Þjóðviljinn - 29.11.1986, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 29.11.1986, Qupperneq 14
AI>VPUBANDAlAGtÐ Vestfirðir Síðari umferð forvals Síðari umferð forvals AB á Vestfjörðum vegna alþingiskosninganna, fer fram sunnudaginn 30. nóvember nk. Kosið verður hjá eftirtöldum trúnaðarmönnum: Anna B. Valgeirsdóttlr Hjallastræti 39, Bolungarvík. Tryggvl Guðmundsson, AB-húsinu Isafirði. Snorrl Sturluson Hjallavegi 29, Suðureyri. Jón Guðjóns- son Brimnesvegi 8, Flateyri. Davíð H. Kristjánsson Aðalstræti 39, Þingeyri. Halldór Jónsson Lönguhlíð 22, Bíldudal. Blrna Benedlktsdóttir Móatúni 3, Tálknafirði. Helgi Haraldsson Urðargötu 2, Patreksfirði. Torfi Stelnsson Birk- imel, Barðaströnd. Jón Snæbjörnsson Mýrartungu, Reykhólasveit. Heiðar Skúlason Ljótunnarstöðum, Hrútafirði. Jón Ólafsson Brunnagötu 7, Hólmavik. Jóhanna Thorarensen Gjögrí. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur frá 26. október hjá trúnaðarmðnnum og auk þess hjá flokksskrifstofu AB að Hverf isgötu 105 I Reykjavík. Þar eru trúnaðarmenn Óttar Proppó, Margrét Tómasdóttir og Krístján Valdimarsson. Flokksmönnum er bent á að kynna sér forvalsreglur hjá stjórn og trúnaðarmönnum á slnu svæði. Fyrir hönd uppstillingamefndar. Tryggvi Guðmundsson (safirði, sími heima 3702 og vinnusími 3940. Uppsveitir Ámessýsiu Fullveldisfagnaður í Aratungu Hinn árlegi fullveldisfagnaður Alþýðubandalagsins í uppsveitum Árnes- sýslu verður í Aratungu, laugardaginn 29. nóvember og hefst með dagskrá kl. 22.00. Á dagskrá er m.a. upplestur, söngur og gamanmál. Margrét Frímanns- dóttir ávarpar samkomugesti og Rúnar Ármann Arthúrsson hristir upp í liðinu. Að lokinni skemmtidagskrá leikur hinn landskunni harmonikkuleikari Grettir Björnsson fyrir dansi til kl. 02.00. Verð miða er kr. 600. Alþýðubandalagið Akranesi Fullveldisfagnaður Fullveldisfagnaður verður í Rein laugardaginn 29 nóv. við kertaljós og léttar veitingar. Njótum kvöldsins við upplestur, hljóðfæraslátt og söng. Húsið opnað kl. 20.30. Nánar auglýst síðar. Starfshópur um utanríkis- og friðarmál Fundur verður í Flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105, mánudaginn 8. des- ember kl. 19.30. Á dagskrá m.a.: Niðurstöður miðstjórnarfundar - staða utanríkismála á Alþingi - starfið í vetur og skipan starfshópa. Áríðandi að allir sem vilja starfa með í vetur mæti á fundinn. Nýir þátttak- endur sérstaklega velkomnir. Abl. Borgarnesi og nágrannasveitir Félagsfundur Félagsfundur verður í Röðli laugardaginn 29. nóvember kl. 13.00. Dagskrá: Kynning á framboðslista flokksins í kjördæminu. Umræður um vetrarstarf og kosningaundirbúning. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvislega. Stjórnln. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH kemur saman í Skálanum, Strandgötu 41, laugardag- inn 29. nóvember kl. 10.00. Fréttir úr bæjarstjórn og nefndum. Útgáfa Vegamóta. Umræður í starfs- hópum. Undirbúningsvinna fyrir næstu fjárhagsáæltun. Áríðandi er að allir aðal- og varamenn í nefndum mæti á fundinn. Stjórnin. Alþýðubandalagið Keflavík-Njarðvík 1. des.-fundur Mánudaginn fyrsta desember verður haldinn félagsfundur í Verslunarmannafélagshúsinu, Hafnargötu 28, Keflavík. Opnað klukkan 20. Dagskrá hefst kl. 21. Gestur fundarins: Olafur Ragnar Grímsson. .Félagar og stuðningsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Ólafur Ragnar Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn mánudaginn 1. desember. Dagskrá: 1. Dagskrá bæjarstjórnarfundarins þriðjudaginn 2. des. 2. önnur mál. Stjórnln Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld Við höldum áfram að spila n.k. þriðjudagskvöld 2. desember klukkan 8 stundvíslega. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins lítur inn í kaffihléi. Nýir spilafélagar velkomnir. Stjórn ABR. