Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 5
AFTAKA, J.OP0, SAMSÆRI, NÍD, RÓGUR, AÐFÖR Hugleiðing um stjórnmálabaráttu Glæpa- þjóðfélag Það var sterkt vifidlalykt í leigubílnum. „Þetta er nú meira glæpa- þjóðfélagið,“ sagði hann. „Á hverju merkirðu það helst?“ spurði ég. „Á öllu heila klabbinu,“ sagði hann og burstaði öskuna af hnjánum á sér, stakk vindilstúfn- um í vasann, gaf í og skaust út í umferðina með því að svína ofur- lítið á steypubíl, sem snarheml- aði, svo að eitt andartak var stuð- arinn ekki nema svo sem þrjár álnir frá nefinu á mér og bílrúðan í milli. Steypubíllinn flautaði. Leigubflstjórinn flautaði ann- ars hugar á móti um leið og hann setti í þriðja og tautaði: „Þú sérð nú hvernig umferðin er orðin; það þekkist ekki lengur að gefa manni séns.“ „Jæja,“ sagði ég. „Já, þú segir jæja,“ sagði hann. „Það getur svo sem vel verið að það sé hárétt hjá þér, en ég fyrir mitt leyti segi að þetta sé glæpa- þjóðfélag. Höfum við ekki dæm- in allt í kringum okkur? Eða ertu kannski að fara í prófkjör?" „Ætli það?“ sagði ég. „Varla í bili.“ „Það finnst mér skynsamlegt af þér,“ sagði hann. „Þótt ég hafi aldrei verið hrifinn af því sem þú skrifar, þá er nú svo komið að ég vil engum manni svo illt að sjá hann fara út í pólitík, og ekki þér heldur." ‘ „Þakka þér fyrir það,“ sagði ég- Svo komum við á áfangastað og ég borgaði bflinn og horfði á eftir bflstjóranum þar sem hann svínaði út í umferðina og var með allan hugann við að kveikja í vindilstúfnum. Einhvers staðar eru til reglur sem banna reyking- ar í leigubifreiðum. Löglaus þjóð, íslendingar. En - glæpa- þjóðfélag? Hvað átti maðurinn við? Með bros á vör Á skrifborðinu mínu var haugur af dagblöðum. Tími til kominn að taka til fyrir helgina. Nú er sá munur á dagblöðum og öðru lesmáli, að dagblöðin eru ekki geymd alveg eins lengi áður en þeim er fleygt, svo að ég fór að tína blöð ofan í ruslafötuna. Leit lauslega yfir fyrirsagnir áður en ég sá þær hverfa veg allrar verald- ar. „Glæpaþjóðfélag." Þetta orð sem leigubflstjórinn hafði notað hljómaði ennþá í höfðinu á mér. I blöðunum var lítið um blóð- uga glæpi. Sem betur fer. Hins vegar rak ég fljótlega augun í skuggaleg orð í fyrirsðgnum: AF- TAKA, MORÐ, SAMSÆRI, RÓGUR, AÐFÖR. Öll þessi orð komu fyrir í frétt- um og fréttafyrirsögnum, sem tengjast íslenskum stjórnmálum. Öll þessi orð tengjast glæpum. Eru orðin merkingarlaus? Eða eru stjómmálin undirlögð af ein- hvers konar glæpastarfsemi? Á forsíðu DV 29. október síð- astliðinn er skemmtileg ljós- mynd. Myndatextinn er svo- hljóðandi: „Framsóknarþing- mennirnir Guðmundur Bjarna- son og Stefán Valgeirsson, sem keppa báðir um fyrsta sæti lista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, bmgðu á leik í gær. Tók- ust þeir á í sjómanni fyrir ljós- myndara DV. En alvaran er skammt undan. Kosið verður um þá á framsóknarþingi á Húsavík á sunnudag." Og myndin sýnir tvo stjórn- málamenn á jakkafötum brosm- ilda takast á í sjómanni fyrir ljósmyndara DV. Greinilegt er að báðir hafa af fúsum og frjáls- um vilja stillt sér upp til myndat- ökunnar og vilja með hinni táknrænu mynd segja eitthvað á þessa leið: „Kjósendur góðir, hér sjáið þið okkur tvo aðalkeppin- autana. Við munum takast á af öllum styrk okkar, en á íþróttam- annlegan og heiðarlegan hátt. Við heyjum baráttuna með bros á vör.