finnst það rétt hjá Stefáni að draga sig út úr framboði. Ég veit ekki hv^ða reglur gilda um þessi mál, en t.d. Guðmundur J. var tilbúinn til að segja af sér ef eitthvað sannaðist á hann og mér finnst að Stefán ætti að segja af sér núna. Karólína Erlendsdóttir húsmóðir Mér finnst það gott hjá honum. Hann ætti að segja af sér þing- mennsku á meðan málið er rannsakað. Ef það kemur í Ijós að þessar ásakanir eru ósannar þá ætti hann að fara inn á þing aftur. FRÉTTIR Borgarspítalinn Naflaskoðun öllum nauðsyn Björn Friðfinnsson og Eggert Jónsson: Rekstur ofdýr. Meirihluti borgarstjórn- arfái meirihlutavald ístjórn sjúkra- stofnana. Jóhannes Pálmason: Rek- J , TT. ✓ 77. , 1 • 1 Rekstrarhallinn í fyrra var 170 miljónir og stefnir í svipað í ár. strarhalli siðasta ars ekki oeðlilegur Björn Friðfinnsson og Eggert Jónsson koma víða við í gagnrýni sinni á rekstur Borgar- spítalans, en það sem er þeim helst þyrnir í augum er veik yfir- stjórn og dýr rekstur. Enda var rekstrarhalli síðasta árs hvatinn að því að athugun þeirra á rek- strinum fór fram. Rekstrarhalli síðasta árs nam 170 miljónum króna og stefnir í svipaða útkomu á þessu ári. Að sögn Jóhannesar Pálmasonar framkvæmdastjóra spítalans var hallinn á starfseminni í Fossvogi 88 miljónir króna fyrstu sex mán- uði þessa árs, eða 18.4% af heildargjöldum. Jóhannes gaf þá skýringu á halla síðasta árs að spítalinn hefði misst marga legu- daga og auk þess væru daggjöidin allt of lág. Þetta væri því alls ekki óeðlileg útkoma, enda hefði hún verið viðurkennd af heilbrigðis- yfirvöldum og borgarsjóður hefði fengið sitt til baka með fullum vöxtum. Stjóm sjúkrastofnana, sem telst vera yfirstjórn Borgarspítal- ans, samanstendur af tveimur fulltrúum meirihluta borgar- stjórnar, einum fulltrúa minni- hlutans og tveimur fulltrúum starfsmanna. í skýrslu sinni kom- ast þeir Bjöm og Eggert að þeirri niðurstöðu að þessi stjórn sé veik, að mörgu leyti getulaus til ákvarðana og að hana skorti fmmkvæði til ákvarðana. Hluta af vanda þessarar stjórnar segja þeir vera þá staðreynd að starf- andi meirihluti í borgarstjórn hafi ekki meirihlutavald í stjórninni, og því leggja þeir til að leitað verði eftir lagabreytingu til þess að tryggja meirihluta borgar- stjórnar á hverjum tíma meiri- hlutavald í stjórninni. Jóhannes tók undir þetta sjón- armið í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði það einnig eiga við rök að styðjast sem kemur fram í skýrslunni að ekki gætti nægilega mikillar samkenndar milli starfsfólks spftalans. Rík stéttarvitund og djúp, jafnvel á- greiningur, milli starfshópa gerði starfið að mörgu leyti ómark- visst. Það er vart við því að búast að starfsfólk spítalans, hjúkrunar- fræðingar, læknar og sjúkraliðar, taki þeirri fullyrðingu skýrsluhöf- unda mótbárulaust, að það hjálp- ist ekk'i að sem skyldi og kröfur þess um bætt kjör og aðstöðu komi niður á sjúklingum. Hvað þá að meira sé gert úr manneklu en ástæða sé til. Það er heldur ekki líklegt að þeirri hugmynd verði fagnað meðal þeirra að stefnt verði að því að fólk gangi í ríkara mæli inn á starfssvið hvers annars. Enda þyrfti eins og Jóhannes benti á að breyta lögum til þess að slíkt fyrirkomulag ætti að virka rétt, þar sem þarna er í mörgum tilvik- um um að ræða lögvernduð starfsheiti. Fastráðnir læknar of margir Skýrsluhöfundar benda á í nið- urstöðum sínum að