Þjóðviljinn - 07.11.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTHR
Keflavík
IBK á toppinn
Valsmenn skoruðu 50 stig. Frábœr vörn Keflvíkinga
Það er ár og dagur sfðan Vals-
menn hafa aðeins náð að skora 50
stig í leik. En það gerðist einmitt í
Keflavík í gærkvöldi - ÍBK sig-
raði Valsmenn 71-50 í úrvals-
deildinni í körfuknattleik og vplti
þeim þar með úr efsta sætinu.
Annað tap Vals í röð og deildin er
nú opin uppá gátt.
Þrátt fyrir þennan mun og að
Keflvíkingar væru alltaf yfir var
lengst af mikil spenna í leiknum
og hann skemmtilegur á að horta.
Þegar á leið náði ÍBK síðan yfir-
burðaforystu og sigurinn var ekki
í neinni hættu síðustu mínúturn-
ar.
Góð vörn var lykillinn að sigri
ÍBK. Valsmenn voru pressaðir
framarlega og þeir fundu aldrei
svar við því. Leikur ÍBK var yfir-
vegaður og öruggur, áhrif Gunn-
ars Þorvarðarsonar þjálfara eru
greinileg. Jón Kr. Gíslason átti
Staóan
f úrvalsdelldinni f körfuknattleik:
IBK............6 4 2 419-359 8
Valur..........6 4 2 390-385 8
UMFN...........5 3 2 378-337 6
KR.............5 3 2 353-355 6
Haukar.........5 2 3 368-370 4
Fram...........5 0 5 277-379 0
Á morgun, laugardag, leika KR og
UMFN í Hagaskólanum kl. 14 og á
sunnudagskvöld kl. 20 mætast Fram
og Haukar á sama stað.
Keflavík 6. nóvember
ÍBK-Valur 71-50 (36-27)
4-4,11-4, 15-8, 23-22, 34-25,36-27
- 38-30, 46-36, 58-42, 67-46, 71-50.
Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 18, Sig-
urður Ingimundarson 14, Hreinn Þork-
elsson 13, Ólafur Gottskálksson 9,
Gylfi Þorkelsson 8, Guðjón Skúlason
5, Falur Harðarson 2, Guðbrandur
Stefánsson 2.
Stig Vals: Torfi Magnússon 14,
Leifur Gústafsson 9, Sturla örlygsson
6, Tómas Holton 6, Björn Zoega 6, Páll
Arnar 5, Einar Ólafsson 2, Guðmundur
Hallgrímsson 2.
Dómarar: Ómar Scheving og
Kristbjörn Albertsson - góðir.
Maður leiksins: Jón Kr. Gíslason,
IBK.
stórleik í vörn og sókn, Sigurður
Ingimundarson átti góðan síðari
hálfleik og Hreinn og Gylfi
standa alltaf undir föðurnafni.
Ólafur Gottskálksson er grimm-
astur í fráköstunum, en helsti gal-
Unn hjá Keflvíkingum er einmitt
hvað þeir taka fá sóknarfráköst.
Valsliðið náði alls ekki saman.
Torfi var drjúgur að vanda og
bestur ásamt Leifi Gústafssyni og
Sturlu Örlygssyni. Mikið var um
skiptingar hjá Val, mönnum oft
kippt útaf eftir skamma dvöl á
vellinum, og það kann að hafa
haft neikvæð áhrif á leik þeirra.
-SÓM/Suðurnesjum
Hollandsmótið
Sbákamir
standa sig!
Sigruðu Bandaríkin 21-15 ígærkvöldi
,Jstrákalandsliðið“ vann öruggan
sigur á Bandaríkjamönnum, 21-15, á
alþjóðlega handknattleiksmótinu í
Hollandi í gærkvöldi og hefur því 4
stig eftir 2 leiki, eins og Holland-a sem
vann ísrael 24-25. Noregur tapaði
óvænt fyrir Hollandi-b, 24-25 en bæði
þessi Uð hafa 2 stig, Bandaríkin og
Israel ekkert.
ísland komst yfir, 3-2, á 7. mínútu
og hafði forystu eftir það. Komst í
12-7 fyrir hlé og sigurinn var aldrei í
hættu.
„Strákarnir ná ótrúlega vel saman
og þeir léku betri varnarleik en sést
hefur hjá íslensku landsliði í mörg
ár,“ sagði Þórður Sigurðsson farar-
stjóri í samtali við Þjóðviljann í gær-
kvöldi.
Mörk fslands: Bjarni Guðmundsson 6,
Júllus Jónasson 6, Steinar Birgisson 3,
Jakob Sigurðsson 2, Þorgils Óttar Mathie-
sen 1, Aðalsteinn Jónsson 1, Árni Friðleifs-
son 1, Geir Sveinsson 1.
