Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 10
Allsheijar sálarhrelngeming Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, greinir frö því hvernig bœkurnar um uppvöxt Jakobs leystu sálarflœkjur höfundar Ég man þá tíð er ég gerðist áskrifandi að Samvinnunni, tímariti Sambandsins. Ekki varframsóknarmennsku fyrir að fara, því síður að ég teldi Sambandið trútt samvinnu- hugsjóninni, né heldurvarég fæddurog uþpalinn í sveit. Þrátt fyrir það var Samvinnan eina prentmálið sem ég var áskrifandi að. Þetta var í kringum 1970 og töluverð gerjun meðal ungsfólks, gerj- un sem í dag er kennd við ár- talið 1968. Rithöfundurinn og blaða- maðurinn SAM, Sigurður A. Magnússon, hafði verið ráð- inn ritstjóri Samvinnunnarog hafði tekist að breytatímarit- inu þannig að það var mun nútímalegra en öll önnurtíma- ritá markaðinum. Efastég reyndar um að þau tímarit sem nú tröllríða hvert öðru í sjoppuhillum, hafi nútíma- legra yfirbragð en Samvinnan átímumSAM. Reyndar skildi enginn þessadjörfung Sambandsins enda fór það svo að Sigurður var látinn fara eftir mótmæla- öldu frá bændum gegnsýrð- um af ungmennafélagshug- sjóninni og eftirsjá eftir þeim tímum er Jónas f rá Hriflu var meðal okkar. Nú erum við stödd hjá honum Sigurði, uppi á fjórðu hæð í fjöl- býlishúsi við Háaleitisbraut. Þetta er heimili rithöfundar. Bækur þekja alla veggi, öll borð og jafnvel hægindastóla og sófa. Einhvemveginn tekst okkur þó að hola okkur niður og munda stflvopnin. Jakob er sloppinn úr snöru fuglarans og Sigurður er nú eftir átta ára uppgjör við uppvöxt sinn endanlega laus við af- kvæmið. Úr snöru fuglarans er síðasta bindið í uppvaxtarsögu Jakobs, sem hófst með bókinni Undir kalstjörnu. Henni fylgdu svo bækumar Möskvar morgundags- ins, Jakobsglíman, Skilningstréð og nú síðast Úr snöm fuglarans. í þeirri bók kemst Jakob til manns og flýgur út í heim. Sjálfskönnun „Tilgangurinn með þessum bókum var fyrst og fremst sjálfs- könnun. Ég hafði alltaf takmark- aða trú á því að það væri hægt að skrifa sig frá ákveðnum atburð- um en með þessum bókum hef ég upplifað að það e.r engin fjar- stæða. Bækurnar fjalla um at- burði sem höfðu flækst mjög mikið fyrir mér og höfðu skapað sálarflækju sem ég varð að losna við. Þær fjalla um tímabil sem mótar einstaklinginn hvað mest. Samning bókanna varð því að ailsherjar sálarhreingerningu hjá mér. Sambandið við föður minn var mjög brösótt einsog kemur vel fram í bókunum. Þrátt fyrir það þótti mér alveg óstjórniega vænt um hann kannski vegna þess hvernig hann var, mjög mann- legur maður. Við skriftirnar finnst mér ég hafa náð nýju sam- bandi við hann. Systkini mín voru sár vegna lýsingarinnar á honum í fyrstu bókinni en skoðun þeirra hefur breyst eftir því sem myndin af honum varð gleggri. Samfara sálkönnuninni er til- gangurinn sá að skýra fyrir sjálf- um mér og öðrum hver ég er og afhverju ég er einsog ég er. Menn sem höfðu hatast við mig, t.d. af pólitískum ástæðum, sögðu eftir að þeir höfðu lesið fyrstu bókina, að nú skildu þeir hversvegna ég væri svona og tóku mig síðan í sátt. Ekki ósvipað og Carmelita gerði þegar hún sá braggann sem faðir minn og fjölskylda bjuggu í. Þá sagðist hún skilja hversvegna Jakob væri einsog hann var.