Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 13
Bretland Slúttí kosningar Skyndilegt örlœti íhalds- stjórnarinnar þykir benda til kosninga á nœsta ári London - Breska ríkisstjórnin hefur boðaö að næstu tvö ár hækki ríkisútgjöld um tíu milljarða punda, og þykir at- hugendum týra frá stjórn sem hingað til hefur boðaö niður- skurð og strangt aðhald í ríkis- fjármálum. Stjómarandstæðingar gagn- rýna Thatcher og félaga fyrir að leika sér að fjármálum ríkisins til að hækka í áliti kjósenda, og fréttaskýrendur segja að þessi óvænta eyðslusemi bendi til að kosningar fari fram fyrr en seinna á næsta ári. Samkvæmt reglum þarf ekki að kjósa fyrren 1988. Mest fé rennur til heilbrigðis- og menntamála þarsem menn hafa undanfarið fundið mjög fýrir íhaldsniðurskurði. Sérfræð- ingar um efnahagsmál eru mjög hissa á tilkynningu ríkisstjórnar- innar, og sumir þeirra telja að meðfram sé verið að sannfæra þá í kauphöllunum, sem hafa ráð gjaldmiðla í höndum, um að Ihaldsflokkurinn sé öruggur um sigur í næstu kosningum, en það ætti að styrkja stöðu pundsins. Stjórnarflokkurinn hefur nú fimm prósenta forskot á Verka- mannaflokkinn í skoðanakönn- unum. T Kvenprestar þjónusta Finna eftir tvö ár, - í fyrradag samþykkti kirkjuráð lút- ersku kirkjunnar að kvenfólk mætti gegna prestsembætti, og ekki er búist við að finnska þingið geri annað en að leggja blessun sína yfir þá ákvörðun. Þarmeð er lokið áratuga löngum og harðvít- ugum deilum innan finnsku kirkj- unnar um fylgispekt við misrétt- iskenningu Páls postula sem var á sínum tíma heldur í nöp við að konur lofuðu guð öðruvísi en sem óbreyttur safnaðarlýður. Beljavskí vann í gær geysisterkt skákmót í Tilburg í Hollandi. Sovéski stór- meistarinn fékk 81/2 vinning og má vera hress. í öðru sæti varð júgóslavinn Ljúbojevió, sem hingað er væntanlegur í febrúar, með 8 vinninga og þriðji heimsmeistarinn fyrrverandi, An- atólí Karpof með 71/2. Timman, Miles og Portisch fengu 7 vinn- inga, Húbner 61/2 og Kortsnoj 41/2. Sérstaka athygli vakti á móti að erkifjendurnir Karpof og Kortsnoj voru allí einu orðnir hinir ágætustu félagar, spjölluðu sam- an um skákir sínar og spiluðu bridds. Rúmlega fjögur þúsund hafa látist í styrj- öldinni í Nicaragua það sem af er árinu að sögn talsmanns stjórn- arhersins. Samkvæmt þeim tölum féllu 3734 contra- skæruliðar, 631 stjórnarhermað- ur og 155 almennir borgarar. Frá því stríðið hófst 1981 hafa sam- kvæmt tölum stjórnarhersins fall- ið 17 þúsund manns og 9 þúsund særst. Steingervingar hafa fundist í Suðurskautsísnum, og eru taldir 42 milljón ára gamlir. Steingervingarnir eru lauf og smáverur og fundust við borun á 518 metra dýpi. HEIMURINN Ósonlagið Svíar íhuga freon-bann Þynnra ósonlag loksins farið að valda áhyggjum á œðstu stöðum. Spáð stórauknu krabbameini eflagið heldur áfram að þynnast Stokkhólmur - Umhverfisráð- herra Svía, Birgitta Dahl, að- varaði sænsk iðnfyrirtæki al- varlega í þingræðu í gær um að sjá til þess að ekki sleppi út í andrúmsloftið freon-gas sem talið er helsti andskoti ósonl- agsins