Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Reykjanesi Kjördæmísráðsfundur Boðað er til fundar í kjördæmisráði í Þinghóli Kópavogi, mánudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1) Undirbúningur kosninga. 2) Skipun 9 manna blaðnefndar. 3) Önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn mánudaginn 10. nóvember kl. 20.30 í Rein. Dag- skrá: 1) Fréttir af starfi nefnda. 2) Bæjarstjórnarfundur 11. nóvember. 3) Önnur mál. Ragnar og uppreisnin I tilefni af miðstjórnarfundinum um helgina verður opið hús í Miðgarði, Hverfisgötu 105, laugardagskvöldið 8. nóvember frá kl. 21. Að lokinni sýningu á Uppreisninni á fsafirði í Þjóðleikhúsinu mætir höfundur verksins, Ragnar Arnalds, á staðinn og situr fyrir svörum. Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsmenn eru hvattir til að koma og njóta samvista við félaga á landsbyggðinni. Stjórn ABR SUÐURLAND Forval 14. og 15. nóvember Fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins á Suðurlandi vegna alþingis- kosninga fer fram dagana 14. og 15. nóvember. Kjörstaðir verða opnir 16-22 báða dagana. Kosið verður hjá formönnum félaganna nema annað sé tekið fram. Þeir eru: Vestmannaeyjar: Guðmundur Jensson Hólagötu 32, s. 98-2126. Kjör- staður verður í Hólshúsi (Kreml). Selfoss: Anna K. Sigurðardóttir Laufhaga 15, s. 99-2189. Kjörstaður verð- ur í Alþýðubandalagshúsinu Kirkjuvegi 7. Þorlákshöfn: Elín B. Jónsdóttir Haukabergi 6, s. 99-3770. Kjörstaður verður á skrifstofu Stoð s/f Unubakka. Stokkseyri: Ingi S. Ingason Eyjaseli 7, s. 99-3479. Uppsv. Arnessýslu: Unnar Þ. Böðvarsson Reykholti, Biskupstungum, s. 99-6831. Vestur-Skaftafellssýsla: Margrét Guðmundsdóttir, Vatnsskarðshólar, Mýrdalshreppi, s. 99-7291. Hveragerði: Magnús Ágústsson, Lindarbrekku, s. 99-4579. Rangárvallasýsla: Upplýsingar hjá: Einar Sigurþórsson Háamúla, s. 99- 8569 og Guðrún Haraldsdóttir Þrúðuvangi 9, Hellu, s. 99-5821. Utanskjörstaðaatkvæðagreiðsla stendur frá 8. nóvember. Kosið verður hjá formönnum og á aðalskrifstofu Ab Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Flokks- mönnum er bent á að kynna sér forvalsreglur hjá stjórnum félaganna. Fyrir hönd stjómar kjördæmisráðs: Einar Birgir Steinþórsson, Vestmannaeyjum, hs. 98-2960 og vs. 98-1079. Alþýðubandalagið Reykjavík Viðtalstími borgarfulltrúa Kristín Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins verður til viðtals á Hverfisgötu 105 laugardaginn 8. nóvember frá kl. 13.- 14. Borgarmálaráð ABR. Sveitarstjórnarmenn AB og áhugamenn um sveitarstjórnarmál Fundur Byggðamanna Byggðamenn halda fund í Miðgarði, Hverfisgötu 105 Rvík. 19. nóvember. Fundurinn hefst kl. 20. Dagskrá: 1) Frumvarpsdrög um breytingu á tekjustofnalögum. Fjallað verður sérstaklega um fasteignagjöld, útsvör og jöfnunargjald. 2) Sam- vinna sveitarfélaga á Suðurnesjum - ný viðhorf. 3) Stjórnarkjör. 4) Önnur mál. Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Halló, halló! Um leið og við þökkum öllum þeim sem hafa keypt af okkur happdrættis- miða, minnum við þá sem eiga gíróseðla upp á ísskáp hjá sér að þeirra stuðningur verður vel þeginn. uHEGIÐ 1. DESEMBER N.K. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins. Utanríkismálanefnd ÆFAB Fundur verður í utanríkismálanefnd ÆFAB sunnudaginn 15. nóvember að Hverfisgötu 105 kl. 17.00. Dagskrá: 1) Skýrslur frá landsfundi SHA og aðalfundi El Salvadornefndar- ■ innar. 2) Starfið framundan (Nánar auglýst síðar.) - Utanríkismálanefnd ÆFAB. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Framkvæmdaráð ÆF Matarfundur verður hjá framkvæmdaráði á laugardaginn 8 nóvember að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Útgáfumál. 2) Fjármál. 3) Utanríkismál. 4) Starfið framundan. Bon apetit. Kvenréttindafélagið Konur í kosningaham Vetrarstarf Kvenréttindafélags íslands er nú hafíð, en í tilefni af komandi alþingiskosningum verður yfirskrift starfsársins “Konur í kosningaham“. