Þjóðviljinn - 29.11.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 29.11.1986, Síða 1
Laugardagur 29. nóvember 1986 273. tölublað 51. órgangur Sjónvarp Fréttir kl. 8 Stöð tvö til hálfátta Á útvarpsráðsfundi í gær var samþykkt að halda sig við fyrri ákvörðun um að færa aðaifrétt- atímann til klukkan átta aftur frá hálf átta, í samræmi við meiri- hlutaálit úr nýlegri skoðanakönn- un. Færast fréttirnar til á mánu- daginn. „Við bara tökum þessu,“ sagði Ingvi Hrafn fréttastjóri. Hann sagðist hafa skýrt útvarpsráði frá áhyggjum sínum og sinna, en ráðsmenn hafi talið þær ástæðu- lausar, fréttastofan sé nægilega öflug til að senda út á eftir Stöð tvö. „Ég vona að þeir hafi rétt fyrir sér,“ sagði Ingvi Hrafn. Á stöð tvö hefur verið ákveðið að flytja fréttatímann aftur til hálf átta. * -ui Forval ABR 240 nýir Samningaviðrœður VSIhafnar bráðabiraðalausn Ásmundur Stefánsson: Lögð áhersla nú á uppstokkun launaflokkakerfisins. Erfitt verður að ná samkomulagifyrir 1. desember. Halldór Björnsson: 6 mánuðir væru ekki svo fjarri okkar hugmyndum skammtímasamninga og það lág- ekki skipti máli. áfram en áætlað er að samninga- markssamningstímabil sem VSÍ í dag munu viðræður lands- viðræðufundurinn hefjist klukk- væri að tala um, væri svo lítill að sambandanna og VSÍ halda an 17. -K.ÓI. r Afundi samninganefndarinnar f ---------- ..... í gær gerði VSI grein fyrir því að sambandið væri ekki tilbúið til þess að semj a til skemmri tíma en 6 mánaða. Þar með er úti önnur sú leið sem ASÍ hefur látið reyna á f viðræðunum sem er bráða- birgðasamkomulag um hækkun lægstu launanna. Asmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði að í framhaldi af ákvörðun VSÍ yrði látið reyna meira á það að launaflokkakerfið verði stokkað upp, en í gærkvöldi stóðu yfir fundir með landsam- böndunum þar sem þau mál voru rædd. Ásmundur sagði að þessi þróun hafi gert það að verkum að mjög erfitt yrði að ná samkomu- lagi fyrir 1. desember eins og stefnt var að í upphafi. Fulltrúi Dagsbrúnar á fundin- um í gær, Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar sem sat fundinn í gær í fjarveru Guð- mundar sagði að ákvörðun VSÍ kæmi ekki illa við Dagsbrún þar eða tímamunurinn á hugmyndum Dagsbrúnar um gildistíma félagar Frambjóðendur valdir í dag og á morgun Alþýðubandalagsmenn í Reykjavfk velja sér frambjóð- endur í forval í dag og á morgun, og eru tæplega 1500 manns á kjörskrá, þar af um 240 félagar sem bættust í hópinn á síðustu dögum. Kosið verður á Hverfis- götu 105, í flokksmiðstöðinni á efstu hæð, f dag, laugardag, klukkan 10-18, og á morgun klukkan 10-19. Úrslit liggja varla fyrir fyrren seint á sunnudags- kvöld. Frambjóðendur í forvalinu eru þrettán og skal kjósa sjö, hvorki fleiri né færri. Þessa sjö á að tölu- setja 1.