Þjóðviljinn - 28.11.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.11.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Álfheiður Ingadóttir Launaþróunin Tannlæknar gera það gott Fengu 43% launahœkkun meðan bóndinn fékk 8%! Meðan heildartekjur lands- manna jukust að meðaltali um 31% á milli áranna 1984 og 1985, jukust tekjur tannlækna um 43% og launaliður bóndans hækkaði aðeins um 8%! Tannlæknar juku nettóeign sína um ríflega 200 milj- ónir króna samtals á milli þessara tveggja ára samkvæmt skatt- framtölum þeirra. Þetta kemur fram í tveimur skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurnum frá Jóhönnu Sig- urðardóttur og Hjörleifi Gutt- ormssyni, sem dreift var á alþingi í gær. Fyrirspurn Jóhönnu fjallaði um skattskil tannlækna gjaldárin 1985 og 1986, en Hjörleifs um þróun á launalið bóndans. Tannlæknarnir sem svörin taka til voru bæði árin 209 talsins. Á árinu 1984 höfðu þeir samkvæmt skattframtölum að meðaltali 742 þúsund krónu í skattskyldar tekj- ur en 1.062 þúsund á árinu 1985. Hækkunin er 43% Álagðir skattar á þessa 209 tannlækna voru að meðaltali 292 þúsund krónur á árinu 1985 en 421 þús- und krónur í ár vegna tekna síð- asta árs. Hækkunin er 44% á milli ára. Tannlæknar juku nettóeign sína um 1.1 miljón á mann milli áranna 1984 og 1985 og er nettó- eign þeirra nú tæpur 1 miljarður króna. Pað er að meðaltali 4.6 miljónir á mann. í nettóeign eru innifaldar skattfrjálsar eignir, innistæður í bönkum, samtals 64 miljónir króna. Skattskyldar heildartekjur tannlækna samkvæmt skatt- framtölum í ár voru 222 miljónir króna. 158 miljónir voru launa- tekjur, 42 miljónir voru hreinar tekjur af atvinnurekstri, eigna- tekjur voru 500 þúsund krónur og aðrar skattskyldar tekjur 21 milj- ón. Þá höfðu þeir 16 miljónir króna í óskattskyldar vaxtatekj- ur. Samkvæmt þessu höfðu tannlæknar að meðaltali tæplega 90 þúsund krónur í tekjur á mán- uði á árinu 1985. Fyrir 10 tíma vinnu á dag fékk bóndinn þá 56 þúsund krónur á mánuði með or- lofi og öUu saman! _ ÁI Á milli skattáranna 1985 og 1986 jók hver tannlæknir nettoeign sína um meira en miljónað meðaltali og framtaldar tekjur tannlæknana hækkuðu fimmfalt á við launalið bóndans. Alþingi Varaflugvöllur út úr Garðar Sigurðsson, sem á sæti í flugráði, sagði á alþingi í gær að varaflugvöllur ætti, miðað við aðrar öryggisþarfir og fjármagn til flugframkvæmda, ekki að koma á dagskrá fyrr en eftir nokkur ár. Garðar sagði að í 98% tilvika væri hægt að lenda á Keflavíkur- flugvelli og lendingar á varaflug- velli yrðu ekki nema 1-3 á ári, hvar sem hann yrði. „Varaflug- völlur er því ekki verkefni sem á að vera nr. 1,2 eða 3 í flugsam- göngum okkar,“ sagði Garðar. Hann benti á að heildarútgjöld til flugmála, annarra en flugstöðv- arinnar í Keflavík eru nú um 60 miljónir króna á ári. Ef ljúka ætti þeim verkefnum sem fyrir lægju, þyrfti ríflega 200 miljónir króna árlega. Varaflugvöllur væri því út úr kortinu, eins og hann orðaði það. Miklar umræður spunnust vegna þingsályktunartillögur allra þingmanna Norðurlands eystra um könnun á því að gera Akureyrarflugvöll nothæfan sem varaflugvöll, en Sauðárkrókur hefur orðið fyrir því vali af flug- nefnd. Það var Steingrímur J. Sigfússon sem mælti fyrir tillög- unni og lagði áherslu á að hann væri að tala um íslenskt mann- virki, sem byggt yrði fyrir íslenskt fé og rekið af íslendingum. Það væri hagkvæmara að hafa varafl- ugvöll fyrir Keflavík hér á landi, um það væru allir sammála. Ak- ureyrarflugvöllur væri langbesti flugvöllurinn á landsbyggðinni og umferð um hann mjög mikill. Könnun eins og tillagan gerði ráð fyrir, gæti leitt til þess að Akur- eyri gæti þjónað hlutverki varafl- úgvallar fyrst um sinn eða þar til aðrir flugvellir væru komnir í það gott horf að þeir gætu það einnig. Margir þingmenn tóku til máls og minntu þeir Hjörleifur Gutt- ormsson og Jón Kristjánsson m.a. á Egilsstaði sem einnig hafa komið til tals sem aðsetur fyrir varaflugvöll. Halldór Blöndal sagði jafngott að reisa nýjan flug- völl á Gáseyri við Eyjafjörð eins og Sauðárkróki - ef byggja ætti Atvinnurekendur Helmingurinn er tekjuskattslaus Sjálfstæðir atvinnurekendur greiða 1 krónu í tekjuskatt á móti 4 krónumfrá öðrum einstaklingum Tæpur helmingur þeirra ein- staklinga sem töldu fram tekjur af sjálfstæðum atvinnurekstri s.l. tvö ár, greiða engan tekjuskatt! Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur. sem dreift var á alþingi í gær. Á árinu 1985 greiddu rúmlega 11 þúsund sjálfstæðir atvinnurekendur tekj- uskatt, samtals 954 miljónir króna en tæplega 9.500 sjálfstæð- ir atvinnurekendur greiddu þá engan tekjuskatt. í ár eru þeir sem töldu fram tekjur ársins 1985 af sjálfstæðum atvinnurekstri 22 þúsund talsins. 