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð Fundur á mánudaginn 1. desember, í Þinghóli, hefst klukkan 20.30. Rætt um bæjarmálin og breytingar á starfi bæjarmálaráðs. Stjórnln Opið bréf til Alþýðubanda- lagsfélaga í Reykjavík Forval vegna Alþingiskosninga Er Alþýðubandalagið sá sósí- alíski jafnréttisflokkur sem ör- yrkjar og lífeyrisþegar geta reitt sig á? Hvemig ætlar Alþýðu- bandalagið að sanna þetta? Þessar spurningar eru ekki settar fram vegna þess að undir- ritaður efist um svarið heldur til að benda á, að nú eiga flokks- menn í Reykjavík tækifæri á að staðfesta þetta fyrir alþjóð. Þegar ég hef verið á framboðs- lista flokksins hafa andstæðingar okkar sakað mig um að láta nota mig sem skrautfjöður á listann, án þess að ég hafí nokkurn mögu- leika á að hafa áhrif á gang mála. Að sjálfsögðu er þetta rangt, en þetta er vopn sem bítur. Alltaf af og til hafa komið upp raddir um að fatlaðir nái ekki almennilega fram baráttumálum sínum fyrr en þeir bjóði sjálfir fram. Nú eru þessar raddir enn uppi og því beinast augu fatlaðra mikið að forvali ABR. Ég hef alltaf lagst gegn þessum hugmyndum og hvatt menn til að taka þátt í starfi stjórnmálaflokkanna og vinna málunum fylgi og lið innan þeirra. Málefni fatlaðra, sjúkra, aldraðra og barna er mikill þáttur í daglegri umfjöllun. Og víða er þar pottur brotinn. Lög um almannatryggingar hafa aldrei verið tekin til heildar- endurskoðunar heldur hefur síf- ellt verið „lappað" upp á þau. Síðan hafa verið sett lög um mál- efni fatlaðra, málefni aldraðra og ný barnalög sem í sjálfu sér er gott. í öllum þessum lögum eru vandkvæði sem rekast hvert á annað. Því þarf strax að láta endurskoða alla þessa lagabálka og gera úr þeim ný lög um al- mannatryggingar. Bótagreiðslur almannatrygg- inga eru miðaðar við lögboðin lágmarkslaun, en sem betur fer er það lán í óláni að stór hópur launamanna býr ekki við þau laun heldur hafa notið „launa- skriðsins“. Öryrkjar, ellilífeyris- þegar og einstæðir foreldrar hafa í engu notið „launaskriðsins“. Hér verður að ráða tafarlausa bót á. Spumingunni um það hvort eitthvert land sé velferðarþjóðfé- lag má oftast svara með því að athuga hvernig búið sé að þessum málaflokkum. Til að vel sé búið að þessum málaflokkum þurfa innan stjórnmálaflokkanna og „valdakerfisins" að vera menn sem gjörþekkja þessi mál. Ferlimál fatlaðra hafa mikið verið til umræðu undanfarin ár og í athugun á þeim kom í ljós að flestar opinberar byggingar em illfærar fötluðum. Þegar þeim vom gefin stig frá 100 og niðurúr kom í ljós að Alþingishúsið hefði aðeins 6 stig. Ég hef lýst því yfir að ég er reiðubúinn að taka baráttusætið á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Ég hef Iíka lýst því yfir að ég líti á framboð mitt sem íið í jafnréttisbaráttu fatlaðra. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki bara þörf, heldur brýn nauðsyn fyrir Alþýðubandalagið að ég sé ofarlega á listanum. Ég skora því á félaga í ABR að sjá til að svo verði. Arnór Pétursson. Að gefnu tilefni Á síðasta landsþingi Æsku- lýðsfylkingarinnar fóru fram um- ræður um þátttöku ungs fólks I forvali á vegum flokksins. Þar var ákveðið að ÆF sem stofnun myndi ekki taka opinbera afstöðu til annarra frambjóðenda en úr röðum Fylkingarfélaga. Eftir reynslu úr síðasta forvali, hjá ABR, þar sem fjórir úr ÆF vom þátttakendur, var ljóst að atkvæðadreifing á þá var of mikil. Nú þykir fi'n sú skoðun, að hinn og þessi félagi okkar sé yngri í hugsun en annar. Ekki veit ég hvernig það er rökstutt. Hitt er Ijóst að engin stofnun í ÆF tók ákvörðun um að styðja ungan fulltrúa fram í forvali. Fram- kvæmdaráðsmenn ÆF, sem skrifuðu undir stuðningsmanna- bréf við Pálmar gerðu það á per- sónulegum forsendum, vegna Afskiptaleysi er engin dyggð Það er ekki ætlunin að blanda sér í tindátaleikinn sem nú fer fram I Alþýðubandalaginu vegna prófkjörsins en ég sé að tveir fóstbræður úr verkalýðshreyfing- unni hafa verið að skrifast á I Þjóðviljanum undanfarið, þeir Þröstur Ólafsson og Jóhannes Gunnarsson. Nú I Þjóðviljanum 