kringum jarðkúluna. Birgitta Dahl sagði þingheimi að sænska stjórnin íhugaði að banna notkun gassins í iðnaði ef lekamál kæmust ekki í lag. Þegar eru í gildi lög sem banna freon- gasið á úðunarbrúsum til almenn- ingsnota. Freongas er notað meðal annars sem einangrun í hitadælum í orkustöðvum, í plastiðnaði og í byggingarefni. Óson er afbrigði af súrefni (03) og er þéttast í 20-30 kflómetra hæð yfir jörðu, í ósonlaginu, sem stöðvar útfjólubláa geisla. í ófá ár hafa menn vitað að lagið gerð- ist sífellt þynnra, og síðustu miss- eri telja menn að göt hafi mynd- ast í lagið yfir suður- og norður- pólnum, - en ekki er vitað um ástæður þess að þeim svæðum er hættast. Nái útfjólubláir geislar til jarðar í verulegum mæli gæti jarðlíf beðið ómildan hnekki, og sérstaklega er talið að undir- stöðufæðu sjávar sé hætta búin. í bandarískri vísindaskýrslu sem birt var í vikunni segir að haldi ósonlagið áfram að þynnast með sama hraða og síðustu ár megi búast við að krabbamein dragi 800 þúsund Bandaríkja- menn til dauða næstu 90 ár, vegna útfjólublárrar geislunar einnar saman. V-Þýskaland Kohl ávflaður af þinginu? Jafnaðarmenn á v-þýska sambandsþinginu hafa nú boriðfram tillögu um ávítur á Helmut Kohl, kanslara V-Þýskalands, fyrir að ýja að líkindum milli Mikhaíls Gorbatsjofs og Josephs Göbbels, áróðursmeistara þýskra nasista Bonn - Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands stendur nú frammi fyrir því að hljóta ávítur frá v-þýska sambandsþinginu í Bonn fyrir ummæli þau sem höfð voru eftir honum fyrir nokkru í bandaríska vikuritinu Newsweek þar sem hann líkti saman þeim Gorbatsjof So- vétleiðtoga og Göbbels, áróð- ursmeistara þýskra nasista. Hans-Jochen Vogel, formaður þingflokks v-þýskra jafnaðar- manna (SPD) sagði á þinginu í gær að hann hefði í hyggju að leggja þar fram snemma í næstu viku tillögu þess efnis að sam- bandsþingið ávíti Kohl fyrir um- mæli sín. Hann hafi líka blekkt sambandsþingið þegar hann sak- aði Newsweek um að afbaka svör sín. „í tillögunni um ávítur er því annars vegar haldið fram að ákærur Kohl á Newsweek séu ekki á rökum reistar og hins veg- ar að viðtalið í vikuritinu hafi á réttan hátt lýst tóni og innihaldi svars þess sem Kohl gaf“, sagði Vogel í yfirlýsingu á þinginu í gær. í tillögunni er hvatt til þess að Bundestag (neðri deild sam- bandsþingsins) „ávíti kanslarann fyrir að breiða yfir eigin mistök með því að koma með óréttlátar ásakanir gegn þriðja aðila.“ Stjórnvöld í Moskvu sendu skrifstofu Kohls skriflega kvört- un í síðustu viku og frestuðu heimsókn tveggja háttsettra v- þýskra embættismanna til Mos- kvu. Kohl brást við því með því að segja á sambandsþinginu í fyrradag, að það hefði alls ekki vera ætlun sín að móðga Gorbat- sjof en orð sín hefðu verið mis- túlkuð. Hann hefði ekki borið saman Göbbels og Gorbatsjof. Sovéski sendiherrann í Bonn fagnaði á varfærnislegan hátt yf- irlýsingum Kohls. Sendiherrann sagði að í Moskvu væri enn verið að íhuga ummæli Kohls í viðtal- inu við Newsweek en sagði að nú væri mögulegt að bæta