Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 ' ‘ Laugardagur 8. nóvember 1986 255. tölublað 51. árgangur SPJALDHAGI allar upplýsingar á einum stað # SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Sjálfstœðisflokkurinn Sendu starfsmann Enginn Sjálfstœðisþingmaður á SÞ-þing. Guðrún Agnarsdóttir: Gildirgreinilega ann- að um þá en okkur að skiptir greinilega ekki svo miklu máli lengur hverjir fara þegar það hentar þessum herra- mönnum, sagði Guðrún Agnars- dóttir þingflokksformaður Kvennalista í gær, en hún fer við fjórða mann á þing Sameinuðu þjoðanna n.k. þriðjudag. Hinir eru Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálfstæðisflokki, Ragnar Arn- atds, Alþýðubandalagi og Jón H. Guðmundsson, Alþýðuflokki. Kosningar Klofningshreppur klofinn Kjósendur í Fellastrandar- hreppi og Skarðshreppi í Dölum ganga til hreppsnefndarkosninga á morgun, í annað sinn á árinu. Klofningshreppur hefur verið lagður niður, og skiptist milli hinna hreppanna tveggja og þarf því að kjósa forystumenn í sveitarstjórnirnar uppá nýtt. Engir listar bárust og er kosn- ingin óhlutbundin í báðum hreppunum, ~m T— 1 Nú um helgina koma fulltrúar tveggja þingflokka heim frá alls- herjarþinginu, þeir Jón Sveins- son, Framsóknarflokki og Sigur- björn Magnússon, Sjálfstæðis- flokki. Hvorki Sigurbjörn, sem er starfsmaður Sjálfstæðisflokks- ins, né Jón H. Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri eru vara- þingmenn en í fyrra gerðu Sjálf- stæðismenn og Morgunblaðið harða hríð að Kvennalistanum fyrir að senda KristínuJónsdóttur til Sí>, en hún var neðarlega á lista þeirra. Engar athugasemdir hafa nú verið gerðar opinberlega við þetta val þingflokkanna. Ingvi S. Ingvason, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins sagði í gær að þeir vildu halda sig við þá aðalreglu að varamenn eða þingmenn sjálfir færu á allsherj- arþingið. Þingflokkarnir hefðu hins vegar átt erfitt með að finna menn úr þeim hópi á tilsettum tíma og því hefði verið vikið frá þessu nú og áður. Af hálfu ráðu- neytisins gilti hins vegar sama af- staða. Fulltrúar þingflokkanna sitja 3 vikur í senn á þinginu, sem áætlað er að ljúki 6. desember n.k. -ÁI ...........1 Afmœli Sátt viðlífið Hólmfríður Björnsdóttir verður hundrað og tveggja ára í dag Hundrað og tveggja ára er í dag Hólmfríður Björnsdóttir, frá Nesi í Loðmundarfirði. Hún dvelst nú á elliheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi og er vel ern þó heyrn sé farin að tapast. Hólmfríður er mikil hannyrða- kona og enn í dag fellur henni vart verk úr hendi. „Ég hef alltaf haft það gott og verið ánægð með lífið. Það var það sem þurfti með,“ sagði Hólmfríður þegar hún var spurð hverju hún þakkaði langlífi sitt. Nútímann afgreiddi hún með því að segja að sér litist sæmilega á hann. Hólmfríður fæddist á Fá- skrúðsfirði. Faðir hennar varð einnig mjög aldinn, rúmlega átt- ræður er hann lést, en það þótti á þeim tímum mjög hár aldur. Reyndar hefur Hólmfríður ekki ætíð verið jafn heilsuhraust og nú, því um miðja ævina átti ^__________________________________________________ hún við lasleika að stríða, en það Hólmfríður Björnsdóttir sagðist alltaf hafa haft það gott og verið ánægð með eltist af henni og „lasleikanum vil lífið. Mynd Sig. ég bara gleyma“. -Sáf Nú býðst þér töfraheimur íslenskrar myndlistar ágóðu verði Frábær greiðslukjör á bókinni Ef þú hefur samband við okkur getur þú fengið bókina senda heim. Þá má greiða bókina með afborgunum og dreifa þannig lágu verði á langan tíma! Kjörin gjöf til vina og viðskiptamanna innanlands sem utan. LISTASAFN ÍSLANDS Auk listaverkamyndanna, sem flestar eru litprentaðar, er í bókinni heildarskrá íslenskra verka í eigu safnsins, æviatriði höfunda og ágrip af sögu Listasafnsins. Bókin er ómissandi fyrir alla sem láta sig íslenska myndlist varða; Listamenn, fræðimenn, námsmenn, listunnendur og aðra, sem vilja kunna skil á menningararfi okkar. Bókin Listasafn íslands 1884-1984 er sérstaklega falleg listaverkabók sem hefur að geyma margar af perlum listasögu okkar. Verð aðeins kr. 3.705-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.