Þjóðviljinn - 28.11.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.11.1986, Blaðsíða 3
¥mm Spámennska Stjómarstefnan draumsýn Efasemdirum raunsæi ístefnu ríkisstjórnarinnar á Spástefnu. Þorsteinn Pálsson: Ekkertfararsnið á góðœrinu Efnahagssérfræðingar lýstu á Spástefnu 1986, sem haldin var í gær, miklum efasemdum um að rflástjórninni tækist að ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér í efnahagsmálum á næsta ári. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra ítrekaði á spástefnu Stjórn- unarfélagsins meginmarkmið ríkistjómarinnar í þjóðarbúskap á þar til hún lætur af völdum. Sú stefna hefur verið mörkuð að verðbólga aukist að minnsta kosti ekki á næsta ári, og menn hafa jafnvel verið að gera að því skóna að takast megi að ná verðbólgu allt niður að 5%. M er það einnig meðal efnahagsmarkmiða stjórn- arinnar að viðskipti við útiönd verði hallalaus. Ragnar Árnason lektor og fleiri efuðust stórlega um raunsæi þessara markmiða í erindum sín- um í gær. Menn lýstu áhyggjum sínum af ofþenslu í þjóðarbú- skapnum og alvarlegum halla á rekstri ríkissjóðs og taldi Ragnar að í Ijósi þeirra staðreynda væri vafasamt að verðbólgumarkmið stjórnarinnar gætu talist raunsæ. Það setti mark sitt á spá- mennsku manna í gær að mikil óvissa ríkir um hugsanlegt ástand efnahagsmála á næsta ári þar sem nú er verið að reyna að koma saman kjarasamningum og í vor rennur kjörtímabil stjórnarinnar út. Þorsteinn Pálsson sagði þetta tvennt geta haft úrslitaáhrif á þróun efnahagsmála á næsta ári, en ekkert benti til þess að góðær- inu væri að linna og því væru miklir möguleikar á að ná árangri í efnahagsmálum. „Næsta ár get- ur orðið með þeim bestu í þjóð- arbúskapnum fram til þessa,“ sagði Þorsteinn. -gg ísafjörður Nýja sjúkrahúsið er að úreldast Hafin bygging á nýju sjúkrahúsifyrir 12 árum. Óvíst hvenœr hægt er aðflytja inn. Á meðan beðið er liggja sjúklingar á alltof litlu sjúkrahúsi sem uppfyllir ekki lágmarkskröfur um hollustuhœtti A því herrans ári 1970 kom fyrst til tals að reisa nýtt sjúkra- hús fyrir Vestfirðinga á Isafirði enda gamla sjúkrahúsið löngu of lítið. Fyrsta skóflustungan var þó ekki tekin fyrr en á þjóðhátíðar- árinu 1974. Bókfærður kostnaður hvers árs við bygginguna, óframreiknaður, er nú orðinn 89 milljónir og áætl- að er að ljúka fjórða og síðasta áfanga í apríl á næsta ári. Til sam- anburðar má geta þess að 18 VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR, Fréttaskýring mánuðum eftir að fyrsta skóflu- stungan var tekin að gamla sjúkrahúsinu var hægt að flytja inn. Það var árið 1925. Enn er eftir að kaupa sjúkra- rúm og tækjabúnað, í nýbygging- una og sá kostnaður mun eflaust skipta milljónum. Ekki er vitað hversu háa fjárhæð fjárveitinga- valdið, hyggst veita í bygginguna, en ríkið greiðir 85% af kostnað- inum. „Sú tala sem við höfum heyrt dugar alls ekki og við vinnum í því núna á fullu að pressa á fjár- veitingavaldið“ sagði Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri á ísa- firði í samtali við Þjóðviljann. „Það er mjög slæmt ef við þurf- um að bíða með flutninga í 1-2 ár í viðbót því að gamla sjúkrahúsið er óstarfhæft og vinnuaðstaða þar fyrir neðan allar hellur.“ Það er ekki bara ástandið á gamla sjúkrahúsinu sem veldur mönnum áhyggjum, heldur einn- ig hönnun nýja sjúkrahússins. Vegna þessa langa byggingartíma hefur nú komið í ljós að mörg dæmi eru þess að tæknilegur út- búnaður sem var hannaður upp- haflega er nú orðinn úreltur. Vestfirðingar eru orðnir lang- þreyttir á seinaganginum og ný- lega kom til tals að selja sveitarfé- lögum og öðrum aðilum sem áhuga hefðu á skuldabréf, til þess að afla fjár. Einsog Þjóðviljinn hefur skýrt frá hefur heilbrigðisfulltrúinn á ísafirði lagt fram lista yfir 26 at- riði sem bæta þarf úr eigi ekki að þurfa að loka gamla sjúkrahús- inu. Meðal þess sem lagfæra þarf er salerni við skurðstofu, sprung- ur í veggjum, eldhúsinnréttingu og ruslakassa. 