Þjóðviljinn - 19.11.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.11.1986, Blaðsíða 1
Sjálfstœðisflokkurinn Framsókn fomað fyrir frrtt spil Haraldur Ólafsson felldur úr bankaráði Seðlabankansj Krat- arfengu manninn. Avísun á viðreisn? Sjálfstæðisflokkurinn tryggði sér frítt spil til stjórnarmynd- unar eftir kosningar, við kjör í bankaráð Seðlabankans á alþingi f gær. Fjarvera eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Péturs Sig- urðssonar, varð til þess að ann- ar maður Framsóknar, Haraldur Ólafsson, féll í kosningunni en í hans stað kom Björn Björnsson, fulltrúi Alþýðuflokks. Bankaráðið situr næstu fjögur árin og getur Sjálfstæðisfiokkur- inn því með tvo menn tryggt sér meirihluta eftir kosningar með einum fulltrúa annað hvort frá krötum, í Framsókn eða Alþýðu- bandalagi. „Þetta kemur mér á óvart,“ sagði Páll Pétursson, for- maður þingflokks Framsóknar eftir atkvæðagreiðsluna. „Það er óheppilegt að þarna skuli hafa myndast viðreisnarmeirihluti. Ég hef rótgróna ótrú á því sam- starfi.“ Það vakti athygli um þrjúleytið í gærdag þegar þingsalurinn fór smám saman að fyllast, en slíkt er fátítt á alþingi nú um stundir. Meira að segja allir ráðherrarnir voru mættir og rétt fyrir fjögur kom skýringin: Kosning í banka- ráð Seðlabankans var á dagskrá. Kvennalistakonurnar 3 skiluðu auðu, A-listi Sjálfstæðismanna og Framsóknar fékk 37 atkvæði og 3 menn kjörna og B-listi A- flokkanna fékk 19 atkvæði og 2 menn kjöma. Haraldur Ólafsson þingmaður var þar með fallinn en í hans stað kom Björn Bjömsson, hagfræðingur ASÍ. Ef fullmætt hefði verið hjá Sjálfstæðismönnum hefði A- listinn væntanlega fengið 38 at- kvæði og þá hefði þurft að varpa hlutkesti milli Haraldar og Bjöms. En til þess kom ekki vegna fjarvistar Péturs. Páll Pétursson sagðist ekki gera því skóna að hér hefði verið um samning milli Sjálfstæðismanna og krata að ræða en gagnrýndi Ólaf S. Einarsson, formann þing- flokks Sjálfstæðisflokksins harð- lega fyrir að hafa ekki látið fresta kosningunni fyrst ekki var full- mætt hjá honum. Seðlabankaráð er nú þannig skipað: Ólafur B. Thors, fram- kvæmdastjóri, Davíð Aðalsteins- son, alþingismaður, Guðmundur Magnússon, prófessor, Þröstur Óiafsson, framkvæmdastjóri og Björn Björnsson, hagfræðingur. -ÁI Engar rettur hjá ríkinu Páll Pétursson vill afnema tóbaks- veitingará vegum hins opinbera Páll Pétursson hefur lagt fyrir alþingi þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að afnema tóbaksveitingar á vegum ríkisins og opinberra stofnana. í greinargerð minnir Páll á lög sem Alþingi samþykkti 17. maí 1984 um tóbaksvamir, og segir þau hafa skilað góðum árangri. Dregið hafi úr reykingum á al- mannafæri og færri unglingar reyki nú en áður. Síðan segir Páll: „Það er óviðeigandi að ríki eða ríkisstofnanir veiti lengur tóbak á fundum eða í samkvæmum, þótt hér sé ekki lagt til algjört reyk- ingabann." _ÁI Forval AB Guðni með „Á fundi sínum í dag ákvað kjörnefnd að bæta einum manni inn á framboðslista fyrir forvalið í Reykjavík, Guðna Jóhannes- sy ni, formanni Alþýðubandalags- ins í Reykjavík.