Þjóðviljinn - 19.11.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.11.1986, Blaðsíða 8
MENNING , m\ mi Af mótunarárum Mál og menning sendir nú frá sér nýtt bindi í Ritsafni Þórbergs Þóröarsonar. Það hefur hlotið nafnið Ljóri sálar minnar - Úr dagbókum, bréfum og öðrum óprentuðum ritsmíðum frá árun- um 1909-1917. Helgi M. Sigurðs- son cand. mag. hefurhaft umsjón með útgáfunni. Árin 1909-1917, eru mótunar- ár Þórbergs sem rithöfundar. f bókinni er að finna áður óbirtar ritsmíðar sem eru mikilsverðar heimildir um þroskaferil hans. Þórbergur starfaði á þessum árum með Ungmennafélagi Reykjavíkur og Málfundaflokki þess, og samdi greinar, kvæði og sögur í handskrifuð blöð þessara félaga. í eitt þeirra reit Þórbergur einnig palladóma um vini sína, og voru nokkrir þeirra birtir í bók- inni Ólíkar persónur, en hér birt- ist í fyrsta skipti ítarlegur palla- dómur, sem aldrei kom í Skin- faxa, um Þorleif Gunnarsson, einn besta vin Þórbergs á þessum árum. Þá eru ennfremur í bókinni all mörg bréf, og mun mestur fengur þykja í átta bréfum til Þorleifs Gunnarssonar frá árunuml911- 1912. Þar lýsir Þórbergur m.a. vegavinnu á Holtavörðuheiði, gefur ítarlega mynd af bæjar- bragnum í Reykjavík og segir frá mörgu, sem hann og félagar voru að bralla á þessum árum. Loks eru í Ljóra sálar minnar nokkur brot úr dagbókum Þór- bergs; voru þau valin með hlið- sjón af því að þau vörpuðu nýju ljósi á söguefni Ofvitans og Is- lensks aðals, svo og kjör Þórbergs og áhugamál á þessum árum. í Ljóra sálar minnar eru rösk- lega 30 ljósmyndir frá tímabilinu og hafa sumar þeirra ekki verið birtar áður. York Wind-kviða Kanadíski tréblásarakvintett- inn York Winds hefur verið hér í bænum undanfarna daga og hann lék fyrir Tónlistarfélagið s.l. laugardag. Þetta er heimsfræg grúppa, sem hefur komið fram í þrem heimsálfum og ein af fáum sem hefur kammermúsík sem að- alatvinnu. Leikur hennar er líka alveg í samræmi við frægðina, hann er fágaður og sterkur. Hver hljóðfæraleikari hefur sín ákveðnu sérkenni, en um leið og hver heldur sínu, er heildarsvip- urinn traustur og skýr. Efnisskráin á þessum laugar- dagstónleikum í Áusturbæjarbíói var svosem ekkert sérstakt og sannleikurinn er sá að blásara- kvintettar hafa ekki úr mörgum snilldarverkum að moða. Ekkert í áttina við strengjakvartetta. Eiginlega má segja að bara eitt verk þarna megi með fullu ráði telja fyrstaflokks músík og það var umskrift á prelúdíu og fúgu eftir Bach. En allt hitt er auðvitað geðugt, frá Fornum ungverskum dönsum eftir Ferec Farkas að Kvintett op 13 eftir kanadamann- inn Jaquies Hetu. Síðastnefnda verkið er reyndar prýðilegt, klassískt í anda með sterkum keim af frjálsri raðtækni og stóð fyllilega undir að vera þungam- iðja tónleikanna. Kvintett eftir Danzi, sem kom í staðinn fyrir Haydn-umskrift eftir Emerson, var léttur á bárunni og týpísk ser- enöðumúsík. En eftir hlé kom El- liot Carter sá ameríski alvöru- maður með léttklassískan kvint- ett sinn frá 1948. Lokaverkið, kvintett eftir Paul Taffanel, franskan 19du aldarmann sem ég kann engin skil á frekar, var eiginlega alveg eins skemmti- legur og þrátt