fastráðnir læknar væru að líkindum of margir, að fyrirkomulag innlagna vekti efasemdir, að álag á stoð- deildir væri að líkindum of mikið, að útibú spítalans væru dreifð og ósamstæð, að kröfur stjórnar og starfsliðs um aukið húsrými væru óraunhæfar og að fleiri leituðu til slysadeildar en þangað ættu brýnt erindi. Hitti þeir naglann á höf- uðið í gagnrýni sinni, er ljóst að margt hefur farið aflaga í þessum rekstri. Jóhannes sagði í gær að þessar niðurstöður athugunarinnar kæmu sér ekki á óvart, enda væru þær að sumu leyti samhljóða til- lögum sem danska ráðgjafafyrir- tækið IKO hefði gert á sínum tíma. „Það er auðvitað nauðsyn- legt að koma skipulagi svona fyr- irtækis í rétt horf og það þarf sí- felldrar endurskoðunar við. Naflaskoðun er öllum nauðsyn- leg og ég er þess fullviss að þessar tillögur munu koma að gagni,“ sagði Jóhannes. "88 Ráðheira gagnrýnir fræðslustjórana enntamálaráðherra gagnrýndi fræðslustjórana á alþingi í gær fyrir að hafa tekið sér vald sem ekki væri þeirra varðandi fjármál og sagði einnig að Parkinsons-lögmálið væri vel að verki á fræðsluskrifstofunum sem nú hefðu nær 70 stöðugildi samtals eða fleiri en menntamála- ráðuneytið sjálft. Þessi orð Sverris Hermanns- sonar féllu í umræðum um fram- haldsskólafrumvarp Ragnars Arnalds og fleiri, en Sverrir gerði athugasemd við þá valddreifingu í fræðslumálum, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Ragnar Arnalds taldi hins veg- ar eðlilegt að fræðsluumdæmin réðu sjálf forgangsverkefnum sínum og hefðu til þess vald að deila fjárveitingum sínum milli einstakra liða eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. „Við leggjum líka áherslu á valddreifingu“, sagði Ragnar, „með því að fræðslu- ráðin velji skólastjóra og kennara án afskipta menntamálaráðu- neytisins.“ Ragnar vísaði á bug orðum ráðherrans um of mikla þenslu í fræðsluskrifstofunum. Hann sagði aukningu á starfsmanna- fjölda sl. 10 ár vera til komna vegna ráðgjafar- og sálfræðiþjón- ustu, sem grunnskólalögin gerðu ráð fyrir. Parkinson þessi kæmi málinu ekki við - þetta væri nauðsynleg þjónusta ekki síst fyrir landsbyggðina. Ummæli Sólrúnar Jensdóttur, skrifstofustjóra menntamála- ráðuneytisins í útvarpi sl. laugar- dag, þess efnis að áhugaleysi þingmanna stæði nýjum fram- haldsskólalögum fyrir þrifum, vísaði Ragnar á bug og rakti til- löguflutning sinn og annarra þingmanna þar um á undanförn- um árum. Bað hann ráðherra að skila því til skrifstofustjórans að hún hafi meira en Iítið misskilið hlutina: áhugaleysi væri ekki til að dreifa hjá þingmönnum held- ur hefði ágreiningur og styrr um málið innan Sjálfstæðisflokksins tafið framgang skólamálanna. ÁI Ólafsvík Vilja endur skoða skattinn Bæjarstjórn Ólafsvíkur hefur samþykkt að fela framtalsnefnd bæjarins að yfirfara skattaframt- öl einstaklinga og fyrirtækja í Ól- afsvík. Að sögn Herberts Hjelm bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins í Ólafsvík, er þessi samþykkt bæjarstjórnar tilkomin vegna megnrar óánægju fjölmargra bæjarbúa með óeðlilega lága álagningu á fjölmarga aðila og fyrirtæki í bænum. Jafnframt samþykkti bæjar- stjórn áskorun til alþingis um leiðréttingu á skattalögunum. Bæjarstjómir í Vestmannaeyjum og á ísafirði hafa einnig nýlega samþykkt að láta yfirfara álagn- inguna í sínum heimabæjum. ■2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.