Þjóðviljinn - 19.11.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.11.1986, Blaðsíða 3
ÖRFRÉTTIR FRÉTTIR íslensku bækurnar sem hafa verið lagöar fram til bókmenntaverðlauna Norður- landa eru Sagan öll eftir Pétur Gunnarsson og Gulleyjan eftir Einar Kárason. Bók- menntaverðlaunanefndin kemur saman í Stokkhólmi 19. - 20. jan- úar og úthlutar þá verðlaunun- um. Fulltrúar íslands í nefndinni eru þeir Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson. Eign, réttur og frelsi í ritum Aristótelesar um stjórnmálin nefnist fyrirlestur sem Arnór Hannibalsson heldur á vegum félags áhugamanna um réttarsögu. Fyrirlesturinn verður haldinn í Árnagarði stofu 423 kl. 17.15 ídag. Jafnréttisnefnd BSRB mótmælir harðlega skoðun fram- kvæmdastjóra VSl' og lýsir undr- un sinni á ummælum hans um störf og vinnuframlag kvenna í sjónvarpsviðtali nýverið. Nefndin leggur áherslu á að vægi ábyrgð- ar á lífi og limum verði lagt að jöfnu vægi ábyrgðar á fjármunum og tækjum. Félag einstæðra foreldra heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 21.00 í Skeljahelli. Gestir fundar- ins eru þær Jóhanna Sigurðar- dóttir, Salóme Þorkelsdóttir, Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir þingmenn og borgarfulltrúarnir Kristín Á. Ólafsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Starfsmenn Borgarspítaians hafa lýst furðu sinni á vinnu- brögðum höfunda nýútgefinnar skýrslu um rekstur spítalans og þeirri vanþekkingu og fjölda ó- rökstuddra fullyrðinga um mál- efni spítalans sem er að finna í skýrslunni. Starfsmenn mót- mæla harðlega sleggjudómum um vanrækslu í starfi en segjast reiðubúnir til málefnalegrar um- ræðu um starfshætti spítalans. Verð á matvöru úti á landi er alls staðar hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Dýrust er matvaran á ísafirði eða 8% hærri en í Reykjavík og í Bolung- arvík er verð á matvöru 6.3% hærra en í Reykjavík. Á höfuð- borgarsvæðinu er matvöruverð um 3% hærra í hverfaverslunum en í stórmörkuðum. Foreldrar barna í Steinahlíð hafa mótmælt 10% hækkun dag- vistargjalda í Reykjavík. Þá lýsa foreldrarnir yfir stuðningi við bar- áttu fóstra fyrir betri launum og telja sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart kröfum þeirra stefna starfsemi dagvistarheimilanna í borginni í mikinn voða. Jafnframt eru aðrir foreldrar hvattir til að láta í sér heyra. 496 hreindýr voru felld í haust á Austurlandi samkvæmt upplýsingum hreindýraeftirlitsmanns. Veiði- kvótinn var aðeins fylltur í 10 hreppum af 32 sem fengu úthlut- að kvóta. Innvegin mjólk á síðasta verðlagsári jókst um 0.22% frá árinu á undan og sala nýmjólkur um 0.57%. Rjómasal- an jókst um 3.8%, ostasalan um 2.553% en smjörsalan dróst saman um 1.5%. Kvennalistinn á Vesturlandi hefur mótmælt harðlega öllum hugmyndum um sölu á Rás 2. Segir í samþykkt félagsins að Ríkisútvarpið sé útvarp allra landsmanna og forkastanlegt sé að selja hluta af því til einstak- linga. Kirkjuþing Óvígðar grafir leyfðar Nýtt lagafrumvarp um kirkjugarða frá kirkjuþinginu. Þjóðmálaráð kirkjunnar í undirbúningi Óvígður grafreitur í kirkju- garði, engir nýir heimilisgraf- reitir, heimild fyrir kirkjugarðs- stjórn til að greiða hluta útfar- -arkostnaðar, - þessi eru meðal nýmæla í frumvarpi sem kirkju- þing samþykkti í gær og kirkju- málaráðherra ætlar að leggja fram sem stjórnarfrumvarp á al- þingi. Auk lagafrumvarpsins um kirkjugarða og líkbrennslu var á þinginu í gær samþykkt meðal annars að hefja undirbúning að Þjóðmálaráði kirkjunnar, sem gefi í framtíðinni kirkjulega leiðbeiningu um kristin viðhorf í ýmsum félagsmálum; ennfremur var samþykkt að skora á mennta- málaráðherra að endurskoða lög um mannanöfn. í greinargerð flutningsmanns er talið rétt að gefa út skrá um leyfileg manna- nöfn, og verði hún endurskoðuð á vissum árafresti, og stofna mannanafnanefnd til úrskurðar. í kirkjugarðafrumvarpinu er í fyrsta sinn gert ráð fyrir óvígðum grafreitum innan kirkjugarðs fyrir ókristna, þar er einnig heimilað að afmarka „nafnlaust“ svæði í kirkjugarði og viti þá eng- inn um nákvæman legustað. Þá er gert ráð fyrir að ekki verði teknir upp fleiri heimilisgrafreitir, og söfnuðum utan þjóðkirkjunnar gert heimilt að hafa sérstaka grafreiti. Þá er tilgreint það markmið Kirkjugarðasjóðs að jafna að- stöðu kirkjugarða, sem í raun er þáttur í byggðastefnu og kirkju- garðsstjórnir mega kosta hluta útfarar hafi þeir ráð til, en það mun þegar tíðkað meðal annars á Akranesi og í Vestmannaeyjum. í frumvarpinu er mjög fjallað um líkbrennslu, reglur um hana rýmkaðar og einfaldaðar. Kirkjuþing heldur áfram í