Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Bjartsýni og jákvæð stefna
[ vatnsglösum stjórnmálaflokkanna gerast nú
stormviðrin tíðari en áður. Kosningar eru í nánd og
prófkjör skollin á einsog stórhríð á fjöllum. Margan
góðan dreng hefur þegar kalið í rosanum.
Flokkarnir eru flestir verr leiknir en oft áður, enda
hefur lotan til þessa verið háð af meiri grimmúð og
ófyrirleitni en nokkru sinni fyrr.
Þannig má fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
staðið að prófkjörum sínum með þeim hætti, að
staða hans hefur stórlega veikst. Það þarf ekki að
minna á, hvernig flokkurinn er útleikinn eftir atið í
Reykjavík, þar sem nánast eru nú gjár millum manna
og fylkinga.
En Sjálfstæðisflokkurinn sleikir sár sín víðar en í
höfuðstaðnum. Á Reykjanesi greip loppa flok-
kseigendavaldsins inn í gang leiksins, þegar sitjandi
þingmaður var felldur úr öruggu sæti og niðurstöður
skoðanakönnunar meðal flokksmanna hundsaðar til
að tryggja honum framhaldslíf.
(Norðurlandi vestra tók loppan líka í tauminn. Þar
kom hún í veg fyrir prófkjör, til að geta skotið mögu-
legum þingstól undir fallkandídat úr prófkjörinu í
Reykjavík, sem hefði haldið áfram að falla fyrir
norðan hefðu menn fengið að kjósa. Þannig eru
vandamál flokksins í Reykjavík leyst á kostnað
landsbyggðarinnar.
í Suðurlandi gerðu Sjálfstæðismenn svo þau glöp
að fella kandídat Eyjanna, væntanlega með þeim
afleiðingum að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum
munu horfa annað í kosningunum.
Yfir öllu vokir svo Morgunblaðið einsog ránfugl
sem er haldinn illum anda, og heggur nefinu hvössu í
hvert sár og hverja skeinu sem birtist.
Framsókn er í litlu betra ástandi. Formaður flokks-
ins stendur á bak við tjöldin fyrir atlögu að sitjandi
þingmanni í Reykjavík. Forystan samanlögð átti svo
hlut að heldur ógeðfelldri aðför á hendur vinsælum
og vellátnum landsbyggðarþingmanni í Norðurlandi
eystra, Stefáni Valgeirssyni. Framsóknarflokkurinn
mun því ganga sár og tættur til leiks.
Síðustu atburðir innan Alþýðuflokksins sýna einn-
ig að innan hans eru menn síst sáttir. Það verður
vafalaust aldrei upþlýst hverjir stóðu nafnlausir að
aðförinni að Stefáni Benediktssyni. En það kom
glögglega í Ijós í viðtölum að forystumenn Alþýðufl-
okksins gátu ekki leynt gleði yfir því að með brotth-
varfi Stefáns var fundin lausn á framboðsvanda
flokksins í Reykjavík.
Það er einungis Alþýðubandalagið sem hefur til
þessa sloppið óskaddað. Vissulega hafa kastljós
fjölmiðla af og til beinst að sviptingum innan flokks-
ins, sem eru auðvitað ekkert annað en merki um líf í
samtökum sem kenna til í stormum sinna tíða. En
ólíklegt er að harðvítug átök verði um framboð á
vegum flokksins úr þessu.
Hitt er Ijóst, að framundan er vandasamt forval í
Reykjavík. Það þarf ekki að brýna fyrir neinum nauð-
syn þess að flokkurinn bjóði fram í stærsta kjördæmi
landsins fjölbreyttan og breiðan lista, og víst er að
margir munu horfa til niðurstöðu forvalsins, ekki síst
þeir stuðningsmenn flokksins sem standa utan
flokksbandanna.
Það er hins vegar ekki nóg að bjóða upp á gott
fólk. Það er ekki síður þörf á jákvæðri, bjartsýnni
stefnu.
í gær hófst aðalfundur miðstjórnar Alþýðubanda-
lagsins, og þar verður í raun lagður grunnur að starfi
flokksins fyrir kosningarnar. Fyrir miðstjórninni liggja
drög að stjórnmálaályktun. Þar kveður einmitt við
nýjan og ferskari tón en oft áður. Það er svo með
flokka sem standa löngum í stjórnarandstöðu að oft
kemur á þá svolítið neikvæður blær; aðall þeirra
verður að benda á það sem miður fer, og oft verður
minni áhersla á jákvæða og uppbyggilega stefnu.
Fyrir þetta hefur Alþýðubandalagið á stundum gold-
ið.
Með þeirri stjórnmálaályktun sem fyrir fundinum
liggur er hins vegar kvatt til bjartsýnni sóknar en oft
áður. Þó má benda á atriði, sem flokkurinn þarf að
huga betur að í framtíðinni, sér í lagi fyrir kosningarn-
ar:
í fyrsta lagi þarf hann að marka sér skelegga
stefnu í launamálum.
í öðru lagi verður hann að leggja meiri áherslu á
markvissa og nýja sókn í atvinnulífi, benda með
jákvæðum hætti á alla þá möguleika sem liggja fyrir
um nýsköpun í sjávarútvegi, í nýjum greinum einsog
fiskeldi, efnistækni, líftækni og loðdýrarækt.
í þriðja lagi þarf flokkurinn nýja og ferska stefnu í
menningarmálum. Þjóðin er nú stefnulaus í þeim
efnum, og hér þarf Alþýðubandalagið að kveðja til
nýtt fólk, nýjar hugmyndir, og taka forystu.
Það er, þrátt fyrir allt, ástæða til bjartsýni og við
höfum verk að vinna. _ ÖS.
|fcfo.iii—wiin1 w 11111 miiijílr . -.'M, ■■ s'
i LJ IOSO p ■ 1 ■ r\ M Ljósmynd Sigurður Mar.
DJOÐVUJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins-
son.
Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjonsson, Inaólfur Hjörieifsson. Kristín ólafs-
dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Ólafur Gislason,
Siaurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davlósdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Utlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmgndsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingasijóri: Sigríður Hanna Sigurbiörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guöbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Sfmvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarverð ö mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. nóvember 1986