“ Ég er trúhneigður Þú hefur lýst því yfír að Úr snöru fuglarans, sé síðasta bókin í þessum mikla bálki. Þrátt fyrir það finnst lesandanum sem ýms- um spurningum sé enn ósvarað. Við yfirgefum hann á hreiður- barminum þar sem hann er að fljúga út í heim að takast á við nýja hluti. Hvað það er fær les- andinn ekki að vita. „Það er alveg rétt, en þá erum við líka farnir að tala um nýja sögu. Þessi fimm bindi lýsa bernsku hans, því neti sem hann festist í og baráttu hans við að losna úr því. Þessi bók fjallar um það hvernig hann reynir að losa sig úr sálarflækjum og ekki síður trúarflækjum, sem eru að gera út af við hann.“ í Iok bókarinnar hefur hann samt ekki sagt skilið við trúna. „Það er alveg rétt, enda hef ég aldrei gert það. Ég er trú- hneigður maður og hef relegiösa afstöðu til lífsins. Þegar Jakob skreppur út fyrir landsteinana opnast fyrir honum ný svið og hann uppgötvar það að KFUM hýsir ekki hinn eina sannleika um lífið og trúna.“ Bókin sprakk Þegar þú byrjaðir verkið fyrir tæpum áratug hafðirðu þá hugsað þér Uppvaxtarsöguna sem fimm binda verk? BBH Sigurður A. Magnússon með Carmelitu f Vindáshlið. Myndin er úr Ijósmyndasafni Sigurðar. „Það eru um átta ár síðan ég hófst handa við að þetta verk. Reyndar hafði ég gert tilraunir oft áður en ætíð gefist upp. Það var svo 4. janúar 1979 að ég skrif- aði byrjunina á Kalstjörnunni. Þá hélt ég að þetta yrði þriggja binda verk. Mér datt ekki í hug að þetta ætti eftir að vinda svona upp á sig. Þegar ég hófst handa við Skiln- ingstréð var ég staðráðinn í að það yrði síðasta bindið. í miðjum klíðum uppgötvaði ég svo að kaflinnj sem nú kemur út sem bókin Úr snöru fuglarans, var að breytast í heila bók. Skilnings- tréð flæddi út yfir alla bakka og sprakk tvisvar í höndum mér, þar til ég tók þá ákvörðun að bæta einu bindi við söguna.“ Hvað hafðirðu þér til stuðnings annað en minnið eitt? „Ég hélt dagbækur á vissum skeiðum og þó þær séu ekki mjög nákvæmar þá fylltist ég af stemmningu stundarinnar þegar ég las dagbókarbrotin yfir. Þá hafa ljósmyndir hjálpað til við að hressa upp á minnið.“ Hliðstœð Fjallkirkjunni Þú ferð ekkert dult með að þú ert að skrá þína eigin uppvaxtar- sögu, en þrátt fyrir það notarðu dulnefni á flest allar persónur sögunnar. „Þar kemur tvennt til. í fyrsta lagi vissi ég strax að þetta yrði nærgöngult efni og vildi síður að fólk færi að líða fyrir mína ber- sögli. í öðru lagi eru persónumar rissaðar upp eftir mínum eigin geðþótta og hversu vel sem mað- ur þekkir eina persónu, þá þekkir maður aldrei nema eina litla hlið af henni. Mér þótti því rétt að gefa þessari hlið fólksins, sem ég þekkti, sitt eigið nafn. Það er líka efamál að lesendur þekki margar af þessum persónum. Ég kríta það liðugt að margar þeirra eru ekki endurþekkjanlegar.“ Ef þú værir beðinn um að benda á hliðstæðu við uppvaxtar- sögu Jakobs í íslenskum bók- menntum. „Þá myndi ég benda á Fjall- kirkjuna eftir Gunnar Gunnars- son. Hún fjallar um sama tímabil í ævi Gunnars og ég er að fjalla um í minni ævi. Þá eru bæði verk- in fimm bindi. Við erum hinsveg- ar að fjalla um sitthvort tfmabilið í íslandssögunni auk þess sem Gunnar er Gunnar og ég er ég.