Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 3
BSRB Tilbúin til viðræðna Stjórn og samninganefnd BSRB hefur lýst sig reiðubúna til að hefja strax viðræður um nýjan aðalkjarasamning fyrir op- inbera starfsmenn á þeim grunni að samið verði um aukinn kaup- mátt og lægri verðbólgu. Á sameiginlegum fundi stjóm- ar og samninganefndar BSRB í fyrrakvöld var lögð áhersja á verulega hækkun lægstu dag- vinnulauna og að í komandi kjarasamningum verði aukinn kaupmáttur tryggður með hækk- un kauptaxtanna. Kveðst stjórn og samninganefnd reiðubúin að semja til ársloka 1987 gegn því að umsaminn kaupmáttur verði tryggður með einhverjum ráðum út samningstímann. Þá er minnt á að forsenda fyrir lækkun verð- bólgu og aukins kaupmáttar sé að stjórnvöld tryggi stöðugt gengi, lækkun vaxta og aukið aðhald í verðlagsmálum. í ályktun stjómar og samn- inganefndar er vísað til efnahags- bata og kjarakannana þegar lögð er fram krafan um aukinn kaup- mátt og hækkun lægstu dagvinnu- launa. -v. Launamál kvenna Geta ekki yppt öxlum Ráðstefna um konurí komandi samningum. Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir: Heildarsamtök launafólks bera ábyrgð á launamisrétti kynjanna Heildarsamtök launafólks geta ekki bara yppt öxlum og sagt að launastaða kvenna sé konum að kenna. Heildarsamtökin bera hikstalaust ábyrgð hvað þetta varðar, sagði Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir formaður verka- kvennafélagsins Sóknar, en hún er ein þeirra sem heldur erindi á ráðstefnu um konur í komandi samningum, sem haldin er í dag á vegum Framkvæmdanefndar um launamál kvenna. Erindið sem Aðalheiður flytur ber heitið Ábyrgð heildarsam- takanna á launamisrétti, en í því mun hún jafnframt fjalla um ó- kosti skammtímasamninga. Önn- ur erindi sem flutt verða eru um niðurstöður launakönnunar Kjararannsóknarnefndar sem Ari Skúlson starfsmaður nefnd- arinnar flytur og Jóhanna Sigurð- ardóttir aíþingismaður mun flytja erindi um starfsmat. Þá munu fulltrúar heildarsamtakanna ræða þær kröfur sem leggja ber áherslu á í komandi samningum. Ráðstefnan, sem haldin er í Sóknarsalnum að Skipholti 50, hefst klukkan 13 í dag og er þátt- tökugjald 200 krónur. -K.Ól. Bandalag jafnaðarmanna Yfirlýsing til fjölmiðla Almennur félagsfundur, sem haldinn var í Bandalagi jafnaðar- manna í fyrrakvöld hefur sent frá sér þessa yfirlýsingu: „Launárás eins og fram kom á Stefán Benediktsson á Stöð 2 með dylgjum og ónafngreindum heimildarmönnum, kom ekki frá Bandalagi jafnaðarmanna. í jafn viðkvæmum málum og þessum er það siðferðileg krafa að heimild- armanna sé getið.“ - v. FRÉTTIR Ummœli Davðs Sjúkraliðar fokillir Sjúkraliðar á Borgarspítalanum: Ekki sæmandi manni í stöðu borgarstjóra. Hulda S. Ólafsdóttir: Borgarstjóri verður aðfinna orðum sínum stoð Ummæli Davíðs Oddssonar borg- arstjóra á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld þess efnis að hópupp- sagnir sjúkraliða hjá borginni væru lögbrot hafa vakið reiði og furðu sjúkraliða, sem og sú ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að efna ekki til viðræðna við þá hópa borgarstarfsmanna sem gripið hafa til hópuppsagna. Sjúkraliðar á Borgarspítalan- um sögðu í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að þeir teldu þessi um- mæli Davíðs ekki sæmandi manni í hans stöðu, það væri auðvitað fráleitt að uppsagnir þeirra vörð- uðu við lög. Hulda S. Ólafsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélags fslands sagði í gær að borgarstjórinn yrði að finna orðum sínum einhverja stoð. „Hér er auðvitað ekki um neina þegnskylduvinnu að ræða. Einstaklingar hafa sagt upp störf- um þar sem þeir sætta sig ekki við þau lúsarlaun sem í boði eru og ég harma þá afstöðu borgaryfir- valda að neita að taka upp við- ræður við okkur. Við fórum fram á viðræður við bæði borgarstjóra og fjármálaráðherra 17. sept- ember sl. en því hefur ekki verið svarað, þannig að boltinn er enn hjá þessum aðilum," sagði Hulda í gær., -gg Bœkur Saman í hring Ný barnabók komin út eftir Guðrúnu Helgadóttur. Ástar- saga úrfjöllunum komin út vestan hafs „Ég er eiginlega búin að ganga með þessa bók í mörg ár og hún hefur verið til alveg frá því að ég skrifaði þá fyrri,“ sagði Guðrún Helgadótttir rithöfundur og þing- maður í samtali við blaðið í gær en þá kom út eftir hana ný bók sem ber nafnið Saman í hring og er hún framhald af bókinni Sitji Guðs englar. „Sagan er sögð út frá sjónar- hóli miðsysturinnar sem er 8 ára, en sú fyrri er sögð af elstu systu- rinni,“ sagði Guðrún. „Miðsy- stirin, Lóa Lóa, sér hlutina hins vegar svolítið öðruvísi. Ég hef hugsað mér að skrifa þá þriðju og ljúka þessari þrísögu með því að skrifa hana út frá sjónarmiði litlu systurinnar, Öbbu hinnar. Þessi bók er töluvert stærri en aðrar mínar bækur og sú þeirra sem ég hef haft hvað mest fyrir'. Ég vona að hún höfði bæði til foreldra og barna og gefi fólki eitthvað til að hugsa um. Það er Guðrún Helgadóttir: Mikilvægt að foreldramir lesi barnabækumar l(ka og hafi ánægju af. Mynd Sig. mjög mikilvægt að fullorðnir hafi ekki síður gaman af að lesa barn- abækur." Bókin er gefin út af Iðunni og er myndskreytt af Sigrúnu Eld- járn. Þess má geta að bókin Ástar- saga úr fjöllunum eftir Guðrúnu er nýkomin út í Bandaríkjunum í enskri þýðingu Bretans Christop- her Sanders sem er mörgum Is- lendingum að góðu kunnur._v(j_ Þroskahjálp Blaðaskrífin besta heimildin Félagsmálaráðuneytið vill vita meira um hvað á að rannsaka á Sólheimum. Þroskahjálp vísar í blaðaskrifin Félagsmálaráðuneytið hefur sent Þroskahjálp bréf þar sem beðið er um útlistanir á því að hverju úttektin á starfsemi Sól- heima í Grímsnesi eigi sérstaklega að beinast, en eins og kunnugt er fór Þroskahjálp þess á leit við ráðuneytið að slík úttekt yrði gerð í kjölfar blaðaskrifa þar sem starfsemin var harðlega gagnrýnd. Að sögn Ásgeirs Sigurgests- sonar framkvæmdastjóra Þroska- hjálpar hafa samtökin svarað bréfi ráðuneytisins og í því aðeins vísað til blaðaskrifanna og þeirra þátta sem þar eru tilteknir. „Þroskahjálp leggur ekki mat á þá gagnrýni sem fram kemur í þessum sícrifum. Hins vegar get- um við að sjálfsögðu ekki látið hjá líða að óska eftir því við yfir- völd um málefni fatlaðra að þau láti málin til sín taka. M.a. í ljósi þess að áframhaldandi blaðaskrif í þessum dúr eru til þess fallin að valda íbúum stofnunarinnar frek- ari óþægindum," sagði Ásgeir. Vinstri menn í Háskóla íslands AÐALFUNDUR Félag vinstri manna í Háskóla íslands heldur aö- alfund nú í dag, laugardag 8. nóvember í kaffi- stofunni Árnagarði. Hefst fundurinn kl. 17.00. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. önnur mál. 3. Gleöskapur. Allir velkomnir, bæði væntanlegir, nýir og gamlir félagar. VIRK BARÁTTA - BETRI HÁSKÓLI ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.