Þjóðviljinn - 28.11.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.11.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Bandaríkin/íranmálið Bergmál af Watergate „Hvað vissiforsetinn og hvenær?“ varspurt í Watergate málinu. Slíkra spurninga er einnig spurt nú Washington - Margar rannsóknarnefndir hafa nú verið settar i gang til að rann- saka íranmálið og peninga- sendingar Bandaríkjanna til Contra skæruliða i Nicaragua. Þykir þetta mál vera farið að fá á sig mynd Watergate málsins. Ljóst er að peningasending- arnar til Contra samtakanna eru ólöglegar þar sem Bandaríkja- þing hafði samþykkt bann við stuðningi bandarískra yfirvalda við Contra samtökin á því tíma- bili sem fjármagnstilfærslurnar áttu sér stað, í sumar. En rann- sóknin er einnig talin bera keim af Watergate rannsókninni í tíð Nixons Bandaríkjaforseta. „Hvað vissi forsetinn og hve- nær“? Vissi Reagan Bandaríkjaf- orseti ekkert af þessu máli? Edwin Meese, æðsti yfirmaður dómsmálaráðuneytisins banda- ríska, hefur nú í vikunni yfirheyrt Ronald Reagan forseta, George Shultz, utanríkisráðherra, Casp- ar Weinberger, varnamálaráð- herra og William Casey, yfir- mann CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar. Meese sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að „svo virðist sem fleiri aðilar hafi vitað um þessi mál og við erum að rannsaka það nú.“ í skoðanakönnun sem kynnt var í fyrrinótt kemur fram að 62 prósent Bandaríkjamanna trúa því ekki að Reagan hafi ekki vit- að um málið fyrr en á mánudag- inn. Samkvæmt könnuninni hef- ur þeim fækkað um 14 prósent í Bandaríkjunum, frá því í síðasta mánuði, sem ánægðir eru með forsetann. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins sem hófst í síðustu viku og afhjúpaði leyniaðgerðina undir stjórn North ofursta er nú orðin að sak- amálsrannsókn, þá fer önnur rannsókn fram á vegum FBI. Bandríkjaþing hefur einnig sett á stofn nefnd til að kanna málið. Beinist nú rannsóknin m.a. að því hvort ekki sé um saknæmt mál að ræða. Helstu leiðtogar Contra sam- takanna héldu í fyrradag með sér fund eftir að hafa afneitað því að hafa tekið við þessari peninga- upphæð, allt að 30 milljónum dollara. Sögðust þeir ekkert vita um þessa peninga. Bandarískir fylgismenn stuðnings við Contra samtökin, eiga nú mjög í vök að verjast. París Verkföll og mótmæli Járnbrautarstarfsmenn, prentarar og námsmenn mótmæltu ígær niðurskurðaráœtlunum stjórnvalda. Paris - Franskir járnbrauta- starfsmenn og prentarar fóru í verkfall í gær til að mótmæla áætlunum hægristjórnarinnar í Frakklandi um niðurskurð á fjármagni til félagsmála. Mikil mótmæli hafa einnnig verið í frönskum háskólum og Kolaskagi Jákvætt skref Helsinki - Forsætisráðherra Svíþjóðar, Ingvar Carlsson, sagði í gær að tilkynning So- vétríkjanna um að kjarnorku- vopn hefðu verið fjarlægð frá Kola skaga, norðan Skandina- víu, væri jákvætt skref í átt að því að koma á kjarnorku- vopnalausu svæði á Norður- löndum. Það var Jegor Lígasjev, einn talsmanna og hugmyndafræðinga Sovétstjórnarinnar sem tilkynnti þetta í Helsinki fyrir tveimur vik- um, að Sovétríkin hefðu fjarlægt öll meðaldræg kjarnorkuvopn sín frá Kolaskaga. menntaskólum að undan- förnu. Stúdentar fóru í gær í mótmæl- agöngu að franska þinghúsinu í miðborg Parísar til að mótmæla áætlunum ríkisstjórnarinar um auknar aðgangstakmarkanir að mennta- og háskólum, m.a. í formi hærri skólagjalda. Harkan í andstöðunni jókst að mun í fyrra- dag þegar fjórir unglingar særð- ust í tækniskóla einum í París í átökum urðu milli námsmanna og stuðningsmanna öfgasinnaðra hægrisamtaka. Daniel Cohn-Bendit (Rauði Danni, leiðtogi námsmanna í uppreisn námsmanna 1968 í Par- ís) kom í fyrradag í heimsókn í sinn gamla háskóla í París, Nant- erre háskólann, og ávarpaði námsmenn við mikil fagnaðar- læti. ERLENDAR FRÉTTIR hjörlbfsson/REUIER stappaði í þá stálinu. Bokassa Ásakaði D‘Estaing Bangui - Fyrrum keisari Mið- Afríkulýðveldisins, Jean- Bedel Bokassa, kom fyrir rétt síðdegis í fyrradag fyrir meinta glæpi sína gegn lands- mönnum og neitaði hinum al- varlegu ákærum. Hann ásak- aði Valery Giscard D'Estaing, fyrrum Frakklandsforseta um að hafa fundið upp þessa glæpi til að hafa tilefni til að fella sig. Um það bil 200 manns voru samankomnir í litlum réttarsal til að heyra þessar ákærur Bokassa. Réttarhaldinu var frestað til 15. desember, dómari tilkynnti að saksóknari vildi kynna sér betur ýmis atriði í málinu sem enn væru óskýr. Bokassa er sakaður um fjöl- damorð á skólabörnum, mannát og fyrir að pína fanga og kasta þeim fyrir krókódfla og ljón. S.