Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 12
Skjöldur kœrleikans í Nicaragua Þáttur bandarlskia stjómvalda I ófriðnum I Nlkar- agua er flestum kunnur. Handtaka eins erindreka CIA fyrir nokkru staðfesti einungis það sem flestlr viasU fyrir, þ.e að Bandarisk stjómvöld eru á kafi I hernaðar- og hryðju- verkastar fsemi i og við landa mæriNlkaragua, Þátttaka Bandarfkjanna er þó umdeild heima fyrir, bæði meðal stjórnmálamanna ogalrnenn- ings. Skoðanakannanlrsýna að allt að helmingur lands rnanna er ósáttur við Ihlutun rikisstjórnar sinnar I málefni Mlð-Ameriku. Talsverðurfjöl- di Norður-Amerlakana hefur dvalist i Nikaragua sfðustu ár á vegum samtakanna Wltn- ess for Peace, til að draga úr eyðileggingarmætti tiinna CIAstuddu kontraskæruliða. Talsmaður þessara samtaka, Marilyn Gordon var á ferð um Sviþjóð fyrir skömmu og átti m.a. viðtal við Þjóðviljann. Hvað er Witness for Peace? Witness for Peace eru kristileg samtök sem stofnuð voru 1983 upp úr heimsókn til Nikaragua í boði kristilegra samtaka þar. Til- gangur heimsóknarinnar var að kynnast af eigin raun ástandinu í landinu og dreifa upplýsingum frá fyrstu hendi heima í Banda- ríkjunum. í þessari heimsókn gistum við svæði sem höfðu orðið illilega fyrír barðinu á árásum kontraskæruiiðanna. Svo merki- lega vildi til að á meðan á dvöl okkar stóð þá voru þessi svæði alveg látin í friði. Það var þá sem hugmyndin fæddist. E.t.v. væru Kontra ragir við að myrða Vjðtal við Marilyn Gordon fró bandarísku samtökunum „Witness for peoce", sem starfa í Nicaragua Norður-Amertkana vegna hinnai neikvæðu ímyndar sem það myndi skapa í Bandaríkjunum. Slíkt gæti leitt til að bándarísk yfirvöld neyddust til að skrúfa fyrir aðstoðina við þá vegna al- menningsálitsins heima fyrir. Einskær nærvera okkar, banda- rískra þegna, án beinnar þátttöku f átökum, gat hugsanlega hindrað grimmdarverk konstraskærulið- anna á íbúðum stríðssvæðanna. Síðan þá hefur starf okkar í Nikaragua markast af þessari til- gátu. Aðferðin hefur verið nefnd „skjöldur kærleikans". Við höf- um nú stöðugt í 3 ár haft fólk úr okkar röðum við dvöl í hinum stríðshrjáðu héruðum Nikarag- ua. Við höfum s.k. langtímagesti, þ.e. fólk sem dvelur í ió-2 ár í senn meðal bændafólks á sam- vinnubýlunum. Langtímagestirn- ir afla upplýsinga um árásir kont- raskæruliðanna frá fyrstu hendi og taka einnig á móti hinum s.k. skammtímagestum. Það eru 18- 25 manna hópar frá Norður- Ameríku sem dvelja 2-4 vikur í senn. Við dreifum einnig upplýsing- um heima f Bandarfkjunum um hvað sé að gerast f Nikaragua. |« LAUSAR STÖÐUR HJÁ l|l REYKJAVÍKURBORG Fóstrur óskast til starfa strax eða eftir samkomu- lagi á eftirtalin heimili. Bakkaborg v/Biöndubakka Laugaborg v/Leirulæk Brákaborg v/Brákasund Leikfell v/Æsufell Grandaborg v/Boðagranda Nóaborg v/Stangarholt Hamraborg v/Grænuhlíð Rofaborg v/Skólabæ ösp v/Asparfell Suðurborg v/Suðurhóla Þá vantar skóladagheimilið Völvukot, Völvufelli 7, fóstru eða starfsmann I 5 tíma á dag e.h. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvista í síma 27277 og forstöðumenn viðkom- andi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavlkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum er þar fást. Við setjum m.a. Upp krossa víðs- vegar í Bandarfkjuiium fyrlr hvern þann óbreyttan boigara sem týnir lífinu í hryðjUVérfeuni kontraskæruliðanna og ininnum þanHig landa okkar á þann hartn- leik seill tfkisstjórn okkar á svo stóra sök á.“ Vinnum gegn hryðjuverkapólitík Er þúð elHUHgls fúlk úr hisiiwrH sðfhUðUHt sent lékllr fiíti I starji yklmr? í byfjUíl vái það svo,- en seimia Uefur kötnið fólk með úr öðium trúarhreyfinguni og einnig fólk an séistakrar trúarsannfæringar. Það er hins vegar vissulega svo að samtök okkar Witness for Peace hvíia á orði Krists. Við viljum lesa orð hans með augum hinna kúguðu og þriðja heims landa og þar höfum við mikið að læra af reynslu byltingarinnar í Nikaru- agua sem einmitt styðst að miklu leyti við hina s.k. frelsunarguð- fræði. Er séstök ástœða fyrir kristna söfnuðu í Bandaríkjunum og meðlimi þeirra að skipta sér af einmitt málefnum Nikaragua og styðja við núverandi stjórnvöld þar? Já, það er sérstök ástæða fyrir okkur kristna bandaríska þegna að vinna gegn hryðjuverkapólitík okkar eigin