“ Svona fréttir og myndir úr stjórnmálabaráttunni er gaman að sjá. Aftaka Myndin af hinum íþróttamann- • legu þingmönnum birtist 29. okt- óber, sem var miðvikudagur. Næsta mánudag fengum við að sjá í sama blaði úrslit hinna íþróttamannlegu átaka: „Þá hefur aftakan farið fram - sagði Stefán Valgeirsson eftir úr- slitin,“ er fyrirsögnin. Myndin sem fylgir er lítil og maðurinn ekki lengur brosandi. Hann sagði: „Þá hefur aftakan farið fram. Það eina sem vantar á sviðsetn- inguna er mynd af Kolbeinsey hér á bak við mig með fánann í hálfa stöng.“ í fréttinni stendur: „Stefán sagði, að úrslitin þýddu að hann drægi sig í hlé og tæki ekki frekari þátt í prófkjörum. Hann stóð því við það sem hann sagði fyrir próf- kjörið að hann mundi aðeins þiggja fyrsta sætið á listanum.“ (þess er þó ekki getið í textanum viö íþróttamannamyndina af þeim félögum, sem birtist fimm dögum áður, enda fimm dagar langur tími). Aftaka er ljótt orð. f hverju var aftakan fólgin? Jú, hún var fólgin í því, að Guðmundur Bjarnason fékk 161 atkvæði í prófkjöri, en Stefán Valgeirsson 131 atkvæði - og lenti í öðru sæti. Þegar maður sem hefur gegnt þingmennsku um áratuga skeið og þar fyrir utan háum trúnaðar- stöðum rýkur upp til handa og fóta og talar um ÁFTÖKU, þá er ekki nema eðlilegt að allur al- menningur gangi út frá því sem vísu, að einhver glæpur hafi verið framinn. Það hugsa ég að leigu- bflstjórinn minn hafi gert og þess vegna hafi hann verið að tala um glæpaþjóðfélag. Nafnlaust bréf Svona upphlaup grafa undan tiltrú fólks á stjórnmálamönnum, þau grafa líka undan tiltrú manna á þjóðfélaginu og getu okkar til að lifa saman af skikkanlegri kurteisi og tillitssemi. Þetta er skólabókardæmi um hvernig orð eru gerð merkingar- laus. Og við megum ekki við því að stjórnmálamenn tali til okkar merkingarlausum orðum. En það að orð séu gerð merk- ingarlaus er þó skárri valkostur, en sá að stjórnmálin séu undir- lögð af einhvers konar glæpa- starfsemi. Að minnsta kosti fannst mér það meðan ég var að stinga fréttunum af aftöku Stef- áns Valgeirssonar í ruslakörfuna, harla feginn því að frásögn hans af eigin dauðdaga skyldi vera orðum aukin. Hiti augnabliksins. Sært stolt. Fljótfærni. Þetta voru réttlæting- arnar sem komu upp í hugann. Tiltektin á skrifborðinu hélt áfram. Og allt í einu var ég kom- inn með pappíra í hendurnar, sem gerðu „aftöku" Stefáns Valgeirssonar að hjákátlegum skrípaleik. Ég hélt á umslagi, sem innihélt alvörumál. Svo mikið alvörumál, að orð leigubflstjórans um „glæp- aþjóðfélagið“ urðu ekki rekin úr huganum. Utanáskriftin var: Þjóðviljinn, Síðumúla 6, Reykjavík. Póst- stimplun: Reykjavík. Innihaldið: Ljósrit af kvittun- um Stefáns Benediktssonar fyrir fé úr sjóðum Bandalags jafnaðar- manna. Engin orðsending til skýringar. Engin undirskrift. Ókunnur sendandi. Morð Þetta er vonandi botninn á því sem einn blaðamaður getur lent í. Að fá í hendur nafnlaus gögn til að vega að pólitískum andstæð- ingi. Gögn frá einhverjum aðila, sem þrátt fyrir reglur um heimild blaðamanna til að leyna heimild- armönnum, þorir ekki að koma fram í dagsljósið og skýra frá er- indi sínu að siðaðra manna hætti. Það þarf ekki að taka fram, að á Þjóðviljanum voru þessi gögn meðhöndluð á réttan máta: Með fullkominni fyrirlitningu. Birting þeirra kom ekki til greina. Hins vegar þarf ekki að rekja hér sögu Stefáns Benediktssonar og peningaviðskipta hans við Bandalag jafnaðarmanna og endalok hans pólitíska ferils. Hvað svo sem hann kann að hafa aðhafst rétt eða rangt, var að honum