dag, og verða þá meðal annars rædd málefni Hjálparstofnunar, en þinginu í Bústaðakirkju lýkur á morgun. - m Eyðni Verjur í sjálfsölum Frœðsluherferð ískólana og á vinnustaði. Myndband um eyðni. Ólafur Ólafsson landlœknir: Viljum að smokkasjálfsölum verði komið upp í verslunum og heilsugœslustöðvum Við ætlum að halda fundi með heilsugæslufólki og skólafólki í öllum læknishéruðunum, á þeim verður ákveðið hvernig á að haga fræðslu um eyðni (AIDS) í skól- um og á vinnustöðum, sagði Ólafur Ólafsson Iandiæknir í samtali við blaðið. „Námsgagnastofnun hefur látið þýða bandaríska fræðslu- mynd um eyðni sem við ætlum að nota og það er stefnt að því að farið verði í alla framhaldsskóla, efstu bekki grunnskólanna og á vinnustaði. Þá hefur fljótlega störf á vegum embættisins og heilbrigðismálaráðuneytisins starfsmaður sem mun annast kynfræðslu. í næsta mánuði verður gefinn út bæklingur um það hvernig á að forðast eyðnismit og hvemig þeir sem eru þegar smitaðir geta forð- ast að smita aðra. í þessum bækl- ingi, sem sendur verður til allra einstaklinga á aldrinum 15-25 ára, er ekki lögð áhersla á sér- staka áhættuhópa, heldur á áhættuhegðan hvers og eins. Þá koma út eftir áramót tveir bækl- ingar í viðbót, og er annar þeirra unninn í samvinnu við Samtökin 78. Hinn verður sendur á hvert heimili í landinu. „Við rekum mjög mikinn áróður fyrir verjum og höfum haft samband við innflytjendur og verslurtareigendur um að koma upp sjálfsölum" sagði Ólafur. „Vandinn er sá að sjálf- salar eru alltaf eyðilagðir á ís- landi og þess vegna verður að hafa þá þar sem hægt er að fylgj- ast með þeim. Við höfum skrifað stórmörkuðunum og þar var þessu vel tekið. Þá er ákveðið að koma upp smokkasjálfsölum á heilsugæslustöð vum. Samhliða öðrum fræðsluaðgerðum hafa heilbrigðismálaráðuneytið og land- læknisembættið leigt fyrsta myndbandið sem Sjónvarpið leigir út til dreifingar í skóla, en það er Kastljósþáttur um eyðni. í gær afhenti Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri Ásgeiri Guðmundssyni forstöðumanni Námsgagnastofnunar myndbandið, en Námsgagnastofnun mun sjá um dreifinguna. Mynd: Sig. Það hafa alltaf verið fordómar sem fjalla um fræðslu um kynlíf gagnvart smokkum á íslandi og og fjárveitingar til hennar eru aðalgallinn er sá að flestir þeirra eldra fólk.“ -vd. Framsóknarflokkurinn Viljum ekki nísta úfgerðinni Þingflokkur Framsóknar óskar eftir nákvœmri úttekt á sameiningu Utvegsbankans við Búnaðarbankann. Páll Pétursson þingflokksformaður: Ýmsir gallar á tillögu Seðlabankans Við ræddum tillögur Seðla- bankans á fundi í gær og nið- urstaðan var sú að ákveðið var að óska eftir nákvæmri úttekt á sam- einingu Útvegsbankans við Bún- aðarbanka og í öðru lagi skipt- ingu hans milli Landsbankans og Búnaðarbankans, sagði Páll Pét- ursson þingflokksformaður Framsóknarflokksins í samtali við blaðið í gær. „Seðlabankinn getur um fjórar leiðir og mælir sérstaklega með einni þeirra, að stofna hlutafjár- banka. Við teljum ástæður til þess að kanna aðrar leiðir, og ég hef alltaf mælt með því að því að skipta Útvegsbankanum milli Búnaðarbankans og Landsbank- ans, þó það sé nokkuð flóknari leið. Sjálfstæðisflokkurinn getur á- lyktað fyrir sig en hann ályktar ekki fyrir ríkisstjórnina þó hann haldi vafalaust fram sinni stefnu innan hennar. Við sjáum ýmsa galla og tæknilega agnúa á tillögu Seðlabankans, sérstaklega hvað viðkemur viðskiptavinum Út- vegsbankans í atvinnulífinu úti á landi, sem eru skildir eftir í lausu lofti. Við viljum ekki rústa út- gerðinni. Ég er ríkisbankamaður og vil undirstrika að þó Útvegsbankinn hafi lent í þessum þrengingum og braskarahópur hafi makað krók- inn á hans kostnað og almennings þá þurfa innlánseigendur ekki að óttast um sparifé sitt því ríkis- sjóður er ábyrgur gagnvart þeim.“ -vd. Póstur og sími Símtöl sí- fellt rakin „Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að fulltrúi lögreglunnar skuli ekki vita það að hjá okkur er alltaf næturvakt og sé beðið um það þá köllum við út menn að nóttu sem degi tU þess að rekja símtöl, sérstaklega ef lögreglan biður um það,“ sagði Agúst Geirs son símstjóri í Reykjavík í sam- tali við blaðið í gær vegna fréttar sem birtist I blaðinu um símhring- ingar til lögreglunnar. „Grétar Norðfjörð segir að símtölin hafi ekki verið rakin vegna þess að engin næturvakt sé hjá Póst og síma,“ sagði Ágúst. „Það er misskilningur. Það hefði þess vegna verið hægt að komast að því strax á laugardagskvöld hverjir stóðu að þessum hringing- um til lögreglunnar.“ -vd. Mlðvlkudagur 19. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.