Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skammtur Það er eiginlega búinn aö vera í mér hálfgerð- ur lunti í allan dag. Ég veit ekki hversvegna í andskotanum frekar núna en endranær. Fæ ekki séö aö ég háfi nokkra minnstu ástæðu til að vera í vondu skapi. En það er nú einusinni svo að ég held að ólund sé eitthvað sem maður ræður svo sáralítið við. Samt er ég nú satt að segja þeirrar skoðunar, að maður geti með góð- um vilja haft hönd í bagga með sálarástandinu, þó nýjustu kenningar í læknavísindum segi að allar geðrænar hreyfingar eigi sér lífefnalegar skýringar. Mér skilst að slík bylting hafi átt sér stað í skoðunum á sálarlífi mannskepnunnar, að sá maður sé umsvifalaust dæmdur fábjáni, sem heldur því fram að Freud hafi ekki verið fábjáni. Það er af sem áður var, þegar menn gátu sest niður í þrumandi þunglyndiskasti og sálsýkis- legri skítafýlu með allt á hornum sér og gefið þá skýringu á sálarástandinu, að djúpt í undirmeð- vitundinni biundaði svonefnd „DULD“, sem er óbærileg endurminning um eitthvað sem ekki er hægt að fá uppá yfirborðið, nema ráða í vinnu langskólagenginn sérmenntaðan sálfræðing með fimmþúsundkall á tímann. Sálfræðingurinn á semsagt að hressa uppá minnið og grafa upp einhverja steingleymda og ógeðfellda barnæskuminningu; bregða Ijósi á eitthvað sem undirmeðvitundin vill hylja myrkri gleymskunnar. Svona upprifjun átti víst að vera allra meina bót, að dómi Freuds og hans pótin táta. Það væri til dæmis ekki ónýtt fyrir mig, þegar ég er sem fúllyndastur að geta með einhverjum sálvíkingi grafið uppúr langa minninu einhverja æðisgengna gleymda æskuminningu. Eitthvað sem hefur bæklað mig andlega framað þessum degi, einkum þó og sérílagi af því að ég er búinn að gleyma því hvað þetta var. af Freud Endurminningin þyrfti þá líklega að vera svona einsog dálítið krassandi, eitthvað sem hefði markað djúp spor í barnssálina. Það væri til dæmis ekki ónýtt fyrir Freudiskan sálfræðing af sænska skólanum, sem væri að sykkóanalýséra úr mérfúllyndið, að fá mig til að muna allt í einu - já einsog það hefði skeð í gær - eftir því hvernig Guðríður Pétursdóttir hvíta- sunnukona og farandtrúboöi - oftast kölluð Gudda Halelúja - dró mig átta ára gamlan útí kirkju, batt mig þar berrassaðan við gráturnar, snoðaði mig, þannig ámigkominn, þarna fyrir altarinu, setti næturgagn á höfuðið á mér, mál- aði mig rauðan í framan með exportbréfi, færði mig í lífstykki af sjálfri sér, litaði á mér skankana í öllum regnbogans litum með matarlit, en tippið skærgrænt og knýtti á það appelsínugula sluffu úr fléttunni sem var mesta höfuðprýði Guddu Halelúja og náði henni niðurfyrir rass og niðrí hnésbætur ef ég man rétt. Og meðan hún var að koma þessu í verk söng hún hástöfum: - Ó pabbi minn kæri, æ! kondu með mér heim, eftir Davíð. Það væri hægt að lækna ólitla sálarbæklun, ef manni tækist að rifja upp svona barnæsku- minningu. Líklega yrði maður albata af mislyndi og sálarkvöl fyrir lífstíð. Aðalmálið er bara að muna það og muna það vel, að maður verður að hafa gleymt þessu öllu í millítíðinni. Annars er „allt unnið fyrir gír“, eins- og frændi minn einn, sem er að reyna að hætta að drekka, sagði einusinni. Viðskipti okkar Guddu Halelúja eru mér hins- vegar - sem betur fer - ógleymanleg og af allt öðrum toga en hér er lýst að framan. Hún var nefnilega alla tíð ósköp góð við mig og þess vegna sjálfsagt vita gagnslaus sálarheillinni minm. Ég er víst ekki með neina DULD. Ég veit að vísu ekki hvað DULD er, en ég er satt að segja sannfærður um að ef ég vissi það, þá kæmi það uppúr kafinu að ég er ekki með neina DULD. Og nú er mér tjáð að maður sem ekki hefur DULD sé ólæknandi „keis“ einsog sagt er á fræðimáli og það versta er að hann ógnar kjörum sálfræðinga og eykur á atvinnuleysi í