“ Hver urðu afdrif Carmelitu eftir að leiðir skildust í sögulok? Höfðuð þið eitthvert samband eftir þetta? Fyrsta upprelsnin „Jú við skrifuðumst á fyrst til að byrja með. Hún fór til Bret- lands skömmu eftir þetta og hitti þar júgóslavneskan flóttamann, verkfræðing að mennt. Þau tóku saman og fluttu til Kanada. Ég man að ég fékk eitt bréf frá henni eftir að þau fluttust til Kanada." Ein skemmtilegasta lýsing bókarinnar er þegar Jakob og Randvér rölta í hægðum sínum niður Bakarabrekku á skyrtunni í blíðskaparveðri og halda á jökkunum. Þetta er gert til að bjóða umhverfinu byrgin. „Já þetta var ótrúlegt fyrirtæki, að fara úr jakkanum ogsjá hvern- ig vegfarendur góndu á okkur. Nú þætti þetta ekkert tiltökumál, en þá var annar tíðarandi. Þetta var mín fyrsta meiriháttar upp- reisn gegn umhverfinu . Síðan hefur þessi uppreisnarandi viljað loða við mig.“ í lýsingunni á hvítliðaárásinni á Austurvelli þegar Alþingi sam- þykkti inngönguna í Nato, ertu samt bara áhorfandi, þó þú ættir seinna meir eftir að láta mikið til þín taka í mótmælum gegn hern- aðarhyggju Bandaríkjanna og Nato. „Á þessum árum var ég áhorf- andi en þessi atburður, ásamt fleiru, varð til þess að ég fór að efast um ýmsa hluti. Ég var undir sterkum áhrifum frá Sigurbirni Einarssyni og hann tók mjög af- dráttaiausa afstöðu til hersetunn- ar. Sigurbjörn átti þó engan þátt í að ég gerðist fráhverfur KFUM, nema óbeint. Deilurnar innan KFUM um hann voru fáránlegar og þær áttu sinn þátt í að gera mig andsnúinn félaginu.“ Á ferðum þínum um Norður- lönd hittirðu tvo menn sem seinna meir áttu eftir að verða frægir í fyrsta lagi Willy Brandt, sem þú hreifst þá mjög af, og sæn- ska rithöfundinn Göran Tun- ström, sem þá var strákpatti, sem sýndi þér kirkju föður síns. Margt á döfinni „Ég hreifst af málflutningi Brandt, þó ég gerði mér enga grein fyrir að hann ætti eftir að verða kanslari V-Þýskalands seinna meir. Hvað Tunström varðar, þá hafði ég náttúrlega enga hugmynd um hver hann var fyrr en löngu seinna. Við hitt- umst fyrir tilviljun í Hamborg í fyrra og ég sagði honum þá frá heimsókn minni í kirkjuna. Þá kom það upp úr dúrnum að hann hafði verið dyravörður og mundi hann mjög glöggt þessa heim- sókn. Tunström er einstaklega skemmtileg persóna að ég ekki tali um hversu skemmtilegur höf- undur hann er.“ Hvernig tilfinning er það að segja skilið við þetta verk sem hefur tekið þig átta ár að setja saman? „Það er viss léttir. Ég var reyndar alltaf að bíða eftir því að þessu lyki en jafnframt óttaðist ég tómarúmið sem myndi fylgja í kjölfarið. Enn sem komið er hef ég þó ekki fundið fyrir því, enda hef ég það margt annað í takinu. Einsog stendur er ég að þýða ljóð Walts Whitmans. Þá erum við Atli Heimir með óperu í undir- búningi, sem byggir á Gull- skipinu. í þriðja lagi hefur Mál og menning gerst svo elskuleg að bjóðast til að gefa út heildarljóðasafn mitt á sextugsaf- mæli, sem er á næsta ári. Þetta er ekki safnrit heldur verður þetta eina bókin mfn og munu ljóðin í henni mynda eina heild. Ljóðin eru tekin úr öllum ljóðabókum mínum, auk ljóða sem birst hafa í tímaritum eða annarsstaðar. Sumum ljóðanna mun ég sleppa, öðrum verður breytt og enn önnur ort upp. Ég hef alltaf litið á mig sem ljóðskáld fyrst og fremst þó við- tökurnar hér heima hafi ekki alltaf verið mjög góðar. Það er einkennilegt að ég hef fengið mun betri dóma erlendis sem ljóðskáld en hér heima. Hvað veldur veit ég ekki.“ Kynning á íslenskum bókmenntum erlendis Þú hefur einnig verið manna ötulastur í að kynna íslenskan skáldskap erlendis. „Sennilega er það eitthvað það merkilegasta sem ég hef gert. Ég var að taka þetta saman um dag- inn og varð steinhlessa þegar ég uppgötvaði hversu mikið þetta var að vöxtum.