Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 13
Fóstrur heima fyrir. Petta voru nú mest bollaleggingar „sérfræðinga“ fyrir kosningarnar nú í haust. Ur- slit kosninganna hljóta hins vegar að gera innrás ólíklegri þar sem Reagan þorir tæpast að leggja út í slíkt ævintýri í blóra við þing- meirihluta sem nú er í höndum Demókrataflokksins. Hemað- artaktíkin hjá CIA og kontra- skæruliðunum kemur að öllum líkindum að ganga sem fyrst út á s.k. lágstemmdan hemað (low intensity warfare) þar sem höfuð- skotmörkin em óbreyttir borgar- ar og framleiðslueiningar en ekki hemaðarleg mikilvæg skotmörk. Á þann hátt vonast þeir til að Nikaragua blæði út. Gandhi fyrirmyndin Starfsaðferð ykkar, kœrleiks- skjöldurinn s.k. er sannarlega óvenjuleg. Hvaðan sœkið þið fyr- irmyndir að starfinu? Eg held satt að segja að ná- kvæmlega svona aðferð hafi ekki verið notuð áður en það er klárt að starf okkar er í sama anda og andofbeldisaðgerðir Mahatma Gandhis á sínum tíma. Ég vil hins vegar taka fram í nafni raunsæis að það er alls ekki víst að nærvera okkar í hinum stríðshrjáðu hé- mðum Nikaragua komi í veg fyrir yfirgang kontraskæruliðanna eða jafnvel innrás. Kontra vita sjálf- sagt sjaldnast um nærvem okkar og þegar kannski bara 2-3 Norður-Ameríkanar em til stað- ar er ekki um neina meiriháttar n-ameríska nærvem að ræða. Hugmyndin er engu að síður sið- ferðilega mjög sterk jafnvel þó hún nýtist ekki fullkomlega í þágu friðarins eins og við höfðum vonað í fyrstu. Áttu þá við að kontraskœrulið- arnir kæri sig kollótta um nœr- veru ykkar og séu reiðbúnir að taka á sig erfiðari áróðursstöðu ef eitthvert ykkar fellur? Reynslan hefur sýnt að það borgar sig ekki að gera sér neinar grillur um sómakennd kontrask- æruliðanna. Lengi vel héldum við að þeir myndu hlífa öllum vest- rænum gestum. Á síðasta árinu hefur það sýnt sig að hinn vest- ræni skjöldur hefur ekki haldið fyllilega. 8 manna hópur Vestur- Þjóðverja sem vom í sjálfboða- vinnu í landinu var tekinn hönd- um af kontra, svissneskur bú- fræðingur var myrtur köldu blóði og sömuleiðis læknir og hjúkmn- arkona frá Spáni, öll á þessu ári. Pað krefst hugrekkis að starfa á þennan hátt, er ekkert erfitt að manna þessar ferðir til Nikarag- ua? Ný reynsla í framandi umhverfi sem þar að auki er stríðsátaka- svæði getur verið býsna skelfileg upplifun á köflum, þegar fólk á stöðugt yfir höfði sér að týna líf- inu í villimannlegum árásum. Við sem komum frá Norður- Ameríku lifum þó eingöngu tímabundið við skelfinguna. íbú- ar þessara svæða lifa stöðugt við hana og við höfum svo sannar- lega öðlast styrk af samheldni og þolgæði þessa óbrotna alþýðu- fólks sem m.a. sækir styrk í trú sína. Ég vona og veit reyndar að íbúarnir hafa öðlast styrk af nær- vem okkar og þeirri samstöðu sem við reynum að sýna. I>ú spyrð hvort ekki sé erfitt að fá fólk með. Það er auðvitað tals- vert átak að taka sig upp frá tryggum heimaslóðum heima í Bandaríkjunum og halda út á víg- völl til að gera mannlegan varnar- vegg gegn byssukúlum og spreng- jum. Hingað til hafa 80 langtím- agestir og 2200 skammtímagestir tekið þátt sem er ekki svo lítið. Við vinnum svo áfram eftir þeirri staðföstu trú okkar að þeir sem vilja vinna að friði verði að vera reiðubúnir til að taka á sig sömu áhættu og þeir sem berjast í stríði. BGJ, Gautaborg 17. nóv. 1986 Sérkennilegar móltökur John Waters lýsir heimsókn sinni ó Kvik- myndahótíðina í Reykjavík 1983 Hefur þú áhuga á uppeldisstarfi? Ef svo er vilt þú þá vera með í uppbyggingu þess á nýjum leikskóla? Á Foldaborg vantar fóstrur til starfa eftir hádegi. Foldaborg er nýr 3ja deilda leikskóli sem tekur til starfa næstu daga. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Sigurþórsdótt- ir, forstöðumaður, í síma 673138. „Mér er sagt að kvikmyndirnar þínar séu hræðilegar,“ sagði virðuleg dama við kvikmynda- leikstjórann John Waters, er hann steig niður úr flugvélinni sem flutti hann á kvikmyndahá- tíðina hér í Reykjavík sem haldin var veturinn 1983, en hann var heiðursgestur hátíðarinnar. John Waters hefur gert þó nokkrar kvikmyndir og yfirleitt hneykslað siðprúðari kvikmynd- ahúsagesti. Hann á m.a. heiður- inn af því að skapa hina óviðjafn- anlegu Divine, sem heimsótti okkur fyrr í haust og tróð uppi á skemmtistaðnum Europa. Um þessar mundir er að koma jút bók eftir John Waters, sem jnefnist The Obsessions, eða Meinlokur á okkar ylhýra. í síð- asta tölublaði American film er birtur kafli úr bókinni, sem fjallar um hvernig lausamenn einsog Waters þrauka af á milli þess sem þeir standa á bakvið tökuvélina. í kafla þessum fjallar Waters um flakk sitt á milli kvikmynda- hátíða til að vekja athygli á kvik- myndum sínum. Segir hann það stundum hvarfla að sér að eini tilgangur hans með kvikmynda- gerð sé sá að verða sér úti um ókeypis flugfargjöld til að geta endaþeyst á hátíðir. Hluti af kaflanum fjallar um heimsókn Waters á Kvikmynda- hátíðina í Reykjavík 1983 og birt- um við hann hér á eftir: „Ég skrapp meiraaðsegja til ís- lands og dvaldi þar í viku. Á Kvikmyndahátíðina í Reykjavík. í vetrarstillum, þegar sólin skein í nokkra klukkutíma á sólarhring. „J>ú ert genginn af göflunum," sagði fólkið sem þekkir skemmtibransann út og inn. „í landinu eru bara nokkur kvik- myndahús. Þú verður aldrei ríkur á því að fara þangað.“ En fyrst hundabann og bjórbann er í landinu þá leist mér bara vel á það. Gestgjafamir voru indælis- fólk. Meira að segja virðulega daman sem heilsaði mér með því að segja, „ég hef heyrt að kvik- myndimar þínar séu hræðilegar.“ Ég komst aldrei til botns í því hvort hún væri einfaldlega svona hreinskilin eða hvort tungumála- erfiðleikar áttu þama hlut að máli, en ég þakkaði hólið samt sem áður. Um kvöldið var svo boðið til kvöldverðar og var ákveðið að leyfa mér að bragða á eigin með- ölum. Við fómm á glæsilegt veitingahús, sem hefur sérhæft sig í þjóðarréttum íslendinga. Aðalrétturinn var rolluhöfuð og mér var uppálagt að éta auga- steinana. Trúr ráði móður minn- ar, að í Róm éti maður einsog Rómverji, reyndi ég að láta á engu bera. Það biðu allir eftirvæntingarfullir á meðan ég hlýddi leiðbeiningum þeirra. Fyrst plokkarðu augað úr tóftinni og borðar það, nartað þig áfram inn að rúsínunni í pylsuendanum, sjálfum augasteininum. Djöfull- inn sjálfur, hugsaði ég er ég reyndi að kyngja viðbjóðinum. Nú er að duga eða drepast. Ég stakk sjálfum augasteininum upp í mig og beit í, og fann spreng- ingu, svipaða því þegar kirsuber springur upp í manni.“ -Sáf/American film Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DIÓÐVIUINN Sími 681333 Til sölu Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og fleira vegna Vélamiðstöðvar Reykjavík- urborgar: 1. 4. 5. 6. 7. Sorpbifreið M. Benz/KUKA árg. 1974 2. HINO vörubifreið með 6 manna húsi árg. 1980. 3. HINO vörubifreið með 6 manna húsi árg. 1980. M. Benz vörubifreið með 6 manna húsi árg. 1974. M. Benz vörubifreið með 6 manna húsi árg. 1974. Citroen mannflutningabifreið (áður við flutning fjölfatlaðra) árg. 1980. Chevrolet Van sendibifreið árg. 1979. 8. Chevrolet Van sendibifreið árg. 1979. 9. Volkswagen sendibifreið árg. 1978. 10. Volkswagen pallbíll (DC) árg. 1981. 11. M. Benz sendibifreið D 609 árg. 1974. 12. M. Benz vörubifreið án palls, 6 tonna árg. 1974. 13. Valtari AVELING BARFORD 8 tonna. 14. Vörubílspallur 5 tonna. 15. Steinsög ABG. 16. Kantsteypuvél. 17. Steinolíuhitarar, 2. stk., 5000 BTU. 18. 4. stk. dieselvélar I bíla. Framantalið verður til sýnis í porti Vélamiðstöðvarinnar, Skúlatúni 1, dagana 1.-4. des- ember. Tiiboðin verða opnuð á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, fimmtudaginn 4. desember kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Góð bók þaö fer ekki á milli mála aö hér er tekiö á efniviðnum af kunnáttu og list- fengi. Eysteinn Sigurðsson í Tímanum. „...hugmyndaflug og kröftugt innsæi í tilfinningalíf fólks.“ Páll Valsson í Þjóðviljanum Konungur af Arag- on og aðrar sögur, eftir Matthías Johannessen. Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr parf að gefa ótvirætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. |JUMFERÐAR ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.