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að markmiðið í vetur sé að “freista þess að taka þátt í að breyta þeirri mynd sem blasir við, og auka hlutdeild kvenna á Al- þingi“, en konur þar eru sem kunnugt er aðeins 9 af 60. Kven- réttindafélagið, sem hefur reyndar frá stofnun hvatt konur til þess að sækja fram hverja í sínum flokki, hefur að þessu sinni sent bréf til fulltrúaráða, kjör- dæmaráða og formanna flokk- anna stjórnmáiaflokkanna, auk kvennadeilda þeirra, þar sem hvatt er til þess að unnið verði að framgangi kvenna í komandi kosningum. Þá hefur félagið gefið út vegg- spjald með yfirskriftinni “Býrð þú í karlaríki" og í ráði er að efna til námskeiða fyrir konur sem vilja vera virkari í pólitísku starfi og halda ráðstefnu með þeim konum sem verða í framboði til komandi alþingiskosninga. -K.Ól. Tækniskólinn 16 nýir meinatæknar 20 árfrá því kennsla í meinatækni hófst við skólann 16 meinatæknar voru nýlega útskrifaðir af námsbraut í meina- tækni við Tækniskólann í Reykja- vík og við það tækifæri var þess einnig minnst að 20 ár eru nú liðin frá því að kennsla hófst í meina- tækni við skólann. Nú fer nám meinatækna fram á námsbraut í meinatækni við heilbrigðisdeild Tækniskólans í samvinnu við rannsóknardeildir heilbrigðisstofnana og spannar námið 7 annir. Meðal þeirra sem fluttu ávarp við útskriftina voru Árni Gunn- arsson skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneytinu, Bjarni Krist- jánsson skólastjóri, Guðrún Ing- varsdóttir deildarstjóri og Helga Ólafsdóttir formaður Meina- tæknafélags íslands sem flutti kveðjur félagsins og færði náms- brautinni gjöf. Krabbameinsfélagið Haust- happdrættið er hafið Árlegt hausthappdrætti Krabbameinsfélagsins er nú haf- ið. Vinningar eru þrjár Subaru Station bifreiðar og þrjár Ford Si- erra, allar af árgerð 1987, auk tuttugu og fímm vöruvinninga að verðmæti 50 þúsund krónur hver og sextíu og níu vinninga á 25 þús- und krónur hver. Samtals að verðmæti um 6,2 miljónir króna. Dregið verður að vanda 24. des- ember. Krabbameinsfélagið er mjög háð happdrættinu um fjármagn til að standa undir daglegum rekstri sínum. Könnun sem Hag- vangur gerði í sumar bendir ein- dregið til að mikill meirihluti landsmanna sé reiðubúinn til að kaupa happdrættismiða félagsins og þá fyrst og fremst til að tryggja starfsemi þess. Lausasala fer fram á skrifstofu happdrættisins í Skógarhlíð 8, Reykjavík, og síðustu tvær vik- urnar fyrir jól í sölubíl í Austur- stræti. Útboð - kælikerfi Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboöi í smíöi og uppsetningu á kælikerfi fyrir matvöruverslun Hagkaups í Verslanamiðstöð í Kringlumýri í Reykjavík. Tilboð óskast m.a. í eftirtalda verkþætti: - Kælipressur er anna allt að 250 kW - Eimsvala er anna allt að 370 kW - Allar tengingar og lagnir - Raflagnir og stýrikerfi - Uppsetningu og tengingu kæliborða yerkinu skal að fullu lokið 1. júní 1987. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thorddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 4. nóvember 1986 gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjargötu 4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 9. des- ember 1986 en þá verða þau opnuð þar að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup hf., Lækjargötu 4, Reykjavík Auglýsið í Þjóðviljanum FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar leitar að fjölskyldum í Reykjavík, sem geta tekið börn á aldrinum 0-12 ára í fóstur í 2-4 mánuði. Nauðsynlegt er að annað hjóna sé heimavinn- andi. Við óskum eftir hlýlegu fólki, sem hefur reynslu í barnauppeldi og ertilbúið að veita börnum stuðn- ing og alúð. Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til Helgu Jóhannesdóttur, félagsráð- gjafa eða Áslaugar Ólafsdóttur félagsráðgjafa í síma 685911 milli kl. 8.30 og 16.00 virka daga. St. Jósefsspítaii, Landakoti Lausar stöður Þurfum á góðu fólki að halda til starfa við ræsting- ar. Vinnutími frá kl. 7.30-15.30 eða 8-12. Unnið ertvær helgar, þriðja helgin frí. Upplýsing- ar í síma 19600 - 259 alla virka daga frá kl. 10-14. Reykjavík 8.11. 1986. Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi Indriði Sigurðsson Melabraut 16, Seltjarnarnesi lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 6. nóvember s.l. Erla Árnadóttir Slgurður Stefánsson Anna Sigríður Indriðadóttir Jón Ögmundsson Árni Indriðason Kristín K. Einarsdóttir Sigurður Indriðason Kári Indriðason og barnabörn. Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför Sigríðar Lilju Ámundadóttur frá Sandlæk. Systkini og vandamenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.