Þjóðviljinn - 19.11.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.11.1986, Blaðsíða 5
VHDHORF Undanfarnar vikur hefur mað- ur verið að heyra að það sem ætti að gerast í kjaramálum um ára- mót væri að framlengja núver- andi kjarasamninga „með nokkr- um lagfæringum“, fram yfir kosn- ingar og myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Þetta var svo að nokkru staðfest í málflutningi og tillögu- gerð Þrastar Ólafssonar á síðasta Dagsbrúnarfundi. Eins og allir vita ber það oft við að Þröstur segi upphátt það sem afgangur- inn af toppforystu ASI er að hugsa. Sú stefna að bíða með kjara- baráttuna fram yfir kosningar er stórhættuleg og óskiljanleg út frá hagsmunum alls þess launafólks sem á um sárt að binda vegna launastefnu núverandi ríkis- stjórnar. Nú, einmitt fyrir kosningar, er sá tími þegar stjórnmálamenn og framámenn atvinnurekenda eiga erfiðast með að standa opinskátt gegn ýmsum þeim kröfum, sem almenningi finnst sjálfsagðar og réttlátar. Þar er auðvitað fyrst til að taka kröfuna um stórhækkun lægstu launa. Haldið þið að það sé létt fyrir bísnissmann með þingmanns- glampa í augum og 150 þúsund kr. í mánaðarlaun að standa frammi fyrir kjósendum segjandi að þeim sé nóg að vera með 25 þúsund, 30 þúsund eða 35 þús- und? Haldið þið að það sé auðvelt fyrir ráðherra ríkisstjóm- arinnar að vera í sömu sporum með svipuð laun segjandi að ekki sé til peningur fyrir hækkun lág- launa, þegar allir vita að topplið- ið í kringum hann í stjórnar- ráðinu og kerfinu öllu er yfir- borgað, jafnvel 50%, sumir nefna miklu hærri tölur. Auðvitað er tíminn rétt fyrir kosningar heppilegur fyrir lág- launafólkið. Þar fyrir utan eru ytri aðstæður efnahagsmála ein- staklega góðar, sem þýðir að Nú er lag Ragnar Stefánsson skrifar „Engum óbrengluðum alþýðumanni finnst krafan um 35þúsund króna lág- markslaun vera há krafa. Leyfumþeim að sýna sig, sem þykirþað ofhátt, og við munum kynnast andstœðingunum. “ kröfur láglaunafólks nú eiga óvenju víðtækan stuðning. Það vita það allir að láglaunafólkið hefur ekkert launaskrið fengið, það hefur tekið á sig allan skel- linn af svívirðilegri launastefnu núverandi stjómvalda. Ætti ís- lensk verkalýðshreyfing sér hæfa forystu væri hún nú á fullu í að brýna og skipuleggja hreyfinguna til allsherjar bafáttu. Hverra hagur er að bíða? Það er hagur þeirra sem vilja nota núverandi stöðu til að semja sig inn í ríkisstj óm. Þeir vil j a haf a tromp á hendi þegar til nýrrar stjórnarmyndunar kemur. Ef við komumst í ríkisstjórn þá skal verkalýðshreyfingin verða skikkanleg, ef ekki þá verður slagur. Svo er líka það, að ef ann- ar hvor A-flokkanna ætlar sér í ríkisstjórn með öðrum hvomm núverandi stjórnarflokka eftir kosningar, þá mundu harðar stéttadeilur nú verða erfið hind- run fyrir „sögulegar sættir“. En það er líka alveg voðalegt fyrir verkalýðsflokka að þurfa að taka við þegar nýlega er búið að hækka taxtana. Hverjum á þá að þakka taxtahækkunina? Kannski yrðu þeir jafnvel „tilneyddir“ að grípa til gömlu íhaldsúrræðanna að ráðast á launin með lögum. En auðvitað segja foringjarnir ekki þetta. Heldur segja þeir með spaklegum þunga: Það þýðir ekk- ert að fá miklar launahækkanir ef við höfum ekki það taumhald í ríkisstjórn að tryggja það sem um semst. Taumhald í ríkisstjórn En hvaða taumhald gætu þeir þá náð í ríkisstjóm? Það er augljóst að meðan verkalýðsfor- ystan sefur á sitt græna eyra hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekkert að óttast úr þeirri átt. Eigi annar hvor A-flokkanna að öðlast sælu- vist í ríkisstjórn með íhaldinu verða þeir að leggja með sér tryggingu fyrir því að verkalýðs- hreyfingin vakni ekki til lífsins í bráð. En hvað þá um „jafnaðar- stjórnina"? Lengi hefur maður gælt við þá hugmynd. Ég held þó að samstjóm A-flokkanna ásamt kvennalista yrði íslenskri alþýðu þá og því aðeins til góðs að hún myndaðist í kjölfar mikillar og sigurstranglegrar sóknar verka- lýðshreyfingarinnar, verkalýðs- hreyfingar