Þjóðviljinn - 19.11.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.11.1986, Blaðsíða 14
ALÞÝPUBANDALAGIP Austurland Forval 22. -23. nóvember. Síðari umferð forvals AB á Austurlandi vegna alþingiskosninga fer fram dagana 22. og 23. nóvember. Formenn félaganna veita allar upplýsingar. Þeir eru: VÖpnafjörður: Guðmundur Wium s: 3326, Egilsstaðir, Hérað og Borgar- fjörður: Kristinn Árnason s: 1286. Seyðisfjörður: Jóhann Jóhannsson s: 2425. Neskaupsstaður: Már Lárusson s:7331. Eskifjörður: Hjalti Sigurðs- son. s:6367. Reyðarfjörður: Sveinn Jónsson s:4377. Fáskrúðsfjörður: Magnús Stefánsson s: 5211 Stöðvarfjörður Ármann Jóhannsson s:5283. Breiðdalsvík: Þorgrímur Sigfússon s:8817. Djúpivogur: Eysteinn Guðjóns- son s: 8873. Höfn: Sigurður Geirsson s:8172. Utnakjörstaðaatkvæðagreiðsla stendur frá 17. nóvember. Kosið verður hjá formönnum og á aðalskrifstofu AB Hverfisgötu 105 í Reykjavík á skrif- stofutíma. Alþýðubandalag Hafnarfjarðar Gunnar Rafn Félagsfundur Félagsfundur ABH verður haldinn í Skálanum mið- vikudaginn 19. nóv. kl. 20.30. Dagskrá: 1) Undirbún- ingur kosninga. Framsaga: Gunnar Rafn Sigur- görnsson. 2) Stjórnmálaviðhorfin. Framsaga: lafur Ragnar Grímsson. Nýir félagar eru boðnir velkomir. - Stjórnln. Ólafur Ragnar Alþýðubandalagið í Vesturlandskjördæmi auglýsir síðari hluta forvals Kosningarétt hafa allir flokksbundnir Alþýðubandalagsmenn á viðkomandi félagssvæði svo og allir stuðningsmenn þess sem af heilindum vilja taka þátt í forvalinu, enda hafi stjórn viðkomandi félags samþykkt þá. Kosning skal fara fram á tímabilinu 13.-20. nóvember. Kjörgögnum skal skila til fulltrúa viðkomandi félags í uppstillingarnefnd fyrir klukkan 12.00 föstudaginn 21. nóvember n.k. Talning atkvæða fer fram í Borgarnesi laugardaginn 22. nóvember kl. 20.00. Úrslit verða kunngerð á kjördæmaráðsfundi sem hefst kl. 14.00 daginn eftir, þann 23. nóv. í Borgarnesi. Forvallð er ekki bindandi. Nánari upplýsingar gefa formenn Alþýðubandalagsfélaganna. F.h. uppstillingarnefndar Ólafur Guðmundsson Grundarfirði sími 8703. Sveitarstjórnarmenn AB og áhugamenn um sveitarstjómarmál Fundur Byggðamanna Byggðamenn halda fund í Miðgarði, Hverfisgötu 105 Rvík. 19. nóvember. Fundurinn hefst kl. 20. Dagskrá: 1) Frumvarpsdrög um breytingu á tekjustofnalögum. Fjallað verður sérstaklega um fasteignagjöld, útsvör og jöfnunargjald. 2) Sam- vinna sveitarfélaga á Suðurnesjum - ný viðhorf. 3) Stjórnarkjör. 4) Önnur mál. Stjórnin. Vesturlandskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Kjördæmisráð boðar til fundar sunnudaginn 23. nk. í Röðli.Brákarbraut 3, Borgarnesi. Fundarefni: 1) Niðurstaða forvals. 2) Önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Neskaupstað Seinni hluti forvals Seinni hluti forvals fer fram að Egilsbraut 11, laugardaginn 22. og 23. nóvember nk. Opið verður frá kl. 13 - 18 báða dagana. Þeir sem ekki verða heima fyrrgreinda daga haf i samband við Má Lárusson s. 7331, Lilju Huldu Auðunsdóttur s. 7327 og Bjarna Aðalsteinsson s. 7583. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. - Stjórn ABN. HRARIK útboð RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftirtilboðum í eftir- farandi: RARIK-86017: Aflastrengir, stýrisstrengir og ber koparvír. Opnunardagur: Fimmtudagur 8. janúar 1987, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 20. nóvember 1986 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 17. nóvember 1986 Rafmagnsveítur ríkisins Umferðarátak 12 milljónir í fræðslu Tryggingarfélögin ákveða að veita 1 % afiðgjöldum nœsta árs til umferðaráróðurs „Það var ákveðið að verja 1% af bókfærðum iðgjöldum trygg- ingafélaganna á árinu 1987 til umferðaráróðurs og umferðar- fræðslu og félögin munu sjálf sinna verkefnum í samvinnu við Umferðarráð,“ sagði Brúnó Hjaltested aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga í samtali við blaðið að lok- inni ráðstefnu bifreiðatrygginga- félaganna um öryggismál í um- ferðinni sem haldin var á mið- vikudag. Ástæðuna fyrir þessarri ákvörðun sagði Brúnó vera að félögunum fyndist ekki nógu miklu fé veitt til umferðaráróð- urs. Upphæðin sem félögin munu verja til umferðaröryggismála á næsta ári er álíka há og fjárveiting ríkisins til Umferðarráðs eða um 12-13 milljónir að sögn Brúnós. „Ef dregur úr tjónum eftir þetta átak okkar þá spörum við þjóðarbúinu og tryggingarfé- lögunum mikla peninga,“sagði Brúnó. „Tryggingatakar hagnast auðvitað líka því fækki tjónum hækka iðgjöld minna eða jafnvel lækka.