“ Nú fer Sigurður að tína til bækur og tímarit á hinum og þess- um þjóðtungum, frá Indlandi og Mexíkó, Bandaríkjunum og flestum Evrópulöndum. Nýlega kom út í Þýskalandi bók- menntatímaritið die horen, sem var að þessu sinni eingöngu helg- að íslenskum nútímabók- menntum og átti Sigurður stóran hlut að máli þar, skrifaði m.a. ít- arlegar greinar um íslenskar bók- menntir í tímaritið. En sú bók sem hann er stoltastur af er ljóða- safnið The Postwar Poetry of Ice- land, sem gefin var út í Banda- ríkjunum. Sagði Sigurður að ekk- ert hinna Norðurlandanna ætti sambærilegt ljóðasafn á enskri tungu. Þá taldi Sigurður til sög- unnar bókina Northern Sphinx, en Magnús Magnússon, sjón- varpsmaður m.m. mun hafa hald- ið því fram að sú bók væri merk- asta bók um íslenska menningu sem gefin hefði verið út á enskri tungu. Auk þess að kynna bók- menntir samlanda sinna á er- lendum málum hafa bækur Sig- urðar komið út á einum tíu þjóð- tungum. Sú bók sem hefur farið víðast er Fákar, sem hefur verið gefin út í sjö löndum og selst í tugum þúsunda eintaka. Jákvœð þróun bókarinnar Nú virðist manni sem áhuginn á nýjum íslenskum skáldverkum hafi aukist verulega. Bóksalar tala um að hreyfing sé þegar komin á söluna og fjölmiðiar virðast sýna þessu meiri áhuga en um árabil. Hvað veldur? „Þetta er sjálfsagt margþætt. Það má kannski rekja þennan aukna áhuga aftur til kreppunnar í bóksölunni um jólin 1983. Þá var einsog menn vöknuðu upp af vondum draumi. Allir voru sam- mála um það að bókinni yrði að bjarga og útgefendur, rithöfund- ar og fjölmiðlafólk tóku höndum saman um að snúa þróuninni við. Þarna urðu ákveðin hvörf. Þróunin síðan hefur verið mjög jákvæð. Það ber miklu minna á draslbókmenntum á markaðin- um og það á einnig við um þýddar bækur. Nú um jólin er t.d. mikið um þýddar úrvalsbækur og marg- ar af þeim bókum sem seljast hvað best eru mjög góðar bækur. Það er margt sem liggur þarna til grundvallar. Það má nefna betri menntun í bókmenntum. Þegar ég var ungur var Einar Ben. yngsta skáldið sem okkur var kynnt í skóla. Nú skilst mér að mjög öflug kennsla sé í nú- tímabókmenntum í framhalds- skólunum, auk þess sem algjör bylting varð þegar Háskólinn tók upp kennslu í nútímabók- menntum. Þá er það staðreynd að við erum minni útnesjamenn en áður. Þó margt slæmt megi segja um túrismann, þá hefur hann þó gert okkur alþjóðlegri í hugsun og breytt viðhorfum manna. Kanadýrkunin rekur fólk á önnur mið I þriðja lagi er rétt að minnast á að þetta mikla framboð á engil- saxnesku sjónvarpsefni. Kana- dýrkun sjónvarpsins rekur fólk á önnur mið. Fólk finnur hjá sér þörf til að upplifa okkar eigin til- veru og er orðið mett af þessum framandi hugarheimi, sem stöðugt er verið að halda að því. Það hlýtur að vera furðulegt að vera alltaf staddur í þessum gervi- heimi sem íslendingar eru stöðugt að upplifa í sjónvarp- inu.“ Hvað með framhald af Upp- vaxtarsögunni. Geta lesendur átt von á einhverskonar áframhaldi? „Ég býst fastlega við því en það verður á allt öðru formi en þessar bækur. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég sé einn af þeim höfundum sem verða að notast við eigið líf til að segja sögur. En áframhaldið verður ekki svona bein frásögn einsog bækurnar um Jakob. Ég er að reyna að búa til hringlaga form til að segja sög- una. Einskonar svelg sem gleypir allt. Ætli það séu ekki um tvö ár þar til lesendur geti farið að búast við þeirri bók. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.