Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 15
Bjartmar hjá námsmönnum á Norðurlöndum íslenskir námsmenn erlendis fá sér víða skemmtikrafta eða ræðumenn frá föðurlandinu á ís- lenskum hátíðis- eða baráttu- dögum. Má t.d. nefna að hinn hressi ritstjóri þessa blaðs Össur Skarphéðinsson fer til Osló í ti- lefni af 1. des., Bítlavinafélagið skemmtir á vegum íslendingafél- agsins í Kaupmannahöfn nú um helgina og Bjartmar Guðlaugs- son drepur niður fæti með gítar- inn í þrem löndum í einni ferð á vegum Samtaka námsmanna á Norðurlöndum. Rabbað var við hann símleiðis áður en hann lagði í’ann á fimmtudagsmorg- unn: - Óttar Felix Hauksson, bak- ari, skákáhugamaður og eitt sinn frægur fyrir að hafa séð Bítla- myndina A Hard Day’s Night hundrað sinnum, er við nám í matvælatækni í Danmörku. Hann hafði samband við mig og bað mig um þetta, sem verður upphafið að öðru trúbadúrtím- abilinu á ferli mínum, en þannig byrjaði ég. Ég ætla að halda áfram á þeirri braut þegar ég kem heim, því að mér finnst mjög gaman að flytja mitt efni þannig fyrir fólk. Það myndast nánara samband á milli manns og áheyrenda en í gegnum rokkið. Viðar, umboðsmaðurinn hans Bubba, ætlar að skipuleggja svo- leiðis hljómleikahald fyrir mig. - Eruð þið Pétur Kristjáns þá hœttir að syngja saman? - Ekki alveg. Við stöndum við þær bókanir sem eftir eru. Ann- ars fer þetta að verða gott hjá okkur - Pétur fer líka að verða upptekinn við að skipuleggja fyrir pabba sinn KK-skemmti- dagskrá á Broadway. - Hvar kemurðu fram í þessari Norðurlandareisu? - í Osló, Gautaborg, Lundi og Kaupmannahöfn, þar sem leg verð 1. des.. Þettaverða7hljóm- leikar alls. Hvað œtlarðu að syngja fyrir þau þarna úti - eitthvað róttækt... ? - Ja, það eru vissar meiningar í öllum mínum textum. Ég verð til dæmis með lög og texta um börn, sem ég ætla að gefa út á plötu eftir áramótin. - Þú verður sem sagt ekkert á jólavertíðinni? - Nei, og hef ekki áhuga. Þetta er leiðindafyrirkomulag, svona flóð einu sinni á ári. Ég hef þá trú að plötur seljist séu þær góðar og eigi erindi til fólks, hvenær árs sem þær koma út. A Sœtt og skemmtilegt frá Sykurmolunum Þá er Kukl hætt og Sykurmol- arnir komnir í staðinn - og vel það, því að mér finnast þetta góð býtti. Kukl var reyndar alveg fantagóð hljómsveit, en miserfið áheyrnar - eða, bara hreint út sagt, misleiðinleg. Sykurmolarnir, eru aftur á móti skemmtilegir og ekki síður frumlegir en Kukl, ef marka má litlu tveggja laga plöt- una þeirra sem kom út fyrir viku. í Sykurmolunum eru Kuklar- amir Björk, Einar Örn og Sig- tryggur, Purrkarnir Pillnikk Frið- rik gítaristi og Bragi bassi og Þór Eldon sonur hennar Ásu Sól- veigar og maðurinn hennar Bjarkar - samtals hálf tylft manna. Lögin tvö heita Ammæli (á A hlið) og Köttur (á a hlið). Þau eru sögð eftir Sykurmolana, en grun hef ég um að Björk eigi heiður af textum - báðir hversdagsleg lonnie Tyler ævintýri sögð í hennar skemmti- lega stfl. Og mikið skolli syngur hún þetta vel - leikur sér að rödd- inni, við hvurn sinn fingur. Og félagamir styðja vel við hana með undirleiknum. Ammæli er rólegur söngur en langt í frá á- reynslulaus, með lunkinni meló- díu sem læðist inn á mann og sest þar að. Ég held svei mér þá að þetta sé það besta sem Björk het- ur gert á plötu. Köttur er af öðr- um toga spunninn - fjörugt gítar- rokk, og lagið eins konar blanda, a.m.k. í eyrum mínum, af músik stúlknasönghópa (girlgroups) 7. áratugarins og fjörugum gítar- hljómi Pretenders. Flott, krakk- ar. Umslagið um þess smáskífu er gott. Hún ber