Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 2
'SPURNINGIN1 Hvað finnst þér um 10% hækkun dag- vistargjalda í Reykja- vík? Halldóra Guömundsdóttir þroskaþjálfi: Mór finnst þaö ekki nógu gott að hækka gjöldin. Mín börn eru hjá dagmömmu því ég fæ ekki pláss á dagheimili fyrir þau, einstæðar mæður ganga fyrir. Og þetta kemur sór illa fyrir þær. Þetta er of mikil hækkun. Guðlaug Guðjónsdóttir húsmóðir: Ég er ekki ánægð með þessa hækkun en skil þörfina á henni og sætti mig þess vegna við hana. Fanney Stefánsdóttir starfar í bakaríi: Ég vissi ekki af þessari hækkun og hef ekki myndað mér skoðun. Þorvarður Sigfússon nemi: Hún er ekki í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda verðlagi niðri á meðan kaup hækkar ekki. Hins vegar er þetta kannski réttlætanlegt því þessi gjöld hafa verið fryst nokkuð lengi. Víkingur Halldórsson skipstjóri: Mér finnst þessi hækkun óréttlát. FRÉTHR Borgarstjórn Harðir á Mjóddarríki Borgarfulltrúar vilja áfengisverslun íMjóddina. Áfengisverslanir illa staðsettar. Skapa hœttu í umferð Borgarstjórn Reykjavíkur hef- ur farið fram á það við fjármála- ráðherra að komið verði upp áfengisverslun í Mjóddinni, en sem kunnugt er hefur ráðuneytið ákveðið að hætta við byggingu húsnæðis fyrir áfengisverslun þar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sjálfstæðisflokki hefur lýst þeirri sícoðun sinni aðkoma ætti upp áf- engisverslun í Mjódd. Borgar- fulltrúar Alþýðubandalags, Kvennalista, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hafa tekið undir það og leggja áherslu á að frá sjónarhorni skipulags og um- ferðar sé staðsetning ríkis í Mjóddinni mun æskilegri en í Kringlunni, þar sem ríkið hefur tryggt sér húsnæði undir áfengis- verslun. Það var reyndar í tíð Al- berts Guðmundssonar í fjármála- ráðuneytinu að ríkissjóður lagði 40 miljónir króna í Hagkaupshöl- lina í þessum tilgangi. Borgarfulltrúar hafa áhyggjur af því að áfengisverslun muni leiða allt of mikla umferð í Kringluna með tilkomu áfengis- verslunar þar. Þeir hafa einnig bent á að þær þrjár verslanir ÁTVR sem fyrir hendi eru, séu allar illa staðsettar og skapi hættu í umferðinni, einkum á annatím- um, og leggja til að þeim verði fundinn heppilegri staður. Þjóðviljinn reyndi að ná sam- bandi við Þorstein vegna þessa máls í gær, en var tjáð að hann væri erlendis. -gg Framsókn sjötug Halelúja þing Sigurður Geirdal: Bjart fyrir stafni og byr í segl- um Nítjánda flokksþing Fram- sóknarflokksins var sett í gær að Hótel Sögu og er þingið jafnframt afmælisþing flokksins sem er nú 70 ára gamall. Yfirskrift þingsins er Ný öld í augsýn. Á þinginu verður fjallað um skipulag flokksins og starfshætti, en í ávarpi til fulltrúanna segir að þingið sé haldið við góðamál- efnalega stöðu flokksins. “Það hefur ríkt bjartsýni en festa í stefnu flokksins í ríkisstjórninni sem byggir á trú á landið og fólkið sem byggir það“ segir Sigurður Geirdal í ávarpi sínu sem endar á jafn jákvæðum nótum: “Mitt mat á stöðu okkar er, að það sé bjart fyrir stafni og byr í seglum“. “Þetta verður halelújaþing, þar sem öll átök verða látin liggja á milli