Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 6
Hvaðá
Tuborg
skylt með
íþróttum?
Frammarinn Per Skaarup er kominn
í danska landsliðið á ný eftir
pólitíska útlegð
1. deildarlið Fram í handknatt-
leik hefur staðið sig nokkuð vel
það sem af er íslandsmótinu. Að
vísu töpuðu þeir fyrir toppliðinu
Breiðablik í fyrri viku en þeir eru
ennþá með í slag efstu liða. Nú í
vikunni var frestað leik þeirra
gegn Stjörnunni vegna þess að
þjálfari þeirra og leikstjórnandi á
vellinum Daninn Per Skaarup,
þurfti að fara utan og verja
heiður danska landsliðsins á móti
í Noregi.
Það má telja til tíðinda að Per
Skaarup leiki nú með danska
landsliðinu. Ekki vegna þess að
honum hafi farið aftur, síður en
svo, heldur af því að honum hefur
verið haldið utan við liðið síðan á
Ólympiuleikunum í Los Angeles
sumarið 1984. Þótt Skaarup seg-
ist ekki vita með vissu hvers
vegna hann hefur ekki verið va-
linn eru fæstir í efa um að þar
leikur pólitík talsverða rullu. En
látum Skaarup sjálfan segja frá
því sem gerðist í Los Angeles.
„Ég hef svo sem ekki mikinn
áhuga á að rifja upp gömul sár en
blöðin í Danmörku kölluðu það
hneyksli að ég skyldi ganga um
meðmótmæli gegn kjarnorku-
vopnum utaná mér. Þannig var
að okkur var bannað að tjá okkur
um pólitík eða merkja okkur með
pólitískum merkjum meðan á
leikunum stóð. Svo vorum við
látnir fá búninga til að vera í og á
þeim var merki dönsku bjór-
verksmiðjanna Tuborg. Fyrst
danska ólympíunefndin braut
svona gróflega gegn reglum og
anda leikanna fannst mér allt í
lagi að setja á mig lítið merki þar
sem kjamorkuvopnum var mót-
mælt. Við fengum einskonar
hundahálsband til að komast inn
og út úr Ólympíuþorpinu og á
þetta h'mdi ég merkið. Það getur
verið að þetta hafi valdið því að
ég var ekki valinn aftur f landslið-
ið. Maður veit aldrei, vegna þess
að menn ráða því ekki sjálfir
hvort þeir leika með liðinu og ég
fékk aldrei neinar skýringar á því
hvers vegna ég var ekki valinn.“
Engin stórskytta
Skaarup er 31 árs gamall og
segist því vera hálfgert gamal-
menni í handboltanum. Hann er
frá Kaupmannahöfn, ólst upp á
Norðurbrú og gekk 10 ára gamall
til liðs við Handelsstandens
gymnastikforening, HG. Þetta
félag er með elstu handboltafé-
lögum Danmerkur, stofnað á
öldinni sem leið sem íþróttafélag
verslunarmanna. Skaarup segir
að nú sé lítið eftir af verslunar-
mönnum í félaginu og fyrir
nokkrum árum var það sameinað
liði frá úthverfi Kaupmannahafn-
ar, Gladsaxe. Per Skaarup hefur
leikið óslitið með HG og
Gladsaxe/HG síðan hann hóf
handknattleik. Árið 1978 var
hann fyrst valinn í danska lands-
liðið og lék með því fram til ársins
1984 að einu ári undanskildu. Per
er hávaxinn, tveir metrar á hæð
en hefur samt að eigin sögn aldrei
verið nein stórskytta. Hjá
Gladsaxe/HG lék hann, eins og
nú hjá Fram, sem leikstjórnandi,
aftarlega í sókninni og á miðjunni
í vörn þar sem hann er mikill
klettur.
„í landsliðinu var ég framan af
eingöngu notaður í vörninni og
það fannst mér heldur leiði-
gjarnt. Mér finnst gaman að
handbolta og vil vera með í sókn-
inni. Það er engum hollt að vera
einungis notaður í vörninni enda
er það ekki í anda íþróttarinnar.
En ég lét mig hafa þetta því það
var í sjálfu sér nógu mikill heiður
að fá að leika með landsliðinu.
Svo fékk ég að taka þátt í sókn-
inni og látinn leika á línunni. Það
var ágætt þótt ég skoraði aldrei
mikið. Ég skoraði hins vegar
mikið með Gladsaxe/HG en það
stafaði einkum af því að í liðinu
voru margar góðar skyttur sem
vel var gætt. Fyrir bragðið losn-
aði oft um mig.“
Þegar undirritaður sá Per í
leiknum gegn Breiðabliki á dög-
unum hreifst ég einkum af tvennu
í leik hans. í fyrsta lagi hve vel
honum lét að leika aðra fria og
senda þeim boltann inn í eyður.
Og í öðru lagi hve fljótur hann
var til að biðja andstæðingana
velvirðingar ef hann braut á
þeim.