sem hefði líka bol- magn og sjálfstraust til að reka slíka ríkisstjórn til áframhaldandi sóknar á hendur burgeisastétt- inni. Það eykur svo sannarlega ekki líkur á að slíkar aðstæður skapist að sitja nú með hendur í skauti í kjarabaráttunni. Raunhæf barátta láglaunafólksins Láglaunafólkið má ekki láta plata sig einu sinni enn. Segið við foringjana hvarvetna: Þið skulið ekki nota okkur og okkar aðstæð- ur lengur í framapoti ykkar. Við viljum nota núverandi aðstæður til að bæta laun okkar og það ekki bara smávegis, heldur gjörbreyta þeim. Og þið sem eruð aðeins hærra launuð, gleymið því augna- blik að ykkar laun séu það eina sem skiptir máli. Það sem skiptir máli nú er að það er möguleiki að brjóta láglaunamúrinn og berjast til sigurs fyrir stórhækkun launa- botnsins, og það er mikilvægasta krafa og mikilvægustu hagsmunir meginþorra launafólks í dag. Engum óbrengluðum alþýðu- manni finnst krafan um 35 þús- und króna lágmarkslaun vera há krafa. Leyfum þeim að sýna sig, sem þykir það of hátt, og við munum kynnast andstæðingun- um. Gleymum því ekki heldur að krafan um fullar vísitölubætur á laun þýðir það eitt að þau laun haldast sem um er samið. Vísi- tölutrygging launa veldur ekki verðbólgu. Skrautplagg Alþýðubandalagsins Plaggið sem miðstjórn Abl. var að senda frá sér um þær unaðs- stundir sem vér munum njóta þegar jafnaðarstjómin hefur myndst er ekkert annað en kosn- ingaloforðaplagg af lágkúruleg- ustu gerð. Þeir trúa því ekki sjálf- ir að slík stjórn sé í sjónmáli og því auðvelt að lofa fyrir hennar hönd. En þetta plagg er verra en það. Það birtist einmitt þegar mögu- leiki ætti að vera á stórsókn verkalýðssamtakanna, en minn- ist ekki einu orði á þann mögu- leika. Þvert á móti gengur allt plaggið út á það að Alþýðu- bandalagið muni leysa málið fyrir fjöldann þegar búið er að kjósa það og koma því í stjórn. Slíkar hugmyndir um stjórnvitringarhóp, sem á að leysa fjöldabaráttuna af hólmi á ekkert skylt við sósíalískar hug- myndir. Þetta er guðsríkishug- mynd sem verður til að slæva fólk í raunhæfri baráttu, ópíum handa fólkinu. Ragnar Stefánsson er jarðskjálfta- fræðingur og virkur félagi í BSRB. Opið bréf til Alþýðubandalagsins á Austurlandi Hermann Guðmundsson skrifar: Að nýloknu þingi Alþýðusam- bands austurlands er mér efst í huga sú ömurlega staðreynd að spilling og eiginhagsmunastefna skuli geta viðgengist í jafn ríkum mæli og raun ber vitni í verka- lýðshreyfingunni hér austan- lands, og hart er að verða að viðurkenna þá staðreynd að það er alþýðubandalagsfólk á austur- landi, sem ber þarna höfuð- ábyrgð. Ég er hinsvegar ekki jafn viss um að það geri sér allt grein fyrir því, heldur láti einfaldlega reka með straumnum og Iáti aðra stjórna fyrir sig, réttir upp hendi þegar því er sagt að vera með eða á móti, allt eftir því hvað hentar Norðfjarðarhöfðingjunum hverju sinni. En nú er mál að linn og fólk fari að átta sig á því að þó að Norðfjörður sé auðvitað höf- uðvígi Alþýðubandalagsins á austurlandi, verður að sýna að- hald á öllum sviðum svo stjórn- unin verði ekki eins og hjá ein- ræðisherrum eða í austantjalds- löndunum og þeir verða að gera sér ljóst að það er ekki sama hvemig stjórnað er. Stjórnleysi A.S.A. á fjármun- um við orlofshúsabyggingarnar að Einarsstöðum hefur leitt af sér stórfelld fjárútlát fyrir þau verka- lýðsfélög sem að þeim standa og að ætla að láta A.S.A. eiga og reka orlofshús (hvað þá 2Vi hús) án þess að til þess sé nokkur tekjustofn eða peningar fyrir stofnkostnaði nær náttúrlega ekki nokkri átt. Þó tekur steininn úr þegar fjárframlög frá ríkinu til eflingar orlofsbyggðar eru teknar að félögunum forspurðum og settar í að greiða orlofshús ,yAlþýðubandalagið er og á að vera forystuflokkur í verkalýðsmálum en svona smánarbletti verður að þurrka burt. Þess vegna leita ég til ykkar með von um stuðning í2. eða 3. sœtið...." A.S.A. Þar með hækka að sjálf- sögðu þær greiðslur sem félögin verða að reiða af hendi fyrir sín