“ -vd. Framhaldsskólar Afleit einkunnargjöf Félag framhaldsskóla: Koma í vegfyrirfjölbreytt menntakerfi i stofnfundi Félags framhalds- málaráðherra er einungis sá að n skóla fyrir skömmu var sam- þykkt ályktun um menntamál, þar sem ítrekað var að þess verði að gæta við skipulagningu og uppbyggingu menntakerfisins að hafa fjölbreytni í kennslu og námsframboði sem mesta. „Mið- stýrðar samræmingaraðgerðir af hálfu stjórnvalda eru því, að mati félags Framhaldsskóla, einungis til þess fallnar að koma i veg fyrir þá fjölbreytni sem menntakerfið verður að bjóða upp á.“ Síðan segir: Nýsettar reglur menntamála- ráðherra varðandi einkunnargjöf í framhaldsskólum eru sorglegt dæmi um þær samræmingarað- gerðir sem hér hefur verið fjallað um. Sjáanlegur tilgangur með þessum nýju reglum mennta- auðvelda ríkisbákninu að draga námsmenn í dilka að loknu stúd- entsprófi. Námsmat í fram- haldsskólum batnar á engan hátt með tilkomu þessara reglna, en þær eru sem hnefahögg í andlit þeirra sem vilja beita sér fyrir fjölbreyttu menntakerfi. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að mismunandi kennsluhættir kaila á mismunandi aðferðir við náms- mat og standa regiurnar því beinlínis í vegi fyrir fjölbreyttum kennsluháttum. Félag framhaldsskóla skorar því að menntamálaráðherra að fella nýju einkunnarreglurnar úr gildi nú þegar og heitir fullum stuðningi við allar tillögur sem draga úr miðstýringu mennta- mála og auka við fjölbreytni menntakerfisins. Alþýðusamband Austurlands Samninga strax Alþýðusamband Austurlands samþykkti á þingi sínu á dög- unum að ef ekki næðist samstaða um sameiginlega samningagerð í komandi kjarasamningum þá muni aðildarfélög ASA standa saman sem órofa heild að samn- ingum heirna í héraði. I kjaramálaályktun þingsins er lögð áhersla á að úrlausn fáist hið fyrsta á kjörum þeirra lægst- launuðu og því verði að ganga til samninga nú þegar. Samningarn- ir í febrúar sl. hafi markað ákveð- in þáttaskil en ekki verið neinn lokasigur. Áherslan í komandi samningum verði að dagvinnu- laun dugi til framfærslu, kjörin séu tryggð með rauðum strikum, launamunur verði Ieiðréttur milli kynja og búsetuskilyrðin í landinu jöfnuð. Gosdrykkir Landsbyggðargosið dýrt Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Geysilegur verðmunur á gosi útum landið. Mun lœgra verð íReykjavík Verðkönnun Verðlagsstofnun- ar á gosdrykkjum sýnir fram á að geysilegur verðmunur er oft á tíð- um á sömu vöru í mismunandi verslunum. í Ijós kom að allt að 71% munur er á hæsta og lægsta verði af 19 cl flösku af kóki og 67-69% munur á 25 cl flösku af appclsíni. Samkvæmt könnuninni er verð á gosdrykkjum í flestum tilvikum mun lægra í Reykjavík en annars staðar. Hæst er verðið að jafnaði á ísafirði, í Bolungarvík, á Reyðarfirði, Höfn í Hornafirði og á norðaustur homi landsins. Þannig er verð á gosdrykkjum hjá Kaupfélagi N-Þingeyinga ótrúlega hátt miðað við verðið í Reykjavík. Gengið var út frá því í könnuninni að lítil kók kostaði 14 krónur í Reykjavík, en hún kost- aði 24 krónur á Raufarhöfn. Á sama tíma og sykurlaust appelsín kostaði 16 krónur í Reykjavík kostaði það 27 krónur á Raufar- höfn. Einn og hálfur líter af kóki kostaði minnst 79 krónur í Reykjavík, en hvorki meira né minna en 112 krónur hjá Gunnari Hjaltasyni á Reyðarfirði. í frétt frá Verðlagsstofnun segir að flutningskostnaður sem leggst ofan á verðið víða úti á landi skýri ekki nema hluta af þessum mikla verðmismun. Hluta af skýringunni mun vera að finna í kostnaði vegna milliliða og mishárri smásöluálagningu. -gg 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 19. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.