vegið með glæpsamlegum hætti, sem er svo fyrirlitlegur, að skiljanlegt er þótt orð eins og glæpaþjóðfélag heyrist fara milli manna. Stefán gaf sínum málum fjöl- miðlanafnið MORÐ. Og þar með voru orðin AFTAKA og MORÐ komin inn í stjórnmálaumræðuna á íslandi einn góðan veðurdag eins og ekk- ert væri sjálfsagðara. Þetta er hneyksli. Þetta er tvö- falt hneyksli. I fyrsta lagi er það til skammar, að menn skuli gera orð merkingarlaus á þennan hátt; en það er ennþá verra hneyksli að í stjórnmálabaráttu skuli gripið til jafnsvívirðilegra aðferða eins og að senda út nafnlaus bréf! En það er hægt að ganga ennþá lengra. Kannski eru engin tak- mörk fyrir því, hversu langt menn geta gengið í svínaríi og ómerki- legheitum. Allavega er núverandi botn í þessu svínaríi að finna í vikuriti, sem kom út nú fyrir helgina. Þar er því dróttað að nafngreindum persónum, að þær hafi staðið á bak við hin nafnlausu bréf um Stefán Benediktsson, sem fjöl- miðlum voru send. Þetta hlýtur að vera botninn. Neðar er ekki hægt að komast. Að reykja í leigubílum Sjálfsagt er engin lausn til á þessu máli. Auðvitað þyrfti að hafa uppi á höfundi eða höfund- um nafnlausu bréfanna, þannig að hægt sé að vísa dylgjum, rógi og baknagi um nafngreindar per- sónur til föðurhúsanna. Senni- legra er þó að erfitt verði að hafa uppi á höfundi/höfundum hinna nafnlausu bréfa. Skaðinn er skeður. En til hvers að rifja þetta upp? „Glæpaþjóðfélag,“ sagði leigubflstjórinn. Og hver vill búa í spilltu þjóðfélagi? Flest erum við smáglæpamenn - í þeim skiln- ingi að flest okkar hafa lögbrot á samviskunni. Meira að segja bflstjórinn hneykslunargjarni reykti vindla í leigubflnum sín- um, sem er harðbannað. Öll höf- um við eitthvað á samviskunni, sem við kærðum okkur ekki um að blásið yrði upp í fjölmiðlum. Svo að við skulum ekki flýta okk- ur að dæma og við skulum ekki dæma of hart. Það að aliir hafi eitthvað á samviskunni réttlætir að sjálf- sögðu ekki vítavert athæfi. Það minnir okkur aðeins á að hugsa okkur um tvisvar áður en við byrjum grjótkastið. Að skemmta skrattanum Ekki verður það merkjanlegt að stjórnmálabaráttan hafi harðnað að undanförnu á þann veg að eldur hugsjóna logi nú heitar en nokkru sinni fyrr - hins vegar virðist stjórnmálabaráttan hafa harðnað að því er varðar. baráttuna um sæti á framboðslist- um. Persónulegur metnaður virðist hafa vaxið. Vaxið úr hófi fram. Að vísu skal það tekið fram, að sá sem hé*- heldur á penna telur sig hafa merkt í Alþýðubandalag- inu einlægan vilja mikils fjölda fólks í þá átt að hefja flokkinn uppfyrir deilur einstaklinga og hópa, þannig að af tvöföldum krafti sé hægt að berjast fyrir þeim miklu hugsjónum, sem Al- þýðubandalagsmenn eiga sam- eiginlegar. Þessu hugboði til stuðnings skal bent á, að forval flokksins og röðun á framboðs- lista hefur til þessa farið fram á stillilegan máta. Nú eru hörð átök framundan, til dæmis í forvali í Reykjavík. Frambjóðendur hafa tilkynnt þátttöku sína. Vonandi fer sú keppni öll vel fram og kurteis- lega. Annað væri að skemmta skrattanum. Sú ólga, rógur, níð, fjáraustur, skrum og auglýsingamennska, sem verið hefur kringum próf- kjör annarra flokka hlýtur engu að síður að vekja Alþýðubanda- lagsfólk til umhugsunar um, hvort ekki sé kominn tími til að hverfa frá forvali á næstu árum, og taka til við að finna einhverja betri lausn á málinu. _ Þráinn Laugardagur 8. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.