Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Laugardagur 29. nóvember 1986 273. tölublað 51. órganour SPJALDHAGI allar upplýsingar á einum stað SAMVINNUSANKI ÍSLANDS HF. Útvaipsráð velur Kára Kári Jónasson var ráðinn fréttastjóri útvarps í gær af Markúsi Erni Antonssyni, út- varpsstjóra, eftir að meirihluti útvarpsráðs hafði mælt með hon- um í stöðuna. Umsækjendur auk Kára voru Einar Örn Stefánsson, Friðrik Páll Jónsson og Stefán Jón Haf- stein. í atkvæðagreiðslunni í út- varpsráði fékk Kári atkvæði fimm ráðsmanna, Stefán Jón eitt atkvæði, Friðrik Páll eitt. At- kvæðagreiðslan er leynileg, en samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans fékk Kári atkvæði Sjálfstæð- ismannanna þriggja, Framsókn- arfulltrúans Markúsar Á. Einars- sonar og Eiðs Guðnasonar frá Alþýðuflokki. Fulltrúar Alþýðu- bandalags og Kvennalista munu hafa greitt þeim Stefáni Jóni og Friðriki Páli atkvæði. -m Rauðakrosshúsið Tugur unglinga á götunni Á því tæpa ári sem hjálparstöð Rauða krossins hefur verið rekin f Reykjavík fyrir unglinga að 18 ára aldri hafa um 80 einstaklingar komið 120 sinnum tii gistingar í Rauðakrosshúsinu við Tjarnar- götu. Að sögn Hans Henttinen eins starfsmanns hússins eru sorglega margir sem leita aðstoðar hús- næðislausir unglingar sem búa á götunni. Stúlkur og piltar leita í jafnmiklum mæli til hjálpar- stöðvarinnar og er meðalaldur stúlknanna um 16 ár og piltanna 18 ár en yngsti unglingurinn sem leitað hefur aðstoðar er 13 ára. Um 70% þeirra sem koma í húsið neyta áfengis eða annarra vímuefna oftar en vikulega. Ástæður fyrir komu sinni í húsið segja flestir vera samskipta- örðugleika við foreldra eða for- ráðamenn, heimilisleysi, van- rækslu og líkamlegt ofbeldi og þar á meðal kynferðisleg áreitni og misnotkun. Rauði krossinn hefur að lang- stærstu leyti staðið undir rekstr- arkostnaði hjálparstöðvarinnar en í ár er reiknað með að rekstur hússins kosti rúmar 5 miljónir. Til að afla tekna upp í reksturinn eru um helgina seld barmmerki til styrktar Rauða krosshúsinu. -lg Mikligarður Frönsk vika Frönsk vika hófst í Miklagarði í gær og er hún haldin á vegum franska sendiráðsins. Tilgangur þessa er að sögn Ginu Letang, verslunarfulltrúa (Frakklands, að styrkja viðskiptatengsl íslands og Frakklands og kynna almenn- ingi úrval af frönskum vörum. Meðal þess sem boðið verður upp á í Miklagarði næstu vikuna verða allra handanna franskar vörur, franskt kaffihorn sem kall- ast Café de Paris og ýmis konar útstillingar sem minna á Frakk- land. Þá kemur til landsins franska söngkonan Machon, og mun hún skemmta viðskiptavin- um Miklagarðs þrisvar á dag. -vd Austurland Unnur Sólrún í öðru sæti Unnur Sólrún Bragadóttir Hjörleifurfékk737atkvæðiíl. varð í öðru sæti í forvali Alþýðu- sæd^> og alls 848 atkvæði. Unnur bandalagsins á Austurlandi sem Sólrún fékk 405 atkvæði í 1.-2. fram fór á Fáskrúðsfirði um síð- sæ^.> a^s ^52. Björn Gretar ustu helgi. Hjörlcifur Guttorms- Sveinsson, Höfn, varð þnðji, son þingmaður varð efstur í for- ^^k 216 atkvæði í 1.-3. sæti, alls valinu. 392. Fjórði varð Sigurjón Bjarna- son, Egilsstöðum, fékk 306 at- kvæði í 1.-4. sæti, alls 364. Fimmti varð Þórhallur Jónasson, Höfn, með 314 atkvæði í 1.-5. sæti. Þátttaka var mikil í forvalinu, 937 kusu, tæpur helmingur af kjósendum G-listans á Austfjörðum 1983. Þá fékk Al- þýðubandalagið tvo menn kjöma á Austfjörðum, Helga Seljan og Hjörleif, en vegna nýju kosning- arreglnanna kann að reynast snú- ið að halda þeirri þingmannatölu eystra. Helgi Seljan ætlar að láta af þingstörfum. Unnur Sólrún Bragadóttir, sem nú verður að öllum líkindum í öðru sæti G-listans eystra, er „nafn vikunnar“ í Sunnudags- blaði Þjóðviljans, - sjá síðu 17. -m _ MUNDU EFTIR MILLJÓNINNI! msmmtm 9 « Kynningarþjónustan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.