“ Þetta sagði Hrafn Magnússon formaður kjömefndar í viðtali við Þjóðviljann. Hrafn sagði enn- fremur: „Kjömefnd starfar nánast í umboði Alþýðubandalagsins í Reykjavík, þannig að okkur fannst ekki hægt að standa gegn formanni félagsins, sem sótti það með slíkum ofurþunga að komast í framboð, þrátt fyrir að fram- boðsfrestur væri liðinn og kjör- nefnd hefði ákveðið að bæta ekki frambjóðendum í þann hóp, sem skilaði inn framboðum sínum áður en frestur rann út. Þó að við höfum vægt fyrir Guðna formanni í þessu máli tel ég að fyrri ákvörðun kjörnefndar hafi verið rétt, þó svo að við höf- um nú breytt henni til að firra flokkslegum og félagslegum vanda, sem virtist vera aðsteðj- andi í þessu máli.“ - Þráinn „Þú hlýtur aðsjá þaft sjálf Sigga m(n!" gæti EinarÓlafssonformaður Starfsmannafélags rfkisstarfsmanna veriðaðsegja við Sigriði Kristinsdóttur. Ljósm.: Sig. Aukaþing BSRB Byr með breytingum Hugmyndirum starfsgreinafyrirkomulagstarfsmanna ríkis og sveitarfélagafœr byr undir báða vœngi. Tillaga sem þrengir möguleika þessara hugmynda mœtir óánœgju Afyrra degi aukaþings BSRB sem sett var í gær voru skipu- lagsmál bandalagsins m.a. til um- ræSu en á þinginu lagði skipu- lagsnefnd fram lagabrey tingartO- lögu sem felur í sér grundvallar- breytingu frá fyrri tillögu nefnd- arinnar frá 3. nóvember sl. í fyrri tillögunni er lagður grundvöllur að skipulagi þar sem ákveðnar starfsgreinar geta myndað með sér félög og/eða sambönd, sem gætu náð yfir ein- stök svæði, t.d. höfuðborgar- svæðið, eða yfir allt landið hvort sem um ríkisstarfsmenn eða starfsmenn sveitarfélaga er að ræða. Þetta fyrirkomulag getur haft mikla þýðingu fyrir starfs- hópa sem ýmist starfa hjá ríki eða sveitarfélögum, eins og t.d. fóstr- ur og sjúkraliða, en í sameigin- legri ályktun sem þessir hópar auk röntgentækna, þroskaþjálfa og meinatækna sendi frá sér um fyrri tillöguna þ. 10. nóvember er fyrirkomulagið lofað. Samkvæmt tillögunni sem skipulagsnefnd lagði fram í gær var hins vegar búið að þrengja þá möguleika sem fyrri tillagan gerði ráð fyrir því þar er kveðið á um að félög starfsmanna sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum verði aðskilin og er t.d. ekki gert ráð fyrir að félög starfsmanna ' sveitarfélaga geti myndað með sér sambönd. Á ráðstefnunni kom fram að fyrri tillögu hefði verið breytt í ljósi þeirrar hættu að fyrirkomulagið veikti bæjar- starfsmannafélögin, en helsti málsvari tillögunnar var Harald- ur Hannesson formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkur. Stór hópur fundarmanna var andvígur nýju tillögunni, en að mati margra þykir líklegt að fyrri til- lagan verði ofan á sérstaklega m.t.t. þess að samnings og verk- fallsréttur verði framvegis í hönd- um félaganna. Á ráðstefnunni í gær voru jafn- framt drög að frumvarpi til laga um samnigsréttarmálin til um- ræðu, en frumvarpið er enn í mótun. -K.ÓI. Bretland Hjálpið froskunum Lundúnum - Bresklr náttúru- verndarsinnar hófu (gær mikla herferð þar sem Bretar eru hvattir til að hjálpa froskum að komast yfir vegi og vera góðlr við snáka. „Konunglega félagið gegn grimmd gagnvart dýrum" nefnist ’félagsskapurinn og hvetur Breta t.d. til að reisa skilti við vegi landsins þar sem bflstjórar eru hvattir til að komast hjá því að myrða kvikindin þegar þau reyna að komast yfir vegi og vilja láta setja lítil göng undir vegi fyrir snáka og froska. -IH/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.