Þ. Konur loks í topp- stöður New York, S.Þ. - Tilkynnt hefur verið hjá Sameínuðu Þjóðun- um að tvær konur, Kanada- maðurog Breti, verði bráðlega ráðnar í æðstu stöður innan samtakanna. Þessi ákvörðun er svar við gagnrýni á kynja- mismunun varðandi ráðningu í æðstu stöður innan stofnun- arinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem konur eru ráðnár í stöður aðstoðarfram- kvæmdastjóra samtakanna. Nú- verandi aðalritari samtakanna, Javier Peres De Cuellar, hafði heitið því að leiðrétta þessa mis- munun, þegar hann var ráðinn aðalritari. Sameinuðu Þjóðirnar hafa lengi verið gagnrýndar fyrir að ráða aðeins karla í æðstu stöð- ur. Konurnar eru Therese Paquet- Sevigny frá Kanada sem verður yfirmaður deildar samtakanna um almannatengsl og Margaret Joan Anstee frá Bretlandi sem verður yfirmaður Vínarskrifstofu samtakanna. Salt-2 rofinn íranmálið/Bandaríkjastjórn Sovétríkin íhuga aðgerðir Boris Pyrdysjev, einn tals- manna stjórnvalda í Moskvu, sagði í gær á fréttmannafundi að áætlanir Bandaríkjamanna um að rjúfa Salt 2 samninginn í dag, myndi óhjákvæmilega hafa nei- kvæð áhrif á afvopnunarviðræður stórveldanna tveggja í Genf. Þeg- ar Pyrdysjev var spurður til hvaða ráðstafana sovésk stjórnvöld kynnu að taka, svaraði hann: „V arnamálaráðuneytið íhugar nú ákveðnar viðeigandi ráðstafanir.“ Bandaríska varnamálaráðu- neytið hyggst í dag flytja 131. B- 52 sprengjuflugvélina, hlaðna Cruise kjarnorkuflaugum til Tex- as og brjóta þar með í bága við ákvæði Salt 2 samningsins um takmörkun langdrægra kjamork- uflauga. Moskvu - Yfirvöld í Sovétríkj- unum íhuga nú ákveðnar að- gerðir til að svara áætlunum Bandaríkjastjórnar um að rjúfa Salt 2 samninginn (samning- inn frá 1979 um takmörkun iangdrægra kjarnorkuvopna) í dag. Pol Pot Talinn alvarlega sjúkur Bangkok - Haft var eftir thaíl- enskum og vestrænum heim- ildarmönnum í gær í höfuð- borg Thaílands, að Pol Pot, leiðtogi skæruliðahreyfingar Kampútseu, ætti nú við krabb- amein að stríða og væri ekki hugað líf. Reuter fréttastofan hafði eftir þessum ónefndu heimildar- mönnum að ólíklegt væri að Pol Pot, sem nú er í Kína til lækninga, kæmi aftur til að berjast gegn stjórnarhernum sem kom honum frá völdum fyrir átta ámm með aðstoð Víetnama. Heimildar- mennirnir héldu því fram að hann ætti innan við ár ólifað. Pol Pot hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á dauða hundruða þúsunda Kampútseumanna í af- tökum, vegna sjúkdóma og vinn- uþrælkunar á ámnum 1975 til 1979, valdatíma Rauðu Khme- ranna sem Pol Pot stjómaði. Hann er sagður hafa farið til Kína í september síðastliðnum. Sendiráöstakar í spilinu Lundúnum - Bandarískir stjórnarerindrekar ræddu m.a. við leiðtoga námsmannanna sem réðust inn í bandaríska sendiráðið í Teheran og héldu starfsfólki sendiráðsins í gísl- ingu í eitt ár, í tengslum við vopnasendingar til Iran fyrr á þessu ári. Það var fyrrum forseti írans, Abolhassan Bani-Sadr, sem sagði frá þessu í símtali við frétta- mann Reuter fréttastofunnar í Lundúnum í gær. Bani-Sadr býr nú í útborg Parísar. Hann sagði að fyrrverandi öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Robert Mac- Farlane, hefði ásamt fleiri banda- rískum embættismönnum farið til Teheran tvívegis á þessu ári og hitt að máli aðstoðarmann utan- ríkisráðherra írans, Hossein Sheikholesslam, til að ræða hern- aðarþarfir írans. Það var einmitt Sheikholes- slam sem stjórnaði innrásinni í sendiráð Bandaríkjanna 1979 og reis fljótlega eftir það í metorð- astiganum í landinu. Sheikholes- slam var einn helsti samninga- maður írana um vopnasending- arnar. íranskir embættismenn hafa neitað því að hafa átt bein samskipti við bandaríska emb- ættismenn vegna þessa máls, í gær neitaði einn þeirra að tjá sig um yfirlýsingar Bani-Sadr. Ef yfirlýsingar Bani-Sadr, reynast á rökum reistar á það eftir að vekja mikla reiði í Banda- ríkjunum og ekki síður meðal bandalagsríkja í Evrópu. Reagan Bandaríkjforseti hefur margsinn- is lýst því yfir að stjórn sín skipti ekki við skæruliða. Þá gagnrýndi Reagan Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseta, harkalega á sínum tíma fyrir linku í viðskiptum sín- um við íran þegar gíslamálið var í algleymingi. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.