Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 1
Framsókn
Samtök gegn Guðmundi G.
Stuðningsmenn Haralds og Finns hrœðast kosningavél Guðmundar G. ogsnúa bökum
saman. Haraldur Ólafsson: Sterkt ef við Finnur skipuðum efstu sœti listans
Eg var mjög ánægður með
framboð Finns á sínum tíma
og teldi sterkt að við skipuðum
efsta sæti listans, sagði Haraldur
Ólafsson þingmaður í gær. „Það
er ekki mitt, heldur Framsóknar-
manna, að ákveða hver yrði þá í
fyrsta sætinu,“ sagði hann. Hins
vegar kannaðist Haraldur ekki
við að þeir Finnur Ingólfsson
hefðu myndað „blokk“ gegn
Guðmundi G. Þórarinssyni, sem
stefnir á I. sæti listans í Reykjavík
eins og þeir Finnur.
Prófkjör Framsóknarmanna í
Reykjavík fer fram helgina 29. og
30. nóvember n.k. og segjast
stuðningsmenn Finns og Harald-
ar ekki vera hræddir við Guð-
mund G. sem slíkan, heldur
kosningamaskínu þeirra bræðra
Jósteins Kristjánssonar (JK-
•myndbönd), Jóhanns Þóris Jóns-
sonar (Tímaritið Skák), Ómars
Kristjánssonar (Þýsk-íslenska)
og Guðmundar G. Vegna hennar
þurfi þeir Finnur og Haraldur að
snúa bökum saman.
Haraldur Ólafsson sagðist ekki
þekkja til þessarar maskínu, en
fjöldi Reykvíkinga hefði lýst
stuðningi við sig, jafnvel ólíkleg-
asta fóik í flokknum. Hann bjóst
við að um 3000 manns tækju þátt í
prófkjörinu sem er lokað en
flokksmönnum og þeim sem láta
skrá sig á skrifstofu flokksins fyrir
19. nóvember.
Þegar Guðmundur G. fór síð-
ast í prófkjör í Reykjavík fyrir
þingkosningamar 1978 var mikill
handagangur í öskjunni. Á 7.
þúsund manns tóku þátt í próf-
kjörinu, heilu íþróttafélögin að
því er sagt var, en þegar að kjör-
degi kom, fékk Framsókn aðeins
4.100 atkvæði í Reykjavík! Guð-
mundur G. hafnaði þá í 2. sæti
listans á eftir Einari Ágústssyni
og komst ekki á þing. Hins vegar
fékk Framsókn um 7000 atkvæði í
Reykjavík þegar Ólafur Jóhann-
esson tók 1. sæti listans í
haustkosningunum 1979 og þá
fóra þeir Guðmundur báðir inn. 1
kosningunum 1983 fékk Fram-
sókn svo 4.800 atkvæði og einr.
mann kjörinn, Harald Ólafsson.
-ÁI
Alþýðubandalagið
Stjómar-
andstöðuna
í stjóm
Á miðstjórnarfundi Alþýðu-
bandalagsins í gær var fjallað um
stjórnmálaályktun flokksins, en í
þeirri ályktun eru ræddir valkost-
ir til stjórnarmyndunar að
afloknum kosningum. Er lögð
áhersla á að núverandi stjórnar-
andstaða taki höndum saman og
myndi jafnaðarstjórn.
Að sögn Óttars Proppé, fram-
kvæmdastjóra Alþýðubandalags-
ins voru um 120 manns mættir
þegar fundur var settur. Bjóst
hann við að fleiri bættust í hópinn
þegar utanbæjarmenn væru allir
komnir til Reykjavíkur.
í dag verður rætt um húsnæð-
ismál og eru settar fram veiga-
miklar breytingar á félagslega
fbúðakerfinu.
Þá verður fjallað um utanríkis-
mál. Á sunnudag verður svo af-
greiðsla mála og fundi slitið.
Svavar Gestsson, Kristín Á. Ólafsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, spá I stjómmálaviðhorfin á Miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins í gærkvöldi. Mynd 'E.ÓI.