sam- skiptin aftur, þó það yrði erfitt. Newsweek hefur hins vegar brugðist við með því að leika Orðræða Kohls um Göbbels þykir missmekkleg og þykir mörgum sem hún komi úr hörðustu átt. segulbandsupptöku með viðtal- inu við Kohl, á fréttamannafundi í V-Þýskalndi. Það gerðu fulltrú- ar tímaritsins í fyrradag í Bonn. Á segulbandsupptökunni má heyra Kohl segja: „Þetta er nútíma- legur kommúnistaleiðtogi. Hann hefur aldrei komið til Holly- wood, aldrei komið til Kaliforn- íu. En hann skilur ýmislegt um almannatengsl. Göbbels var einnig sérfræðingur í almanna- tengslum. Vogel sagði á sambandsþing- inu í fyrradag að Kohl hefði verið hirðulaus, hrokafullur og seinn að átta sig. „Skilur þú ekki að þú hefur skaðað möguleika þína til að ræða við einn af fulltrúum risa- veldanna á þann máta sem erfitt verður að bæta fyrir.“ Mál þetta hefur vakið gífurlega athygli í V-Þýskalandi og er talið að það muni skaða mjög Kohl í komandi þingkosningum. -IH Hryðjuverk Shultz og Chirac Ivtt sáttir París - Spjall bandaríska utan- ríkisráðherrans George Shultz við fréttamenn eftir fund sinn með Jacques Chirac, franska forsætisráðherranum, bendir til að þeir félagar hafi skilið lítt sáttir um helsta viðræðuefnið, baráttu gegn hryðjuverka- mönnum. Shultz sagði um fundinn að ef vinátta markaðist af hreinskilni og því að menn segðu gagnrýna meiningu sína hefði ríkt mikil vinátta á fundi þeirra Chiracs. Ágreiningur Chiracs og Shultz í þessum efnum stafar af rifrildi Breta við Sýrlendinga, sem sak- aðir eru um stuðning við hryðju- verk í Bretlandi og víðar. Jórdan- íumaður var fyrir nokkru dæmd- ur í 45 ára fangelsi í London fyrir ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 hryðjuverkatilraun sem Sýrlend- ingar eru taldir hafa tekið þátt í, og í framhaldinu rauf Lundúna- stjórn stjórnmálasamband sitt við Bagdad. Bandaríkjamenn hafa stutt við bakið á Bretum í þessum málum, en ákalli Breta til annarra Efna- hagsbandalagslanda um stuðning hefur verið tekið mjög dræmlega, enda er uppi önnur sýn en hin engilsaxneska á vandanum við Miðjarðarhafsbotn í til dæmis Frakklandi og Ítalíu, og Frakkar hafa við mörg ríki þar söguleg tengsi og hagsmunaleg. Shultz sagði Bandaríkjamenn vera að endurskoða samband sitt við Sýrland og væntu þeir þess að Evrópuríki tækju sem harðasta afstöðu. Tóbaksauðhringar Sækja á þríðja heiminn Singapore - Stærstu tó- baksfyrirtæki heims beina nú framleiðslu sinni í æ ríkari mæli til þriðja heimslanda í von um aukna sölu vegna sölutregðu tóbaksafurða á Vesturlöndum, segir í tilkynn- ingu frá samtökum sem berj- ast gegn tóbaksreykingum. Fulltrúar Alþjóðlegu samtak- anna gegn krabbameini, (IUAT) halda nú heimsráðstefnu sína f Singapore. Þeir sögðu í gær að reykingar hefðu minnkað mikið í hinum þróuðu iðnríkjum. Þær hafa hins vegar aukist um tvö prósent í þriðja heiminum á síð- ustu árum. Fulltrúar IUAT segja að sú aukning sé fyrst og fremst vegna mikilla áróðursherferða stærstu tóbaksframleiðenda . í heiminum. IH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.