Kristján Sigmundsson stóð í mark-
inu allan tímann og varði mjög vel,
beint eftir 10 tíma ferðalag með flug-
vél og bíl frá íslandi. Bjarni var ann-
ars bestur, að sögn Þórðar, og þeir
Aðalsteinn, Héðinn Gilsson og Júlíus
léku mjög vel, sem ogliðið allt. fsland
mætir Hollandi-a í kvöld.
-VS
HM kvenna
Island í 5. sæti
Vann Ítalíu 23-21 og sigraði í þremur leikjum affimm
Kvennakarfa
ÍSIagðiKR
Fyrstisigur Grindvíkinga
ÍS lagði íslandsmeistara KR að
velli, 39-36, f kvennadeildinni í
körfuknattleik í gærkvöldi.
Leikið var í íþróttahúsi Kennara-
háskólans. ÍS, KR og ÍBK hafa nú
sigrað hvert annað og allt stefnir í
England
Goddard í
Newcastle
Newcastle United, neðsta lið
ensku 1. deildarinnar í knatt-
spyrnu, keypti í gær miðherjann
Paul Goddard frá West Ham fyrir
415 þúsund pund.
Goddard er 27 ára gamall og
hefur leikið einn landsleik fyrir
England, gegn íslandi á Laugar-
dalsvellinum árið 1982. Hann
missti sæti sitt í byrjun síðasta
keppnistímabils þegar West Ham
keypti Skotann Frank McAvenn-
ie og lék aðeins 6 leiki sl. vetur,
þar af 5 sem varamaður. Á dög-
unum skoraði hann mark í sínum
fyrsta leik á þessu keppnistíma-
bili.
-VS/Reuter
skemmtilega keppni þeirra þrig-
gja í vetur.
í Grindavík hlaut heimaliðið
sín fyrstu stig með góðum sigri á
Haukum, 51-49. Grindavíkur-
stúlkumar senda nú lið til keppni
í fyrsta skipti. Staðan í deildinni
er þessi:
Is.................5 4 1 205-167 8
KR.................3 2 1 131-124 4
IBK................3 2 1 168-134 4
UMFN...............3 1 2 114-109 2
IR.................2 1 1 75-104 2
Haukar.............4 1 3 150-168 2
Grindavík..........4 1 3 151-188 2
ísland hafnaði í 5. sæti af 10
liðum í C-keppninni í handknatt-
leik kvenna eftir sigur á Ítalíu,
23-21, á Spáni í gærkvöldi. Þetta
er snöggtum betri árangur en síð-
ast þegar stúlkurnar höfnuðu í
neðsta sæti. Þær unnu 3 leiki af 5
og Guðríður Guðjónsdóttir hefur
án efa orðið markadrottning
Mosfellssveit
Firmakeppni
Hin árlega firmakepni Aftureld-
ingar í innanhússknattspyrnu verður
haldin í einu glæsilegasta íþróttahúsi
landsins, að Varmá í Mosfellssveit,
dagana 29. og 30. október. Þátttaka
tilkynnist í síma 666754 (íþróttahús),
666621 (Sverrir) og 666768 (Einar,
eftir kl. 19) fyrir 24. nóvember. Þátt-
tökugjald er 4,500 krónur á lið.
keppninnar en hún var langefst
fyrir leikinn í gærkvöldi.
Fyrri hálfleikur var hnífjafn og
liðin yfir til skiptis. ítölsku stúlk-
urnar höfðu eins marks forystu,
11-10, þegar flautað var til leik-
hlés. í seinni hálfleik var jafnt
uppað 13-13 en þá fór íslenska
liðið að síga framúr. Staðan var
20-16 þegar langt var liðið á
leikinn en síðan 22-20. Þá kom
íslenskt mark og sigurinn í höfn,
Ítalía skoraði síðan á lokasek-
úndunni, 23-21.
Að sögn Helgu Magnúsdóttur
fararstjóra voru þær Erla Rafns-
dóttir og Guðríður Guðjónsdótt-
ir í aðalhlutverkum að vanda og
léku mjög vel. Leikurinn í heild
var þokkalega leikinn af hálfu ís-
lenska liðsins.
Mörk fslands: Erla Rafnsdóttlr 9, Guð-
riður Guðjónsdóttir 5, Katrín Fredriksen 2,
Eirika Ásgrímsdóttir 2, Guðný Gunns-
teinsdóttir 2, Erna Lúðvíksdóttir 1, Arna
Steinsen 1, Björg Gilsdóttir 1.
Fyrir leikinn var Erla í 5. sæti á
markalista keppninnar en í öðru
sæti ef vítaköst voru dregin frá.