fyrir germanskan undirtón, fullur af græskulausri gamansemi. Líklega verður leikur York Winds talinn franskur í stílnum íþm. samanborðið við leik okkar manna, sem eru allir harðari í af- stöðunni. Vibrago og bundinn leikur hornistans Harcus Hennig- ar, sem setur sérstakan svip á heildartónblæinn, en nokkuð sem við þekkjum lítið hér, nema af frönskum og þó sérstaklega rússneskum hljómplötum. Þetta kann að fara í taugarnar á ein- hverjum, en í mínum eyrum var þetta satt og rétt. LÞ BLÁSARA VEISLA York Winds frá Kanada gerðu ekki endasleppt við okkur Reykvíkinga og voru velvirkir í tónlistarlífinu þá daga sem þeir dvöldu í bænum. Þeir héldu nám- skeið hjá Tónlistarskóla Reykja- víkur, spiluðu fyrir nemendur og sögðu þeim til og segja kunnugir að með því hafi þeir unnið tón- menningunni ómælt gagn og gaman. Síðast komu þeir fram á tón- leikum með Blásarakvintett Reykjavíkur, á Kjarvalsstöðum s.l. mánudag. Ekki voru nú alltof margir áhorfendur mættir, tvö eða þjú tónskáld, krítikkerar og valdir áhugamenn um blástur í rör. En þetta voru samt yndislegir tón- leikar og reyndar viðburður að heyra tvo óhemjusnjalla blásara- kvintetta, sem eru gjörólíkir, vinna saman að flutningi meist- araverka. Þarna voru flutt þrjú verk, eftir Beethoven, Mozart og Gounod. Rondino eftir Beethoven og Ser- enaða nr. 11 í Es dúr, eru reyndar án flautanna og í Petite Symp- honie Gounods er aðeins ein flauta, en allt er þetta blásara- músík einsog hún hugsast best. Rondínóið er æskuverk af Beet- hovens hálfu, en Serenaða Moz- arts verk fullþroska meistara. í þeim báðum léku okkar menn undirraddirnar og þá réði stíll kanadamannanna ferðinni, mjúkur og seiðandi. En í Gounod snerist þetta við og hornhljómur Joe gnibene kom úr- kafinu, hreinn og beinn ásamt óbói Daða og klarinettu Einars og fagott Hafsteins lét líka tignarmanns- lega í sér heyra. En aðalmaður- inn var samt Bernhard Wilkinson með sína gullnu flautu, og var til- komumikið að heyra syngjandi leik hans í aríunni Ádante canta- bile. Stórkostlegt. LÞ Sakamálasaga Thors Vilhjálmssonar Grámosinn glóir eftir Thor Vil- hjálmsson gerist á íslandi um síð- ustu aldamót. Hún byggir á raun- verulegum sakamálum og hefur höfundur m.a. notfært sér mál- skjöl og aðrar heimildir auk þess sem hann skírskotar vfða til sí- gildrar íslenskrar frásagnarlistar. En þar sem um skáldsögu er að ræða hefur Thor sviðsett atburði og yfirheyrslur eftir lögmálum skáldsögunnar en ekki sagnfræð- innar - þetta er þannig ekki heimildarsaga eins og slíkar sögur hafa tíðkast. Þetta er sakamálasaga og ást- arsaga. Ungt höfðingsefni hefur dvalið í Kaupmannahöfn við laganám og glasaglaum, skáld- skap og andans mennt - og ástir. Þegar hann kemur heim til ís- lands á ný verður hans fyrsta verkefni að leysa af föður sinn sem sýslumaður og dómari norður í landi. Hann hefur feril sinn með því að kljást við mál sem á eftir setja óafmáanleg spor á allan hans æviferil: kvisast hef- ur um óhæfilegan samdrátt hál- fsystkina á prestsetri sýslunnar og jafnvel enn skuggalegri glæpi í kjölfarið. Með skáldsögunni Grámosinn glóir kemur Thor Vilhjálmsson mörgum