32 sjúkrarúm eru í gamla sjúkrahúsinu en þegar húsið var byggt 1925 var gert ráð fyrir 17 rúmum. Röntgentæki hafa verið flutt í þann hluta nýbyggingarinn- ar sem er tilbúinn og rúm sett í röntgenherbergið fyrrverandi. Einnig hefur baðherbergi verið innréttað sem sjúkrastofa og fyrir kemur að sjúklingar liggja í rúm- um sfnum frammi á göngum og tjald er dregið fyrir. Hversu lengi þetta ástand varir veltur á fjárveitingavaldinu í Reykjavík. -vd. Spáð um efnahagslottóið hjá Stjómunarfélaginu: Lára M. Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri félagsins, Guðmundur Magnússon viðskiptafræðingur, Ragnar Árnason hagfræðingur, Friðrik Friðriksson hagfræðingur (Mynd: E.ÓI). Eyjafjarðarsjónvarp Sendirinn kominn Stöð tvö send út í Eyjafirði í desember. Stefnt að eyfirskum dagskrárl- iðum og fréttum Sendir Eyfirska sjónvarpsfél- agsins er nú niðurkominn í Reykjavíkurhöfn og verður drif- inn norður næstu daga. Þarmeð geta útsendingar Akureyrarsjón- varpsins hafist f byrjun desemb- er, en þar verður send út vikug- ömul dagskrá Stöðvar tvö nema fréttir. Bjami Hafþór Helgason hjá Samveri á Akureyri sagði Þjóð- viljanum að stefnt væri að dag- skrárgerð í héraði mjög fljótlega, og síðar eyfirskum sjónvarps- fréttum með Stöðvarefninu. Dagskráin nyrðra verður einsog hjá Stöðinni bæði trufluð og ótr- ufluð. Sjónvarpsreksturinn verður í höndum Eyfirska sjónvarpsfél- agsins sem reyndar er enn ekki fullstofnað, en ráð fyrir því gert að eigendur séu margir hinir sömu og að Samveri, sem sér um tæknihliðina og um væntanlega dagskrárgerð. Samvinnufyrir- tækin eiga meirihluta í Samveri, - KEA, SÍS, Kaffibrennslan o.s.frv., og auk þess einkafyrir- tæki og einstaklingar, t.d. Þórar- inn Agústsson og Hermann Sveinbjörnsson ritstjóri Dags. Gerður hefur verið viðskiptas- amningur við Stöð tvö um efnisk- aup framtil ársloka 1988. Fyrst um sinn ná sjónvarps- sendingar til Eyfirðinga frá Hjalt- eyri að Grund, en í ráði er að koma upp litlum sendi í Hrísey og bættust þá við íbúar þar, á Greni- vfk, Dalvík og nágrenni. Hugsan- legt er að Húsvíkingar og nær- sveitarmenn bætist í hópinn síð- ar. - m Lánasjóðurinn --------- ■■ r Tohran enn sljo Rukkunarseðlar með gjalddaga 1 .nóvember að berast núna til skuldunauta LÍN. Það hefur dregist svona lengi að senda út seðlana vegna tölvuvandkvæða sagði Þorbjörn Guðjónsson nýskipaður fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna þegar Þjóð- viljinn leitaði upplýsinga um hvers vegna skuldunautum LÍN eru fyrst nú að berast rukkunar- seðlar með gjalddaga l.nóvember. Að sögn Þorbjarnar leggjast dráttarvextir á afborganirnar 22.desember en þess er hvergi getið á seðlunum. „Fólk veit að það á að borga af lánunum l.nóvember og venjan er að ein- dagi sé mánuði frá sendingu til- kynningarinnar. Kannski hefði verið eðlilegt að setja eindagatil- kynningu á seðilinn“ sagði Þor- björn. Aðspurður sagði hann að það kæmi til álita að fresta dagsetn- ingu eindagans fram í lok des- ember, þannig að mánuður væri liðinn frá sendingu seðlanna. Orsakir tölvuvandkvæðanna hjá LÍN eru að þessu sinni þær að nýlega var farið að innheimta bæði V-lán sem voru tekin á bil- inu 1975-1982 og T-lán, sem voru tekin á bilinu 1982 til dagsins í dag og það hefur reynst tímafrek- ara en reiknað var með að koma þessu til skila í tölvuna hjá SKÝRR, sem sér um mestan hluta tölvukeyrslu fyrir LÍN.-vd. Kópavogsbúar athugið! Opið hús ABK Alþýðubandalagið í Kópavogi verður með Opið hús á föstudagskvöld í Þinghóli Hamra- borg 11 (fyrir ofan Apótekið). Húsið opnað kl. 21.00. Gestur kvöldsins verður Bubbi Morthens. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Léttar veitingar og fjörugar samræður fram yfir miðnætti. Stjórn ABK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.