hluta, enda fara kosningar í hönd“ sagði einn fulltrúanna við blaðamann um þingið. Gamla kempan Eysteinn Jónsson á afmælisþingi Framsóknar. (Mynd: Sig). Hótel og veitingaskólinn Vesturland/forval Tíu í seinni umferð Síðari umferð forvals Alþýðu- bandalagsins á Vesturlandi verð- ur háð í næstu viku og hafa 10 manns tilkynnt þátttöku. Þeir Gunnlaugur Haraldsson Akranesi, Árni E. Albertsson Ólafsvík, Ólöf Hildur Jónsdóttir Grundarfirði, Þorsteinn Benjam- ínsson Borgarnesi, Hannes Frið- steinsson Grundarfirði, Sigurður Helgason Hraunholtum, Rík- harð Brynjólfsson Hvanneyri, Skúli Alexandersson Hellissandi, Heiðar E. Friðriksson Ólafsvík og Þorbjörg Skúladóttir Akra- nesi. Átta þessara nafna eru afrakst- ur tilnefninga félaganna í fyrri umferð forvals. Þá fengu Guð- bjartur Hannesson Akranesi, Jó- hanna Leópoldsdóttir, Ragnar Elbergsson Grundarfirði, Sig- jóna Valdimarsdóttir Búðardal, Ingi Hans Jónsson Grundarfirði og Ólafur Guðmundsson Grund- arfirði einnig tilnefningar, en þau gáfu ekki kost á sér. Sem kunnugt er aftók Jóhann Ársælsson vara- þingmaður og bæjarfulltrúi á Akranesi þátttöku í slagnum fyrir nokkru. -gg Leiðrétting Nafn misritaðist þegar birtur var listi þátttakenda í forvali Al- þýðubandalagsmanna á Austur- landi í blaðinu í gær; einn þátttak- endanna er Elna Jónsdóttir frá Egilsstöðum. Húsnæði skoðað í Kópavogi Pingmenn Reykjaneskjördæmis: beitum okkur fyrir lausn íKópavogi Menntamálaráðherra segir í bréfi sem hann hefur sent bæjarstjórn Kópavogs að engin áform séu þjá stjórnvöldum um að flytja Hótel- og veitinga- skólann austur að Laugarvatni til frambúðar. Aðeins séu uppi hug- myndir um að flytja hluta af verk- legri kennslu þangað til bráða- birgða og enn séu í fullu gildi samningar um framtíðarupp- byggingu skólans í Kópavogi. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri í Kópavogi sagði við Þjóð- viljann að Kópavogskaupstaður hefði lengi verið reiðubúinn að leysa bráðabirgðavanda skólans. „Við teljum mikla hættu á að ef hluti af starfseminni verður flutt- ur austur flendist hann þar og að samningur Kópavogs og ráðu- neytis frá 1983 verði þar með að engu hafður", sagði Kristján. Eins og komið hefur fram í fréttum hafa nemendur og kenn- arar skólans lýst sig andvíga flutningum að Laugarvatni. f vik- unni fóru helstu forvígismenn veitingamanna um Kópavog og kynntu sér leiguhúsnæði fyrir skólann og leist þeim vel á. í gær hélt bæjarstjórn Kópa- vogs fund með alþingismönnum Reykj aneskj ördæmis og kom þar fram sterkur vilji fyrir að leysa málið. Á vegum bæjaryfirvalda er verið að gera áætlun um hvað kosti að koma upp bráðabirgða- aðstöðu í leiguhúsnæði því sem stendur til boða og mun fjárveit- inganefnd þingsins kynnt sú niðurstaða innan fárra daga. -v. Það er einsog þú hafir verið að breytast soldið uppá síðkastið vinur. Góð athugasemd. Ég minni hinsvegar á... I til að efla samtök okkar og koma málefnum okkar til þjóðarinnar að nú er ekki tími til að velta vöngum. Á örlagatímum er öðru mikilvægara að allir leggist á eitt og sæki fram í órófa fylkingu... 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.