stjórnvalda f landi þar sem verið er að byggja upp samfélagið f anda frelsunarguð- fræðinnar sem ég nefndi. Það sem Nikaragua hefur til „saka“ unnið er að hefja herferð til að útrýma ólæsi, byggja upp al- menningsafræðslu í landinu, veita öllum þegnum lágmarks heilsugæslu og skipta upp jarð- eignum til landlausra bænda. Við getum ekki setið aðgerðalaus hjá, við finnum til ábyrgðar þar sem það er okkar eigin ríkisstjórn í sem stendur á bak við skemmdar- verkin sem beinast fyrst og fremst gegn fyrrnefndri uppbyggingu og sfður gegn hemaðarlega mikil- vægum mannvirkjum. Við blöndum okkur hins vegar ekki f flokkapólitík í Nikaragua og styðjum ekki Sandinista öðr- um flokkum fremur. Okkar hlut- verk er að deila kjörum með óbreyttu alþýðufólki á erfiðum tímum og ef mögulegt er að draga úr hryðjuverkunum og koma f veg fyrir hugsanlega innrás bandarísks herliðs. Landsmenn sjálfir hafa valið sér ríkisstjórn I kosningum og við viljum hjálpa til við að standa vörð um þann sjálfsákvörðunarrétt þessarar fá- tæku smáþjóðar. Þvf er þó ekki að neita að afar margt í hug- myndafræði Sandinista stemmir vel við þá guðfræði sem við að- hyllumst. Kirkjan stendur djúpum rótum f þjóðlífinu f Nikaragua eins og víðast hvar í Latnesku Ameríku. Á seinni tímum hefur frelsunarg- uðfræðin orðið æ sterkari þáttur í túlkun kirkjunnar f þessum heinishluta á orði Krists, þ.e. að Kristur boðaði hinum fátæku mikinn fögnuð og hinum kúguðu „Við viljum reyna að draga úr þeim grimmdarverkum i Nicaragua sem stjórnvöld i Washington styðja með ráðum og dáð og upplýsa landa okkar um hvað sé raunverulega að gerast I landinu." Marilyn Gordon frá bandarlsku samtökunum Witness for Peace.. Mynd S.M.P. frelsun. Af þessu viljum við læra og ég er sannfærð um að margir Norður-Amerískir söfnuðir vilja taka til sín þessa túlkun. Andstaðan við stefnu Reag- anstjórnarinnar í málefnum Mið- Ameríku er þegar orðin mjög sterk meðal kirkjunnar fólks og ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að miðstöð þessarar and- stöðu er einmitt að finna innan kirkjunnar. Kristin hreyfing skiptist í tvö horn Þegar minnst er á trúarlíf í Bandaríkjunum verður okkur evrópubúum gjarnan hugsað til hreyfinga eins og t.d. Moral Ma- jority og annarra slíkra sem virð- ast í fljótu bragði vera hreinasta afturhald, þröngsýnar og allt ann- að en umburðalyndar. Er þetta röng mynd af hinni kristilegu hreyfingu i Bandaríkjunum? Er hreyfingin viðfeðmari og e.t.v. klofin í afstöðunni til helstu deilu- mála samtímans? Þetta er óneitanlega býsna skökk mynd. Það er rétt að hinir hægri sinnuðu trúarhópar eru mjög áberandi í fjölmiðlum, sem á sér skýringar í þvf að viðhorf þeirra njóta velvildar núverandi valdhafa í Washington. Skoðanir innan kirkjunnar eru hins vegar iðulega skiptar og hin kristilega hreyfing er að skiptast f tvö horn f mörgum samfélagsmálum. Stór hluti kirkjunnar fólks er að vakna til meðvitundar um samleið sína með hinum kúguðu og nauðsyn þess að vekja athygli á og vinna gegn hvers kyns óréttlæti, bæði heima fyrir og út um allan heim. Það er svo staðreynd að stór hluti bandarísku þjóðarinnar hef- ur afar litla þekkingu eða skilning á því sem er að gerast í öðrum heimshlutum, allra sfst f þriðja heiminum. Á þennan hóp spilar Reagan forseti svo meistaralega þegar hann kemur út með lygar sínar og hálfsannleik um hvað sé að gerast í Nikaragua. Samtök sem okkar gegna mikilvægu upp- lýsingahlutverki heima fyrir, til að reyna að vega upp á móti hinni opinberu blekkingu. Við þurfum jaftivel að ganga enn lengra og upplýsa í anda frelsunarguðfræð- innar um hversu efnahagskerfi okkar f Bandarfkjunum og allur lífstfll er háður þvf að lönd þriðja heimsins rísi ekki upp og krefjist réttar síns. Hœtta á innrás Er raunveruleg hcetta á innrás bandarísks herliðs inn í Nikarag- ua? Það hefur vissulega verið hætta á innrás allt frá því að Reagan varð forseti. Ég hef heyrt raddir heima að sennilega sé einna mest hætta á innrás nú strax eftir kosn- Íngarnar til þingsitts. Með 2 ár framundan til næstu kosninga hefði Repúblikanaflokkurinn hámarkstíma til að jafna sig með- al kjósenda ef sérlega illa tækist til með aðgerðirnar eða að þær vektu upp sterka mótmælaöldu 12 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.