nafnið Einn mol’ á mann, nema það sé dulbúin hvatning í sambandi við auglýs- inguna á bakhliðinni - Dansukker-sykur ... útgáfufyrir- tækið Smekkleysa hefur a.m.k. húmor. Takið hvatningunni þó á fyrmefnda veginn - áhrifin af plötu þessari em svo ári skemmti- leg, að ekki sé nú talað um hvað tennurnar koma betur út úr kynnum við þetta íslenska góm- sæti en það danska. A Reisn Manna Bonnie Tyler til íslands Húsmóðirin velska með vit- skýröddina, Bonnie Tyler, er væntanleg til íslands með sveit og sjarma til hljómleikahalds. Þeir fyrri verða í Laugardalshöll í Reykjavík á föstudag (5. des.) og þeir síðari í íþróttahöllinni á Ak- ureyri á laugardag, en það em einmitt Skriðjöklamir á þeim bæ sem eiga þátt í komu Bonníar til landsins. Auk Bonníar Tyler og félaga koma fram 3 íslenskar hljóm- sveitir: Bubbi og félagar (MX21), Rauðir fletir (komnir á samning hjá Steinum), og auðvitað Skriðjöklar - og þá væntanlega sungið um hjörtu, hvali, hugar- ástand og hest. Hljómleikarnir hefjst kl. 21 á báðum stöðum og kostar þúsund karl inn. Bonnie Tyler hefur eina af þessum þekktu vitskýröddum sem alltaf em vinsælar í rokkinu og er hörkuduglegur hljómleika- haldari. Á henni sannast hið fornkveðna, að margur er knár þótt hann sé smár og að oft er dökk rödd undir ljósum hámm, ekki síður ef vitský sé... Góð- mennum, Stjómin. Menn era tveir. Ágúst Karls- son og Valdimar Flygenring heita þeir og hafa áður starfað saman í hljómsveitunum „Hin konung- lega flugeldarokksveit”, á upp- hafsárum nýbylgjunnar, eins og segir í fréttabréfi, og „Tjútt- lingar”, ásamt Ellu Magg. Valdi- mar fór síðan út í leiklistina en Ágúst gerðist gítarleikari Með nöktum, þar sem trommari var Halldór Lámsson. Hann aðstoð- ar Menn í Klakahöll, einnig Skari sax úr Oxsmá, og Jón „Skuggi” Steinþórsson bassi úr sömu sveit í Pasteli. Jón þessi ogTryggvi Her- bertsson tóku Reisn Manna upp í Mjöt og blönduðu ásamt þeim. Allt annað spiluðu Menn, og sömdu efnið, en sjö lög eru á plötunni sem er 45 snúninga breiðskífa. Menn framreiða tilraunarokk með Reisn. T.d. er takturinn í titillaginu sleginn af prentvél, Heidelberg original, módeli 1937. í laginu Maðurinn Fugl hljómar fuglasöngur í gegnum allt lagið. I Konu heyram við samtal úr einhverri skúrkakvik- mynd á bak við gamalkunnugt stef, að mig minnir úr James Bond mynd, og yfir þessu fer Valdimar með textann: Kona ertu blaut, viltu bónda eða naut, bónda eða naut skaltu fá. Ekki ætla ég að leggja út af orðum þessum, en nefni að textar plöt- unnar sveima í kringum kynferð- ismál og dauðann, á draum- kenndan hátt, og em vel fram settir - fremur talaðir en sungnir. Hljóðfæraleikurinn er dálítið þreifandi, sérstaklega í Klakahöll og Pasteli. Og ég veit svo sem ekki hvað ég á að segja um þessa plötu - hún kemur manni á óvart eins og ég held að henni sé ætlað, á henni er nýlistamannayfirbragð en þó meiri ljóðræna en búast mætti við úrslíku umhverfi. Töff- aragangurinn er þó ráðandi og svona til að undirstrika það er síðasta lag plötunnar, Snigill, til- einkað Bifhjólasamtökum lýð- veldisins Sniglunum. Ágætt ein- tal það. Þessi plata er sér á parti, en á ekki eftir að gera usla á vinsælda- listum. Umslagið finnst mér gott, það gerði Hallgrímur Helgason myndlistarmaður - svart á túrkis- litum gmnni. A GERÐU VERÐ- SAMANBURD Valsa súkkulíkið er aldeilis tilvalið í baksturinn. Pað fæst bæði Ijóst og dökkt í 400 gramma hagkvæmum sparnaðarpakkningum. Kynntu þér verðið! ■w Sælgætisgerðin VALSA. Sunnudagur 30. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.