28. nóv. segir Þröstur m.a. að hann hafi ekki ætlað að blanda sér I verkfalli B.S.R.B. 1984 enda haft nóg á sinni könnu. Þó hafi hann einum tvisvar sinnum þurft að fara úr mjúku stólunum í Garð- astræti I miðri samningalotu til að draga úr væringum milli Dags- brúnar og B.S.R.B. niðri við höfn. Ég hef alltaf haldið að það væri í verkahring þeirra, sem styðja „sósíalisma, þjóðfrelsi og verka- lýðshreyfíngu" að skipta sér af baráttu láglaunahópa. í sam- bandi við slík mál er afskiptaleysi engin dyggð. Ég er sannfærð um að þótt Dagsbrúnarfélagar vildu fara aðrar leiðir en B.S.R.B. þá gera þeir sér grein fyrir að þeir eiga meira sameiginlegt með B.S.R.B. en Vinnuveitendasam- bandinu og vona ég að fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar viti það líka. Sigríður Krlstinsdóttlr þeirra kosta, sem þar eru raktir. Stuðningur þessi hefur nú ver- ið dreginn inn í slúðurdálka blaða. Slegið upp sem málefna- ágreiningi við aðalfund ÆFR um frambjóðendur. Vel má vera að einhverjir sem sátu þennan aðalfund telji sig : hafa verið að álykta gegn Pálmari Halldórssyni og komið þeirri ósk sinni á framfæri (allavega skortir HP ekki tengslin fremur en vana- lega). Það hefur hins vegar hvergi verið sagt beinum orðum að svo sé. Pálmar á stuðningsmenn bæði úr röðum stjórnarliða ÆFR, sem og framkvæmdaráði ÆFAB. Milli þeirra er enginn ágreiningur um afstöðuna til hans. Pálmar hefur ekki verið studd- ur fram gegn neinum félaga okk- ar. Og stuðningur við hann er ekki bundinn stuðningi við aðra frambjóðendur. Ég teldi vert fyrir framboðs- lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, að þar skipaði ungur fulltrúi veglegan sess. Fáir aðrir flokkar eru líklegir til að huga að bví. Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdaráði ÆFAB Áríðandi tilkynning til félagsmanna ABR Vegna mistaka í auglýsingu í Þjóðviljanum í gær (miðvikudag 26. nóv.) vill stjórn ABR taka fram eftirfarandi: Þátttökurétt í forvalinu hafa allir félagar ABR sem ekki skulda meira en eitt gjaldfallið árgjald svo og nýir félagar sem greiða hálft árgjald þ.e. 500 kr. Öryrkj- ar og ellilífeyrisþegar eru gjald- friir. Þeir sem skulda meira en eitt gjaldfallið árgjald geta gert upp eldri skuldir eða samið um greiðslur við gjaldkera eða full- trúa stjórnar á kjörstað. Hægt er að greiða með greiðslukortum. Félagar þurfa því ekki að óttast að verða gerðir afturreka vegna eldri skulda. Steinar Harðarson gjaldkeri ABR. Afmæli Haukur Helgason Til Hauks Helgasonar á afmælis- daginn. I dag verður hann Haukur Helgason 75 ára. Hann er einn af þeim trygglyndustu sóma- mönnum sem ég hef kynnst um dagana. Þeir er hann þekkja vita um þá ljúfmennsku sem maður- inn hefur að geyma. Hann sást á gangi í Pósthús- stræti fyrir viku eða svo og þar var röskur og áhugasamur maður á ferð. En þó hann hafi unnið mikið með tölur um dagana, þá er það honum ekki líkt að hafa verið uppljómaður af bókhaldinu einu saman. Sagt er að hver sé sinnar gæfu siniður. Sé þetta rétt, þá hlýtur sú smíði að hafa byrjað fyrir alvöru hjá Hauki þann dag er hann kynntist dásamlegri konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur. Þau Haukur og Guðrún hafa ekki látið fram hjá sér fara að lifa lífinu, því að þau hafa ferðast mikið og þau kunna Vel að meta góðar myndir og fagra tónlist. Myndasafn þeirra er afar fallegt og þeim báðum kærkomið. Starf Hauks í stjórn Sinfóníunnar er aðeins eitt dæmi um heitustu áhugamál hans. Oft hefur undirritaður notið góðs af öðlingnum Hauki. Tryggð hans er með fádæmum. Mörg eru orðin bréfin okkar á milli á síðastliðnum aldarfjórð- ungi. Vonandi átt þú, kæri Haukur, eftir að lifa jafn inni- haldsríku lífi í mörg ókomin ár. Það yljar manni alltaf sérstak- lega um hjartaræturnar að koma til ykkar Guðrúnar. Svo mun einnig verða í dag. Lifðu ætíð vel og til hamingju með daginn! Tryggvi Ólafsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.