Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 7
Ólafur Gunnarsson. Heilagur andi og englar vítis Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Ólaf Gunnarsson rithöfund. Nefnist hún Heilagur andi og englar vítis. Áður hafa birst frá hendi Ólafs sögurnar „Ljóstoll- ur“, „Milljón prósent menn" og „Gaga“. Tvær síðarnefndu bæk- urnar verða gefnar út í enskri þýðingu á næsta ári. Heilagur andi og englar vítis segir frá ungum manni á íslandi sem ákveður að bjarga jörðinni. Það er verslunar- og lyftingar- maðurinn Össur Árnason, sem tekið hefur 346 kíló í bekkpressu og fæst við að smíða eilífðarvél - án árangurs - milli þess sem hann afgreiðir í hannyrðaverslun Hönnu móður sinnar. En alls staðar liggur hið illa í leyni og ekki heiglum hent að sjá við því. í frétt frá Forlaginu segir m.a. um bókina: „Heilagur andi og englar vítis er sannkölluð gleði- saga um björgun jarðarinnar. - Að baki gáskanum býr djúp al- vara höfundar sem með sögunni kallar samferðamenn sína til ábyrgðar." Sjón í heild Út er komin hjá Máli og menn- ingu Ijóðabókin Drengurinn með röntgenaugun eftir Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson). Sjón er fæddur 1962 og var ekki nema fimmtán ára þegar hann fór að geta sér orð sem skáld. Verulega athygli vakti hann 1979 þegar Ijóðabókin Birgitta, hleruð samtöl kom út, hún var líka það fyrsta sem hann skrifaði sem súrrealisti. Um svip- að leyti varð súrrealistahópurinn Medúsa til. Sjón hefur gefið út bækur sínar út sjálfur og þær eru ófáanlegar. í Drengurinn með röntgenaugun hefur hann safnað saman úrvali Ijóða úr elstu bókum sínum, en frá og með Reiðhjóli blinda mannsins (1982) eru bækurnar birtar heilar, auk Ijóða úr blöðum og tímaritum. Ekki er algengt að skáld gefi út heildarsöfn af þessu tagi svona ung, en Sjón er athyglisverður fulltrúi nýrrar íslenskrar Ijóðlistar. Listaverk eftir kanadíska súr- realistann Jean BenoTt skreytir bók og kápu. ' Umsjón: Ólafur Gísiason Kannski er eg rómantíker segir Sigurður Þórir myndlistarmaður, sem opnar málverkasýningu hjá Svörtu á hvítu í dag Sigurður Þórir Sigurðsson listmálari opnar í dag sýningu á málverkum sínum að Týs- götu 8 við Óðinstorg og vígir þar með nýjan sýningarsal hjá Gallerí Svart á hvítu, sem nú hefurstarfsemisína. Við litum við hjá Sigurði í vik- unni, þar sem hann var að hengja upp myndirsínar. Þetta eru olíumyndir sem sýna okkur manneskjuna í nánum tengslum við náttúr- una. Já, ég dvaldi í Flatey í sumar og vann. Þar er maður í nánu sam- bandi við náttúruna og laus undan fjölmiðlafárinu, og það hafði góð áhrif á mig, sagði Sig- urður. Það er orðin talsverð breyting á myndurn þínum frá því þú gerðir pólitísku myndirnar. Hvað veld- ur? Ég komst til þroska og vitund- ar á meðan Víetnamstríðið stóð sem hæst. Það voru held ég eðli- leg viðbrögð að stríðið yrði mér áleitið viðfangefni á þeim tíma. Síðan þróuðust myndir mínar út í það að lýsa hráum veruleika hversdagslífsins. Ég var þá að reyna að lýsa eða afhjúpa þann ytri veruleika sem við búum við. Nú hef ég horfið frá nýrealisman- um og reyni frekar að afhjúpa innri veruleika mannsins í mynd- um mínum. Kannski er ég orðinn rómantíker, en það er þá bara allt í lagi. Það má ekki útiloka ástina og hinn mannlega þátt frá list- inni, og ég finn þörf hjá mér til þess að túlka þessa hluti í mynd- um mínum. Eru einhverjir sérstakir mynd- listarmenn sem höfða sérstaklega til þín um þessar mundir? Éf maður sér góða myndlist, þá hefur hún áhrif á mann, hvernig sem hún er. En ég hef t.d. hrifist mikið bæði af impressíonistunum og expressíonistunum. Við sáum 500 verk eftir Kjarval hér í fyrra, og það var mér gullnáma. Svo sáum við Picasso og Munch, og sýning Svavars Guðnasonar sem var í Listasafninu