-7. Atkvæði eru talin þannig að sá sem flest atkvæði fær í fyrsta sæti hlýtur fyrsta sætið, sá sem flest fær í 1. og 2. sætið lendir í öðru sæti, sá sem flest fær í 1., 2. og 3. sætið lendir í þriðja sæti, og svo framvegis. Nýir félagar verða að greiða að minnsta kosti 500 krónur (hálft lágmarksárgjald) til að hafa kosningarétt. Miðað er við að aðrir félagar skuldi ekki meira en eitt gjaldfallið árgjald, en félags- stjórn ætlar sér ekki að gera neinn afturreka af fjárhagsástæð- um. Það verður heitt á könnunni báða dagana á Hverfisgötunni. - m ASÍ/VSÍ Ekkert leynimakk Ásmundur Stefánsson svararfréttDVum „leynilegtsamkomulag“: Fréttin er lygavefur sem miðar aðþví að hafa áhrif á prófkjör í ákveðnum flokki kjörbaráttu að eyða allri síðustu vikunni fyrir prófkjörið í stans- lausa samningafundi í stað þess aö er naumast hægt að finna annan tilgang með frétt DV f dag en að það sé verið að reyna að hafa áhrif á prófkjör í einum ákveðnum stjórnmátaflokki, sagði Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ á blaðamannafundi í gær um frétt DV samdægurs þar sem blaðamaður hefur eftir heimild: armanni sínum að ASI og VSI hafi gert með sér samningsdrög um 25 þúsund króna lágmarks- laun og að samtfmis yrði launauppbótum uppá 2% sem koma áttu á launin 1. desember sleppt. Á blaðamannafundinum sagði Ásmundur: „Það er eitt að óhæfir blaða- mann falli í þá freistni að semja ruglgreinar um prófkjör flokka. Það er þeirra mál. Það er annað þegar fjölmiðlar spila út lygum um mál sem miklu skiptir í þeim tilgangi einum að hafa áhrif á prófkjör í einstökum flokkum. Menn mega ætla mér að telja það heppilegast fyrir mig í próf- að vinna að minni kosningu. Það er hins vegar einum of langt gengið að ljúga því upp að ég sé með samningsdrög í höndunum um 25 þús. kr. lágmarkskaup, sem eigi að greiðast með því að fórna 2% kauphækkunum um næstu mánaðamót. Ég hef ítrek- að lýst því yfir að ekki komi til greina að afsala neinu af eðliiegri kauphækkun 1. des. Sú stað- reynd liggur fyrir. Það hefur samninganefndin í heild eða í hlutum ekki heldur gert. Ég hef hvergi ljáð máls á 25 þús. lág- markslaunum. Sú staðreynd liggur einnig fyrir. Eg hef ekki og ætla ekki að blanda í eina kös mínu pólitíska starfi og starfi fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Ég sit nú í samningaviðræðum og við öll sem hér sitjum og við hljótum að óska eftir því að fá að vinna í friði fyrir skemmdarverkamönnum. Frjálsblaðamennska ereitt, iyga- vefur af þessu tagi er utan veggja. Það er bein atlaga að almennu launafólki að útbreiddasti fjöl- miðill landsins beri siíkar lygar á torg. Slíkar lygar eru árás á samn- inganefndina alla og við hljótum að mótmæla því.“ Stend við fréttina Sigurdór Sigurdórsson: Ekkert nýtt aðfá yfir mig svona gusu Eg stend hundrað prósent við mína frétt, sagði Sigurdór Sig- urdórsson blaðamaður á DV við Þjóðviljann í gær, eftir blaða- mannafund Ásmundar Stefáns- sonar. „Það er ekkert nýtt fyrir mér eftir 16 ára starf sem blaðamaður á Þjóðviljanum og nú á DV, að fá svona gusu yfir mig frá Ásmundi Stefánssyni, og ég minni í því sambandi á skrif mín í Þjóðvilj- ann 1984, um að búið væri að semja um ákveðin atriði. Það var líka kallað lygi, en reyndist síðan hárrétt,“ sagði Sigurdór. „Eftir að hafa fylgst með samn- ingum og verkalýðsmálum í mörg ár fer ekki hjá því að maður eigi sér heimildarmenn í innsta hring, bæði hjá ASÍ og VSÍ. Heimildar- maður minn er nú alveg öruggur, og ég mun staðfesta þessa frétt mína í DV nú um helgina. Þetta var til umræðu í efnahagsnefnd- inni, og upphlaup Dagsbrúnar í samningunum varð til vegna þess að þeir vissu af þessu." - m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.