„Já, mér finnst gott ef ég get
leikið aðra fría. Handbolti bygg-
ist á samvinnu en samhliða henni
verða einstaklingamir að fá að
njóta sín. Það er ekkert eins fal-
legt og vel leikin sókn þar sem
allir eru með. Auk þess hef ég
neyðst til að leggja upp úr sam-
leiknum því ég er ekki nógu góð-
ur einn og sér“, segir hann af lítil-
læti.
„Varðandi hitt sem þú nefndir
þá stafar það senniléga af því að
ég hef oft verið sakaður um að
leika af hörku. Það hafa þó frekar
verið blaðamenn sem höfðu hom
í síðu mér en andstæðingar mínir
á vellinum. Hins vegar er ég stór
og þegar mikið gengur á getur
verið erfitt að stöðva sig og þá
birtist áhorfendum það sem
ruddaskapur."
Að rœkta
það jókvœða
Fjandskapur blaðamanna sem
Per minntist á getur vel stafað af
pólitískum afskiptum hans. Sag-
an frá Los Angeles sýnir að hann
Per Skaarup reynir að komast framhjá einum Blikanna. Mynd: E.ÓI.
er umdeildur og ekki hátt skrifað-
ur hjá þeim sem vilja halda
íþróttum og pólitík vandlega að-
skildum. Ég spurði hann út í af-
skipti hans af friðarbaráttunni.
„Ég var félagi í samtökum
danskra íþróttamanna sem vildu
stuðla að friði og andæfa gegn
kjarnorkukapphlaupinu. Að vísu
var ég aldrei mjög virkur en þó
ferðaðist ég um og flutti fyrir-
lestra í skólum og víðar. Þessi
samtök, Idrcetforfred, eru enn til
en því miður hafa ekki nógu
margar íþróttastjömur tekið þátt
í starfi þeirra. Samtökin hafa
staðið fyrir undirskriftasöfnu-
num gegn kjarnorkuvopnum,
birt auglýsingar í blöðum og eitt
sinn hvöttu þau íþróttamenn til
að bera merkið „Nej til atomvaa-
ben“ á búningum sínum í eina
viku. Forystumenn íþróttafélag-
anna voru ekkert of hrifnir af
þessu tiltæki en létu gott heita
með þessa einu viku. Það var
ekki fyrr en nokkrir fóru að bera
merkið í hverjum leik sem þeir
stofnuðu til vandræða. Flestir
þeirra sem voru virkir í þessu
andófi voru handknattleiks-
menn.
Ég hef orðið var við það að
margir hér á íslandi eiga erfitt
með að skilja af hverju maður vill
standa í því að bera svona merki.
Þeir spyrja hvað þetta eigi skylt
með íþróttum. En þegar farið var
að leggja áherslu á stjörnuíþróttir
fóru íþróttamenn að bera auglýs-
ingar á búningum sínum. Það má
því spyrja á móti hvað Svali og
Tuborg eiga skylt með íþróttum.
Vissulega eru báðir þessir drykk-
ir góðir við þorsta. En í auglýs-
ingum getur oft verið fólginn pól-
itískur boðskapur. Ég man að
einu sinni var gert talsvert uppi-
stand út af því í Frakklandi að
þarlendir íþróttamenn skyldu
vera látnir auglýsa banka. Á
þeim tíma hafði stjóm sósíalista á
stefnuskrá sinni að þjóðnýta
einkabanka og þessar auglýsing-
ar blönduðust inn í umræðuna.“
Blaðamaður fær ekki varist
þeirri hugsun að bankar geta
víðar verið pólitískt hitamál en
suður í Frakklandi og bendir Per
á að bæði liðin sem léku í Höllinni
á dögunum hafi leikið með
bankaauglýsingar á búningum
sfnum.
„Því miður virðast íþrótta-
menn oft vera feimnir við að
segja skoðanir sínar á þjóðfélags-
málum. Mér hefur alltaf fundist
það mikilvægt að íþróttastjömur
taki þátt í þjóðfélagsumræðunni
og ræði málin sín á milli. Við
eyðum svo miklum tíma í íþrótt-
ina og lífið verður ansi einhæft ef
við ræðum ekkert annað. Við
bemm líka ákveðna ábyrgð gagn-
vart æskufólki. Við emm notaðir
sem auglýsingaskilti og jafnframt
líta mörg böm upp til frægra
íþróttamanna. Ef við miðlum
engum boðskap öðmm en aug-
lýsingum verða skilaboðin sem
börnin fá svo innihaldslaus.“
Per segist ekki vera virkur í
stjórnmálum að öðm leyti en
hann hefur mikinn áhuga á
íþróttapólitík. „Mér þykir gaman
að íþróttum en á þeim vettvangi
er víða nokkur flatneskja. Ég vil
taka þátt og leggja mitt af mörk-
um til að gera íþróttimar betri,
rækta það jákvæða í þeim.“
Meiri alvara hér
Per Skaarup kom hingað til
lands í sumar ásamt konu sinni,
Vibeke, og fimm ára gömlum
syni, Morten. Vibeke er kennari
að mennt og þau hjónin skipta
með sér kennarastöðu í Austur-
bæjarskólanum, hún kennir
dönsku, hann leikfimi. Hún þarf
þó væntanlega að gera hlé á
6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. nóvember 1986