stéttinni. Og úr því ekki er hægt að lækna í mér ólundina með aðferðum Freuds, hvernig á þá að fara að því? Mér hefur gefist best að setjast við ritvélina og skrifa einhverja himinhrópandi dellu, helst glórulaust píp. Ég er tildæmis kominn í sólskinsskap núna. Þetta er kallað að yrkja frá sér harminn og er svosem engin ný bóla á íslandi. Egill fór svona að í lokrekkjunni forðum. En svona að lokum - sósíalt séð og almennt- held ég að ólund sé átakanlegust, þegar fólk fer í fýlu útaf því hvað það er í góðu skapi. Þetta skeður stundum í leikhúsinu þar sem ég vinn. Mönnum verður það á að skemmta sér konunglega og hlæja sig máttlausa, en verða gersamlega óhuggandi á eftir. Kátína þeirra var ekki við hæfi. (leikhúsinu á maður semsagt - að margra dómi - að vera upphafinn og í listrænni fýlu. Nú við þessu er svosem ekkert að segja ann- að en það að mönnum sem ekki geta glaðst nema vera í fýlu er ósköp mikil vorkunn - held ég. Sjálfur ætla ég að reyna að halda uppteknum hætti og reyna að vera sem oftast kátur yfir því hvað ég er kátur þegar ég er kátur. Ást er aö bíða ekki eftir tiótun- arbréfinu frá Njarövíkurbæ. Þetta er furðu djúp skil- greining á þessu fyrirbæri 2 SÍÐA - ÞJÓOViLJINN, Sunnudaflur 30. nóvantNr 1886 sem heimspekingar allra alda hafa glímt við án þess að finna algilda skýringu á. Það er Inn- heimta Njarðvíkurbæjar, sem skrifar sig fyrir þessum skila- boðum til lesenda Víkur-frétta 20. nóvember sl. Gáttaþefur í Kína Þegar Stelngrímur var (K(na hélt hann veislu fyrir gestgjafa sína. Þar var framin tónlist og annaðist það kínversk sveit, og kunni eitt lag (slenskt, sem leikið var Steingrími til heiðurs: Jólasveinar ganga um gólf... ■ Sjónvarpið vill ekki flytja Ríkisútvarpiö stefnir aö því að flytja alla starfsemi sína upp I Efstaleiti á næsta ári. Eitthvaó eru þó skoðanir skiptar um ágæti þeirra flutninga hjá starfsfólki stofnunarinnar. Við höfum fregnaö að starfsfólk fréttadeildar Sjónvarpsins sé mjög óánægt með þessa til-i högun. Ástæðan er tvíþætt: ( [tfyrsta lagi er lítill áhugi fyrir [hendi að lenda I jafn nánu sambýli við fréttastofu út- varpsins. ( öðru lagi mun | húsnæðið I Efstaleiti ekki það mikið stærra en það sem Sjónvarpið býr nú þegar viö. Hefur verið bent á sem miklu vænlegri kost, að kaupa eina hæð til viðbótar I núverandi húsnæði Sjónvarpsins við Laugaveg. í veg fyrir sérframboð Kratar á Vestfjöröum heyja prófkjör nú um helgina og stendur slagurinn á milli Kar- vels Pálmasonar og Sighvats Björgvinssonar einsog fyrri daginn. Nú hefur formaður Al- þýðuflokksins, Jón Baldvin lagt Karvel lið f baráttunni og Bryndis formannstrú staðið ( ströngu við að smala utan- kjörstaðaratkvæðum I höfuð- borginni. Það var löngum vit að að fátt væri um kærleika á milli þeirra Sighvats og Jóns Baldvins en fleira kemur til að formaðurinn kýs að styðja Karvel. Karvel hefur töluvert persónufylgi á Vestfjörðum, einkum I Bolungarvík og munu kratar skíthræddir um sérframboð Karvels ef hann færi halloka í viðureigninni við Sighvat. Hófí í leynum Almenna bókafélagiö hefur haft það fyrir reglu að vera I með einskonar leynibók, sem haldið er til baka hjá forlaginu I og ekki látin fjúka á markað- I inn, fyrr en rétt fyrir jólin. Leynibókin I ár hefur farið 1 mjög leynt, svo leynt að hin bókaforlögin hafa ekki enn getað grafið upp hver hún verður og hefur þó verið sótt að Sigurði Valgelrssyni út- gáfustjóra með ýmsum ráðum. Þjóðviljjnn getur hins vegar upplýst það hér og nú, . að leynibók AB I ár er skrifuð af ofnotaðasta sjónvarps- manni landsins, Jóni Gúst- afssyni og er urn glæsidlsina Hófí. Reyndar hófst kynning- arstarfsemin um daginn þeg- ar Jón misnotaði aðstöðu sína hjá Sjónvarpinu og spjallaði við Hófí fyrir framan alþjóð. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.