Þjóðviljinn - 28.11.1986, Blaðsíða 8
Moraunverðarklúbburinn
Leikfélag Allt mllli himfns og jarðar
sýnir:
„Breakfast Club“
Leiðbeinendur: Anna Melsteð og
Þorsteinn Backmann
Hljóð: Blrgir Birgisson
Svið: Ellý Ármannsdóttir, Guðný
Rósa Sigurbjörnsdóttir, Guðrún
Jónsdóttlr, Þyrí Kristjánsdóttir,
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir og
Guðmundur Guðnason
Ljós: Gunnar Sigurðsson.
Leikritið Breakfast club er gert
eftir samnefndri kvikmynd, am-
erískri að ætt. í upphafi sömdu
leiðbeinendurnir leikgerð sem
breyttist í meðförum hópsins.
Leikgerðin er ágætlega heimfærð
upp á ísland, gerist í Fjölbrautar-
skóla íslands, skreytt með ís-
lenskum bröndurum.
Það er lofsvert framtak hjá
leikfélaginu að fara þessa nýju
leið til að bæta úr þeim handrita-
skorti sem hrjáir skólana.
Fimm nemendur taka út refs-
ingu fyrir afbrot sín, með því að-
sitja heilan laugardag í skólanum
og eiga að skrifa ritgerð um þau
sjálf. Smátt og smátt kynnumst
við hinum fimm gjörólíku pers-
ónum, sem eru dæmigerðar fyrir
bandaríska unglingamynd; töff-
ari, fegurðardís, heili, íþrótta-
maður og geðsjúklingur.
Byrjunin er veikasti punktur
leikritsins. í upphafi er rifrildi
milli töffarans, Eiríks Smára Sig-
urðssonar og kennarans, Sigurð-
ar E. Guttormssonar. í því kem-
ur berlega í ljós raddleysi þeirra
og vanhæfni til að magna upp
spennu.
Leikur Sigurður helst litlaus út
allt leikritið, þó hann sýni við og
við ágætan leik. Eiríkur Smári,
hinsvegar, verður betri og betri
eftir því sem á leikinn líður og má
segja leik hans nokkuð góðan,
mjög góðan á köflum. Þannig er
þessu reyndar líka farið með hina
leikarana sem byrja illa en enda
vel.
Undantekningin frá þessu er
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir. Hún
hefur lítinn texta, en leikur allan
tímann, og það vel. Hún leikur
NÝJUNG!
VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
Á RAFTÆKJUM
Er bilað raftæki á heimilinu t.d.
brauðrist, hraðsuðuketill, kaffivél,
vöfflujárn, straujárn, rakvél, ryksuga,
lampi eða eitthvert ámóta tæki? Ef
svo er komdu með það í
viðgerðarbílinn og reyndu
þjónustuna
Vlðgeröarbíll verður staðsettur við
eftirtaldar verslanirsamkvæmt
tímatöflu
ÞRiÐJUDAGAR:
Grímsbær, Efstalandl 26
kl.1030til1230
Verslunln Ásgelr, Tlndasell3
ki.ieootins00
MIÐVIKUDAGAR:
Verslunln Árbæjarkjör, Rofabæ9
kl. lO^til 1230
Kaupgarður, EnglhjallaB
kl. 16°°til 18°°
FIMMTUDAGAR:
Verslunln Kjöt og flskur,
Seljabraut54
kl.1030 «1123°
Hólagarður, Lóuhólum 2-6
kl. 16°°til 18°°
FÖSTUDAGAR:
Verslunln Brelðholtskjör,
Arnarbakka 4-6
kl. 1030 «11230
Fellagarðar, Eddufelll 7
kl. 16°o«l 19°°
RAFTÆKJAVIÐGERÐIR
SÆVARS SÆMUNDSSONAR
VERKSTÆÐI - VIÐGERÐARBlLL
ÁLFTAHÓLUM 4 - SlMt 72604
stúlku sem talin er geðsjúklingur,
á í vandræðum með foreldrana
eins og þau hin.
Þau Ingibjörg og Helgi eiga
bestan leik. Helgi leikur „heila“,
barnalegan súpernemanda, og
gerir það mjög skemmtilega.
Honum tekst vel að kitla hlátur-
taugar áhorfenda. Þeim tókst
öllum vel að koma persónum sín-
um á framfæri, þannig að við
þekkjum þær og skiljum tilfinn-
ingar þeirra.
íþróttamaðurinn, Gísli Kærne-
sted, á nokkuð góðan leik. Hann
dalar við og við en heildin er góð.
Þórhildur Pétursdóttir er feg-
urðardrottningin. Hún fær áhorf-
andann ekki til að trúa því. Ég á
alls ekki við að hún sé ófríð, held-
ur er hún ekki nógu sjálfsörugg
og drottnandi. Það sem gerir
sannar fegurðardísir heillandi er
ekki síst óbilandi sannfæring um
eigið ágæti. Hún á góða punkta
og leikur ágætlega, en það vantar
herslumuninn á heildartúlkun-
ina.
Húsvörðurinn, Guðmundur
Björnsson, er lítið áberandi. Úr
honum hefði verið hægt að gera
sérstakari persónu, og eins kenn-
aranum.
Þessir tveir voru heldur ekki
með nógu góða framsögn, en yf-
irleitt heyrðist vel í leikurunum
fyrir utan að einstaka setning féll
niðru vegna hraða. Leikstjórnar-
atriði.