Hún og Guðríður hafa vakið
mikla athygli í leikjum íslands og
hafa án efa verið í hópi bestu leik-
manna mótsins.
-VS
Badminton
Landsleikur
ísland og Norcgur leika landsleik í
badminton næsta föstudagskvöld, 14.
nóvember, og fer hann fram í Laugar-
dalshöllinni. Daginn eftir hefst Norð-
urlandamótið i Höllinni og stendur
fram á sunnudag. ísland teflir fram
sfnu sterkasta liði en gegn Noregi
verður keppt í einliðaleik og tvfliða-
leik karla og kvenna og f tvcnndarleik.
Manchester United
Alex Ferguson í
stað Atkinsons?
Atkinson sagt upp ígærmorgun. Stjórn Man. Utdfór beint til
Skotlands til að rœða við Ferguson
Ron Atkinson - fimm og hálft ár án
meistaratitils fóru að lokum með þol-
inmæði stjórnar Man. Utd.
Verður Alex Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Aberdeen sem
stýrði skoska landsliðinu í
heimsmeistarakeppninni í Mex-
íkó, næsti stjóri enska knatt-
spyrnuliðsins Manchester Unit-
ed? Stjórn Man. Utd sagði Ron
Atkinson upp störfum í gærmorg-
un og hafði síðan strax samband
við Aberdeen og bað um leyfi til
að fá að ræða við Ferguson. Það
var veitt þegar í stað og fulltrúar
Manchester United héldu strax í
gær til Skotlands til fundar með
Ferguson.
Þegar Atkinson mætti til vinnu
í gærmorgun var honum og Mick
Brown aðstoðarmanni hans sagt
upp störfum. „Þessi ákvörðun
var tekin með hliðsjón af slakri
frammistöðu liðsins síðustu 12
mánuðina - og við álítum að hún
sé félaginu og stuðningsmönnum
þess fyrir bestu. Félagið vill taka
fram að það metur mikils starf
Atkinsons og Browns sl. fimm
árin, þeir hafa helgað sig því al-
gerlega,“ sagði Martin Edwards
stjórnarformaður Manchester
United þegar ákvörðunin var til-
kynnt.
„í ár hefur fátt gengið okkur í
hag og það var víst óumflýjanlegt
að þetta gerðist fyrr eða síðar. Nú
getur annar tekið við og hver sem
það verður óska ég honum góðs
gengis. Þau rúmlega fimm ár sem
ég var framkvæmdastjóri Manc-
hester United voru mjög ánægju-
legur tími og ég er ekkert sár útí
þessa ákvörðun stjórnarinnar.
Þetta er stærsta félag Bretlands-
eyja og sennilega það best þekkta
í heimi,“ sagði Atkinson í gær.
Atkinson tók við stjórn Man,-
Utd árið 1981 og á fimm árum
hefur liðið aldrei lent neðar en í
4. sæti 1. deildar, og orðið tvíveg-
is bikarmeistari á þessu tímabili.
En Atkinson tókst ekki að
krækja í meistaratitilinn eftir-
sótta sem Man.Utd hefur ekki
unnið í 19 ár, þrátt fyrir að hafa
náð 10 stiga forystu á síðasta
keppnistímabili og eytt stórfé í
kaup á snjöllum leikmönnum.
Tapið gegn Southampton f
deildabikarnum á þriðjudags-
kvöldið, 4-1, var dropinn sem
fyllti mælinn en mörgum hafði
þótt stjórn félagsins sýna Atkin-
son full mikla þolinmæði síðustu
mánuði.
Á morgun leikur Man.Utd á
útivelli gegn Oxford, félaginu
sem Atkinson lék með í 10 ár.
Fjórir leikmenn liðsins eru
meiddir og leika tæplega með,
þeir Bryan Robson, Norman
Whiteside, Gordon Strachan og
Mike Duxbury. Man. Utd situr í
fjórða neðsta sæti 1. deildar - á-
standið er svo sannarlega ekki
gott í augnablikinu.
-VS/Reuter
Knattspyrna
Ásgeir
meiddur
Ásgeir Sigurvinsson meiddist
illa á öxl í Evrópuleik Stuttgart
gegn Torpedo frá Moskvu í fyrra-
kvöld. Hann getur ekki leikið
næstu vikurnar og það eru ekki
síst mikil vonbrigði fyrir þær sak-
ir að á morgun verður leikur
Stuttgart og Bremen í Bundeslig-
unni sýndur í beinni útsendingu í
íslenska sjónvarpinu.
-VS
Alex Ferguson - Aberdeen hefur
þrisvar orðið meistari, fjómm sinnum
bikarmeistari og einu sinni Evrópu-
bikarmeistari undir hans stjórn.
Föstudagur 7. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15