13.500 tæplega greiddu einhvern tekjuskatt, samtals 1,5 miljónir króna, en 8.618 manns úr þessum hópi geiddu engan tekjuskatt. í svarinu kemur einnig fram að sjálfstæðir atvinnurekendur greiða í ár 1 krónu í tekjuskatt á móti hverjum 4 sem aðrir ein- staklingar greiða. Álagður tekju- skattur á einstaklinga er í ár 5,9 miljarðar, en á sjálfstæða at- vinnurekendur tæplega 1,5 milj- arður. _ ÁI kortinu völl frá grunni eins og þar þyrfti. Þessi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins var greinilega með Her- flugvöll í huga, því hann talaði um öryggishagsmuni bandalags- og bræðraþjóða okkar! Garðar Sigurðsson sagði gott ef hægt væri að velja Akureyri en aðstæður þar leyfðu það ekki, ör- yggisins vegna. Þó íslenskir flug- menn létu sig hafa þröngt aðflug og há fjöll í bak of fyrir myndu útlendir flugmenn á stórum hraðfleygum vélum vart leggja í það. Á Akureyri þyrfti aðeins að lengja flugbraut um 500 metra en þar væri ekki hægt að hætta við lendingu ef hreyfill bilar. Örygg- ið er fyrir öllu, sagði hann, og nánast afskrifaði Akureyri þar með. Hann sagði að úrbætur á Sauðárkróki myndu kosta 188 miljónir króna og að á Egilsstöð- um kostaði ný flugbraut 150 milj- ónir króna. Loks upplýsti hann að í dag væri væntanleg ný skýrsla um þörfina fyrir úrbætur í flug- málum á íslandi. -ÁI Umhverfismál Efndirnar minni en engar Löggjöfum umhverfismál og mengun er horfin af verkefnalista ríkisstjórnarinnar. Hjörleifur Guttormsson: Ráðherrarnir gera ekkert annað en þvælastfyrir í þessum málaflokki Hjörleifur Guttormsson gagnrýndi ríkisstjórnina harð- lega fyrir seinagang og aðgerðar- leysi í umhverfismálum á alþingi í gær. Til umræðu var þingsálykt- unartillaga nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að útbú- in verði áætlun um þennan mála- flokk. Það var einmitt eitt af stefnumiðum ríkisstjórnarinnar í upphafí, en hefur nú verið tekið út af verkefnalistanum. Hjörleifur, sem ásamt 4 öðrum þingmönnum Alþýðubandalags- ins hefur enn á ný lagt fram ýtar- lega tillögu um úrbætur í um- hverfismálum og náttúruvernd, sagði feril ríkisstjórnarinnar í þessum efnum með fádæmum. Efndirnar væru minni en engar og ráðherrarnir allir hefðu ekkert gert nema þvælst fyrir, þeirra á meðal bæði forsætis- og félags- málaráðherra. Hann sagði þing- sályktunartillögu Sjálfstæðis- mannanna góðra gjalda verða, en hins vegar væri hún spor aftur á bak miðað við það sem alþingi ætti að vera að gera í þessum brýnu málum. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og sagði Skúli Alexanders- son m.a. að alþingi yrði að taka af skarið, því ríkisstjórnin væri greinilega getulaus til þess. Hann rifjaði upp vanmátt okkar við einfaldar geislamælingar eftir Chernobyl slysið og sagði að sér óaði við því ef önnur og jafnal- varleg slys yrðu nær okkur meðan allt sæti við það sama í mengunar- vörnum. -ÁI Námskostnaður Styrkimir fjórfaldist Ragnar Arnalds hefur lagt fram lagafrumvarp um að lög- binda styrki til jöfnunar á að- stöðu til náms vegna búsetu og efnahags en þessir styrkir hafa rýrnað mjög í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Ragnar leggur til að styrkirnir skuli að lágmarki nægja fyrir helmingi áætlaðs fæðis- og hús- næðiskostnaðar. í greinargerð kemur fram að til skamms tíma námu þessir styrkir þriðjungi áætlaðs fæðiskostnaðar og helm- ingi húsnæðiskostnaðar. í fjár- lagafrumvarpi næsta árs er áætlað að verja aðeins 20 miljónum króna til þessara námsstyrkja sem er sama fjárhæð og 1985 og 1986, og 2 miljónum hærra en ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 framlagið sem var 18 miljónir króna. Á sama tíma hefur fram- færsluvísitala hækkað um 80%! Ef slíkt ákvæði hefði verið í gildi í ár hefðu styrkirnir orðið fjórfalt hærri, 80 miljónir í stað 20. Ragnar Arnalds gagnrýndi harðlega niðurskurð ríkisstjórn- arinnar á þessum styrkjum í um- ræðum um fjárlagafrumvarpið fyrir nokkru og sagði brýnt að jafna aðstöðu nemenda í fram- haldsskólunum með hækkun þeirra, en sú aðstaða er mjög mis- jöfn eftir búsetu og efnahag. Þróunaraðstoð bland í 7. sæli ísland hefur frá árinu 1983 ver- Sem kunnugt er stefnir nú enn ið í 7. sæti OECD landa hvað niður á við með sflækkandi fram- varðar þróunaraðstoð, en lengst lögum rfkisins til þessa mála- náðum við á þessum lista árið flokks. 1981 þegar við vorum f 2. sæti. -Ái

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.