En þó að textinn heyrðist vel,
var flutningur hans veikasti
hlekkur leiksins. í stað þess að
nýta sér textann til dýpri leiktúlk-
unar varð hann leikurunum
fjötur um fót, en þau léku best án
orða. Þó var leiktextinn á eðli-
legu talmáli, enda að hluta til
unninn af þeim sjálfum.
Það er ágæt lausn hjá leik-
stjórum að nýta allan salinn sem
leikrými. Það gerði þó ljósa-
beitinguna mun flóknari og leysti
ljósameistari það ágætlega, þó
lýsing á sviðinu hafi verið nokkuð
ójöfn. Ekki virtist skorta kastara,
en meiri fjarlægð þeirra hefði
hjálpað.
Verkefnavalið var í góðu sam-
ræmi við óskir áhorfenda, og ég
skemmti mér mjög vel. Takk
fyrir skemmtuna Verslingar!
Leikdómur Glætunnar að þessu
sinni var Melkorka Thekla Ólafs-
dóttir, 18 ára menntaskólamær í
Reykjavík. Er fædd og uppalin f
leikhúsi, eða því sem næst, og
hlaut þriðju verðlaun í leikþátta-
samkeppni M.R. á haustdögum.
q\JEU^
Sigtryggur hemlar á sálinni
Kæri Sáli
Sigtryggur Jónsson
Forlagið.
Orð í tíma töluð eða leiðinleg
endurtekning á sígildu vanda-
máli? Með þessa spurningu hóf
ég lestur á nýrri bók eftir Sigtrygg
Jónsson sálfræðing, „Kæri Sáli“.
í henni gefur hann ungu fólki
svör og ráðleggingar við vanda-
málum sem oft vilja fylgja því
tímabili sem kallað hefur verið
unglingsárin.
Meginuppistaðan í bókinni eru
bréf sem upphaflega voru flutt í
unglingaþættinum Frístund á Rás
2. Þar opinberuðu unglingar
vandamál sín, sem voru allt frá
því að vera kjánaleg og uppí al-
varlegar hugleiðingar um sjálfs-
morð. Áhugi hlustenda á þessum
þætti var mikill og gííurlegur
fjöldi bréfa barst honum.
Bókin er síðan beint framhald
af þessum þáttum. Henni er skipt
niður í níu kafla þar sem vanda-
málin eru flokkuð niður og hvert
einstakt bréf tekið fyrir. Sú leið
að nota eitt ákveðið bréf og svara
því er mjög aðgengileg. Ung-
lingar sem eiga á annað borð við
eitthvert vandamál að stríða
hvort sem það er í sambandi við
fjölskyldu, vini eða hitt kynið,
eiga auðvelt með að heimfæra
hvert einstakt bréf uppá sjálfa
sig. í hverju bréfi kemur upp
vandamál sem getur átt við svo
marga: Drykkjusjúkir foreldrar,
einmanaleiki, erfiðleikar með
hitt kynið og margt fleira. Margir
geta séð sjálfa sig í því hlutverki
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. nóvember 1986
Því er ekki auðlifað...
sem bréfritari er í og fengið þar-
með tillögu að lausn á sínum erf-
iðleikum.
Svörin sem sálfræðingurinn
gefur eru mjög góð að mörgu
leyti. Hann setur vandamálið,
sem fyrir sumum virðist flókið,
upp á þann hátt að hann einfaldar
það og bendir á aðgengilegar
leiðir útúr vandanum.
Bókin er ekki bara vandamála-
bók, heldur getur fólk og ekki síst
unglingar sótt í hana ýmsan fróð-
leik um unglinga og hegðun
þeirra. Bendi ég þar sérstaklega á
kaflann um kynlíf og kaflann um
vini og vináttu, sem mér fínnst
besti hluti bókarinnar.
Vandamálin sem imprað er á,
eru flest öll algeng og yfirleitt er
auðvelt að leysa þau, þ.e.a.s. ef
viljinn er fyrir hendi. Samt sem
áður er alltaf einsog eitthvert
frumkvæði vanti.
Kæri Sáli er ágætis frumkvæði
og svo að maður vitni nú í bókina
þá vona ég að hún „hrindi mörg-
um útí vatnið“ og fólk læri að
vera sjálfu sér samkvæmt.
Að sjálfsögðu eru ekki veittar
algildar lausnir á vandamálum en
einsog höfundurinn segir sjálfur í
innganginum, „við fæstum erfið-
leikum og vandamálum eru til
auðveldar lausnir og því eru eng-
ar endanlegar lausnir á vanda
allra að finna í bókinni. Henni er
aðeins ætlað að hjálpa til og
benda á hugsanlegar leiðir til úr-
lausnar“ (bls. 8).
Samkvæmt þessu hefur bókin
að mínu mati hitt í mark. Hún
kemur inná öll helstu vandamál
unglingsáranna og gefur fólki
kjark til að breyta því sem hægt er
að breyta.
Sumir halda því kannski fram
að hér sé komið gamalt vín á nýj-
um flöskum. Ég er því ekki sam-
mála að því leyti, að mér finnst
þessi umræða alltaf eiga rétt á sér
og ekki síst núna á þessum síð-
ustu og verstu tímum. Ég veit að
þessi bók á eftir að vekja marga
unglinga til umhugsunar um
sjálfa sig og eigið umhverfi.
Megintilgangur hennar er að fá
unglingana til að horfast í augu
við vandamálin, í stað þess að
flýja þau og skapa enn fleiri
vandamál.
Hér er sem sagt komin bók sem
skilur eftir bremsuför á sálinni.
Ritdóm jjennan samdi Stefán
Eiríksson, 16 ára menntaskóla-
nemi I Reykjavík, og kunnum við
honum kærar þakkir fyrir.