í fyrra þótti mér með fallegustu sýningum sem hér hafa sést lengi. Mér finnst stíllinn ekki skipta máli lengur. Þessar myndir mfnar eru ólíkar innbyrð- is, aðalatriðið er að ekki sé stíl- ruglingur í myndunum. Ég skil ekki hvemig menn geta verið að rífast um það hvort Edvard Munch hafi haft áhrif á nýja mál- verkið eða ekki. Það má vera dauður maður sem ekki verður fyrir áhrifum við að sjá verk Munchs. Mérfinnst ég jafnvel sjá skyld- leika við sveitalífsmyndir Jóns Engilberts ísumum myndum þín- um. Getur það verið? Ha, er það?, það getur vel ver- ið. Það er ágætt ef áhrif meistar- anna koma fram í myndum manns. Mér er engin minnkun að því. Oryrkjar myndlistarinnar Hvernig aðsteeður búa ungir mál- arar við á íslandi í dag? Að vera ungur málari á íslandi í dag er eins og að vera öryrki eða þroskaheftur. Hið opinbera gerir sáralítið til þess að styrkja myndlistina og lítili skilningur virðist fyrir hendi hjá almenn- ingi. Þar sem kona mín er kennari og kennaralaunin nægja ekki til þess að framfleyta fjölskyldu þá hef ég á undanförnum ámm unn- ið við kennslu á kvöldin 20-30 stundir á viku og unnið á vinnu- stofu minni á daginn. Þetta fyrir- komulag - að vinna tvöfalda vinnu - kemur niður á báðum störfunum, þannig að hvorki kennslan né málverkið skilaði til- ætluðum árangri. Þegar ég las ævisögu Kjarvals þá sá ég að hann hafði tekið víxla til þess að framfleyta sér. Ég tók hann til fyrirmyndar einnig í þessu í fyrra- vetur og hef unnið eingöngu við málverkið síðan. Það er ekkert lúxuslíf, en maður hefur skrimt. Myndlistarmenn eru afskiptir meðal listafólks. Á meðan rit- höfundarnir hafa Rithöfunda- sjóðinn til þess að veita starfslaun og tónlistarmennirnir hafa Stef- gjöldin og leikaramir hafa leikhúsin og fjölmiðlana, þá höf- um við myndlistarmenn ekkert nema þessi listamannalaun sem ekkert em. Og það er hlægilegt að þegar stundum em veitt 30.000 króna starfslaun í 3 mán- uði, þá er það gert með því skil- yrði að ekki megi stunda aðra vinnu á meðan. þegar 30.000 duga vart til framfærslu fjöl- skyldu og við notum kannski 20.000 í efni á mánuði, þá sjá allir að þetta er bara gert upp á grín. Skortur á menningarstefnu En nú virðist talsvert vera keypt af myndlist? Já, það er kannski sagt, en staðreyndin er sú að mikið af því sem selst er fúsk. Almenningur hefur ekki lært að gera greinar- mun á góðri myndlist og slæmri. Og svo eru þeir sem hafa fjár- ráðin ennþá að fjárfesta í gömlu meisturunum í stað þess að taka áhættu og hlúa að því sem er að gerast í myndlistinni nú. Á sama hátt og ríkisvaldið er stefnulaust í málefnum myndlistarinnar, þá hafa fyrirtæki og stofnanir heldur ekki mótaða menningarstefnu, eins og gerist meðal fyrirtækja er- lendis. Til dæmis með því að veita ákveðnu fjármagni til þess að styrkja unga myndlistarmenn og kaupa af þeim verk. Við komum í fyrirtæki þar sem ekkert er til sparað í byggingu og innréttingum, en síðan er kann- ski tómt rusl á veggjunum. Menn átta sig ekki á því að falleg list á veggjum gefur ákveðið andrúms- loft og getur bætt stöðu og orðstír fyrirtækisins ekki síður en auglý- singar. Það má segja að Bruna- bótafélagið sé eitt fyrsta fyrirtæk- ið hér á landi að móta vísi að menningarstefnu í þessa átt, en það ættu fleiri að fylgja í kjölfar- ið. Það hvílir líka sú skylda á þeim sem standa í atvinnulífinu að gleyma ekki andlegum verð- mætum. Þau eiga líka þar heima. Eins og í dagblöðunum, vel á minnst. Það var furðulegt að heyra viðmælendur í afmælis- blaði Þjóðviljans segja að menn- ingarefnið í blaðinu pirraði það ekki sérstaklega en mætti þó vera minna. Pirringurinn kemur fyrst þegar andanum hefur verið út- hýst. 61g. Laugardagur 8. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.