eflaust skemmtilega á óvart. Sem fyrr sækir hann efni- við sinn nú til sakamála á 19. öld og nýtir sér að nokkru tækni spennusagna. Að auki er sagan epískari en flestar sögur hans aðr- ar á seinni árum, á sér dýpri rætur í íslenskri sagnahefð en þær og snýst meira um sérleika íslenskr- ar vitundar og veru. Stjörnugjöf: ★★★★ frábær, ★★★ mjög góð, ★★ sæmileg, ★ uppfyllir lágmarks kröfur, 0 léleg Frá Sayeville tíl Seyðisfjarðar Frelsl. (Sweet Llberty). ★’/2 Bandarísk, 1985 Leikstjórn, handrit og fram- lei&sla: Alan Alda. Tónlist: Bruce Broughton. Helstu leikarar: Alan Alda, Mlc- hael Caine, Bob Hoskins, Michelle Pfelffer og Saul Rubinek. Mér hefur aldrei þótt Alan Alda tiltakanlega sniðugur. Hann hefur aldreið opnað neinar dyr fyrir mér. Hann er metnaðar- fullur leikari sem allt vill gera sjálfur, og stendur við það. Hann leikstýrir, framleiðir, skrifar handrit og leikur aðalhlutverk f einni og sömu myndinni. Mörg- um hefur nú orðið fótaskortur af minna tilefni. Þetta gat Chaplin og þetta getur Allen (sem að vísu framleiðir ekki eigin myndir). En Alan Alda er hvorki Chaplin né Allen. Það má reyndar segja að hann sleppi fyrir horn með heila klabbið, en ekkert umfram það. Mynd hans, Frelsi, býr ekki yfir þeirri dýpt og fágun sem myndir fyrmefndra meistara em svo ríkar af. Ef til vill stóð það heldur aldrei til. Alan Alda er þó ekki alls vam- að. Honum tekst t.d. að draga upp þokkalega mynd af Mikael Burgess, sagnfræðingi og ríthöf- undi, sem berst tiltölulega von- lausri baráttu gegn útsmognu kvikmyndagengi. Rimman stendur um skilning og túlkun á skáldverki Burgess, sem nú á að fara að festa á filmu í heimabæ höfundar. Verkið byggir á sögu- legum staðreyndum, en handrita- höfundinum Stanley (Bob Hosk- ins), sem er svo að segja nýbúinn að þvo af sér sorann í skemmtanabransanum, hefur á einstæðan hátt tekist að gera úr því þriðja flokks unglingafroðu. Nú, Hollywood kemur til Say- eville, sögufrægrar smáborgar einhvers staðar milli Kyrrahafs og Atlantshafs, og ekki líður á löngu þar til risinn hefur gjörsam- lega heltekið viðburðasnautt bæ- jarlífið, virkjað hverja sál. Hug- urinn leitar austur á firzi, það er nefnilega alltaf gaman að bera saman. Seyðfirðingar hafa heldur betur kynnst þessari hlið kvik- myndagerðar; því að skjóta skjólshúsi undir herskara filmu- spekúlanta, sem svo snúa heilli tilveru við. Eins og íbúar Sayeville, voru Seyðfirðingar hjálpsemin og gestrisnin holdi klæddar. Hvort sem nú var, að húsin þeirra væru máluð doppótt, eða þeim sjálfum væri pakkað inní vakúmpakkn- ingar og álpappír; það var orðið við hverri bón aðkomufólksins. Þessum manneskjum fær kvik- myndaiðnaðurinn, hvar á landi sem er, seint fullþakkað. Það var því vissulega kominn tími til að gera þessum grunnstoðum kvik- myndanna verðug skil á hvíta tjaldinu. En þar komum við að öðru óskemmtilegra: Þetta fólk á svo miklu betra skilið. P.S. Því ber hins vegar ekki að neita, að landarnir Bob Hoskins og Michael Caine tryggja bæri- lega skemmtun á köflum. H.O. 8 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 19. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.