hús. Fyrir tveimur árum þegar ég sat þing A.S.A. lagði ég fram til- lögu um það að A.S. A. seldi þau orlofshús sem byggð voru fyrir þau, en Norðfjarðargoðin lagðist gegn því og þar var það kolfellt að sjálfsögðu. Samt sem áður upp- lýstist á nýafstöðnu þingi að búið væri að selja 1 hús, þó engin heimild væri til fyrir því. Á þessu þingi gagnrýndum við Seyðfirð- ingar mjög harðlega, en þó með fullum rökum, reikninga sam- bandsins og eignarhlutamyndun A.S.A. í orlofshúsunum. Hvern- ig má það vera að með auknum eignarhluta A.S.A. í húsunum eykst skuld þess að sama skapi? Er þetta ekki leikur að tölum til að komast hjá verðbótum og vöx- tum? Af hverju er hvergi að finna í reikningum sambandsins rekst- ur á þessum 2Vi húsi? Og af hverju kemur ekki fram í reikn- ingum lán sem tekið var hjá Líf- eyrissjóði Austurlands og búið er að greiða upp? Engin svör. Ég skammast mín ekkert, sagði Sig- finnur Norðfjarðargoði og lét kjósa sig aftur sem forseta A.S.A. Eftir að Eiríkur Stefánsson frá Fáskrúðsfirði hafði ausið okkur Seyðfirðinga svívirðingum og skömmum fyrir að vera svona vond við Sigfinn, og við vorum gengin á dyr, þá samþykkti þing- ið þó að nú væri best að selja hús A.S.A., og Sigfinnur Norðfjarð- argoði samþykkti það, þó að hann segðist vera á móti því. Er það nú tvöfeldni. Skuldir A.S. A. í þessu 2Vi húsi þ.e. ríkisstyrkur sem ber að endurgreiða til félaganna og áhvflandi lán, eru tæpar 8 milljónir, framreiknaðar til dags- ins í dag. Fyrir húsin fæst ekki nema kannski 3,5 milljónir og því spyr sá sem ekki veit hver á að borga mismuninn? Ef ég mætti giska mundi ég segja að aðildar- félög A.S.A. yrðu að blæða fyrir þetta. Nei, svona á ekki að stjórna og ég gæti nefnt ykkur fleiri dæmi en ætla að geyma mér það þar til síðar. Þess í stað langar mig til að segja ykkur hvernig Norðfjarðar- veldið bregst við svona afskipta- semi. Ég fann það fljótt eftir A.S.A. þingið fyrir 2 árum að það andaði köldu í minn garð innan Alþýðubandalagsins þó að um þverbak keyrði í síðustu sveitastjórnarkosningum. Þá urðu allnokkrar væringar innan félags hér þar sem nú skyldi séð til þess að ég skipaði ekki aftur 1. sæti G-listans á Seyðisfirði. Á tíma leit út fyrir að þetta tækist, en þegar ágreiningur um prófkjör hafði verið jafnaður og margir gengu í félagið og lýstu yfir stuðn- ingi við mig, endaði með því að flugumenn Norðfirðinga sátu úti í kuldanum og buðu fram sér. Þá var allt reynt til að fella mig. Ás- geir, bæjarstjóri Norðfirðinga tók sér ferð á hendur til Seyðis- fjarðar og hélt fund með flugu- mönnum, þar sem hann hafði framsögn um „vinstra samstarf". Vel við hæfi finnst ykkur ekki. Skrifstofunni í hinni háu höfuð- borg voru gefin fyrirmæli um að flugumenn skyldu þjónustaðir til jafns við aðra, já ég segi ykkur kannski seinna hver gerði það. Og að sjálfsögðu var þvf dreift sem rækilegast að flugumenn Norðfirðinga væru í raun Al- þýðubandalagsmenn. Og af hverju skyldi ég vers að segja ykkur allt þetta? Jú, ástæðan er er sú að helgina 22. og23. nóvem- ber nk. fer fram síðari umferð forvals til alþingiskosninga á austurlandi, þar sem ég verð meðal þátttakenda. Sú ákvörðun mín byggist kannski fyrst og fremst á því hversu mikla hvatn- ingu ég hef fengið héðan heiman að og eins líka hinu að ég tel að Alþýðubandalagið á Norðfirði þurfi aðhald svo stjórnleysi af því tagi sem ég benti á hér að framan endurtaki sig ekki. Alþýðubandalagið er og á að vera forystuflokkur í verkalýðs- málum, en svona smánarbletti verður að þurrka burt. Þess vegna leita ég til ykkar með von um stuðning í 2. eða 3. sætið svo áhrifin verði sem mest. Forvalið er leynilegt svo ég treysti ykkur til að hugsa sjálfsætt og láta ekki „Gróu gömlu á Leiti“ hafa áhrif á gerðir ykkar. Kær kveðja. Hermann Guðmundsson er bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins á Seyðisfirði. Mlðvikudagur 19. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA Ö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.