Spítalaskýrslan
Dylgjur og rógburður
Skúli Thoroddsenfulltrúi ístjórn sjúkrastofnana: Skýrslan
um Borgarspítalann gerð afvanþekkingu og vanhœfni
Danmörk
Flughrædtíir
í meðferð
SAS-flugfélagið ætlar í febrúar á
næsta ári að hefja námskeið fýrir
flughrædda í Kaupmannahöfn.
Talsmaður flugfélagsins sagði í
gær að talið væri að margir stigju
aldrei uppí flugvél vegna flug-
hræðslu, og kannanir í Banda-
ríkjunum benti til að um 18 prós-
ent þjóðarinnar væru haldnir
þessum ótta.
Námskeiðið, eða meðferðin,
fer fram með aðstoð sálfræðinga,
og verður fyrir tólf manns, sem
hver um sig borgar 6000 danskar
fyrir. Hinir flughræddu ræða ótta
sinn hver við annan og við sál-
fræðing frá danska flughernum,
sem einnig er flugmaður. Þátt-
takendurnir verða látnir fara í
gerviflugvél sem aldrei hefst á
loft og að lokum í raunverulega
flugferð með kennurum sínum, -
eins gott að allt fari vel í þeirri
ferð.
Mfn skoðun er sú að þessi
skýrsla þeirra Björns og
Eggerts sé gerð af vanþekkingu
og vanhæfni. Þarna koma fram
hreint furðuleg sjónarmið emb-
ættismanna borgarinnar, sagði
Skúli Thoroddsen fulltrúi í stjórn
sjúkrastofnana, en margumrædd
skýrsla um Borgarspítalann var
rædd þar í gær.
Niðurstaða fundar stjórnarinn-
ar í gær var sú að leita umsagnar
starfsmanna stofnunarinnar um
skýrsluna, læknaráðs, hjúkrun-
arstjórnar og framkvæmda-
stjórnar.
Skúli sagði í gær að ekki yrði
annað séð en skýrsluhöfundar
vildu útiloka ákvörðunarvald
starfsmanna í stjórn sjúkrastofn-
ana með lagabreytingu, en það
væri alls ekki í þeirra verkahring.
„Auk þess er þarna að finna mjög
tvíræðar, stundum allt að því
dónalegar yfirlýsingar í garð
starfsfólks. Þessar yfirlýsingar
um starfsfólk spítalans eru á
köflum ekkert annað en dylgjur
og rógburður.
Verst finnst mér þó að í þessari
skýrslu er fjallað um Borgarspít-
alann einan og sér í stað þess að
taka upp heildarumræðu um
heilbrigðismál í landinu. Það er
þörf á að taka upp umræðu um
markvissa stefnumótun í
heilbrigðismálum, en ef um-
ræðan á að byrja á þessu lága
plani er illa af stað farið,“ sagði
Skúli.
Hann sagði það hins vegar al-
veg ljóst að taka þyrfti rekstur
Borgarspítalans til endurskoðun-
ar. Þá sagði Skúli í gær að hann
teldi það óeðlilegt af Davíð
Oddssyni borgarstjóra að taka
opinberlega undir með skýrsl-
uhöfundum án þess að þetta mál
hefði hlotið eðlilega umfjöllun í
stjórn og meðal starfsmanna.
-gg
Stjórnarráðið
Dagvinnan
aðeins 48%
allra launa
Rúmur helmingur eða 51,7%
allra launagreiðslna til starfs-
manna stjórnarráðsins á árinu
1985 var fyrir yfirvinnu eða
önnur störf, þannig að dagvinnu-
launin nema aðeins 48,3%
heildarlauna.
Þetta kemur m.a. fram í svari
fjármálaráðherra við fyrirspum
Guðrúnar Agnarsdóttur sem
dreift hefur verið á alþingi. Fasta
yfirvinnu er aðeins að finna í for-
sætisráðuneytinu, en „unna“ yfir-
vinnu í hinum ráðuneytunum.
Launagreiðslur til starfsmanna
ráðuneytanna (378,3 stöðugildi)
námu samtals 226 miljónum í
fyrra. 32% þeirra var fyrir yfir-
vinnu, 17% voru „önnur laun“ og
2,7% „aðrar greiðslur,“ þar með
talin nefndarlaun. _ \\
- m/Reuter